Tíminn - 27.06.1941, Side 3

Tíminn - 27.06.1941, Side 3
69. blatf TÍMUm iöstmlagiim 27. jání 1941 275 ÍÞROTTIR íþróttamót Þingeyinga Sunnudaginn 8. þ. m. fór fram í Húsavík íþróttamót Þingey- inga og tóku þátt í mótinu þessi félög: Ungmennafélögin Mý- vetningur, Mývatnssveit, Efling, Reykjadal, Geisli, ASaldal, og Völsungur, Húsavík. Úrslit urðu þessi: 800 m. hlaup: 1. Hallur Jós- efsson (Efling) 2:13.8, 2. Ey- steinn Sigurjónsson (Völs.) 2: 17.4; 3. Reynir Kjartansson (Geisli). 100 m. hlaup: Haraldur Jóns- son (Efling) 11,7 sek.; 2. Adam Jakobsson (Geisli) 12,1; 3. Stef- án Kristjánsson (Völsungur) 12,1. Langstökk: 1. Har. Jónsson (Efling) 5,04 m., 2. Adam Jak- obsson 5,98, 3. Ragnar Sigfinns- son (Mývetningur) 5,86. Kúluvarp: Adam Jakobsson 11,61 m., Stefán Kristjánsson (Völsungur) 11,52, Gunnar Sig- urðsson (Völsungur) 10,33. Hástökk: Har. Jónsson (Efl- ing) 1,58 m., Eysteinn Sigur- jónsson (Völsungur) 1,58, Adam Jakobsson 1,53. Kringlukast: Adam Jakobs- son 31,51, Stefán Kristjánsson 29,34, Baldur Sigurðsson (Mý- vetningur) 27,60. Þrístökk: Stefán Benedikts- son (Völsungur) 12,26, Jón Kristinsson (Völsungur) 11,88, Har. Jónsson 11,85. Stangarstökk: Hinrik Sigfús- son (Mývetn.) 2,67 m., Stefán Benediktsson 2,62, Stefán Krist- jánsson 2,57. Spjótkast: Gunnar Aðal- steinsson (Völs.) 42,9, Adam Jakobsson 41,23, Baldur Sig- urðsson 38,00. 300 m. hlaup: 1. Aðalgeir Þorgrímsson (Geisli) 9,43,5, 2. Reynir Kjartansson 9,48,3, 3. Eysteinn Sigurjónsson 10,10. Boðhlaup 4X100 m.: A-sveit Völsunga 4,8 sek. Völsungar unnu mótið með 28 stigum. Annar var Geisli með 19 stig. 3. Efling, 15 stig. Mótið fór hið bezta fram. Mótstjóri var Jonas G. Jóns- son. Haukadalsmótið. íþróttakeppnin var háð að Haukadal milli U. M. F. Hvatar Grímsnesi og U. M. F. Biskups- tungna 15. júní síðastliðinn. Úrslit urðu þessi: Langstökk: Gunnlaugur Þor- steinsson Umf. Hvöt 5,55 m. Gunnar Jóhannsson Umf. Bisk. 5,46 m. Hjalti Bjarnason Umf. Hvöt 4,98 m. Hástökk: Gunnar Jóhanns- son, Bisk. 1,50 m. Gunnl. Þor- steinsson, Hvöt, 1,45 m. Guðm. Egilsson, Bisk., 1,40 m. Hjalti Bjarnason, Hvöt, 1,40 m. Þrístökk: Gunnl. Þorsteins- son, Hvöt, 11,44 m. Gunnar Jó- hannsson, Bisk., 11,24 m. Hjalti Bjarnason, Hvöt, 10,59 m. 100 m. hlaup: Gunnl. Þor- steinsson, Hvöt, 12,8 sek. Sigur- geir Kristjánsson, Bisk., 13,6. Guðm. Egilsson, Bisk., 14,2 sek. 800 m. hlaup: Böðvar Stef- ánsson, Hvöt, 2 mín. 28,6 sek. Tómas Tómasson, Bisk., 2 mín. 35 sek. Bjarni Guðmundsson, Hvöt, 2 mín 36 sek. Glíman: Halldór Benedikts- son, Hvöt, 6 vinn. Hjalti Bjarna- ■son, Hvöt, 6 vinn. Sigurgeir Kristjánsson, Bisk., 6 vinn. Á- mundi Jóhannsson, Bisk., 3 vinn. Heigi Einarsson, Bisk., 3 vinn. Tómas Tómasson, Bisk., 3 vinn. Loftur Kristjánsson, Bisk., 1 vinn. Hallur Guðmunds- son, Bisk., engan vinning. Úrslit urðu þau, að Halldór hlaut fyrstu, Hjalti önnur og Sigurgeir þriðju verðlaun. Mótið endaði með reiptogi milli