Tíminn - 05.06.1941, Side 2

Tíminn - 05.06.1941, Side 2
242 TÍMEVTV, fimmtndagiim 5. júní 1941 61. blað ‘gtminn Fimmtudaginn 5. júní Aðstaða ríkis- stjórnarinnar Þess munu ekki mörg dæmi, að íslenzkir valdamenn hafi orðið að sinna vandasamari og torveldari viðfangsefnum en núverandi ráðherrar í rikis- stjórn íslands. ísland er hernumið land. Er- lendur her hefir tekið á sitt vald þá staði, sem eru bezt falln- ir til þarfa hans, án þess að virða að nokkuru íslenzkan rétt. Sömu aðilar sitja okkur ýmsar reglur um fjármál og viðskipti, sem ekki eru aðeins bagalegar, heldur sumar hverj- ar hættulegar. En okkur tjáir ekki annað en að hlýða, því að milli þess er að velja, að missa í bili riokkuð af réttindum okk- ar eða þau öll. ísland er komið inn á svið helztu hernaðaratburðanna. Ekki aðeins sú þjóð, sem hefir hernumið það, heldur ýmsar fleiri stórþjóðir veita framtíð þess nánar gætur og virðast reiðubúnar til að fylla þann sess, sem Bretar hafa hér nú. Skelfing ófriðarins getur hve- nær, sem er, heimsótt ísland í sinnl ægilegustu mynd. Hernámið og ófriðurinn, sem geisar umhverfis landið, veldur fullkominni óvissu um fram- tíðina. Þær ráðstafanir, sem koma að haldi 1 dag, geta verið orðnar óhæfar á morgun. Slíkt gildir ekki sízt um viðskiptin og fjármálin. Aðflutningar til landsins geta þá og þegar stöðv- ast, og a. m. k. orðið þurrð ým- issa brýnustu nauðsynja. Ef borin er saman aðstaða okkar og t. d. Danmerkur, sem einnig hefir verið hernumin, verður ljóst, að aðstaða okkar er að ýmsu leyti erfiðari. Hinn erlendi her hefir hér hlutfalls- lega meiri umsvif, sem snerta atvinnulífið og fjármálin, að- flutningarnir eru háðari meiri erfiðleikum og sjálf styrjaldar- hættan er miklu meiri hér en þar. Á slíkum tímum er nauðsyn- legt að þjóðin standi saman um velferðarmál sín, einhuga og óskipt. En einstaklingseðlið er ríkt í íslendingnum og hon- um lætur betur að fylgja hart fram sínu máli en að semja frið. Hinar hörðu flokka- og stéttadeilur á undanförnum ár- um bera þess órækt merki. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er því vissulega erfitt. Á eina hlið er erlent hervald, sem met- ur mest sína hagsmuni og getur látið kné fylgja kviði. Á aðra hlið eru andstæðir stéttahópar og-flokkar, sem af ytri nauðsyn hafa samið vopnahlé um stund- arsakir. Til viðbótar þessu er hin mikla óvissa og hverfular aðstæður, sem geta gert það ó- tækt á morgun, er bezt átti við í dag. Þó er ekki allt talið. Bjarni Thorarensen sagði forðum, að næðingasamt væri á jökultindi hefðarinnar. Það gildir ekki sízt, þegar erfiðleikarnir eru miklir og leiðin vandrötuð. Þá gerast jafnan nógir til að álasa þeim, sem völdin hafa. Stundúm af áhuga og góðri meiningu, en líka oft af öfund, illgirni og metorðafíkn. Slíkar raddir heyr- ast líka öðru hvoru nú. Ríkis- stjórnin er skömmuð fyrir und- anlátssemi við Breta, úrræða- leysi, linkind við stéttir og ein- staklinga o. s. frv. Því skal eng- an veginn haldið fram, að rík- isstjórninni kunni ekki að geta skjátlast. En hitt er víst, að þeir, sem eru harðastir í dómunum, gleyma jafnan