Tíminn - 05.04.1941, Page 3

Tíminn - 05.04.1941, Page 3
40. bla« TÍMIM, laugardagiim 5. apríl 1941 j Munið hína ágætu hloiif CQflH OIcllllclI UldUli í Vz kg. pökknm. Sápuverksmiðjan ðctUU Sjöfn. Helldsölnblrgðir hjá: SAMRANDI tSL. SAMVINNUFÉLAGA. 159 V elkomuip lieiin iVióttökuljóð, sungin í Þingeyrarkirkju við útför Gunnars Árnasonar, Steinþórs Árnasonar, Gisla Guðmundssonar og Guðmundar Stefánssonar. Velkomnir DýrafjarQar föllnu synir; faöminn sinn hlýja móti ykkur breiðir. hnípin vor byggð og harmi slegnir vinir. Helsœrö í anda þjóðin veginn greiöir. Velkomnir heim úr hörmum styrjarslóða; hvíldina býður móðurskautið góða. Hugprúðir féllu’, en héldu velli drengir, að hinzta dropa leikar voru háðir. Titra af ást og trega hjartastrengir; talar nú minning blítt um göfgar dáðir. Skráð er með blóði hróp-sár hetjusaga, hún skal i minnum lifa alla daga. Hörmum vér sárt, að nú er. fjórum fœrra frœknustu’ og beztu sona Dýrafjarðar. Aldrei varð fyrir skildi skarðið stœrra, sköpin í gegn oss áður stóðu’ ei harðar. Von er, að skriður*) féllu úr vorum fjöllum. Fallast nú hendur góðum vœttum öllum. Þökk fyrir dug og drengskap, traustu hlynir, drýgja mun tiginn baðmur limar góðar.. Ódáinsljóma varða kœrir vinir, vegu og sögu Dýra hetjuþjóðar. Hugga þú, drottinn, ástvinina alla. Ættjörðin blessar þá, sem henni falla. SIGURÐUR GÍSLASON. *) Skriðufall mikið varð einkum yfir Brekku og Hólm árásar- nóttina 11. marz. Garðyrkjan Kvæði flutt víð skóla- slit Garðyrkjuskólans vorið 1941 Synir íslands! ísa dœtur! Ungra krafta nú er þörf. Á fagrí hugsjón fáum mœtur og fram til sigurs berum djörf. Á ungan gróður grœðum rœtur, gefum, helgum öll vor störf. Garðyrkjan er ung að aldri, ennþá barn hjá vorri þjóð. Mœtti í œsku meðferð kaldri, máttlaus, hrakin lengi stóð. Þroskaðist af gróður-galdri, gufu-vatnsins orkusjóð. Hverir gjósa. Fossar falla. Frónsins orku beizla þarf. Heyrið fóstur-foldu kalla, frjóa með sinn dýra arf. Moldin gefur. orku alla. Með yl og birtu skapast starf. Hallir gróðurs háar rísa, hér skal frœi i jörðu sá. Fossar elfa foldu lýsa. Fögur aldin þroska ná. Bjartur skrúði blómadísa birtist, llfgar vetrardá. Vafin gróðri býli byggjum, blómareiti, fögur tré, afkomendum okkar tryggjum. Orku starfs skal láta í té. Vöknum, ei á liði liggjum. Launin, gleði, er betri en fé. Traust við gróður tengjum böndin. Trú á lífið þerrar tár. Plógurinn skal plœgja löndin. Prýðum fold og grœðum sár. Styrk til dáða hreyfist höndin. Helgum starfi manndómsár. Unnsteinn Ólafsson. Kristleifur bjó fyrst að Upp- sölum í Hálsasveit, en flutti fyrir aldamót að Stóra-Kroppi, og hefir búið þar jafnan síðan. Er það einkennileg tilviljun, að um svipað leyti breytist þjóðleiðin milli Norður- og Suðurlands. Vegur sá, sem nú er kölluð „gamla póstleiðin“, er þá fullgerður og brú komin á Hvítá í Borgarfirði, sem var versti farartálminn á þessari leið, þegar farnar voru „sveit- ir“. Minnkar þá umferð um hina gömlu Kaldadalsleið, en vex að sama skapi um hina nýju leið. Er Kristleifur þá aftur kominn í þjóðbraut, því sá veg- ur liggur fast við túnið á Stóra-Kroppi. Áukast þá kynni hans á ný á mönnum og mál- efnum. Við það hefir sjálfsagt margt rifjast upp á ný, fyllst í eyður og fróðleiksforðinn auk- izt. Enda fer nú að hefjast ann- ar aðalþáttur æfistarfs hgns, sagnaritunin, sem hann hefir helgað þá