félaganna og unnu Gríms- nesingar (Hvöt) tvær atrennur af þremur. Frá U. M. F. Hvöt voru 8 keppendur og hlutu 22 y2 stig. Frá U. M. F. Biskupstungna voru 10 keppendur og hlutu 131/2 stig. Keppendur voru einkar prúð- ir í allri framkomu, allt gekk hiklaust og mótið fór ágætlega fram. 17. júní mótiö í Reykjavík. íþróttafélögin í Reykjavík höfðu íþróttakeppni 17. júní síðastliðinn, en það er orðin föst venja hjá þeim að hafa í- þróttamót þann dag. Keppend- ur voru frá Ármanni, K. R., Viking og íþróttafélagi Reykja- víkur. Úrslit i einstökum í- þróttagreinum urðu þessi: 100 m. hlaup: Brandur Bryn- jólfsson (Vík.) 11,5 sek. Jóhann Bernhard (KR) 11,6. Báldur Möller (Á) 12 sek. Kringlukast: Gunnar Huseby (KR) 42,58 m. Jens Magnússon (Á) 37,69 m. Ólafur Guðmunds- son (ÍR) 36,44 m. 800 m. hlaup: Sigurgeir' Ár sælsson (Á) 2 mín. 4,2-sek. Árni Kjartansson (Á) 2:6,7. Gunnar Sigurðsson (ÍR) 2:8,1. Árni er enn i drengj aflokki og afrek hans því ágætt. Hástökk: Sigurður Norðdahl (Á) 1,71 m. Skúli Guðmundsson (KR) 1,71 m. (Það er nýtt drengjamet, þvi Skúli er enn í drengjaflokki). Oliver Steinn (Á) stökk 1,64 m. Langstökk: Oliver Steinn(Á) 6,50 m. Sigurður Finnsson (KR) (Framh. á 4. síðu.) inginn. Á íslandi var nokkuð af dönsku fólki, sem gera mátti ráð fyrir að ekki óskaði sam- bandsslita. Þá kom hinn fjöl- menni hópur alíslenzkra manna, sem hneigzt höfðu til fylgis við Dani, bæði með veru í landinu og vegna ýmiskonar annarra viðskipta. Barni Friðriks krón- prins í Danmörku var gefið ís- lenzkt nafn ásamt nokkrum dönskum. Það var í fyrsta sinn, sem konungborið danskt barn bar íslenzkt heiti. Vel má vera, að hinn kæni forsætisráðherra Dana hafi talið það hyggilega hugulsemi við íslendinga, eins og nú var málum komið. Það er hægt að segja um skoðanir Staunings á frelsisást íslendinga, að hún væri bæði rétt og röng. Hann kynntist að- allega á íslandi því fólki, sem býr við mjúk húsgögn og inn- anhússvinnu. Hann mun tæp- lega hafa talað persónulega nokkurt orð við menn úr sveit, verkamenn eða sjómenn. Hann kynntist alveg sérstaklega þeim stéttum, sem í heila öld hafa gert vægastar kröfur um frels- ismálin. Þegar hann fullyrðir, að ég sé algerlega einangraður með skilnaðarhugmyndir mín- ar, fer hann villur vegar, af því hann kynnist ekki þeim mörgu þúsundum manna, sem vinna aðállega fyrir daglegu brauði undir beru lofti, og bera i brjósti heita löngun eftir að hjálpa til að gera landið og þjóðina frjálsa að nýju. Það er auðveldast að skilja undrun danskra blaða, er þau fréttu um ályktanir Al- þingis 17. maí 1941, af því að þær voru með allt öðru móti, heldur en búast mátti við eftir skýrslu Staunings og vonum danskra leiðtoga. VIII. Eins og fyrr er frá sagt, biðu menn í höfuðstaðnum með nokkurri óþreyju eftir flokks- þingi Framsóknarmanna 1941. Flokksþingið tafðist um nokkr- ar vikur af því, að heilbrigðis- stjórnin tók óvenjulegan fjör- kipp fáum klukkutímum áður