að lita á að- stæðurnar eins og þær eru, benda yfirleitt ekki á nein úr- ræði sjálfir og myndu manna sízt sætta sig við aukið harð- ræði, ef nauðsyn krefði að því væri beitt. Fyrir þá, sem heyra hinar ýmsu óánægjuraddir um ríkis- stjórnina, er gott að líta á alla málavöxtu, kynna sér hina erf- iðu aðstöðu ráðherranna og örð- ugleikana, sem leiða af hernám- inu, styrjaldarástandinu og suridurþykkju og ólíkum við- horfum stétta og flokka. Þá Á Alþingi stendur nú all- hörð deila um framtíð við- skiptaháskólans. Vilja sumir sameina hann lagadeild há- skólans, en aðrir að hann haldi áfram sem sjálfstæð stofnun og geti veitt fleirum nám en stúdentum. Frv. um „innlimunina“ hefir farið í gegnum neðri deild, en minnstu munaði þó, að því væri ekki vísað frá með rök- studdri dagskrá frá Skúla Guðmundssyni. Menntamála- nefnd efri deildar hefir klofn- að um málið. íhaldsmaðurinn og jafnaðarmaðurinn vilja . samþykkja frv., en Jónas Jónsson vill vísa þvi frá á þeim grundvelli, að væntan- lega verði skipuð milliþinga- nefnd til að gera tillögur um framtíðarstarfsemi háskólans og annarra skóla og verði öll- um breytingum frestað á með- an. Dagskrár.tillaga Sk. G. var á sömu leið. Hér fer á eftir meginþátturinn í nefndará- liti minna hluta mennta- málanefndar efri deildar (Jónasar Jónssonar). Nú er komið að þeim tveim atriðum, sem rektor leggur mesta áherzlu á: að innlima viðskiptaháskólann og stofna nýja háskóladeild í hagfræði, og aðalhvöt hans í þessu efni er að nota hið stóraukna húsrúm háskólans fyrir nemendur úr menntaskólunum og enga aðra og að auka sem mest skilyrði til þess, að menn með stúdents- prófi haldi áfram námi í ís- lenzka háskólanum. Stofnun hagfræðideildar er útþenslu- mál rektors, án nokkurs undir- búnings frá hálfu þeirra stjórn- arvalda, sem eiga að hafa for- göngu um slík mál. Viðskipta- háskólinn var stofnaður af ut- anríkisnefnd og ríkisstjórn í á- kveðnum tilgangi, án nokkurr- ar forgöngu frá hálfu Alexand- ers Jóhannessonar eða annarra starfsmanna við háskólann. Sú er saga þessa máls, að á Alþingi 1937 urðu lýðræðis- flokkarnir samtaka um að hefja margháttaðan undirbúning í sjálfstræðismálinu í sambandi við væntanlegan skilnað 1941— 1943. Var ríkisstjórninni falin forganga í þessu efni, en utan- ríkisnefnd skyldi vera ríkis- stjórninni til aðstoðar og ráðu- neytis um framkvæmdirnar. Mesta átakið, sem varð að gera í sambandi við skilnaðinn, var framkvæmd utanríkismálanna undir íslenzkri stjórn. Varð það samkomulag ríkisstjórnar og utanríkisnefndar að hefja í þessu skyni sérstaka kennslu fyrir takmarkaða tölu ungra manna. Var tilgangurinn sá, að úr þessari stofnun gætu fljót- lega valizt aðstoðarmenn hjá hinum fyrstu ræðismönnum og sendifulltrúum, og þeir menn yrðu síðar hæfir til að vera sjálfstæðir starfsmenn fyrir landið erlendis. Allar þjóðir, sem fá skyndilega framkvæmd utanríkismála í sínar hendur, taka i fyrstu til starfa erlendis annaðhvort lærdómsmenn eða athafnamenn úr viðskiptalíf- inu í sendimanna- og ræðis- mannastöður. En næsta stigið er að búa menn sérstaklega undir starfið. Utanríkisnefnd