Tíminn - 25.07.1941, Page 2

Tíminn - 25.07.1941, Page 2
306 TIMHm föstiBriagiim 25. jnlí 1941 77. blað nauðsynlegur áfangi að því marki, sem nú hefir verið náð í skattlagning hæstu tekna. Hitt er svo annað mál, að frá sjónarmiði Framsóknarflokks- ins var á síðasta þingi gengið of langt í því að lækka beina skatta á hærri miðlungstekjum og þar yfir. Hafa um það verið nefnd mörg dæmi hér í blaðinu, og mun sanni næst, að þeir, sem höfðu í skattskyldar tekjur frá 7—15 þús. kr. síðastliðiö ár hafi ekki orðið lítið undrandi, er þeir sáu, hve lítinn skatt þeim var gert að greiða í ár. Er sú af- greiðsla vítaverðari fyrir það, að á sama þingi voru fjárlögin fyrir árið 1942 afgreidd með stórfelldum tekjuhalla, og þar að auki vanrækt að skilja eftir nægilega tekjuöflunarheimild í höndum ríkisstjórnarinnar, til þess að unnt væri að taka dýr- tíðarmálin þeim tökum, sem brýna nauðsyn ber til. Það þykir e. t. v. ekki líklegt til vinsælda, að benda á þessa staðreynd nú, en það er ekki það, sem máli skiptir, heldur hitt, að menn mun beisklega iðra þess síðar, þegar farið verður að glíma við tekjuhalla fjárlaganna og aðra erfiðleika, sem kunna að vera skemmra framundan en margur hyggur, að svo langt skyldi hafa verið gengið í skattaívilnunum, sem raun er á orðin. Það er broslegt, að Alþýðublaðið skuli kasta hnútum að Framsóknarmönn- um fyrir þessa skoðun þeirra á skattamálunum, og hrósa sér um leið af því, að Alþýðublaðið hafi verið frumkvöðull að þess- um þætti skattalöggjafarinnar, — einkum þegar þess er gætt, að Alþýðuflokkurinn hefir veitt samþykki sitt til þess að fram- lengja á Alþingi alla tolla, er áður giltu. Myndi það einhvern- tíma hafa þótt meira hags- munamál fyrir alþýðu manna að fá afnumda tolla af einhverj- um nauðsynjavörum en hlífa við beinum sköttum þeim, sem góðar tekjur hafa. í sambandi við skrif sín um skattamálin, hefir Alþýðublaðið ekki getað stillt sig um að minn- ast á útsvarsálagninguna í Reykjavík sérstaklega og slett- ir því til Framsóknarmanna, að þeir hafi veitt Kveldúlfi sérstak- ar ívilnanir í útsvarsgreiðslum. Kveldúlfur greiðir skatta og útsvör eftir sömu reglum sem önnur útgerðarfélög í Reykja- vík, og útgerðarfélög í Reykja- vík greiða hærri útsvör tiltölu- lega við gróða sinn, en útgerðar- félög í Hafnarfirði, þar sem Alþýðuflokkúrinn ræður út- svarsálagningu, enda þótt al- menningur í Hafnarfirði beri svipuð útsvör og almenningur í Reykjavík. Afstaða Alþýðuflokksins 1 út- svars- og skattamálum útgerð- (Jtlilutun ellilauna og örorkubóta Svar til Ólafs Ólafssonar skólastjóra Eftir Jón Blöndal. Því miður hefir það dregizt nokkuð, að ég svaraði grein Ólafs Ólafssonar skólastjóra á Þingeyri. í sjálfu sér er ekki miklu að svara fyrir mig, því að flestum athugulum lesendum mun vera orðið ljóst, það sem ég fyrst og fremst ætlaði mér að sýna fram á með andsvari mínu, að ádeila skólastjórans á Tryggingarstofnun ríkisins var algerlega úr lausu lofti gripin. Raunverulega verður skóla- stjórinn að játa, að öll gagn- rýni hans ■ á framkvæmdum Tryggingarstofnunarinnar á lögunum byggðist á skökkum forsendum. Hann ætlar því að sýna þá göfugmennsku, að láta þetta „laust í hendi“, „ef fram- kvæmdastjórn Lífeyrissjóðs ís- lands viðurkennir ágallana og í mælir með breytingum á lög- ! unum“! Ég þakka fyrir hönd Tryggingarstofnunarinnar fyr- ir þessa skilyrðisbuhdnu náðun. Skal ég þá drepa á nokkur atriði