Tíminn - 27.06.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.06.1941, Blaðsíða 2
274 TÍMEm föstndaglim 27. jánl 1941 69. blað Landnám ríkísíns Seínasta Alþingí sampykkti all- mörg 1 ög, sem stuðla að auknu Íandnámi, eínkum við sjávarporp og kaupstadi Meðal laga þeirra, sem sein- asta Alþingi samþykkti, voru lög um landnám ríkisins. Eru lög þessi hin merkilegustu, því að með þeim byrjar nýr þáttur í nýbýlaframkvæmdum ríkisins. Samkvæmt lögunum tekur rík- ið lönd til ræktunar, í sveitum eða við kauptún og kaupstaði, þar sem hægt er að reisa all- mörg samfelld býli. í sveitum skal stærð býlanna miðuð við það, að þau geti skapað fjöl- skyldu góð framfærsluskilyrði, en við kauptún og kaupstaði verður stærð þeirra miðuð við það, að þau verði til styrktar öðrum atvinnurekstri. Ríkið leigir þessi býli með erfðafestu, þegar ræktunin er komin það vel á veg, að hún ætti ekki að vera efnalitlu fólki ofvaxin. Hin nýju lög eru sérstaklega athyglisverð fyrir kauptúnin, því að fyrst í stað mun verða auðveldast að hafa ræktunar- framkvæmdir í þessum stíl í ná- munda við þau. Tímanum þykir rétt að kynna lesendum sínum sem gleggst efni þessara nýju laga og fara þau orðrétt hér á eftir: 1. gr. Heimilt er ríkisstj órninni að láta framkvæma landnám við þorp og kaupstaði og í sveitum, eftir því sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum, og greið- ir ríkissjóður til þessara fram- kvæmda a. m. k. 250 þús kr. á ári. Heimilt er og að verja í sama skyni allt að helmingi þeirrar fjárhæðar, sem árlega kann að verða ákveðin í fjár- lögum ríkisins til framleiðslu- bóta og atvinnuaukningar. 2. gr. Landnám þetta sé í því fólg- ið, að ríkið lætur á sinn kostnað undirbúa til ræktunar og rækta land þar, sem skilyrði eru góð til samfelldrar ræktunar og góðr- ar lífsafkomu. Landnámið skal fara fram á því landi, sem rík- ið er eigandi að. Heimilt er og að kaupa land í þessu skyni, ef það telst nauðsynlegt. 3. gr. Þar, sem landnám samkvæmt lögum þessum er hafið við þorp og kaupstaði, sé miðað við, að stærð ræktaðs lands fyrir hvert býli sé um 2 ha. auk nauðsyn- legs beitilands, ef til er. Ríkið skal láta girða og fullrækta land þetta og leggja um það nauð- synlega vegi, vatns- og skólp- á það verulega skatta. Hins vegar þakkar það okkur, ef við lækkum skattana. Við skulum því hætta á að gera það og vinna okkur þannig vinsældir fólksins. Þannig hugsuðu Mac Donald og Baldwin forðum daga. Þeir vildu ekki stofna fylgi sínu í hættu með því að gera kröfur til fólksins. Bretar súpa nú seyðið af þeirri stefnu. Stefna MacDonalds og Bald- wins var leiðarvísir meirahluta þingmanna á seinasta Alþingi í fjármálunum. En Framsóknarflokkurinn mun ekki sætta sig við þá stefnu. Hann vill framkvæmdir, mikið starf og miklar athafnir. Hann vill gera viðtækar ráð- stafanir, ef þeirra er þörf, til að afstýra fjárhagslegum og menn- ingarlegum hættum. En hann mun aldrei reyna að afla sér fylgis með því að lofa að fram- kvæma slík verk, án þess að þegnarnir vinni mikið sjálfir og færi oft verulegar fórnir. Hann treystir á dómgreind fólksins til að skilja nauðsyn þeirra kvaða, sem eru samfara öllum stærri og mikilvægari framkvæmdum. Þess vegna barðist hann hik- laust fyrir hærri sköttum á seinasta þingi. Lýðræðið er líka úr sögunni, þegar stjórnmálaforingjarnir hætta að treysta