tíma, er hann mátti missa frá daglegum störfum. Eigi er mér kunnugt um, hvort heldur hefir verið hans eigin þörf að festa minningar sínar á blöð, eða áhrif frá öðr- um, sem varð þess valdandi, að hann hóf sagnaritun sína. En hitt er víst, að eftir að kunn- ugt varð um, hvað hann átti í fórum sínum, varð eftirsóknin mikil að fá hann til að flytja sagnaþætti sina við ýms tæki- færi, þar sem stofnað var til mannfagnaðar, eða á fræðandi námskeiðum. Hefir það vafa- laust ýtt undir hann að bæta við safnið, eftir því sem tíminn leyfði. Á heimili sínu mun hann og hafa átt góðum skilningi að mæta á þessu starfi sínu. — En hvað sem um þetta er, þá er sjón sögu ríkari um það, að áð ur en varði var komið efni í miklu meira en heila bók, eins og saga Borgarfjarðar vottar. Hér er alveg vafalaust sá þáttur í æfistarfi Kristleifs Þorsteinssonar, sem halda mun nafni hans lengst á lofti. Ber hvort tveggja til, að efnið er fróðlegt og skemmtilegt og svo hitt, hversu vel er með það far- ið, stíllinn látlaus og lipur og heyrt hefi ég viðurkenndan ís- lenzkumann hafa orð á þvi, hversu gott mál væri á rit- smíðum hans. En rúmið leyfir eigi að meira sé rætt um ritverk hans að sinni, enda eigi tilgangur þess- arar greinar. En þess er ég full viss, að því lengra sem líður og þekking manna minnkar á mönnum þeim, tíðaranda og háttum, sem þar er lýst, þvi merkilegri munu sagnaþættir Kristleifs þykja. — Eða mundi eigi þykja fengur í þvi, ef við ættum slíkar lýsingar frá þeim tímabilum í lífi þjóðar okkar, sem minnstar sagnir hafa geymzt um? Ég hefi nú með örfáum pennadráttum minnst bóndans og fræðimannsins, Kristleifs á Stóra-Kroppi, á þessum merkis- degi í lífi hans. En ég get ekki endað svo þessar línur, að ég ekki aðeins minnist „mannsins sjálfs“. — í viðkynningu allrl Vciting embætta (Framh. af 2. siðu.) inum. En eins og þeim málum er nú fyrir komið, verður al- þýðan að bera sinn kross, og þýðir ekki að mögla. En emb- ættismaðurinn getur brosað og sagt: Þið verðið nú að gera ykk- ur þetta að góðu; ég get setið <á meðan ég vil, en ég get líka farið og sótt um embætti ann- ars staðar, ef ég sé mér hag í dví, alveg eins þó að ykkur þyki einhvern hátt fyrir að missa mig. Það er ég, sem get sagt upp, en þið ekki. Þið getið ekki boðið mér að segja lausu emb- ættinu á meðan ég geri ekkert, sem varðar við lög, en ég get sagt upp og farið, þegar mér gott þykir. Svona lagaðir starfs- samningar geta illa samrýnst lýðræðishugsj óninni. Til úrbóta í þessu efni hefir mér dottið í hug, að veitingar embætta séu til viss áratíma- bils, t. d. fjögurra ára eins og gildir um embættismenn, sem að alþýðan kýs, hreppsnefndir, sýslunefndir, alþingismenn og fleiri. Nú vill kannske einhver segja, að ýmsa ókosti geti haft í för með sér að skipta oft um menn 1 embættum, en mér finnst, að í mörgum tilfellum verði engin breyting á í því efni. Þar sem að allt er í góðu lagi milli embættismanna og alþýðu, þar munu báðir- aðilar keppa að því að halda sam- starfinu áfram, og samstarfið verður jafnvel lífrænna, ef að- ilum gefst kostur á að endur- nýja ráðningu starfsmannsins á nokkurra ára fresti. Þetta er atriði, sem bíður úrlausnar hið bráðasta. Annað atriði, sem ég vildi minnast hér á, er viðvíkjandi skattamálunum. Það mun vera viðurkennt af bankamönnum, að stórar upphæðir af vaxtafé hafi verið í bönkunum nú