Tíminn - 05.06.1941, Síða 1
RITSTJÖRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 8 A.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A.
Simi 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hl.
Simar 3948 og 3720.
í.
61. blað
4
Tilraun Alþbl. til að spilla
lansn dýrtíðarmálanna
Blaðið íullyrdir, að ráðstafanir til að hindra hrun
krónunnar séu aðeins í þágu bændanna!
Viðtal við viðskiptamálaráðherra
Sókn Þjóðverja í austurátt
Verður Sýrland næsti áfanginn?
Aðalfundur Kaup-
félags Borgfirðínga
Mjólkursamlagið
greiddi bændum 27,6
au. fyrir hvern mjólk-
urlítra siðastl. ár
Kaupfélag Borgfirðinga hélt
aðalfund sinn að Hvanneyri
dagana 2. og 3. maí síðastliðinn.
Fundinn sátu 38 fulltrúar auk
stjórnar, framkvæmdastjóra,
endurskoðenda og nokkurra
gesta.
Öll vörusala félagsins, þó ekki
útibúanna, nam á síðastliðnu
ári 2,6 milj. króna. Innstæður
viðskiptamanna í reikningum
og innlánsdeild höfðu aukizt
allverulega á árinu, eða um 211
þús. krónur og ástæður við-
skiptamanna gagnvart félag-
inu því batnað um 333 þús. kr.
Fundurinn samþ'ykkti að
greiða af tekjuafgangi félags-
ins 4% í stofnsjóð félagsmanna
og 5% í reikninga af ágóða-
skyldri úttekt þeirra.
Mjólkursamlag félagsins tók
á móti 2,1 miljón lítra af mjólk.
Framleiðsla þess á árinu varð:
8233 kassar af niðursoðinni
mjólk
155 smál. af skyri
52 — — rjóma
48 — — smjöri
43 — — ostum.
Endanlegt verð til bænda
varð 27,64 aurar fyrir hvern
lítra af meðalfeitri mjólk.
(Framh. & 4. síöu).
Skípasmíðastöð
K. E. A.
Skipasmíðastöð K.E.A. á Odd-
eyrartanga, sem tók til starfa
síðastliðið haust, hefir starfað
í allan vetur og lokið smíði
tveggja 5 smálesta opinna
vélbáta og eins 12 smálesta þil-
farsbáts. Þá er langt komið
smíði tveggja 15 smálesta vél-
báta og fyrir skömmu var kjöl-
ur lagður að 150 smálesta fiski-
skipi fyrir Útgerðarfélag K.E.A.
Auk þess hefir stöðin fram-
kvæmt ýmsar viðgerðir og breyt-
ingar á bátum og skipum, m. a.
hefir uppmoksturskip frá Siglu-
firði verið lengt og fleira af því
tagi unnið.
Eins og sjá má af þessu, er
hér um allstórvægilegar fram-
kvæmdir að ræða. Undanfarin
ár hefir margt verið ritað og
rætt um þörfina á því að endur-
nýja fiskiskipaflotann. Tilgang-
urinn með stofnun skipastöðv-
arinnar er að gera útvegsmönn-
um á félagssvæði K.E.A. og ná-
grenni auðveldara að útvega
sér nýja fiskibáta af ýmsum
stærðum, enda þess mikil þörf
þar, ekki síður en annars stað-
ar. Hér er því um að ræða stór-
merkilegan þátt 1 starfsemi K.
E.A., sem enn þá einu sinni
hefir sýnt það, að það er vel á
verði um hagsmunamál héraðs-
ins og skjótt til framkvæmda.
Hið nýja fiskiskip, sem út-
gerðarfélag K.E.A. er að láta
byggja, verður útbúið til þess
að geta stundað allar fiskveið-
ar svo og annast fiskflutninga.
Verður það hið vandaðasta á
allan hátt og knúið diesel-vél.
Allmikil atvinnuaukning er
að þessum framkvæmdum fyrir
bæinn. Um 30 manns hafa unn-
ið við smiðarnar. Yfirsmiður er
Gunnar Jónsson.
í Alþýðublaðinu síðastl.
