Tíminn - 29.05.1941, Síða 4

Tíminn - 29.05.1941, Síða 4
236 TÍMIIVN, flmmtudaginn 29. maí 1941 59. blað tJR BÆNBM Sundknattleiksmótinu, er háð var í sundhöllinni, lauk í gær með sigri Ármenninga. Unnu þeir bikar að launum, og er það í annað skipti, sem þeir hljóta hann. í sveit Ármanns voru Ögmundur Guðmundsson (mark- vörður), Þorsteinn Hjálmarsson, Ste- fán Jónsson, Magnús Kristjánsson, Gísli Jónsson, Sigurjón Guðjónsson og Guðmundur Guðjónsson. Ókunna flugvélin er sást norður í Hrútafirði nú íyrir skömmu, var ensk, að því er tjáð hefir verið. Aðrar fréttlr. (Framh. af 1. síSu.) við flugvélum að ráði. Þeir treystu sér ekki til að verja flugvelli á Krít fyrir loftárás- um Þjóðverja og hafa því ekki haft þar neinar flugvélar síðan Þjóðverjar tóku Grikkland. Flugvélar þær, sem hafa að- stoðað Breta á Krit, hafa orðið að fljúga alla leið frá Egipta- landi. Hins vegar hafa Þjóð- verjar teflt fram ógrynni flug- liðs og virðast þeir hafa sent austur eftir flugvélar, sem not- aðar voru til árása á Bretland, því að þar hafa loftárásir verið með minnsta móti undanfarið. Þjóðverjar telja, að flugher þeirra hafi sökkt fjölda brezkra herskipa, stórra og smárra, við Krít undanfarna daga. Bretar viðurkenna, að þeir hafi þegar misst tvö beiti- skip, annað um 9000 smálestir en hitt um 8000 smálestir, og fjóra tundurspilla. Einnig hafi tvö orustuskip orðið fyrir skemmdum. Brezkir kafbátar sökktu í fyrrinótt fjórum herflutninga- skipum á leið til Libyu. Var eitt þeirra 16 þús. smálesta skip, er flutti um 3000 þýzka hermenn. Virðast Þjóðverjar hafa ætlað að nota tækifærið og flytja lið til Libyu meðan brezki flotinn væri aðallega við Krít. Þýzkt herlið hefir á ýmsum stöðum ráðizt yfir landamæri Egiptalands og sótt fram nokkra kílómetra. Bretar segjast hafa stöðvað sóknina. Á krossgötum. (Framh. af 1. slSu.) Nú hefir banni þessu verið aflétt, því að úr hefir ræzt um vörubirgðir. Er brauðgerðarhúsum heimilt að baka þær brauð- og kökutegundir, er þau lystir, en hins vegar, verða þeim skammtaðar vörur til brauðgerðarinn- ar eins og var áður en kökubannið gekk í gildi. t r r Skipverjar á e. s. Brúarfossi fundu 34 enska skipbrotsmenn við suðurodda Grænlands í síðastliðinni viku. Höfðu þeir lengi velkzt í björgunarbáti, er ís- lendingar fundu þá. Voru þeir samt allvel hressir. Einn var lítilsháttar særður. — Nýlega hafa fregnir borizt hingað til lands um tvo menn, sem bjargað var af fleka við Englands- strendur. Var annar mannanna ís- lendingur, Kristján Ingi Einarsson að nafni, Reykvíkingur að uppruna, sonur Guðrúnar Guðlaugsdóttur og Einars Kristjánssonar, Freyjugötu 37. títhlutim ellilauna (Framh. af 3. sí&u.) anna er sleppt) styrkur frá rík- issjóði til sveitarfélaganna til þess að hjálpa þeim til að sjá hinum ótryggðu gamalmennum fyrir framfærslueyri. Er ekki eðliiegt, að skipta þeim styrk eftir því, hve mikið hvert sveit- arfélag sjálft viil á sig leggja til þess að sjá gamalmennum sinum farborða? Lífeyrissjóðsgjöldin, sem greidd eru’ i hverju sveitarfé- lagi