en norðlenzku fulltrúarnir stigu á skipsfjöl, og lagði á samkomu- bann í Reykjavík, út af kvef- pest, sem gekk um landið. Voru þeir menn til í höfuðstaðnum, sem töldu inflúensuna hafa í eitt skipti gert þjóðinni gagn, ef hún yrði þess valdandi, að áhugamenn úr dreifbýlinu næðu ekki að ræða sj álfstæðismálið á landsfundi á undan væntan- legum alþingiskosningum. En inflúensan gerði ekki gagn í þetta sinn fremur en endranær. Flokksþing Fram- sóknarmanna var haldið síðar um veturinn. Það var mjög fjöl- mennt. Og langmesta áhuga- málið á þinginu var einmitt frelsismálið. Nokkrir áhrifa- menn í flokknum beittu sér fyrir svo kallaðri hægfara leið, og taldi allmikill hluti flokks- þingsmanna sér fært, eftir at- vikum að fallast á málflutning þeirra. Þá hafði þessi skoðana- munur áhrif á nokkra eindregna skilnaðarmenn, svo að þeir beittu sér minna en við mátti búast eftir fyrri aðstöðu. Vildu þeir af mörgum ástæðum, þar (Framh. á 4. slðu). Úthlutun elli- launa og örorku- bóta Eftir Ólaf Ólafsson skólastjóra á Þingeyri. NIÐURLAG. Mér þykir leitt, að J. B. „hirð- ir ekki um að rekja“, hvernig ég hefi komizt að þessum „al- röngu niðurstöðum", því að það hefði óneitanlega skýrt málið gerr. Verð ég þvi að gera það hér. Ég veit þetta vegna þess, að ég hefi tekið á móti peningum frá L. í. og kvittað fyrir þeim, sem hingað hafa borizt í hreppinn. Ég veit það af því, að ég hefi gegnt oddvitastörfum öll árin, sem úthlutun hefir farið fram, að 1937 undanteknu. Og allar mínar heimildir eru bréf sem Tryggingarstofnun ríkisins, ellitryggingadeild, hef- ir gefið út, og greina öll árin heildarúthlutunina annars veg- ar, ásamt framlagi L. í. og hreppsins hins vegar af þeirri heildarúthlutun. Svo að J. B. geti séð, að ég fer með rétt mál, „ef hann hirðir að rekja“, vil ég sérstaklega nefna bréfin dags. 17. ág. 1938 og 4. sept. 1940. Þau taka af öll tvímæli. Tölurnar eru þvi raun- verulegar. En enga ábyrgð ber ég á þvi, þótt þær stangizt við þær tölur, sem J. B. þóknast nú að gefa út. Loks fer J. B. að tvístíga yfir, hvort hann eigi að telja vexti ellistyrktarsjóðanna gömlu með framlagi L. í. eða ekki, árin 1937 og 1938. Og hann endar grein sína með því að telja þau ekki með, þau árin. Er þetta allt gert til þess að þrýsta hundraðstölunni niður og láta líta svo út, að framlag L. í. sé sem jafnan öll árin og véfengja að ég fari með rétt mál um stökkniðurfærslu hundraðstöl- unnar — vegna uppboðsins eða útboðsins á fénu — hin síðari ár. J. B. segir svo: Þetta „gefur aðra hugmynd en tölur Ó. Ó.“ Þetta er lélegur málflutningur, jafnvel óboðlegur. Því að hug- myndir gagna ekkert, ef reynd- in er önnur. Fyrr í greininni segir J. B.: „Vextir ellistyrktarsjóðanna voru árin 1937—38 taldir með framlagi Lífeyrissjóðs, en 1939 eru þeir taldir sér, eftir að breyting hafði verið gerð á lög- unum.