þriðjudag birtist grein um
dýrtíðarmálin, sem er auð-
sjáanlega ætlað að koma af
stað illdeilum og að vekja
andúð gegn farsælli lausn
málsins í þinginu. Virðist
blaðið enn gera sér vonir
um, að unnt verði að end-
urheimta hið tapaða fylgi
Alþýðuflokksins með því að
keppa við kommúnista í
ábyrgðarleysi og æsinga-
glamri.
í þessari grein Alþýðublaðs-
ins segir m. a.:
„Að sjálfsögðu var það þá
hlutverk viðskiptamálaráðu-
neytisins, annars ráðuneytisins,
sem Framsóknarflokkurinn fer
með, að undirbúa lausn þeirra
(þ.e.dýrtíðarmálanna) og leggja
þau fyrir þingið. En tveir og
hálfur mánuður liðu af þing-
tímanum, án þess að nokkuð
væri á þau minnzt. Það var ekki
fyrr en í apríllok, eða um það
leyti, sem venjulega líður að
þinglokum, að Framsóknar-
flokknum þóknaðist að hreyfa
dýrtíðarmálunum við hina
stj órnarf lokkana."
Þá segir blaðið, að „þegar bú-
ið var að samþykkja kosninga-
frestunina“ hafi Framsóknar-
flokkurinn fyrst komið með til-
lögu ,,um launaskatt, seto værl
notaður til verðuppbótar handa
landbúnaðinum.
Þá segir Alþbl. loks um hinar
fyrirhuguðu dýrtíðarráðstafan-
ir: „Hér er ekki um það að ræða
að taka miljónir króna af kjós-
endum hans (þ. e. Framsókn-
arflokksins) og úthluta þeim á
meðal kjósenda í bæjunum,
heldur þvert á móti, að taka
miljónir af bæjunum til að
Föstudaginn í síöastliðinni viku rert
vélbáturlnn Hólmsteinn frá Þingeyri I
Dýrafirði. Hefir hans elgi orðið vart
síðan, þrátt fyrir allmikla leit skipa
og flugvéla. Veður var gott við Vest-
firði um hvitasunnuhelgina og eiga
menn erfitt með að geta sér til um
hvarf bátsins. Þykir nú örvænt um, að
báturinn komi fram. Hann var 14 smá-
lestir að stærð með fjögurra manna á-
höfn. Formaður var Ásgeir Sigurðsson
frá Bolungarvfk, en aðrir bátverjar
allir frá Þingeyri, Niels Guðmimdsson,
Helgi Jóhannsson og Guðm. Kristjáns-
son. Hið eina. er fundizt hefir frá bátn-
um, eru nokkur bjóð af lóðum hans, er
vélbátur frá önundarflrðl fann á
sunnudag.
t t t
Alþýðuskólinn að Laugum í Reykja-
dal i Þingeyjarsýslu var fullskipaður í
vetur, nemendur 70—80. í smíðadeild
voru 12 nemendur og var hún rekin
með sama fyrirkomulagi og undanfar-
in ár. Kennaralið skólans var hið sama
og fyrra ár. Bryti skólans var Jóhannes
Hjálmarsson frá Siglufirði, en veturinn
1939—1940 gegndi Áskell Jónsson frá
Mýri þvi starfi. Skíðakennslan var
nokkur, líkt og næstliðinn vetur, en
snjóalög voru lítil. Skíðakennari var
Ásgrimur Kristjánsson. í vor var
íþróttanámskeið haldið að Laugaskóla.
Hófst það 1. maí og stóð í einn mánuð.
Veitti Þorgelr Sveinbjarnarson, í-
þróttakenndri skólans því forstöðu. —
Sóttu það 98 nemendur, karlar og
konur, langflestir úr héraðinu; voru
greiða kjósendum Framsóknar-
flokksins í verðuppbót á af-
urðir þeirra.“
Vegna þess að framangreind
ummæli Alþýðublaðsins snerta
að verulegu leyti störf við-
skiptamálaráðherra, hefir Tím-
inn snúið sér til hans og spurt
hann um undirbúning málsins
af hálfu hans og ríkisstjórnar-
innar.