beitti sér að- allega fyrir stofnun viðskipta- háskólans sem ákveðnum þætti í sjálfstæðismálinu. Hún áleit óheppilegt að hafa mjög áber- andi nafn á þessari kennslu- deild. Það þótti ekki hyggilegt að gefa hinum ungu mönnum undir fótinn um, að ríkið hefði tilbúnar handa þeim háar stöð- ur, án þess að þeir hefðu sýnt mátt sinn í verki. Auk þess var talað um að freista að fylgja fordæmi Norðmanna um ag munu þeir komast að raun um, að það er nóg af „frosti, snjó og vindi“ á æðstu stöðum, — að á herðum þeirra, sem þar eru, hvílir mestur vandinn og þyngst ábyrgðin. Heill lands og þjóðar byggist á því, að þessum mönn- um takist sem bezt að ráða fram úr vandamálunum. Þess vegna þarf þjóðin að sýna þeim full- an skilning og greiða fyrir því eftir megni, að störf þeirra megi vel lánast. Þ. Þ. styrkja nokkra slíka menn til að setjast að i fjarlægum lönd- um, þar sem von væri um sölu- skilyrði fyrir íslenzkar afurðir, í því skyni að þeir yrðu þar sjálfstæðir atvinnurekendur, en ynnu þó fyrir land sitt og þjóð. Jafnframt þessu var gert ráð fyrir, að sumir af nem- endum skólans yrðu með tíð og tíma athafnamenn í fram- leiðslu- og verzlunarmálum hér á landi. Tilgangur viðskiptaháskólans var þannig að opna dyr sínar fyrir dugnaðar- og athafna- mönnum úr öllum stéttum þjóð- félagsins, láta þá fá erfiða en fremur stutta skólagöngu og freista með þessum hætti að fá vel starfhæfa og áhugasama menn til nokkurra vandasamra starfa. Mjög var gætt hófsemi um alla eyðslu til þessarar kennslu. Til forstöðu var val- inn Steinþór Sigurðsson magist- er, sem kunnur var fyrir póli- tískt hlutleysi og mikinn vinnu- dugnað bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Fyrir forstöðu sína fékk hann lága þóknun og gegndi auk þess öðru starfi hj á rannsóknarnef nd ríkisins. Kennslan varð að vera mjög margbreytt, þar sem bæði var um að ræða þrjár tungur stór- þjóðanna, margþætt viðskipta- mál, sögu og verzlunarfræði. Tímakennslulaun voru lítið .eitt hærri en við menntaskólann. En þegar Alexander Jóhannes- son fékk í haust sem leið fé hjá ríkisstj órninni til byrjun- ajkennslu í verkfræði, fékk hann 10 kennara handa 5—6 mönnum og greiddi 10 krónur um tímann, eða helmingi hærra en í viðskiptaháskólanum. Um útgjöld til húsnæðis handa við- skiptaháskólanum var hið sama að segja, að þar var gætt hóf- semi. Fyrsta veturinn var skól- inn i húsum menntaskólans. Þar næst hjá atvinnudeild, og að lokum nú í vetur í hásóla- byggingunni. Fyrstu þrjú árin áttu að vera tilraunatími. Nemendur skól- ans voru í fyrstu eingöngu stú- dentar, en það var undirskilið frá fyrstu, að skólinn hefði sér- stakt inntökupróf, og gætu þangað komið jöfnum höndum stúdentar og aðrir vel undir búnir námsmenn. Til slíks prófs þurfti vel að vanda til að geta fengið nemendur úr athafna- stéttum og þó samstæðan grundvöll vegna kennslunnar. Skólastjóri gerði, í samráði við samkennara sina og samstarfs- menn úr utanrikisnefnd, fasta starfsskrá fyrir öll vinnubrögð í skólanum fyrstu þrjú árin. Var allmilcil vinnuharka í skólanum. Kennslan oft 30 stundir á viku, mjög