“ — En hvers vegna voru þeir árin 1937—38 ekki taldir með? Af því að ellistyrktarsjóö- irnir voru beinlínis teknir eignarnámi af hreppunum með lögunum óbreyttum, en með breytingunni skráðir á hlutað- eigandi hrepp eða bæ og ávaxt- aðir áfram í L. í., en vöxtun- um skilað heim. Á nú að þakka það, að hreppar og bæir þurfa ekki aftur að leggja á móti þeim? Það héti víst ekki að tví- borga sömu upphæðina, eins og J. B. segir ranglpga, að ég krefj- ist af Lífeyrissjóði. Að lokum vil ég skýra, með aðstoð árbókarinnar, tillögu þing- og héraðsmálafundar Vestur-ísafjarðarsýslu, sem Jón Blöndal hefir misskilið. Á bls. 118 er skýrt frá, að gamalmenni 67 ára og eldri, bæði þau, sem til greina koma við úthlutun og önnur, séu sam- tals 8190. Af þeim hljóta styrk úr 2. fl. árið 1939 1541, gamal- menni yngri en 67 ára 123, og öryrkjar 694, alls 2358. Nú mætti gera ráð fyrir breyt- ingunni á þá lund, að við þessa upphæð bættust þau gamal- menni, sem nú eiga heima í „ótryggðu" hreppunum (þ. e. þeim, sem ekkert geta lagt á móti Líf eyrissj óðstillaginu). Reyndist sú tala t. d. vera 2100; henni síðan deilt í framlagið kr. 38.145,02. Sjálfsákvörðunar- tillagi hreppanna kippt burt. Fengist þá kr. 123,26 á hvert gamalmenni að meðaltali. Síð- an yrði meðaltalið jafnað eftir þeim hlutföllum, sem iðgjöldin eru greidd eftir í lífeyrissjóðs- gjöldum inn í sjóðinn, (ekki iðgjöldin endurgreidd hreppn- um, eins og J. B. misskilur) þ. e. 5:6:7, eða eins og nú er 8:9:11, þannig, að gamalmennin í kaupstöðunum tækju hæst elli- laun, þau sem heimta eiga í kauptúnum næst hæst, og í . sveitum lægst. En öll af þeim, Tilkynning til útgerðarmanna og skipaeigenda. Þeir útgcrðarmenn, sem hafa í hyggju að gera út skip á síld- veiðar til söltunar uæsta sumar, eru beðnir að tilkynna Síldarút- vegsnefnd tölu skipanna, tilgreina nöfn þeirra, einkennistölu og stærð, og gefa upplýsingar 11111 hvers konar veiðarfæri (reknet, snurpunót) eigi að notast til veiðamia. Ef fleiri en eitt skip ætla að vera saman um eina herpinót, óskast það tekið fram sérstaklega. Tilkynningin óskast send Síldarútvegsnefnd, Siglufirði fyrir 7. júlí n. k. Það athugist, að skipum, sem ekki sækja um veiðileyfi fyrir þann tíma, sem að ofan er tiltekinn (7. júlí), cða ekki fullnægja þeim reglnm og skilyrðum, sem sett kunna að verða um meðferð síldar um borð í skipi, verður ekki veitt leyfi til söltunar. Siglufirði, 24. júní 1941. Síldarútvegsnefnd Tilkynning tíl útgferðarmanna og síldarsaltenda. Þeir útgerðarmenn og slldarsaltendur, sem óska eftir löggild- ingu sem síldarútflytjendur fyrir árið 1941, skulu sækja um lög- gildingu til Síldarútvegsnefndar fyrir 7. júlí n. k. Umsókninni fylgi tilkynning um, hvort saltendur hafa ráðið sérstakan eftirlitsmann með síldverkuninni, hver hann sé og hvort hann hafi lokið síld- verkunarprófi. Ennfremur vill Slldarútvegsnefnd vekja sérstaka athygli út- flytjenda á því, að enginn má bjóða síld til sölu erlendis án leyfis ncfndarinnar, og þurfa þeir, er ætla að gera