koma aftur með vöxtum þegar farið verður að greiða líf- eyri úr sjóðnum. Og ég vænti þess, að ef Ó. Ó. kynnir sér þau mál, muni hann komast að raun um, að Tryggingarstofnunin leggi þau ekki í hættulegar „spekúlasjónir". Hins verður varla með sann- girni krafizt, að Lífeyrissjóður endurgreiði hverju sveitarfélagi lífey rissj óðsgj öldin tvisvar, en það er raunverulega það, sem Ó. Ó. fer fram á. 3. Loks skal ég aðeins rekja einn af útreikningum Ó. Ó„ sem sýnir vel á hve traustum grund- velli ritgerð hans er byggð. Ó. Ó. segir: „Fyrsta árið, 1937, sem úthlutun fer fram, nemur % hluti framlags Lífeyrissjóðs íslands til 2. flokks (úthlutun- in var þá aðeins í einum flokki. J. Bl.) hér um bil þrem fjórðu hlutum heildarúthlutunar elli- launa og örorkubóta á öllu land- inu eða yfir 74% .... Árið 1938 nema % hlutar framlags L. í. til 2. fl. (sama villa) ekki nema 54 af hundraði af heildarupp- hæðinni.....Og 1939 .. < fram- lag L. í. farið að verða vesæld- arlegt, kr. 307.500.00 eru þá ekki orðnar nema 27,5 hundraðshlut- ar af heildarupphæðinni.“ Ég hirði ekki að rekja, hvern- ig Ó. Ó. hefir komizt að þessum alröngu niðurstöðum sínum, en vil aðeins birta hér yfirlit yfir heildarúthlutun ellilauna og ör- orkubóta árin 1937—39, sbr. ár- bók Tryggingarstofnunarinnar, bls. 84. Vextir ellistyrktarsjóð- anna voru árin 1937—38 taldir með framlagi Lífeyrissj óðs, en 1939 eru þeir taldir sér, eftir að breyting hafði verið gerð á lög- unum. Heildar- Framlag úthlutun lífeyrissjóðs Kr. Kr. 1937 942.420,08 391.614,75 1938 1.370.819,76 388.519,31 1939 1.512.598,31 403.825,58 Vextir ellistyrktarsjóðanna 1939 voru kr. 89.001,69. Hefir þá framlag Lífeyrissjóðs samkvæmt þessu verið 1937 41.55% af heild- arúthluninni, 1938 28.34% og 1939 26.70%, ef vextir ellistyrkt- arsjóðanna eru ekki taldir með framlagi Lífeyrissjóðs, eins og gert er hin árin, 32.58%, ef þeir eru taldir með. Ef vextirnir eru ekki taldir með neit árið, væri hundraðshluti Lífeyrissjóðs af heildarúthlutuninni: 1937 .......... 32.08% 1938 .......... 21.95% 1939 .......... 26.70% Gefur þetta nokkuð aðra hug- mynd en tölur Ó. Ó. Frá Jökulfjörðum (Framh. af 3. slSu.) óþreyjufullan hvin, að við þut- um til skips og um borð og bráð- um var báturinn kominn á fulla ferð norður á Djúp, áleiðis til AÖalvíkur. Aðalvík liggur, sem kunnugt er, vestur og norður af Jökul- fjörðum. Að sunnan skagar fram fjallgarður mikill, sem gengur þverhníptur í sjó fram, og nefnist fremsti hnúkur hans Ritur. Voru björgin snjóhvít af fugladriti og iðandi af hávær- um, gargandi bjargfugli. Var áður fyr mikið stundað þar bjargsig eftir eggjum og ungum, en mér var sagt, að það væri nú óðum að leggjast niður. Norðan víkurinnar liggur Straumnesið og Straumnesfjall. Byggðin í Aðalvík liggur að- allega á tveim stöðum, Sæbóli, er liggur syðst í víkinni, og Látrum, er liggur að norðan- verðu. Myndar hún smáhverfi eða þorp á báðum þessum stöð- um. Aðalatvinnuvegur íbúanna er fiskveiðar. Eru auðug mið þar skammt undan og gengur fiskur