— Frásögn Alþýðublaðsins,
segir viðskiptamálaráðherra, er
bæði ósvífin og ósönn og virð-
ist erfitt að sjá, hvað hefir
getað komið blaðinu til þess að
bera fram slík ósannindi.
Að minni tilhlutan hafa dýr-
tíðarmálin, eða réttara sagt ráð-
stafanir til þess að stöðva hækk-
un vísitölunnar, verið til með-
ferðar hjá ríkisstjórninni í allan
vetur. Nokkru áður en þing
kom saman,' hafði viðskipta-
málaráðuneytið látið semja ít-
arlega skýrslu um þessi mál.
Var hún lögð fyrir ríkisstjórn-
ina og hefir síðan verið grund-
völlur að umræðum um málið.
Ég ætla ekki að lýsa þvi hér,
hvernig einstakir ráðherrar
hafa tekið í málið á hverjum
tíma. Það tel ég ekki viðeig-
andi. En það vil ég taka fram,
að kynlegt þykir mér, ef sam-
starfsmenn mínir í ríkisstjórn-
inni kvarta undan því, að ég
hafi látið þessl mál liggja í
þagnargildi.
Eétt er að taka það fram, að
umræður um dýrtíðarmálin, eða
m. ö. o. það, hvernig bezt væri
að draga úr verðrýrnun íslezkr-
ar krónu, hafa verið meira ein-
hliða en ella, vegna þess, að í
samningum þeim um fjárhags-
mál og viðskipti, er gerðir hafa
verið við brezku stjórnina, er
svo ákveðið, að núverandi gengi
íslenzkrar krónu, miðað við
(Framh. á 4. síöu.)
þeir nokkuð mislengi á námskeiðinu
eftir því, sem þeir höfðu ástæður til.
Yngstu nemendurnir voru tólf ára
gamlir. Á námskeiðinu voru kenndar
íþróttir alls konar og sund. Kenndi
Þorgeir Sveinbjarnarson, lþrótta
kennari skólans, sundið, en Jens Magn-
ússon, fimleikakennari úr Reykjavík,
og Jóhannes Hjálmarsson frá Siglu-
firði, útiíþróttlrnar. Geirfinnur Þor-
láksson á Skútustöðum kenndi glímu.
Einnig var tólf manna sveit leiðbeint i
lögreglustörfum, hafði Kjartan Bjarna-
son lögregluþjónn úr Reykjavík þá
kennslu með höndum. Eiga menn þess-
ir, er allir eru ungir og vaskir, að hafa
með höndum löggæzlustörf í héraðinu,
þegar sliks þykir sérstök þörf.
t t t
Örn Johnson flugmaður sá i fyrri-
nótt allmikinn hafís út af Vestfjörð-
um, er hann var að leita vélbátsins
Hólmsteins. Var ísbreiða mikil um 100
kílómetra undan landi, en nær landi
voru ísspangir 1000—2000 metrar á
breidd. ísinn virtist nær landi er dró
norður undir ísafjarðardjúp. Fyrir
nokki-u síðan gaus upp kvittur um að
hafís væri hér við land, en síðan hefir
hans eigi orðið vart fyr en nú, að þessi
fregn barst af flugferð Arnar.
t t r
Bæjarráð Reykjavíkur samþykkti það
á fundi í síðastliðinni viku, að leggja
til að hækkuð yrðu útsvör á bæjarbú-
um um 900 þúsund krónur frá þvi sem
gert var ráðifyrir í fjárhagsáætlun bæj-
arins. Þar voru þau áætluð 7345 þús. kr.
Slðastliðlnn laugardag sluppu
seinustu brezku hersveitirnar
frá Krít. Þjóðverjar eru nú
orðnir herrar eyjarinnar og
undirbúa þaðan sókn á hend-
ur Bretum í Egiptalandi og við
Súezskurðinn.
Enn er ekki fullvíst, hversu
mikið lið Bandamenn hafi haft
til varnar á Krít, en líkur benda
til, að það hafi verið um tvö
herfyiki. Bretar segjast hafa
flutt þaðan um 15 þús. hermenn,
en Þjóðverjar segjast hafa tek-
ið 12 þús. til fanga og að 5
þús. muni hafa fallið. Bretar
telja þessar tölur Þjóðverja ýkt-
ar, en hafa þó ekki enn birt
tölur um samanlagt mann-
tjón sitt og Grikkja á Krít, en
all-fjölmennar grískar her-
sveitir börðust með Bretum á
Krít.