margháttuð og þó lögð stund á nokkurt sjálfstætt nám. Síðasta veturinn hafði skóla- stjóri tilbúna reglugerð með nýju skipulagi, sem gat byrjað haustið 1941, en beðið var með staðfestingu vegna innlimunar- tilrauna Alexanders Jóhannes- sonar. Var þar gert ráð fyrir sérstöku inntökuprófi. Myndu stúdentar hafa orðið að bæta við nokkru námi til að standast það próf, og aðrir menn að'hafa kunnáttu að sama skapi. Með þessari nýju skipun var hinum upprunalega tilgangi náð, • að geta fengið úrvalsmenn í skól- ann, bæði frá menntaskólun- um og úr verzlunar- og at- vinnufyrirtækjum. Með því að veita slíkum mönnum kost á mjög erfiðu námi í þrjú ár mætti vænta, að unnt yrði að fá úr skólanum dugandi menn til mikilla átaka bæði utan lands og innan. ytanríkisnefnd lét í þessu efni ekki sitja við orðin tóm. Hún gerði tilraun fyrsta sumarið, sem skólinn stóð, að koma þessum nemend- um í sumarlanga vinnu í bönk- um landsins og í nokkrum stærstu verzlunar- og útgerðar- fyrirtækjum landsins. Fengu nemendur á þann hátt gott kaup og margháttaða æfingu. Einstakir þeirra hættu námi og settust að þar, sem þeir höfðu fengið námsdvöl, og var það ekki tilgangurinn. Utanríkisnefnd gat vitanlega ekki séð öllum nemendum skil- yrðislaust fyrir slíkri vinnu, og allra sízt ef trúnaður nefndar- innar var misnotaður. Fram- undan virtust vera skilyrði til að veita takmarkaðri tölu nem- enda mjög góða verklega æf- ingu meðan stóð á námi, og myndi það hafa orðið verðlaun fyrir sérstaka hæfileika og dugnað við námið. Utanríkis- nefnd er skipuð mönnum úr öllum lýðræðisflokkum. Fyrir bænastað hennar myndu mörg atvinnufyrirtæki í landinn opna dyr sínar fyrir úrvals nemend- um úr viðskiptaháskólanum til gagnlegrar námsdvalar. Slík framkvæmd liggur bæði utan við löngun og getu Alexanders Jóhannessonar. Um leið og viðskiptaháskólinn er orðinn atvinnubótadeild í Háskóla ís- lands hverfur hinn upprunalegi tilgangur skólans, enda er þá grundvöllurinn orðinn allur annar. Sumarið 1940 var hin nýja bygging háskólans fullgerð að mestu. Hafði Alþingi stórlega stutt það mál. Fyrst sett löggjöf um háskólabygginguna 1932, og þar með útvegað háskólanum hið nýja og rúmgóða bygging- arstæði. Árið eftir voru sam- þykkt lög úm, að háskólinn fengi happdrættisgróða um nokkurra ára skeið í bygging- una. Árið 1940 framlengdi Al- þingi þessa leyfisveitingu enn um nokkur ár, svo að unnt yröi að fullgera aðalbygginguna. Alþingi hafði auk þess í 30 ár lánað háskólanum nefndar- og fundaherbergi þingflokkanna endurgjaldslaust. Mætti kalla mikinn velgerning af Alþingi að veita háskólanum þetta mikla fé til bygginga, í stað þess að muna eftir þvi að stjórnarráð- ið vantar viðunandi hús, auk annarra nauðsynja þjóðarinn- ar. En þessi óeigingjarna fram- koma Alþingis hefir ekki haft samsvarandi áhrif á suma af forráðamönnum háskólans, eins og síðar kom í ljós. Þegar lokið var byggingu há- skólans, þótti rektor mikil nauðsyn að fjölga sem mest deildum og nemendum til að fylla húsið. Þótti honum væn- legast að „innlima" viðskipta- háskólann. Ekki hreyfði hann því máli við þá