á þennan skilning fólksins. Þá er hafið kapphlaup ábyrgðarleysisins og yfirboðanna, sem gróf grunninn undan franska lýðræðinu og gerði Frakka að værugjarnri og dáðlítilli þjóð. Þess vegna er það gáleysi, sem seinasta Al- þingi sýndi í fjármálum, ekki aðeins hryggilegt vegna þeirrar þróunar, sem það skapar í þeim málum, ef ekki verður skipt um stefnu í tíma. Það er jafn vel enn hryggilegra vegna þess, að það ber vott um þá meinsemd í stjórnmálalífi okkar, sem lýð- ræðisþjóðunum hefir jafnan reynzt hættulegust. Þ. Þ. æðar. í sveitum sé miðað við, að tún hvers býlis geti orðið minnst 10 ha., auk nauðsynlegs beiti- lands. Ríkið skal kosta girðing- ar og framræslu landsins og einnig láta fullrækta a. m. k. 4 ha. af því. Ennfremur láta leggja nauðsynlega vegi um landið og sameiginlegar vatns- æðar, ef hagkvæmt þykir. Und- irbúningur landnáms í sveitum samkvæmt lögum þessum skal því aðeins hafinn, að skilyrði séu þar fyrlr 5 samliggjandi býli hið minnsta. 4. gr. Þegar lokið er framkvæmd ríkisins, sem um ræðir í 3. gr., skal fara fram fasteignamat á hverri einstakri jörð eða lóð. Lönd þessi skulu síðan leigð með erfðaleigu samkvæmt lög- um nr. 8 frá 1. febr. 1936, um erfðaábúð og óðalsrétt. Þó skal gefa ábúanda eða notanda sveitabýlis kost á að kaupa það við fasteignamatverði og sömu greiðsluskilmálum og ákveðnir voru í lögum um sölu þjóð- og kirkjujarða. 5. gr. Um nauðsynlega framhalds- ræktun og byggingar á hinum einstöku býlum, sem reist verða samkvæmt lögum þessum, njóta ábúendur fjárhagslegrar aðstoð- ar eftir því, sem hér segir: a. Ábúendur á býlum við þorp eða kaupstaði njóta láns- kjara samkvæmt VI. kafla laga nr. 31 14 júní 1929, um Búnaðarbanka íslands.' b. Ábúendur á sveitabýlum njóta láns og styrks sam- kvæmt 34. og 36. gr. laga nr. nr. 76 11. júní 1938, um byggingar- og landnáms- sjóð. Um rétt ábúanda til að veð- setja landið vegna lántöku fer eftir 9. gr. laga nr. 8 frá 1. febr. 1936, um erfðaábúð og óðalsrétt. 6. gr. Nýbýlastjórn hefir á hendi framkvæmd laga þessara og nýtur um það aðstoðar og ráðu- neytis Búnaðarfélags íslands og skipulagsnefndar kauptúna. Teiknistofa landbúnaðarins hefir á hendi aðstoð og eftirlit með byggingaframkvæmdum á býlum þeim, sem reist verða samkvæmt lögum þessum, á sama hátt og fyrir er mælt í V. kafla laga nr. 76 11. júní 1938, um byggingar- og landnáms- sjóð. 7. gr. Heimilt er nýbýlastjórn, með samþykki landbúnaðarráðherra, að reisa I tilraunaskyni nokkur býli í sveit, þar sem ríkið fram- kvæmir ræktun og byggingar að fullu. Einnig er henni heimilt að láta þá menn ganga fyrir um kaup eða ábúð á býlum þessum, sem leggja vilja fram ókeypis (Framh. á 4. síðu). Þulan, sem Þorsteinn reiddist Á loftárás hafði ég lengi átt von. En tundurskeytið frá vini mínum, Þorsteini Þorsteinssyni, alþingismanni, er hann sendi mér í 135 tbl. Morgunbl., kom mér alveg á óvart. — Svona er það stundum, að hættuna ber að úr þveröfugri átt við það, sem maður hyggur. Ég hafði gert það mér til af- þreyingar undir löngum og leiðinlegum fjárlagaumræðum, — þar sem Þ. Þ. var meðal ræðu- manna, — að ríma saman í þulu nokkur samstæð orð í margvís- legri merkingu. Og ég tók ræðu Þorsteins, mál það sem hann flutti og málalok, sem einskon- ar þráð í þuluna. í útvarpsræðu, sem ég flutti nokkru síðar, þar sem ég ræddi um Alþingi í al- vöru