Þjóðverjum virðist hafa tek-
izt að flytja öllu meira lið loft-
leiðis til Krítar en Bretar höfðu
þar fyrir, eða um 30—40 þús.
manns. Lið þetta var búið létt-
um hergögnum og vistum og má
telja þetta glæsilegt lofthern-
aðarlegt afrek. Það eitt reið þó
ekki baggamuninn, heldur hitt,
að Þjóðverjar gátu beitt flug-
vélum næstum ótakmarkað
gegn liði Bandamanna, en þeir
höfðu sama og engum flugher
á að skipa, því, að þeir treystu
sér ekki til að verja flugvélar á
flugvöllum á Krít og fluttu þær
því burtu í byrjun viðureignar-
innar.
Flugvélar Þjóðverja munu
einnig hafa unnið mikið tjón á
herskipum Breta við Krit með-
an viðureignin stóð yfir.
Þótt Þjóðverjum hafi heppn-
ast að taka Krít, er það engin
sönnun fyrir því, að þeim muni
heppnast innrás í Bretland.
Þar þurfa þeir að mæta flug-
her, sem reyndist flugher þeirra
sterkari síðastl. haust og hefir
honum þó aukizt bolmagn síð-
an.
Þjóðverjar virðast líka hugsa
nú um sókn í austur, en ekki í
vestur. Undanfarið hefir dregið
|bæði úr loftárásum á Bretland
og skipatjóni Breta á Atlants-
í fyrra námu útsvörin á bæjarbúum
alls 5900 þús. kr. Samkvæmt venju
verða lögð á 5—10 af hundraði hærri
útsvör heldur en gert er ráð fyrir í
fjárhagsáætluninni, og verði tillögur
bæjarráðs teknar til greina, munu.út-
svörin í Reykjavík að þessu sinni nema
8650—9000 þús. kr. og þvi verða þrem
milljónum króna hærri en í fyrra.
r r t
Á laugardagsmorguninn fyrir hvíta-
sunnu ók brezk herflutningabifreið á
konu á Suðurlandsbraut. Lézt hún að
stuttri stundu llðinni af meiðslum þeim
er hún hlaut. Kona þessi var á fimm-
tugsaldri, Pálina Sigrún Jóhannesdótt-
ir að nafni, til heimilis á Snælandi.
t t t
Nýlega fór fram kosning þriggja
presta, tveggja í Skagafirði og eins í
Rangárþingi. Voru atkvæði talin í
skrifstofu biskups í gær. í Mælifells-
prestakalli var kjörinn séra Halldór
Kolbeins, þrófastur að Stað i Súganda-
firði. Var hann eini umsækjandinn og
hlaut 121 atkvæði. Enginn atkvæða-
seðill var auður. Á kjörskrá voru 221,
og var kosning því lögmæt. í Viðvíkur-
prestakalli var kosinn lögmætri kosn-
ingu séra Björn Björnsson, eini um-
sækjandinn. Hlaut hann 192 atkvæði.
Á kjörskrá voru 338. Tveir atkvæða-
seðlar auðir. í Landprestakalli var og
einn umsækjandi, séra Ragnar Ófeigs-
son, og var kosning hans og lögmæt. Á
kjörskrá voru 255, og hlaut hann 167
atkvæði, en enginn atkvæðaseðill var
auður.
hafi. Það síðarnefnda vegur
fullkomlega móti ósigrum Breta
eystra, því að siglingaleiðin til
Bandaríkj anna er Bretum nú
dýrmætari en allt annað.
Enn er ekki séð, hvar Þjóð-
verjar ætla að bera niður næst.
Sumir spá því, að það verði á
eyni Cypern, sem er engu þýð-
ingarminni staður en Krit, aðrir
telja, að þeir muni herða sókn-
ina frá Libyu og reyna að taka
Egiptaland með aðstoð fall-
hlífarmanna. Loks er því haldið
fram, að þeir muni flytja herlið
til Sýrlands og brjóta sér þaðan
leið til olíulindanna í Irak og
Suezskurðarins.