úr síðari grein Ó. Ó.: 1. Skólastjórinn harðneitar þVí enn, að hann hafi farið með „skakkar tölur“ eða „skakka útreikninga", þrátt fyrir það, að hann hefir nú árbókina í höndum sér og getur sannfært sig um hið rétta. Hann virðist vera sama sinnis og danski þingmaðurinn, sem sagt er að hafi lýst því yfir á þingmála- fundi, að hann „neitaði stað- reyndum“. Við slika menn er vitanlega erfitt að ræða. Ólafur staðhæfir enn, að framlag Lífeyrissjóðs íslands arinnar, hefir í stuttu máli ver- ið á þá leið, að tala fjálglega um nauðsynina á því að útgerð- in fái tækifæri til þess að rétta við fjárhag sinn, safna í vara- og nýbyggingarsjóöi, en gera um leið kröfur um það, þar sem flokkurinn er í minni hluta, að útgerðin beri svo háa skatta og útsvör, að henni væri með því gert ómögulegt að rétta við úr fjárhagserfiðleikunum. Er þetta gert í því skyni að hafa aðstöðu til þess að ráðast á hina fiokk- ana á eftir fyrir hlífð við út- gerðina. Þar sem Alþýðuflokks- menn hafa hinsvegar verið í meirihluta og ráðið útsvarsá- lagninguna, hafa þeir mjög starfað eftir sömu reglum og Framsóknarmenn í þessum mál- um, og er sú stefna undir þeim kringumstæðum kölluð réttiát. „af heildarúthlutuninni“ hafi verið: Árið 1837 ...... 74,25% — 1938 ...... 53,25% — 1939 ..... 27,05% Heimild sú, segir liann, að sé tvö bréf Tryggingarstofnunar ríkisins dags. 17. ágúst 1938 og 4. sept 1940. Þau taki af öll tví- mæli. Ef hann læsi nú bréfin aftur vandlega myndi hann komast að raun um, að í fyrra bréfinu er hundraðshlutínn ekki miðað- ur við „heildarúthlutunina" heldur við úthlutun sveitarfé- laganna einna, en í seinna bréf- inu er hifhdraðshlutinn miðað- ur við heildarúthlutunina í II. flokki, þ. e. úthlutun sveitar- félaganna að viðbættu fram- lagi Lífeyrissjóðs íslands (og án þess að taka íillit til I. flokks, þar sem hlutföllin eru allt önn- ur.) Þ. e. í fyrra tilfellinu er mið- að við allt annað en í því síð- ara og þær hundraðstölur, sem Ólafur Ólafsson tilfærir eru því á engan hátt sambærilegar. Niðurstaðan hlaut því að verða „alröng“ eins og- ég komst að orði í fyrri grein minni. Ég vildi ekki vera að orðlengja um þetta atriði þá, af því ég hélt, iað skólastjórinn myndi strax sjá þetta og viðurkenna, er hann hefði fengið árbókina í hendur sér. Þær ákúrur, sem Ólafur Ólafsson beinir til mín í þessu sambandi fyrir óvand- aðan málaflutning, get ég látið mér í léttu rúmi liggja. 2. Þá vil ég minnast á „skýr- ingu“ Ólafs Ólafssonar á tillögu þing- og héraðsmálafundar V,- ísafjarðarsýslu, sem hann segir, að ég hafi misskilið. Hvað sem þeirri staðhæfingu líður, skal ég fúslega játa, að mér er „skýring“ Ólafs Ólafs- sonar með öllu óskiljanleg. Ólafur Ólafsson segir: „Á bls. 118 er skýrt frá, að gamal- menni 67 ára og eldri, bæði þau, sem til greina koma við úthlut- un og önnur séu samtals 8190. Af þeim hljóta styrk úr 2. flokki árið 1939 1541, gamalmenni yngri en 67 ára 123, og öryrkj- ar 694, alls 2358. Nú mætti gera ráð fyrir breytingunni á þá lund, að við þessa upphæð bættust þau gamalmenni, sem nú eiga heima í „ótryggðu" hreppunum, (þ. e. þeim, sem ekkert geta lagt á rnóti í lífeyrissjóðstillaginu.) Leikför tíl Norðurlands Tónlistarfélagið og Leikfélag Reykjavíkur lögðu upp í leik- för þann 6. júlí síðastliðinn til ýmsra staða norðan lands, með óperettuna Nitouche, sem hefir verió sýnd 40 sinnum hér í Reykjavík við meiri aðsókn, en dæmi