og gamni, hafði ég svo yfir þulu þessa, ásamt nokkrum fleiri kviðlingum, sem fæðst höfðu á þinginu — allt í þeim kaflanum, er ég kallaði hið „léttara hjal“. — Samt sem áður hafði ég það á tilfinningunni, að ég kynni nú að nálgast einskonar „hættu- svæði“ eða „hagsmunasvæði“ eins eða annars, og hugðist því að tryggja hið fullkomnasta hlutleysi — og sló því alla þá varnagla, sem ég taldi þörf gegn því, að þulan gæti orðið mis- skilin. Birti ég nú þuluna með orð- réttum formála þeim, sem ég hafði yfir í útvarpinu: „Þá vil ég að lokum hafa hér yfir þulubrot, sem kveðið var undir umræðum um fjárlögin. Tilefnið var þetta: Þorsteinn Þorsteinsson, alþm., bar fram tillögu við fjárlögin-um að rík- isstjórninni væri heimilt að á- byrgjast 650000 kr. lán til að koma upp rafstöð til orkufram- leiðslu fyrir kauptúnin Sand og Ólafsvík í Snæfellsnessýslu. En þingmaður Snæfellinga, Thor Thors, er sem kunnugt er, að- alræðismaður íslands í Banda- ríkjunum og gat ekki sótt þetta Alþingi, þó að hann muni hafa ætlað sér það upphaflega. Nú kvað Þorsteinn sér hafa verið falið að fara með mál þeirra á Alþingi og talaði á margan hátt fagurlega fyrir tillögunni og færði fram ýmsar ástæður. Þá var samin þula sú, er hér fer á eftir, sem á að vera einskon- ar útdráttur úr ræðunni og lýsing á gangi málsins. Er rétt að geta þess, að ræðuútdráttur- inn er ekki nákvæmur og sízt færður til betra vegar. Til skýr- ingar orðsins Sam. Hoare, sem kemur fyrir í þulunni, er rétt að geta þess, að þar er átt við Samuel Hoare, sendiherra Breta og með V. Þór er átt við Vil- hjálm Þór, fyrv. aðalræðismann íslands 1 Bandaríkjunum. Þá skal ég á það minnast, að þing- maður Snæfellinga á undan Thor Thors var Halldór Sein- sen. Það sem Árnesingarnir eru nefndir, stafar af því, að þeir fóru í slóða Þorsteins og báru fram samskonar ábyrgðarheim- ildir fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri og loks ber að geta þess, að allar þessar tillögur voru að lokum teknar aftur af flutningsmönnum. Þulan er svona: Fiskilaus er Sandsjór, svörður landsins ófrjór, liggur þar sem fjalflór flesta tíma árs snjór. Enginn fæst þar eldmór eða á týru grútkjór. Manngrúinn er mjög sljór, mæddur eftir Halldór. Ekki dugði Thors Thór, tilgangslaust var hans klór. Þeir sendu hann eins og Sam. Hoare, í sæti herra V. Þór. Loks kom Þorsteinn þrekstór, þá var sniðinn vænn skór. Árnesingurinn órór ágirnd fékk á þeim bjór., Á eina leið þó allt fór: Árangurinn þvengmjór. Nú vænti ég, að það megi öllum ljóst vera, sem lesa for- málann fyrir þulunni, að þar er sagt eins skýrt og þörf var á, að hún er gamansöm og þó græskulaus afbökun á ræðunni, — og hefði ég sízt búizt við þvi, að vinur minn Þ. Þ. gæti stokk- ið upp á nef sér af ekki stærri þúfu. — Ég veit ekki, hvers ég mætti vænta af Halldór Stein- sen, Thor Thors og sjálfum hinum ágætu skjólstæðingum Þ. Þ., íbúunum á Sandi, — ef þeir væru allir með þeim ósköp- um fæddir, að geta ekki greint á milli gamans og alvöru. En svo altekinn hefir Þ. Þ. orðið af þessu uppátæki mínu, að hann fer ósjálfrátt að yrkja sjálfur — og það svo listilega, að ekki vantar nema herzlu- muninn á, að úr verði löguleg- asta hringhenda. Þarf ekki nema rétt að víkja við orði og orði, að svo megi verða. Vísan gat t. d. vel verið svona, án þess að missa nokkuð af inni- haldinu: Lýðakjór við lesturinn, lagði mórautt eyra. Yrkja fór um framburðinn, — falsar stórum meira. Þarna er ein sönnun enn fyr- ir því, hve rímgáfan er rík með okkur íslendingum og hve skáldhneigðin á djúpar rætur í eðli þjóðarinnar. Hversu oft er það ekki með landann, þeg- (Framh. á 4. síðu.) IÓNAS JÓNSSON: Frelsísmál Íslendínga 1940 > 1941 ‘gíminn Föstudaginn 27. júní Gáleysi Alþíngís í tveimur seinustu blöðum hefir verið rakin í aðaldráttum hin gálauslega afgreiðsla sein- asta Alþingis á tveimur stærstu málunum, fjárlögunum og dýr- tíðarmálinu. Fjárlögin voru af- greidd með stórfelldum tekju- halla og horfið var frá því ráði að afla nægra tekna til að af- stýra fjárhagslegu hruni, sem leiða mun fyrr en síðar af vaxandi dýrtíð og hækkandi kaupgjaldi. Þetta gáleysi Alþingis er enn óafsakanlegra vegna þess, aö það létti byrðar á gjaldþegnun- um, þótt tekjur þeirra flestra væru óvenjulega miklar. Nokkra réttlætingu hefði þó mátt finna fyrir þessu, ef toll- arnir hefðu verið lækkaðir og þannig dregið úr dýrtíðinni og kaupgj aldshækkuninni. En slíku var ekki til að dreifa. Að sönnu fékk ríkisstjórnin heim- ild til tollalækkunar, sem hún hefir enn ekki notað. Byrðar gj aldþegnanna voru léttar með því að lækka skattana. Einhverjir kunna að segja, að menn muni nota skatta- lækkunina til að búa í haginn fyrir framtíðina. En þess ber að gæta, að nú er mjög erfitt að festa meira fé í framleiðsl- unni eða gagnlegum fram- kvæmdum og að menn vilja ó- gjarnan safna miklum pening- um, sökum þess, að gengisfall virðist fyrirsjáanlegt, þar sem Alþingi gekk þannig frá dýr- tíðarmálinu, að ekki er að vænta mikils árangurs af þeim ráðstöfunum. Peningarnir fara því í óheilbrigt brask og hættu- lega eyðslu. Hið mikla bílabrask og vaxandi áfengisneyzla, sem nú eiga sér stað, eru glögg dæmi um þetta. Háir skattar eru því aldrei eins sjálfsagðir og á þessum tímum. Hefðu fjárlögin verið tekin réttum tökum, áttu þau ekki aðeins að vera tekjuhalla- laus, heldur með ríflegum tekjuafgangi. Jafnhliða átti að afla nægra tekna til að koma í veg fyrir aukna dýrtið og hærra kaupgjald af völdum hennar. Þá hefði þjóðin verið vel undir það búin að mæta því kreppu- ástandi, sem hlýtur að koma eftir styrjöldina. Ef menn líta af pyngjum sín- um og skyggnast til framtíðar- innar, verður þeim fljótlega augljós afleiðingin af fjármála- stefnu seinasta Alþingis. Ríkis- sjóður safnar skuldum. Kaup- gjaldið heldur áfram að hækka. Síðan kemur kreppan. Útflutn- ingsvörurnar falla í verði. At- vinnufyrirtækin eyða varasjóð- um sínum og stöðvast. Atvinnu- leysið verður gífurlegt. Auknar fjárkröfur verða gerðar til rík- isins og lánardrottnarnir krefja það greiðslu á skuldum stríðsár- anna. Ríkið verður þá að auka byrðarnar á skattþegnunum samtímis því, sem það verður að gera einhverjar þvingunar- ráðstafanir til að lækka kaup- gjaldið. Þannig verður þróunin, ef fjármálastefnu seinasta Al- þingis verður fylgt út í yztu æs- ar. Hver og einn getur gert það upp við sjálfan sig, hvort betra sé að greiða nokkru hærri álög- ur nú eða að þurfa að greiða þær margfalt hærri síðar, þeg- ar kreppan er skollin á og grípa verður til margvíslegra þving- unarráðstafana. Framsóknarflokknum var ljóst, hver afleiðingin yrði, ef þessari stefnu væri fylgt. Hann spornaði því gegn henni eftir megni. Honum er það