Seinustu daga hefir mest ver-
ið rætt um síðastnefndu mögu-
leikana. Þykir margt benda til,
að Þjóðverjar séu vel á veg
komnir með að fá Frakka í lið
með sér. Víst er það, að Vichy-
stjórnin hefir haldið marga
fundi í byrjun vikunnar og var
Weygand, yfirhershöfðingi
frönsku nýlendnanna, viðstadd-
ur. Að loknum þessum fundum
var lýst yfir því, að Frakkar
myndu verja nýlendur sinar
með oddi og egg. Jafnframt var
ákveðið, að Weygand færi til
Sýrlands, og óstaðfestar fregnir
herma, að Frakkar hafi sent
þangað mikið af flugflota sín-
um, en til þess hafa þeir þurft
leyfi Þjóðverja samkvæmt
vopnahléssáttmálanum.
Bretar telja, að þessum yfir-
lýsingum Frakka um varnir ný-
lendnanna sé beint gegn sér, en
sá orðrómur hefir kvisast, að
Bretar og frjálsir Frakkar ætl-
uðu að hernema Sýrland, en de
Gaulle á orðið marga fylgis-
menn í Sýrlandl. Hefir það
styrkt þessar fregnir, að de
Gaulle er kominn til Palestinu.
Bretar telja hins vegar, að
Frakkar ætli að leyfa Þjóðverj-
(Framh. á 4. slöu).
Aðrar fréttlr.
Vilhjálmur fyrv. Þýzkalands-
keisari andaðist í gærmorgun í
Doorn í Hollandi, en þar hefir
hann dvalið landflótta seinustu
22 árin. Vilhjálmur var 82 ára.
Hann varð keisari 29 ára gam-
all, 1888, og sat að ríkjum í 30
ár. Hann stjórnaði Þýzkalandi
í seinustu heimsstyrjöld, en
varð að leggja niður völd, þegar
ljóst var að Þjóðverjar myndu
bíða ósigur. Vilhjálmur var að
ýmsu leyti dugandi stjórnandi,
en ráðríkur og óspar á stórar
yfirlýsingar. Hafa ensku blöðin
notað fráfall hans til að rifja
upp ýms ummæli hans í sein-
ustu styrjöld og borið þau sam-
an við svipuð ummæli Hitlers
nú.
Þýzkar flugvélar gerðu loft-
árás á Dublin í Eire aðfaranótt
laugardagsins. Um 30 manns
fórust, en 80 særðust.
Bandaríkjaþing hefir nýlega
veitt 15.000 milj. kr. til smíði
nýrra hernaðarflugvéla, og er
áætlað að fyrir þessa upphæð
verði smíðaðar 30 þús. flugvél-
ar.
Bretar tilkynna stöðugt nýja
sigra í Abessiniu. Þeir segja, að
enn verjist um 40 þús. manna
ítalskt llð í landinu. Sé það
skipt í tvennt, annar hópurinn
er 1 Gondarhéraðinu, en hinn á
vatnasvæðinu svonefnda.
140 manns björguðust af Bis-
marck, en 3 menn af Hood, seg-
ir í brezkum tilkynningum.
Hvort skipið um sig hafði um
1300 manna áhöfn.
Sænska landvarnarlánið nem-
unr nú orðið 1.600 milj. kr.
Byrjað var að taka þetta lán
fyrir 1 y2 ári. Einstaklingar og
stofnanir lána fé sitt af frjáls-
um vilja og ber þetta glöggt
vitni um frelsisvilja sænsku
'þjóðarinnar.
w
A víðavangi
N ORÐURLANDABLÖÐIN
OG SJÁLFSTÆÐISMÁLIÐ.
Nýlega hafa borizt hingað
ummæli allmargra danskra og
sænskra blaða' um ákvarðanir
Alþingis í sjálfstæðismálinu.