eru til. í ferð þessari, sem stóð í tíu daga, var sýnt 4 sinn- um á Akureyri, tvisvar á Húsa- vík, einu sinni á Sauðárkróki og Blönduós. Flokknum var hvar- vetna tekið forkunnar vel, og aðsóknin svo gífurleg, að þrátt fyrir það, þó að verð aðgöngu- miða væri margfalt hærra en áður hafði þekkzt norðan lands, seldust þeir allir á stuttri stund, á allar sýningarnar. Á sýning- una á Húsavík, komu menn alla leið austan af Slettum, og ofan úr Mývatnssveit. Á Blöndu- óssýninguna, kom fólk vestan af Ströndum, og lengst innan úr dölum, svo að með sýning- um þessum, hefir Tónlistarfé- laginu og Leikfélag Reykja- víkur tekizt að kynna starf- semi sína að nokkru fyrir Norð- lendingum allt frá Ströndum til Langaness. Blaðið hefir náð tali af leik- stjóra óperettunnar, Haraldi Björnssyni, og lætur hann mjög vel af ferðinni, og telur hana mikla sigurför fyrir alla hlut- aðeigendur, og nýja sönnun fyrir þeim mikla áhuga, sem ríkir meðal landsmanna fyrir þessum listum. Segir hann, að Reyndist sú tala t. d. vera 2100, henni síðan deilt í framlagið kr. 38.145,02. Sjál'fsákvörðunar- tillagi hreppanna kippt burt, Fengist þá kr. 123,26 á hvert gamalmenni að meðaltali. Þeir, sem geta leyst þessa þessa krossgátu skólastjórans, ætti skilið að fá álitleg verð- laun. Ég bið menn að athuga tilvitnunina gaumgæfilega. Þeg- ar talan 2358 er hækkuð með einhverri óákveðinni tölu og deilt í 38.145,02 kr. getur út- koman ómögulega orðið 123,26 kr., heldur eitthvað lægri en 16 kr. 3. Skal ég þá víkja nokkuð að tillögu þing- og héraðsmála- fundar V.-ísafjarðarsýslu, eins og hún er án „skýringa“ Ólafs Ólafssonar. Samkvæmt Tíman- um 1. maí, er hún á þá leið,„ að gamalmennum og öryrkjum, hvar sem er á landinu og til greina eigi að koma við úthlut- un ellilauna til annars flokks, skuli veitt ellilaun úr Lífeyris- sjóði í hlutfalli við iðgjöldn á hverjum stað.“ Þar sem Ólafur Ólafsson er nú fallinn frá þeirri hugsun, að iðgjöldunum skuli verja til elli- (Framh. á 4. síSu) í raun og veru hafi aðsóknin verið of mikil, því það hafi verið gremjulegt, að geta ekki haft nema eina sýningu í hin- um mannmarga Skagafirði og Húnavatnssýslu, svo aðeins lít- ill hluti þeirra, sem vildu, gátu séð sýninguna. Telur hann, að eflaust myndi hægt að reka leikstarfsemi allan veturinn á Sauðárkróki, svo mikill og al- mennur er áhugi almennings þar fyrir leiklist. — Er það ekki mikið í ráðlzt, að fara svona för? — Jú, segir Haraldur. Það er í raun og veru stórvirki, sem ráð- izt er í, þegar svona ferðir eru farnar. í þessari för voru t. d. 55 manns. Leikendur, hljóð- færaleikarar, aðstoðarfólk o. fl. Allur kostnaður hefir marg- faldazt, svo að ferðin mun hafa kostað um 1500 kr. á dag. Þrátt fyrir hinn háa aðgangseyri (12 ; kr., 10 kr„ 6.50 og 5 kr.) urðu allir að vinna kauplaust, svo að j ferðin gæti borið sig. En var þetta ekki um leið skemmtiferð? j — Jú margir notuðu sumar- ; leyfi sitt til fararinnar, og könnuðu ókunna stigu. Á Akur- eyri skoðuðu menn gróðrar- stöðina, lystigarðinn, hina nýju, fögru Matthíasarkirkju o. s. frv. Einnig var farið fram í Eyja- fjörð. Seinni daginn á Húsavik fóru margir upp í Mývatnssveit, aðrir í Ásbyrgi, og enn aðrir voru heima og hvíldu sig. Á suðurleið var komið við á höf- uðbólinu Geitaskarði í Langa- dal. Stóð þar framreitt kaffi fyrir allan flokkinn, og veittu húsbændur af mikilli rausn. Síðasta og áttunda sýningin fór fram á