að þakka, að skattarnir voru ekki lækk- aðir meira. Hann bar einnig fram tillögu um öflun tekna til dýrtíðarráðstafana, en aðaltil- laga hans í því máli var felld. Hinir flokkarnir hafa líka vafalaust séð, hvert stefndi. En þeir hugsuðu sem svo: Fólkið vill hafa lága skatta. Gróða- hugurinn gengur eins og heit ástríðubylgj a yfir landið. Fólk- ið hugsar um augnablikið, ekki um framtíðina. Fólkið verður reitt við okkur, ef við leggjum VI. Frá því um 1830, svo að sagan sé ekki lengra rakin, hafa ís- lendingar haft tvö viðhorf um hið pólitíska sjálfstæði. Annars vegar hafa verið hinir pólitísku baráttumenn, sem stefnt hafa að því að losa íslenzku þjóðina sem mest við pólitísk tengsli við Danmörku, og helzt að ná fullum aðskilnaði. Hins vegar hafa verið menn, sem vel gætu hugsað sér að tilheyra danska ríkinu, hafa danskan fána, eða að minnsta kosti einskonar sambandsmerki í þjóðfánanum og sameiginlegan konung. Sjálf- stæðisbaráttan er frásögn um viðskipti þessara flokka, og hvérsu þeir, sem sóttu fastast fram, hafa áratug eftir áratug unnið nýja sigra og fært þjóð- ina nær fullum skilnaði. í bar- áttunni um uppkastið 1908 var merkjalínan tiltakanlega glögg. Annars vegar sætti nokkur hluti kjósenda sig við að samþykkja með frjálsri atkvæðagreiðslu að ísland væri hluti úr veldi Dana- konungs. Hins vegar var hinn sigursæli meirihluti, sem ekki gat hugsað til annars en að is- lenzka þjóðin næði fullu frelsi. Skilnaðarhreyfingin efldist með aldamótavakningunni, og end- urreisn hins norska fullveldis 1905. Einna mesta þýðingu höfðu þó ungmennafélögin, því að þau urðu skóli fyrir þúsund- ir æskumanna um fullkomnar frelsiskröfur. Þó að þessi markalína sé glögg, er erfitt að skilja tildrög þessa stefnumunar. En að öllu samtöldu má fullyrða, að meg- instyrkur sóknarliðsins í frels- ismálinu hefir komið frá þeim stéttum, sem vinna fyrir dag- legu brauði undir beru lofti á sjó og landi. Á sama hátt má segja, að því mýkri, sem hús- gögnin eru og daglegt fæði í- burðarmeira, því rólyndari eru íslendingar í meira og minna nánu sambandi við dönsku þjóðina. Að nokkru leyti kem- ur til greina mismunandi með- fæddir eiginleikar. Á flokks- þingi Framsóknarmanna í vet- ur þótti mér einkennilegt, að sjá gamla kunningja frá Norð- urlandi nákvæmlega með sömu skoðanirnar um sambúðina við Dani, eins og ég hafði kynnzt laust eftir aldamótin. Menn, sem höfðu verið deigir eða djarfir fyrir 35 árum, voru óbreyttir þann dag í dag. Bráðabirgðalausn sjálfstæðis- málsins 1918 hafði að ýmsu leyti deyft áhugann fyrir skiln- aði. Forusta Jóns *Magnússonar í málinu var að ýmsu leyti gagn- leg en ósköruleg. Hrifningin yf- ir lausn þeirri, er hann beitti sér fyrir, var ekki meiri en það, að ári síðar féll hann við al- mennar kosningar í Reykjavík fyrir manni, sem bauð sig í fyrstu ekki fram í alvöru. Við- horf Dana breyttist í mörgum efnum við samninginn og eggj- uðu íslendinga minna til mót- stöðu. Sendiherra Dana í Reykjavík gætti að vísu út í æsar málefna þjóðar sinnar, en var laus við állan undirróður, giftist ágætri íslenzkri konu, lærði málið, varð vel að sér i bómenntum þjóðarinnar og kunni manna bezt skil á feg- urð landsins og kostum þeirrar stéttar, sem skapað hefir menn- ingu landsins á undangengnum þúsund árum. Framkoma danska sendiherrans var mjög í ósamræmi við