menn, sem sér- staklega höfðu unnið að stofn- un skólans, og kynnti sér ekki heldur aðdraganda málsins né þá stefnu, sem þar lá til grund- vallar. í stað þess bað hann rík- isstjórnina um bráðabirgðalög til að framkvæma þessa inn- ■limun í haust sem leið. Þessu þverneitaði stjórnin. Hins vegar fór hún fram á, að viðskiptahá- skólinn fengi starfsherbergi í hinu auða húsrúmi háskólans. Rektor tók því illa og taldi ó- viðeigandi, að nokkrir nemend- ur fengju að starfa í háskóla- húsinu nema þeir væru bæði stúdentar og auk þess borið undir stjórn hans. Stjórnin lét hann finna, að þar sem hver eyrir til rekstrar háskólanum, þar með taldar smáupphæðir eins og kennslufé til hinnar ný- byrjuðu iþróttastarfsemi, væru framlög úr ríkissjóði af al- mannafé, væri tilgangslaust fyrir rektor að beita offorsi við rikisvaldið. Sá Alexander Jó- hannesson, að ef hann héldi á- fram þrákelkni sinni, gæti hann átt á hættu, að yfirráð háskóla- hússins yrðu fengin í hendur öðrum en honum. Viðskiptahá- skólinn fékk nú húsnæði i há- skólabyggingunni, án þess að breyta skipulagi, alveg eins og háskólinn hafði um 30 ára skeið fengið húsnæði í þinghúsinu án þess að missa nokkurs í um sjálfstæði sitt. Hins vegar greiddi ríkisstjórnin götu rekt- ors um önnur áhugamál hans. Tekur hann þannig nokkurt fé í hina misheppnuðu íþrótta- starfsemi og 12 þúsund krónur í byrjunarkennslu í verkfræði. í samtali menntamálanefnd- ar við háskólaráðið virtist koma í ljós, að rektor stæði aðallega fyrir útþenslustarfsemi þeirri, sem nú hefir verið lýst....... Honum þótti það enginn þegn- skapur af Alþingi að hýsa há- skólann sér til stórra óþæginda í þrjátíu ár. Hann taldi það hafa verið skyldu Alþingis að sjá háskólanum fyrir húsnæði, og þyrfti það mál ekki frekari skýringa. Aftur á móti leit hann svo á, að háskólaráðið hefði og ætti að hafa algert fullveldi um afnot og yfirráð háskólabygg- ingarinnar, og ætti það engin tillit að taka til þarfa ríkis- stjórnar eða Alþingis. Rekt- or hélt þvi enn fremur fram, að hann vildi fremur en hitt tak- marka stúdentatöluna í land- inu, 'en nota háskólabygging- una fyrir þá og enga aðra. Þeg- ar honum var bent á, að orð léki á, að Verzlunarskóli ís- lands myndi hafa hug á að stofna stúdentadeild í því skyni, að lærisveinar þaðan gætu átt greiða götu að háskólanum, lét rektor í Ijós nokkurn efa um, hvort sú kennsla yrði á nægi- lega breiðum heimspekilegum og bókfræðilegum grundvelli til þess, að þeir nemendur ættu fulla samleið með nemendum úr hinum tveim eldri mennta- skólum. Stefna rektors virtist vera byggð á þröngri og úreltri lífs- skoðun, um að hægt sé að flokka menn í tvo flokka í sam- bandi við stúdentspróf. Öðrum megin menntaða, en hinum megin ómenntaða menn, og geti þeir ekki verið undir sama þaki. Þessi skoðun átti nokkuð djúp- ar rætur hér á landi fyrr á tím- um. Merkur fræðimaður á sjö- tugs aldri hefir sagt svo frá, að eftir að hann varð stúdent, hafi ekki þótt viðeigandi, að hann tæki upp koffort, hvað þá að hann mætti leggja hönd á aðra erfiða vinnu. Á hinn bóginn hefir þróunin í landinu síðan 1874 