Blönduósi 14. júli. Daginn eftir var svo haldið heim á leið. Var þá komið við á Þingeyrum og skoðuðu menn hina fornu kirkju og hina fögru gripi hennar. Þar voru og framreiddar hinar beztu veit- ingar. — Spilltl ekki úrkoma ferð- inni? — Nei, við fengum aðeins einn rigningardag; annars ágætis veður og mikið sólskin, svo að ferðin var hin ánægjulegasta, þó að erfið væri, og bilanir lé- legra farartækja veldu okkur óþarfa erfiðleikum. Lá við sjálft, að aflýsa yrði sýningu á Akur- eyri fyrir þá sök. Þetta mun vera stærsta og fyrirferðamesta leikför, sem far- in hefir verið hér á landi til þessa. Er gott til þess að vita, að menningarstofnanir eins og Tónlistarfélagið og Leikfélagið séu boðberar þessara lista út á meðal fólksins í dreifbýlinu. Frásögn Jóns Pálssonar sundkennara: Þréun sundíþrétt arinnar í R.Tik tgímmn Föstudaginn 25. júlí W Arangur aí skatta- steinu Framsóknar- ílokksins Það er nú talið nokkurnveg- inn vist, að álagður tekju- og eígnarskattur og stríðsgróða- skattur á þessu ári muni nema yfir 10 miljónir króna samtals. Nálgast það þvi jafnháa upp- hæð og allar skatt- og tolltekj- ur ríkissjóðs voru samanlagt fyrir stríðið. Tekju- og eignarskatturinn var i fjárlögum þessa árs áætl- aður 1,9 milj. kr. Er hann þvi sjöfalt hærri en sú áætlun. Það er ekki óviðeigandi, um leið og frá þessu er skýrt, að minnast örfáum orðum á af- stöðu Framsóknarflokksins til skattamálanna á síðasta Al- þingi og þann þátt, sem hann hefir átt í lausn þeirra. Framsóknarflokkurinn barð- ist á síðasta ári og á Alþingi fyrir afnámi skattfrelsis út- gerðarinnar og er árangur sá, «em flokkurinn hefir náð í þessari baráttu, aðalundirstaða hinna gífurlegu tekna, sem rík- issjóður verður nú aðnjótandi. Þótt Framsóknarflokkurinn berðist hart fyrir afnámi skatt- frelsis útgerðarinnar og fengi þeirri stefnu framgengt, þá hafði flokkurinn við afgreiðslu skattamálanna opin augun fyr- ir þvi, að höfuðnauðsyn bar til þess að útgerðin gæti notað tækifærið, sem nú gafst, til þess að greiða eldri töp og til þess að Ifeggja hæfilegt fjármagn til hliðar í nýbyggingar- og vara- sjóði. Framaóknarflokkurinn hikaði því ekki við að beita sér fyrir þeirri lausn á skattamálum út- gerðarinnar, sem ofan á varð, en hún er í aðalatriðum í því fólgin ,að meginhluti eða ná- lega allur sá gróði útgerðarinn- ar, sém ekki er festur í vara- sjóðum og nýbyggingarsjóðum, er tekinn til opinberra þarfa, ýmist með tekju- og stríðs- gróðaskatti eða sem útsvar. Fyrir samvinnu skattstjórans í Reykjavík, sem hefir oddaað- stöðu v í niðurjöfnunarnefnd bæjarins, og þeirra manna í Framsóknarflokknum, sem fyrst og fremst beittu sér fyrir lausn skattamálanna á Alþingi, varð einnig tryggt, að útsvarsálagn- ing á útgerðina í Reykjavík var hagað í samræmi við þessa meginstefnu Framsóknarflokks- ins í skattamálum útgerðarinn- ar. Svipað má í raun og veru aegja um útsvarsálagningu I Hafnarfirði, að því er útgerðina snertir, enda þótt Framsóknar- menn ættu þar engan hlut að. Er sú álagning í meginatriðum i samræmi við það, sem gert var í Reykjaýík, en þó skemmra gengið í álagningu á togara. Hefir Alþýðuflokkurinn meiri- hlúta í niðurjöfnunarnefnd Hafnarfj arðar, en töldu sig þó í öðru orðinu hafa viljað ganga lengra í útsvarsálagningu á út- gerðina í Reykjavík en gert var. Hér verður ekki unnt að gefa upplýsingar um það, hversu mikla fjárhæð útgerðin greiðir samtals i skatta og