oft mjög grunnt. Þó er þarna einnig stuðst við land- búnað, einkum sauðfjárrækt, því að þótt snjóþyngsli séu þarna mikil á vetrum, er nokk- ur stuðningur að fjörubeit og afréttarlönd eru þar kjarnmikil. Er snjóa venjulega að leysa í fjöllum fram á haust og getur fénaðurinn elt nýgræðinginn sér til viðurværis allt sumarið. Sæbólsmegin hafði- báturinn skamma viðdvöl að þessu sinni og gátum við því eigi stigið þar á land. Virtist þó vera þar all- mikið undirlendi og ræktunar- möguleikar, enda voru þar að sjá nokkur myndarleg bænda- býli við ströndina, vel hýst með stórum túnum. Á Látrum voru landþrengslin meiri að sjá, enda er þar stórt þorp með um 100 íbúum. Var landinu skipt í smáskákir meðal íbúanna, en ræktun og byggingum virtist yfirleitt mjög ábótavant. Mun það og há íbúum þorpsins, að ólag nokkurt er þar á yfirráð- um óg notkun landsins. Land- svelta hjá mörgum, þótt aðrir hafi þar ráð yfir meira landi en þeir komast yfir að nytja. Virtist mér við fljóta athugun, að afkoma almennings þar í þorpinu myndi • vera lakari en annarsstaðar þar sem ég kom á Vestfjörðum. Þarna stöldruðum við æði stund og vannst tími til að ganga þar um og skoða land- ið. Á Látrum býr m. a. formað- ur fasteignamatsnefndar Norð- ur-ísafjarðarsýslu, Bergmundur Sigurðsson. Tók hann vel á móti okkur félögum og greiddi fyrir ferðum okkar á allan hátt. Útvegaði okkur hesta og fylgdi okkur yfir að Hesteyri, en þar var ákveðið að taka Djúpbát- inn um kvöldið og áfram inn í Jökulfirði. En nokkur dráttur varð á komu bátsins, því að þennan dag var verið að jarða bændaöldung einn á Sæbóli. Hafði komið fjöldi manns frá ísafirði, til að vera viðstaddir jarðarförina og beið báturinn þeirra, unz athöfninni var lok- ið. Við stöldruðum því alllengi á Hesteyri og skoðuðum okkur þar um bekki. Leitaði Páll leið- togi vor uppi yngstu húsmóður þorpsins, 14—15 ára gamla telpu, dóttur Guðmundar Al- bertssonar kaupmanns, er réði þar húsum, ásamt bróður sín- um, er var yngri, en foreldr- arnir höfðu farið að jarðarför- inni á Sæbóli og voru ókomin. En Páll hafði vitað hvað hann var að fara. Við fengum hinar ágætustu viðtökur hjá þessum ungu húsráðendum og sátum við þar um stund, hlustuðum á fréttir „og bölvaða lygina úr honum Jóni“, éins og sumir nefndu stundum veðurfregnir útvarpsins. Hesteyri liggur við mlðjan Hesteyrarfjörð, er skerst norð- ur úr Jökulfjörðum. Þar er all- mikið graslendi og mikil og vel ræktuð tún. Þar búa 80—90 manns og styðjast jöfnum höndum við landbúnað og fiski- veiðar. Fisksæld er þarna oft mikil og gengur þorskur stund- um alveg upp í landsteina. Af- koma manna virtist þarna mjög góð. Þorpið hið myndarlegasta. Skammt fyrir innan það liggur síldarbræðslustöð Kveldúlfs, en þetta sumar var hún ekki starf- rækt. Um kvöldið kom svo Djúpbát- urinn frá Sæbóli. Okkur var skotið um borð og nú var hald- ið inn Jökulfirði, en náttstaður hafði verið ákveðihn að Dynj- anda í Leirufirði; höfðum við þar fyrirheit um hesta hinn næsta dag, en þá var ferðinni heitið norður í