und- anfarið, í sparisjóðsbókum, sem að ekki eru á nafni neinna sér- stakra manna, og þar af leið- andi ekki verið greiddur neinn skattur af. Komið hefir til orða, að greiddur yrði skattur af þessu fé með vaxtaskatti svo- kölluðum, en það hefir ekki náð fram að ganga enn sem komið er, og það má nærri geta, hvort að menn færa sig ekki hér upp á skaftið og auka þessar upp- hæðir; færa sig inn í þetta Gósenland skattfrelsis, meðan að ekkert er gert til að koma í veg fyrir að ýmsir borgarar þjóðfélagsins geti ávaxtað fé sitt í bönkum landsins, án þess að þurfa að telja það fram til skatts né greiða skatt af. Tæp- lega má búast við, að alþjóð manna beri mikla virðingu til lengdar fyrir þeirri skattalög- gjöf, sem i framkvæmd lætur suma skattþegna draga svo hönk úr hendi sér en hins veg- ar er gert mikið veður út af, bæði af yfirskattanefnd og jafnvel ríkisskattanefnd, ef gleymist að skýra frá á skatt- skrá hver hafi orðið afdrif einnar einustu rollu, sem far- izt hefir á fjalli eða farið I sjó- inn eða dáið af skitu í heima- högum. Það er meira að segja gerð rekistefna út af því, þótt viðkomandi maður sé langt frá því að lenda í skatti. Ég veit, að þetta á að koma greinilega fram á skattskrá, en við skatt- framtal vill þetta gleymast hjá sumum. Mér finnst svona atriði varða afar litlu. En ég vil benda á þetta ósamræmi á fram- kvæmd skattalöggjafarinnar. Annars vegar er rekizt í þvi, hvað hefir orðið af kind, sem var í framtali í fyrra, en kemur ekki fram nú hjá manni, sem hvorki hefir svo miklar eignir né tekjur, að nái því að greiða skatt, en hins vegar er látið af skiptalaust þótt ýmsir skatt þegnar komi fé sínu í banka án riafns og skjóti sér á þann hátt undan að greiða skatt af því, Það kemst einhvern veginn inn í vitund manns, að það séu ekki hinir fátækari borgarar þjóðfé- lagsins, sem koma fé sínu á þennan hátt eða annan undan skattgreiðslu. Það liggur í aug- um uppi, að hér í þessu efni þarf skjótrar úrbótar, ef ekki á að lenda út í beinar ógöngur í framkvæmd skattalöggj afar- innar. Kristján Benediktsson. loftvarnanefnd. Rafflautur loftvarnarnefndar verða framvegts reyndar á hverjum mið- vikndegi klukkan 1. e. h. — Merkið, sanafeldnr sónn, verður gefið í nokkr- ar mínútnr. Reykjavík 3. aprll 1941 IOFTVARNARBÍEFND ... Skrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjavík er á Lindargötu 9 A Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið þvi vlð. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils vlrði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Gangíð í GEFJUNAR íötum Á síðustu árum hefir íslenzk- um iðnaði fleygt fram, ekki sízt hefir ullariðnaðurinn aukizt og batnað og á ullar- verksmiðjan Gefjun á Ak- ureyri mikinn þátt í þessum framförum. Gefjunardúkarnir eru nú löngu orðnir landskunnir fyrir gæði. Ullarverksmiðjan vinnur úr íslenzkri ull, fjölmargar teg- undir af bandi og dúkum til fata á karla og konur, börn og unglinga. Gefjun starfrækir sauma- stofur í Reykjavík og á Ak- ureyri. Gefjunarföt eru smekkleg, haldgóð og hlý. Gefjunarvörur fást um land allt hjá kaupfélögum og kaupmönnum. Gef | ii n Dvöl Það hefir nú tekizt að fá nokkur eintök sam- an af Dvöl frá byrjun. Þeir, sem ennþá eiga eftir að fá sér þetta merkilegasta sögusafn, sem til er á íslenzkri tungu, ættu ekki lengur að láta tæklfærið ganga sér úr greipum. »<><»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< KAUPI GULL HÆSTA VERÐI. Greiði 35 krónur fyrir hvern 10 króna gullpening SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4 Reykjavík Anglýsið í Tímamim! 