útsvar af gróða sínum síðastliðið ár, en upphæðin skiptir mörgum milj- ónum, og má það því augljóst vera hverjum manni, hve þýð- ingarmikill árangur hefir náðst vegna baráttu Framsóknar- Ilokksins fyrir afnámi skatt- frelsis útgerðarinnar. Það er eftirtektarvert að bera saman þá skatta og þau útsvör, sem menn verða að greiða af stríðsgróða sínum nú, fyrst og fremst fyrir ötula forgöngu Framsóknarflokksins við það, sem átti sér stað í síðustu styrj- öld, þegar englnn tekjuskattur var greiddur af stríðsgróðan- um. Blandast engum hugur um það, að þessi árangur í skatta- málunum náðist fyrst og fremst vegna þess, hve skattalöggjöf sú, er sett var á árunum 1934— 1938 gekk langt í réttlætisátt, og hefir sú löggjöf því orðið — Hjá hverjum lærðir þú fyrst að synda? — Ég lærði fyrst bringusund og baksund hjá föður mínum,' en síðar lærði ég hraðsundin hjá Erlingi. Ég man ennþá glöggt, hvað mér þótti skrið- sundið einkennilegt, fyrst þegar ég sá það, en síðar skildi ég að það var ekki eins flókið og ó- skiljanlegt og ég hugði það vera í fyrstu. — Hvað verstu gamall, þegar þú syntir fyrst kappsund? — Ég tók fyrst þátt í nýárs- sundinu, þegar ég var 13 ára gamall. Bjarni Jónsson frá Vogi var þar nærstaddur og sagði þá þessa setningu: „Þetta er mikill sigur fyrir alla stráka“. — Hve gamall byrjaðir þú að kenna? — Ég hóf kennslu sem fast- ráðinn sundkennari 18 ára gamall, en hafði þá kennt fé- lögum mínum að synda áður. — Var sundið í miklum blóma, þegar þið bræður hófuð starf ykkar, sem sundkennarar hér við laugarnar? — Það var orðið mjög al- mennt. Það breiddist út frá laugunum um nágrenni þeirra, en ungmennafélögin og starfs- menn þeirra vöktu áhugann fyrir því úti um sveitirnar. Eins og fyrr er sagt, dofnaði mikið yfir sundinu á stríðsárunum og var sú deyfð enganveginn horf- in, þegar við Óli byrjuðum að starfa hér. En þrátt fyrir það þótt almennur áhugi væri ekki eins mikill og æskilegt hefði verið, þá voru samt nokkrir ungir menn hér í bænum, sem vildu allt gera til þess að sundið næði sér að fullu, borið saman við það, sem var fyrir styrjöld- ina. Við höfðum því forgöngu um það, þrír saman, að stofna sundfélag hér í bænum, er við kölluðum Gáinn. Þessir menn voru, ásamt mér, þeir Kormák- ur Ásgeirsson og Eiríkur Magn- ússon bókbindari. Þetta félag endurnærði sundið að miklu leyti. Kappsundin, sem áður höfðu lagst niður um hríð, voru nú endurvakin. Á þessum árum synti Erlingur bróðir minn nýárssundið átta sinnum, og raunverulega var það hann, sem hélt því uppi um langt tímabil. Nú var farið að heyja kappsundin úti í Örfirisey. Gamli sundskálinn, sem U. M. F. í. hafði látið reisa í Skerja- firði, en varð að leggja niður vegna grútarbræðslu, sem reist var við hliðina á honum, var nú endurreistur í Örfirisey, og bætti það aðstöðuna að miklum mun. Meðal annars var ilú í fyrsta sinn unnt að keppa við föst sundmörk, er áður voru öll á lausum, fljótandi flekum. Þeir Guðmundur Kr. Guð- mundsson og Erlingur bróðir minn höfðu forustuna um það, ásamt Benedikt Waage, að sundskálinn var reistur í eynni, og gerðu þeir sundmálunum í bænum mikinn greiða með þeirri framtakssemi sinni. Sök- um þess hve sundlaugin var lít- il var ekki unnt að heyja neina keppni þar og var þess vegna yfirleitt keppt í sjónum í mörg ár eftir að kappsundin hófust. En síðar var keppt á Álafossi, eftir að laugin kom þar. Við það að fá sundskálann í Örfir- isey