Furufjörð á Ströndum. En enginn ræður sínum næturstað. Framhald. Mesti eltingalelkni4 (Framh. á 4. siSu.) mun hafa skemmt stýrisútbún- að þess, því að það var sýnilega stjórnlítið um tíma. Eftir þetta lögðu beitiskipið „Norfolk“ og nokkur stærri skip til orustu við „Bismarck“, og í gærmorgun var hann svo illa á sig kominn, að engin mót- staða var lengur möguleg. Var þá brezka beitiskipinu „Dor- setshire" skipað að sökkva því með tundurskeyti. Var það gert kl. 11,01 á þriðjútdagsmorgun eftir enskum tíma (10,01 eftir íslenzkum tíma). Þannig lauk þessum mikla eltingaleik, sem hafði staðið í þrjá sólarhringa og náð yfir 1750 enskra mílna svæði. Stað- urinn, þar sem lokaatburður- inn átti sér stað, var 400 mílum enskum vestur af Brest, en þangað hefir „Bismarck“ sýni- lega ætlað. Bretum hefir enn ekki tekizt að finna þýzka beitiskipið „Prins Eugen“. Bretar vekja athygli á því, að tvö þýzk orustuskip,, Gneisenau og Scharnhorst, liggja í Brest og hefðu því átt að geta komið Bismarck ti lhjálpar. En þau gerðu það ekki og telja Bretar það merki þess, að þau hafi orðið fyrir miklum skemmdum í loftárásum þeirra á þau. 46 Vtctor Hugo: Esmeralda Á víðavangi. mikið skáld og mikill heimspekingur, áttaði hann sig ekki strax á því, hvort þessi stúlka var mannleg vera, engill eða álfamær, svo hugfanginn varð hann. Hún var ekki stór vexti, þótt hún sýndist vera það, þarna sem hún steig villtan dansinn með fjaðurmögnuðum hreyfingum. Dökkum blæ sló á hörund hennar, en mann óraði fyrir því, að að deginum til væri yfir henni sá gullni yndisþokki, er gerir rómverskar konur og Andalúsíumeyjar svo dásamlegar. Fætúrnir bentu til þess, að hún væri frá Andalúsíu, svo smáir voru þeir og svo vel féllu fallegir skórnir að fótum hennar. Gamalt, persneskt áklæði hafði verið breitt hirðuleysislega á torgið. Þar dansaði hún, sveiflaði sér hring eftir hring og sveif fram og aftur. Við hverja sveiflu var eins og neistum lysti yfir á- horfendurna úr stórum, svörtum aug- um hennar. Allir mændu á hana í undrun sinni með slapandi andlit. — Hún var eins og goðborin vera, þar sem hún dansaði eftir hljóðfalli ofurlítillar Baskabumbu, er hún hélt yfir höfði sér. Handlegg- irnir voru ávalir. Hún var í marglitu pilsi, sem ílakti til og frá, og með gyllt- ar, sléttar brjóstastúkur. Axlirnar voru naktar. Hárið var hrafnsvart, fæturnir yndisfagrir, eldur í augum. — Hamingjan góða, hugsaði Gringo- ire. Þetta er ekki mennsk kona. Þetta er dís, gyðja, bakkynja frá Menelásfjalli!*) í þessu vetfangi losnaði hárflétta á höfði „gyðjunnar“ og eirskildingur, sem var festur við hana, féll til jarðar. — Guð minn góður! Þetta er Tatara- stelpa. Samstundis var rokinn af henni skær- asti ljóminn, að Gringoire þótti. Hún byrjaði dansinn að nýju, greip tvö sverð, reisti þau á odd á enni sér og lét þau snúast þar í gagnstæða átt við líkamssveif.lur sínar. Þetta var ósvikin Tatarastelpa. Þótt mesti ljóminn hyrfi af henni, að Gringoire fannst, var hún ekki firrt öll- um töframætti. Rauður bjarmi frá