328 Robert C. Oliver: Æfintýri blaSamannslns 325 er hann þánnig, að ég held að sá maður sé undarlega gerður, sem ekki hefir ánægju af því að vera í návist hans. í gam- alli vísu stendur: „Skemmtinn mann á vegi vagn, vitrir nefndu forðum“. Krlstleifur er jafnan „vagn á vegi“, hvort sem mað- ur ferðast með honum, eða sit- ur í næði heima í stofunni hjá honum. Þá kemur oft í ljós, í sambandi við þann eiginleika hans, að vera sífellt fræðandi, meira af skemmtilegum sögum og góðlátlegri kímni, um menn og málefni, heldur en hann hefir viljað festa á pappírinn. Skáldmæltur er hann og vel, þótt ekki hafi mikið eftir hann birzt af því tagi og fróður er hann á því sviði, sem öðrum. Fjöldi vina hans og sam- ferðamanna eiga gleðistund með honum og fjölskyldu hans, að Reykholti í dag. Þeir þakka honum liðnu árin og óska hon- um gæfu og gengis á þeim ó- förnu. — Og enn mundu Borg- firðingar vera stoltir af því.hvar sem væri, að eiga Kristleif Þor- steinsson sem fulltrúa borg- firzkra bænda. bara verið að forvitnast um, hvað menn hér i nágrenninu vissu um hann. Ann- ars virtist hann ekki verða neitt reiður, þótt ég kallaði móður hans gamla kerl- ingu. Svo hristi hann höfuðið, sneri vagn- inum og ók hægt í áttina til síns eigin bæjar. Bob og Taylor nálguðust óðum Czer- now. — Það lítur út fyrir, að lánið fylgi okkur, sagði Bob. — Já, það voru góðar upplýsingar, sem við fengum hjá ökumanninum. Tókuð þér eftir einhverju sérstöku? — Já, því að við skulum ekki gista á Hótel Enoch. Mér geðjast ekki að nafn- inu. — Einmitt, svaraði Taylor hlæjandi. — Þeir gengu þegjandi góða stund. Báðir voru að hugsa um það, sem fram- undan var. — Ég finn að á mér, að ekki líður á löngu þar til ég fæ að standa augliti til auglitis við þennan fræga Enoch Gra- benhorst, sagði Taylor og glotti. Nú voru þeir komnir svo nærri bæn- um, að þeir ákváðu að talast ekki við, og reyna að vekja sem minnsta at- hygli. Þeir voru þegar hjá fyrstu hús- unum, sem litu enn skuggalegar og fá- tæklegar út í kvöldrökkrinu, — og nú því þú ert sá eini, sem þekkir þrjót- inn. Sjálfur hefi ég aldrei séð hann. Bob blístraði. — Nú, þannig. — En þetta verður enginn leikur. — Graben- horst þekkir.enn öll skúmaskot i fæð- ingarbæ sínum — en hann mun ekki gruna að við leitum hans þar. Hann veit ekki, að við vitum um verustað hans, en þó má vel vera, að hann haldi sig ekki á almannafæri. En hvað um það. Flugvélin bíður og nú förum við af stað. Englendingarnir náðu nú í bíl og óku út á flugvöllinn. Þeir lentu á flugvelli i borg einni ekki langt frá Czernow. Það sem þá var eftir leiðarinnar, urðu þeir að fara í leiguvagni, sem hvorki var hraðfær né þægilegur. Þeir höfðu fengið þá góðu frétt í flug- stöðinni, að fyrir skömmu hafði lent þar frönsk einkaflugvél. Þegar þeir Bob og Taylor nálguðust Czernow báðu þeir ekilinn að stanza og sögðust ætla að fara gangandi það sem eftir var,, leiðarinnar. Ekillinn virtist vera mjög undrandi yfir. þessari ákvörðun, og á bjag- aðri þýzku reyndi hann að gera þeim skiljanlegt, að það færi mjög slæmt orð af bænum og nágrenni hans.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.