valdið straumhvörfum í þessum efnum. Hér hafa mynd- azt margar nýjar efnamanna- stéttir, sem sökum fjárhags og staðgóðrar menntunar hafi tek- ið í sínar hendur forustuna um mörg hin þýðingarmestu mál í landinu. Á 70 árum hafa ís- lenzkir samvinnumenn og kaup- menn gert alla erlenda verzlun innlenda, án þess að hafa í þeim hóp svo að segja nokkurn leiðtoga, sem Alexander Jó- hannesson hefði talið hæfan til að ganga inn undir krystals- himin hinnar nýju háskóla- byggingar. Sama er að segja um þróun iðnaðarins, útvegsins og nálega alla nýskipun 1 nútima landbúnaði. Hin gamla og nokkuð úrelta „lína“ háskóla- rektors hefir strandað á hinni margþættu nýmyndun í frjálsu þjóðfélagi. Fyrir fáum árum höfðu kyndarar á stran^iferða- skipunum hér við land hærri laun heldur en sumir fyrrver- andi nemendur úr Háskóla ís- lands við sérnámsstörf sín. Ég vil ekki halda fram, að slík launakjör hafi verið réttlát umbun fyrir undirbúning við bæði störfin. En þetta er dóm- ur veruleikans. í starfi og at- hafnalífi þjóðarinnar, bæði við andleg og fjárhagsleg störf, standa nú hlið við hlið menn með háskólamenntun eða ann- ars konar undirbúning, og eng- um dettur í hug, að þeim málum verði öðruvísi fyrir komið. Jón Sigurðsson skildi þetta mæta- vel, og í grein sinni um þjóð- skóla, sem nú er nálega aldar gömul hugsun, sér hann Há- skóla íslands samsettan úr mörgum skóladeildum, . sumar fyrir stúdenta og aðrar fyrir menn með annan undirbúning. f Ameríku starfa nálega allir háskólar á grundvelli þjóð- skólahugsjónanna. Ekki af því að Ameríkumenn hafi vitað um tillögu Jóns forseta, heldur hinu, að mesti fremdarmaður íslendinga og mestu athafna- menn í voldugasta ríki verald- arinnar hafa komizt að sömu niðurstöðu, vegna þess, að báðir byggðu á þroskaðri og heil- brigðri hugsun. Jón Sigurðsson var allt of mikill maður til að geta látið fanga sig í net úr- eltra sérkredduhugmynda.Hann leit á þjóðina alla sem eina heild, þar sem leitazt væri við að láta æskumenn úr öllum stéttum ná þroska eftir því, sem tilefni leyfðu. Það má telja undarlegt, að Alexander Jó- hannesson skuli hyggja sig þess umkominn að molda með öllu hina djörfu og heilbrigðu hug- sjón Jóns Sigurðssonar um mál- efni, sem snertir þá stofnun, sem forsetinn hefir raunveru- lega grundvallað. Sama dag og Alexander Jó- hannesson lýsti hinni þröngu og úreltu lífsskoðun sinni um kennsluskipulag háskólans, komu á fund menntamála- nefndar þrír af forráðamönn- um verzlunarskólans. Þeir töldu sig hafa töluverðan áhuga fyrir því, að nemendur úr þeim skóla gætu gengið í viðskiptaháskól- ann, og ef til vill fleiri deildir í háskólanum. Þeir töldu sig fremur hlynnta þvi, að frv. yrði samþykkt. Hins vegar var þeim að vonum ókunnugt að mestu eða öllu, hve mikið skildi hug- myndir þeirra um málið og hugsjónir rektors. Forráðamenn verzlunarskól- ans töldu sennilegt, að þeir gætu komið á fót hjá sér menntaskólakennslu, þar sem verzlunarfræðin væru aðalat- riði. Sá skóli myndi veita full- kominn aðgang að háskólanum, og mætti þess vegn^ í léttu rúmi liggja, þó að enginn gæti stundað framhaldsnám