stefnu eldri valdamanna, og margra núlif- andi áhrifamanna í Danmörku, svo sem þeirra, er þverneituðu að skila íslenzkum heimildum, sem geymdar hafa verið í Dan- mörku frá því að Kaupmanna- höfn var höfuðborg íslands. Sú kynslóð, sem fæddist uppJk ís- landi eftir 1918 var að verulegu leyti blekkt af þeim bráða- birgðafriði, sem verið hefir milli landanna síðasta aldarfjórðung- inn. Sú kynslóð hefir verið önn- um kafin við hin innlendu bar- áttumál og bar ekki glögg kennsl á hin sögulegu skipti þjóðanna. Undantekning í þessu efni voru þó ungir Framsóknarmenn og nokkur hlutinn af æsku Sjálf- stæðisflokksins. Þegar kom að því í byrjun þessa árs að ráða fram úr því, hvort þjóðin ætti nú að draga rökréttar ályktanir af vanefndum sáttmálans frá 1918 eða ekki, þá var hún enn sem fyrr tvískipt. Fólkið í sveitinni var enn sem fyrr hneigt til djarfra átaka. Sama myndi hafa verið um sjómenn og verka- menn, ef maður eins og Jón Baldvinsson hefði hvatt þá til framgöngu Annars vegar voru svo menn, sem lögðu áherzlu á varasemi og aðgætni, og til liðs við þá komu menn með nýfeng- inn áhættugróða. Þessir menn undu vel sínu jarðneska lífi og óttuðust, að hverskonar breyt- ing á réttarstöðu landsins kynni að egna erlendar þjóðir til mót- stöðu og gera gróðavonir þeirra ■vafasamar. Úr hópi þessara manna kom um áramótin sú kenning, að óhugsandi væri að framkvæma skilnað nema með því, að hafa áður fengið skjal- lega ríkisréttarlega viðurkenn- ingu frá þrem stórveldum, ein- mitt þeim, sem hafa forustu í núverandi stórveldastyrjöld. Ef ísland hefði fengið slíka viður- kenningu fyrirfram, myndi það hafa verið eins dæmi í verald- arsögunni. Þetta vissu þeir, sem héldu fram þessari nýlundu. Tillaga þeirra var hliðstæð við það ráð, sem fullorðið fólk gef- ur börnum, um að flýta sér og komast undir enda regnbogans. Þannig litú íslendingar á sjálfstæðismálið á fyrstu mán- uðu þessa árs. Fáa myndi hafa grunað að áður en árið var hálfnað, hefði Alþingi einróma lýst yfir, að þjóðin hefði rétt til fullkominna sam- bandsslita, hvenær sem íslend- ingum þyk'ir henta, og að stefnt væri að lýðveldisstofnun, í síðasta lagi við lok þessarar styrjaldar. VII. Það er kunnugt, að Th. Staun- ing kom í heimsókn til íslands laust áður en stríðið brauzt út. Síðar sást, að þessi ferð var nokkurs konar „kynningarflug“.. Eftir heimkomuna gat hann þess með mikilli velþóknun, að nálega allir íslendingar vildu halda áfjam sambandi við Dan- mörku og þótti honum það vel fa-rið. Um mig lét hann svo um mælt, að ég væri áhrifalaus lýðæsingamaður, sem stefndi að því að ísland fengi „fullt frelsi“. Um svipað leyti hélt Stauning því fram í opinberri ræðu, út af sambandi landanna, að utanríkismálin fylgdu kon- unginum. Hann gerði auðsjáan- lega ráð fyrir, að konungdæmið yrði sameiginlegt fyrir ísland og Danmörku framvegis, og að með hinum danska konung- dómi fylgdi dönsk meðferð ut- anríkismálanna. Vafalaust hefði honum líka verið mjög að skapi, að halda við hinum sameigin- lega þegnrétti. Enginn vafi er á því, að Stauning túlkaði í þessum efn- um skoðun flestra valdamanna í Danmörku. Þeir vildu halda við hinum gömlu yfirráðum, bæði til fjár og metnaðar. Þeir treystu á hin erfiðu uppsagn- arákvæði sambandslaganna og að konungur var utan við samn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.