Virðist þar yfirleitt gæta ann-
ara skoðana en íslendingar áttu
von á. Flest blöðin halda þvi t.
d. fram, að tíminn til slíkrar
yfirlýsingar hafi verið. illa val-
inn. Við munum hins vegar
hafa búizt við, að það myndi
vekja fögnuð á Norðurlöndum,
að minnsta norræna þjóðin
skyldi hafa dirfsku til að lýsa
yfir frelsisvilja sínum á þessum
óvissu og uggvænlegu tímum.
Sum blöðin óttast, að ályktanir
Alþingis kunni að fjarlægja
okkur hinum norrænu þjóðun-
um. Eitt blaðið bendir á, að Al-
þingi hefði jafnframt átt að
lýsa yfir ósk um áframhald-
andi samvinnu við Norðurlönd
til að sýna að stefnan væri ó-
breytt í þessum efnum. En að
það var ekki gert stafar af því,
að þingi og þjóð finnst að sam-
vinnan við Norðurlönd byggist
á óskrifuðum lögum, en þau
eiga jafnan dýpri rætur í þjóð-
arvitundinni en hin skráðu
lög. Annars er viðhorf okkar til
Norðurlanda mjög réttilega
túlkað í ummælum þess
sænska blaðsins, er gleggst
virðist hafa skilið afstöðu okk-
ar. Þetta blað, Stockholms-
tidningen, segir svo: „Síðustu
tengslin, sem hingað til
hafa bundið saman tvö af
hinum norrænu löndum, hafa
verið rofin. Eftir að það er bú-
ið, standa Norðurlöndin fimm
hlið við hlið, án nokkurra ann-
arra tengsla en þeirra, sem við
köllum norrænt bræðralag.
Vissulega mun ísland ekki hugsa
til þess að bindast brezka rlk-
inu neinum nánari böndum.
Vissulega mun það ekki hafa í
hyggju að skilja við Norður-
lönd. Gg vlssulega munu sam-
bandsslitin ekki vekja neina
beiskju né óvináttu í garð ís-
lendinga hjá Dönum, sem alltaf
taka svo mikið tillit til réttinda
annarra þjóða.“
EIGA BÆNDURNIR AÐ VERA
RÉTTMINNI EN AÐRAR
STÉTTIR?
í dálkum Alþýðublaðsins
andar nú jafnan köldu í garð
bændastéttarinnar. Þannig
leggur Jónas Guðmundsson til
í grein, sem hann birtir þar ný-
lega, að ríkisvaldinu verði
heimilað að takmarka verð á
landbúnaðarvörum, þ. e. kaupi
bændanna, en hins vegar verði
ekki settar neinar skorður við
kauphækkunum hjá launa-
fólki við sjávarsíðuna. Það á
m. ö. o. að láta bændur búa
við annað og minna frelsi en
aðrar stéttir þjóðfélagsins.
Ríkið á að geta skammtað þeim
kaup eftir vild sinni meðan
aðrar stéttir fá að verðleggja
vinnu sína. Þeir menn, er vilja
lögleiða tvenns konar rétt í
þjóðfélaginu, ættu ekki að
kenna sig við jafnaðarmennsku.
K JÓ SEND ADEKRIÐ.
Tíminn hélt þvl fram nýlega,
að lausn dýrtíðarmálsins hefði
hingað til strandað á kosninga-
dekri vissra þingmanna. Al-
þýðublaðið hefir nú sannað
þetta með því að túlka fyrir-
hugaðar ráðstafanir til að
tryggja verðgildi krónunnar,
sem árás á launastéttir bæj-
anna. Greinilegar verður það
ekki sýnt, að hagsmunir heild-
arinnar eru látnir víkja fyrir
augnablikshagsmunum flokks-
ins. Og „flokkur allra stétta“
getur ekki látið Alþýðuflokkinn
einan um, að reyna að koma sér
í mjúkinn hjá launastéttum
bæjanna með þessum móti.
Hann verður að senda bæjar-
dáta sína af örkinni og láta
Vísi skrifa á svipaða leið og
(Framh. á 4. siöu.)
A. KROSSaÖTTTM
Vélbátur talinn af. — Frá Laugaskóla. — Hafís við Vestfirði. — Útsvörin í
Reykjavík. — Umferðarslys. — Prestakosningar.