bættist aðstaðan með kappsundin mikið, enda færðist nú líf og fjör í þau með hverju árinu sem leið. — Uxu ekki vinsældir sunds- ins mikið hjá almenningi við kappsundin? — Jú, kappsundin hafa alltaf verið það, sem mest hefir aukið vinsældir sundsins. Nú var far- ið að keppa í sundi á allsherj- •armóti íslands. Jafngilti það meistaramótinu nú. Þátttaka sundmanna var ágæt og árang- ur oft góður. En þegar hér er komið sögu, urðu nokkur tíma- mót. Nokkur hinna stærri í- þróttafélaga hér í bænum, sem áður fyr höfðu sýnt sund- inu, vægast sagt, mjög lítinn skilning, veittu því nú verulega athygli, að sundið gat orðið þeim að miklu liði á allsherjar- mótinu, því að það félag, sem hlaut flest stig samanlagt, bar sigur af hólmi. Og þá henti það óhapp, að í staðinn fyrir að stofna sundflokka innan sinna vébanda, fóru þessi félög að á- sælast þá sundmenn, sem skör- uðu fram úr í „Gáni“ Þetta hafði tvenns konar óhamingju í för með sér. í fyrsta lagi eyðilögðu þau Gáinn með þessu fram- ! ferði og í öðru lagi var þetta til þess, að sundmennirnir slitnuðu úr tengslum við sína fyrri samherja, misstu hinn sterka áhuga, sem ætíð var á- hrifaríkasta aflið í Gáni og urðu þar af leiðandi til harla lítils stuðnings fyrir félögin og sundíþróttina í heild. Á næstu allsherjarmótum eftir að þessi tíðindi höfðu gerzt, var sundið svo aumt, að hin mesta hneisa var að. Mér hraus hugur við því, í hverja eymd sundið var að komast og strengdi þess heit, að vinna að því að það hlyti þann sess, er því réttilega bæri meðal íþróttanna. Ég fékk nú tíu unga og áhugasama menn í félag við mig og stofnuðum við í samein- ingu sundfélagið Ægi hinn 1. maí 1927. Árið 1927 var að mörgu leyti viðburðarríkt fyrir sundíþrótt- ina. Þá var sundfélagið Ægir stofnað, eins og fyrr er sagt, og sunddeildir í Glímufélaginu Ár- manni og Knattspyrnufélagi Reykjavíkur um líkt leyti. Það ár fórum við þrír sundmenn á vegum K. F. U. M. til Kaup- mannahafnar, en þar var þá háð heimsmót á vegum þess félags- skapar. Þeir, sem fóru voru ásamt mér, þeir Björgvin Magn- ússon og Ingólfur Guðmundsson. Ennfremur synti Erlingur bróð- ir minn úr Drangey þá um sum- arið. Þegar sundflokkarnir tóku til starfa, var komið á reglulegum sundæfingum fyrir meðlim- ina. Enda sást nú fljótlega á- rangur af þeim ráðstöfunum. í Ægi var aðal áherzlan lögð á það frá fyrstu tíð, að æfa hvern sundmann vel, en minna lagt upp úr því að félagið væri ákajflega fjölmennt. Éélagið eignaðist því marga góða sund- menn, sem urðu til þess að hleypa nýju fjöri í sundið. Nú var farið að leggja mikla rækt við það, að fegra sundstílinn, en allar aðstæður til þess voru ákaflega erfiðar. Æfingar urðu að fara fram á sama tíma og laugin var full af baðgestum, því að það reyndist ekki unnt að fá neina sértíma fyrir fé- lögin. Við Ólafur, bróðir minn, urðum að gera allt I senn: að gæta laugarinnar, geyma muni fólksins, svo sem veski, vasaúr og margt fleira, sem það hafði meðferðis, og þar að auki að kenna baðgestunum og æfa fé- lagana. Við Ólafur, bróðir minn, höfðum sama og engin tækifæri til þess að kynna okkur þróun sundsins erlendis, nema þá með aðstoð bóka. Að vísu brauzt .Óli með ærnum erfiðleikum og án allrar aðstóðar til Þýskalands árið 1929. Þar dvaldi hann um þirggja mánaða tíma og hafði mjög gott af því. Á þessum ár- um breyttist sundstíllinn mjög

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.