i við- skiptafræði hér á landi nema hann væri stúdent. Hins vegar var forráðamönnum verzlunar- skólans sýnilega ekki kunnugt, að rektor háskólans sóttist ekkí eftir fleiri stúdentumj heldur vildi gera háskólann svo úr garði, að hann gæti tekið á móti sem flestum, sem útskrifuðust úr gömlu skólunum i Reykja- vík og á Akureyri. Auk þess var. rektor sýnilega í vafa um menntagildi stúdentsprófs, sem að mjög verulegu leyti byggðist á þekkingu um verzlun og við- skiptamál. Forráðamenn verzl- unarskólans og rektor háskól- ans skilja ekki enn, að milli þeirra er djúp hagsmunastreitu í þéssu efni. Rektor vill halda viðskiptadeild sem atvinnuúr- ræði fyrir stúdenta úr núver- andi menntaskólum. Leiðtogar verzlunarskólans telja sig all- fúsa að gera eins konar stúd- entadeild í sínum skóla. Vafa- laust myndu þeir miða loka- námið við inngöngu í verzlun- ardeild háskólans, ef hún værl komin á. Þegar kæmi til inn- göngu í slíka deild, myndu námsmennirnir úr verzlunar- skólanum standa mun betur að vígi og sennilega útrýma að verulegu leyti nemendum úr menntaskólanum úr Reykjavík ■ og frá Akureyri. Þeir stúdentar yrðu að bæta við sig töluverðu undirbúningsnámi til að geta staðið jafnfætis skólabræðrum sínum með verzlunaruppeldið. Með þessum hætti hefði núver- andi rektor tapað spilinu. Þeir nemendur, sem hann vildi tryggja greiða götu að við- skiptaháskólanum og eftirfar- andi hlunnindi, hefðu verri að- stöðu heldur en þeir aðkomu- menn, sem tilætlunin var að rýma burtu vegna stúdenta. Á hinn bóginn er vafasamt, hvort úr því verður, að verzlunar- skólinn geri sig að stúdenta- verksmiðju, og enn vafasam- ara, hvort slíkt aukasjónarmið yrði til góðs fyrir skólann. Það er óhætt að fullyrða, að hvorki rektor háskólans né forráða- menn verzlunarskólans eru bún- ir að skilja, að milli sjónarmiða þessara tveggja aðila er gjá, sem ekki er auðvelt að brúa, með þeirra úrræðum. En ef til þess kemur, að viðskiptaháskól- inn verði innlimaður í háskól- ann og stúdentspróf inngöngu- skilyrði og verzlunarskólinn stofnun með 6 ára námi og rétti til að brautskrá stúdenta, þá myndu nemendur úr þeirri deild að líkindum taka sér til handa fáanlegt rúm í viðskipta- og hagfræðideild, auk þess sem þeir stúdentar ættu fullan rétt á inngöngu í aðrar deildir há- skólans. Samt væri málið ekki leyst. Enn væri eftir að opna leið 1 viðskiptaháskólann sér- staklega duglegum mönnum úr verzlunarstéttinni, þótt þeir hefðu aðallega rutt sér braut með hagnýtri vinnu og sjálfs- námi. í Englandi er það megin- reglan um uppeldi ungra verzl- unarmanna, að þeir byrja sem lærlingar í búðum og á skrlf- stofum, en nema jafnframt vinnunni margs konar fræði með sjálfsnámi og hækka að launum og trúnaði eftir því, sem þeir eldast og sýna betur mátt sinn í verki. Á fullorðins- árum taka slíkir menn sér oft stutta skólagöngu og ljúka þannig undirbúningi fyrir lífs- baráttuna. Á þennan hátt hafa menntazt og mótazt margir þeir menn, sem mestan þátt hafa átt í að skapa Bretaveldi. Hér á landi eru það þvilíkir sjálf-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.