fyrirframsamninga, að sækja um leyfi til heimar fyrir 7. júlí n. k. trtflutningsleyfi verða ekki veitt nema sölusamningar séu lagðir fyrir nefndina. Allar umsóknir þessu viðvikjandi sendist til Síldarútvegs- nefndar, Siglufirði. Siglufirði, 24. júní 1941. Síldarútvegsnefnd sem kæmu til greina, eða ættu að koma til greina, fengju eitt- hvað, hvar sem þau væru bú- sett á landinu. Síðan legðu bæir og hreppar á móti þessu tillagi eftir efnum og ástæðum. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Hugheilar þakkir, fyrir alla samúöina og pen- ingagjafirnar er við uröum aönjótandi á útliön- um vetri, á hinum erfiöu veikindatímum. Guð blessi ykkur öll og launi rausn ykkar. Nýp, 9. maí 1941. Ingunn Sveinsdóttir. Valtýr Guðmundsson. 88 Vtctor Hugo: reiðubúnar að láta til sín heyra, og á að líta voru þær eins og galopin uglu- gin. — Jæja, sagði hann við sjálfan sig. Getur það verið, að líf mitt liggi við, að þessar bjöllur bifast ekki? — Ó, sagði hann og spennti greipar, bjöllur, hringið ekki. Ó, hringið ekki, bjöllur. Enn einu sinni reyndi hann að milda huga Klopins. — En komi nú vindgustur? — Þá verður þú hengdur, svaraði for- inginn umhugsunarlaust. Gringoire varð karlmannlega við, þegar hann sá, að engrar miskunnar var að vænta og engrar undankomu auðið. Hann brá hægri fætinum utan um þann vinstri, tyllti sér á tá og seild- ist með hendinni eftir brúðunni. Það var á sama augnabliki, að hann kom við brúðuna og allur líkamsþungi hans hvíldi á öðrum fætinum, er ekki stóð á traustari grunni en völtum bekk. Ó- sjálfrátt ætlaði hann að styðja sig við brúðuna, en hún flökti undan, er hann kom við hana. Þá missti hann jafnvægið og datt niður, ringlaður af öllum þeim klukknahringingum og bjölluhljómi, er gall við, þegar brúðan sveiflaðist í hring í loftinu og stöðvað- Esmeralda . 85 goire og var harla órótt innan brjósts. Bjölluhljómur, er kvað við í þessum svifum, létti angist hans. Nú brugðu þorpararnir snörunni um hálsinn á rauðklæddri brúðu, einskonar fugla- hræðu, er svo var þakin bjöllum og klukkum, að það hefði verið nóg á þrjá- tíu kastilönsk múldýr. Bjöllurnar óm- uðu drjúga stund, meðan brúðan riðaði fram og aftur. Svo hljóðnuðu bjöllurn- ar smám saman og þögnuðu loks alveg, þegar brúðan hætti að hrærast. Klopin benti á gamlan og liðaveikan bekk, er stóð undir gálganum, og sagði við Gringoire: — Farðu upp á bekkinn! — Já, en ég dett, sagði Gringoire, ef ég á að standa upp á þessu skrifli. Það ber varla sjálft sig. — Upp með þig, endurtók Klopin. Gringoire hunzkaðist upp á bekkinn og tókst það allvel, þótt hann yrði að veifa bæði höndum og fótum, áður en hann næði jafnvægi. — Jæja, sagði bófaforinginn, legðu hægri fótinn utan um þann vinstri og tylltu þér á tá. — Yðar hágöfgi, svaraði Pétur Grin- goire, viljið þér endilega beinbrjóta mig? Klopin skók hausinn. — Heyrðu vinur minn! Þér verður

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.