eld- unum flökti um andlit áhorfendanna og brúnt hörund stúlkunnar og sló föl- leitum blæ á torgið að baki fólksins, svo skuggar þess skáru mjög af. Gálginn mikli á miðju torginu og skuggaleg höll, er stóð austan þess, juku áhrif þess, er þarna var að gerast. Meðal þeirra mörg þúsund manna, er orpnir voru rauðum bjarma frá eldun- um, var einn, sem horfði af meiri kost- *) Legstaður grískrar söguhetju, þar sem meyjar, bakkynjur, dönsuðu á hátíðum. (Framh. af 1. síSu.) sem ætla að gera viðskiptamál- in að æfistarfi. Reynsla beztu verzlunarþjóða eins og t. d. Breta, er einmitt sú, að dreifa ekki starfsfjör slíkra manna með langri setu á skólabekk, heldur að gefa þeim kost á að komast sem yngstum inn í sjálft starfslífið. Uppboð verður haldið í Sundhöllinni fimmtudaginn 5. júní kl. 2 e. h. Seldir verða gleymdir munir, svo sem: handklæði, sundföt, sundhettur, úr, hringar, lindar- penni, peysur, húfur o. fl. Greiðsla fari fram við ham- arshögg. Reykjavík, 29. maí 1941 Sundliöll Reykjavíkur Útbreiðið Timann! -—.—— GAMLA BÍÓ----- STÚLKAN FRÁ MEXICO (Mexican Spitfire) Amerísk gamanmynd. Affálhlutverkin leika: LUPE- VALEZ, LEON ERROL og DONALD WOODS. Sýnd kl. 7 og 9. r—— ------NÝJA BÍÓ---- DODGE CITY Mikilfengleg og spennandi amerísk stórmynd frá Warner Bros. — Tekin í eðlilegum litum. — Aðalhlutverkin leika 3 glæsilegustu leikarar am- erísku kvikmyndanna: OLIVIA de HAVILAND ERROL FLYNN ANN SHERIDAN. Sýnd í dag kl. 7 og 9. Börn yngri en 16 ára fá ekki affgang. Tíl hvítasunnunnar í hátíðarinatinn: NÝR LAX, HANGIKJÖT, BUFF, GULLASCH, HAKKAÐ KJÖT, DILKAKJÖT, SVIÐ. Allt fáanlegt nýtt GRÆNMETI. Á kalt borð: REYKTUR LAX, REYKTUR RAUÐMAGI, RÆKJUR, SARDÍNUR, GAFFALBITAR, SANDW. SPREAD, MAY ONNAISE, SALAD CREAM, HARÐFISKUR, SMJÖR, EGG. Gjörið svo vel og sendið okkur pantanir yðar fyrlr föstudagskvöld. upíélaqió Kjötbúðirnar. Higlíngar Vér höfum 3—4 skip stöðugt í förum milli vesturstrandar Englands og íslands. Tilkynning um vörur sendist GULLIFORD & CLARK LTD. BRADLEY, CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD, eða GEIR H. ZOEGA Símar: 1964 og 4017, ER GEFUR FREKARI UPPLÝSINGAR. Ef þvo skal rúmteppi, föt úr ull, flónelsflíkur, silkitau, gluggatjöld og annan slíkan þvott, er hiff úthrærffa Perlu-duft látiff í vatn, sem er nýmjólk- urvolgt (ekki kalt). Þvotturinn hreyf- ist rösklega jneff höndunum í 7—10 mín- útur, skolist vel úr hreinu vatni, tvisvar sinnum. Mislitur fatnaffur, sem hætt er við aff missi lit, skal þveginn á sama hátt. Fatnaður, sem þarf aff sýna sérstaka nærgætni, svo sem barnaföt, silkiblúsur, silkinærföt, skinn og tauhanzkar, vaskaskinn, slæffur allskonar. o. s. frv., skal þveginn sem hér segir: 1 matskeiff af Perlu-dufti hrærist vel út í köldu, tárhreinu vatni og hellist í 1 lítra af volgu vatni. Þaff, er þvo skal, gegnbleyt- ist vel í leginum og þvælist í 5—10 mín- útur. Skolist vandlega tvisvar sinnum í hreinu, köldu vatni. PERLA SJÁLFVIRKT ÞVOTTAEFNIi 4ÚTBREIÐIÐ TÍMANNý

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.