Tíminn - 19.08.1941, Síða 1

Tíminn - 19.08.1941, Síða 1
} RITSTJÓRI: | ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ; j FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: j | JÓNAS JÓNSSON. ; ÚTGEFANDI: ' í FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. Símar 3948 og 3720. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. 25. ár. Reykjavík, þriðjudagiim 19. ágúst 1941 84. blað Merkílegasta heimsóknin, sem ísland heSir Íengtð Ludvíg Kaaber Það eru nú mörg ár síðan, að hingað til lands kom ungur danskur maður til að gerast hér landnemi og vinna af alhug að víðreisn íslendinga. Þetta var ungur og efnalitill verzlunar- maður að nafni Ludvig Kaa- ber. Hann vann hér um stund, sem aðstoðarmaður við verzl- un, en þegar síminn var lagður til útlanda, nokkru eftir alda- mótin, fluttist heildsöluverzlun íslendinga smátt og smátt inn í landið. Þá mynduðu Ólafur Johnson og Ludvig Kaaber heildsölufirma það, sem enn ber nafn þeirra. Þessir tveir ungu heildsalar voru ötulir, og áreiðanlegir í viðskiptum, og leituðu margir til þeirra um innkaup og sölu. Á fáum árum varð þetta firma stærst og um- svifamest af kaupmannaheild- sölum á íslandi og mun halda þeirri aðstöðu þann dag í dag. Á stríðsárunum frá 1914— 1918 var mikið gróðatimabil fyrir íslenzka kaupmenn, og ekki sízt fyrir heildsalana. í lok stríðsins var Kaaber orðinn stórefnaður maður á íslenzk- an mælikvarða. En Kaaber virðist ekki hafa haft nema takmarkaða löngun til að safna auði. Hann hafði of mörg andleg áhugamál til að geta eingöngu stefnt að auð- söfnun. Hann bar að vísu full- an ræktarhug til ættlands síns, Danmerkur. En hann leit á sig sem landnema á íslandi, og lifði samkvæmt því. Hann lærði íslenzku allvel, og tók ein- dregið í streng með þeim fs- lendingum, sem vildu gera þjóð- ina frjálsa í stjórnarfarsmál- efnum. Trúmál og dulspeki höfðu þó sterkust áhrif á huga hans. Hann sinnti andlegum málum allan síðara hluta æfi sinnar miklu meira en títt er hér á landi um menn, sem vinna að fjárhagsmálum. Kaa- ber var árum saman einn af helztu máttarstoðum guðspeki- félagsins, og mun hafa átt mikinn þátt í að fullkomna kirkju þess safnaðar í Reykja- vík. Árið 1916 setti Framsóknar- flokkurinn það á stefnuskrá sina, að gera Landsbankann að (Framh. á 4. síöu) Síðastl. laugardag fengu íslendingar eftirrainni- lega heimsókn. Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, ásamt æðstu yfir- mönnum landhers, flughers 5 og flota, kom þá til Reykja- jvíkur, átti viðræðu við rík- ; isstjóra og ríkisstjórn, á- ! varpaði almenning frá svöl- lum Alþingishússins og var : síðan viðstaddúr hersýn- j ingu. i Heimsókn hans kom mjög á | óvart. Síðastliðinn fimmtudag, 114. ágúst, hafði Hermanni Jón- ; assyni, forsætisráðherra, að vísu verið tilkynnt venjulega boðleið, að Churchill myndi j koma til íslands, en þess var jafnframt óskað, að ríkisstjórn- in héldu þessu algerlega leyndu. Jafnframt var forsætisráðherra íslands skýrt frá því, að Churc- hill óskaði eftir að heilsa upp á og tala við ríkisstjóra og ríkis- stjórn. Ríkisstjóri ætlaði úr bænum snemma á laugardag, en frestaði för sinni, ásamt sumum ráðherrunum, sem einn- I ig ætluðu úr bænum. Stefán ÍJóh. Stefánsson, félagsmálaráð- !herra, kom til bæjarins fyrr en ráð hafði verið fyrir gert. Vegna þess hve Winston Churchill hafði hér stutta við- dvöl, — í tilkynningunni til Hermanns Jónassonar stóð, að hann gengi á land kl. 10,30, og óskaði að heilsa uppá ríkis- stjórnina kl. 10,50, en færi til að vera viðstaddur heræfingar kl. 11,30, — var afráðið, að móttakan færi fram í einu lagi í alþingishúsinu, og var þar mættur ríkisstjóri og ríkisstjórn. Komu Winston Churchill Frá hersýningunni: Á pallinum sjást talið frá vinstri: Freemann varayjir- foringi brezka flughersins, John Dill formaöur brezica herforingja.ráðsins, Franklin D. Roosevelt, Churchill og Pound flotaforingi. seinkaði nokkuð. Tundurspillir- inn, sem flutti hann, lagðist ekki að Grófarbryggju fyrr en um kl. 11. Daginn áður hafði veriö tilkynnt, að mikil hersýn- ing yrði haldin næsta morgun og yrði Suðurlandsbraut lokuð frá kl. 10—13. Jafnframt var tilkynnt að búast mætti við nýstárlegum atburði við höfn- ina um tíuleytið. Mikill mann- fjöldi var þar þvi samankom- inn,er Churchill steig á land, og var hann ákaft hylltur. Á bryggjunni tóku á móti honum Howard Smith, sendiherraBreta, Curtis, hershöfðingi, yflrmaður Cliurchill. Mynd þessi var tekin á hersýningunni. setuliðsins, ásamt fylgdarliði sinu. Fór sendiherra síðan með Churchiil á fund ríkisstjóra og ríkisstjórnar í Alþingishúsinu. Eftir að Churchill hafði rætt við ríkisstjóra og ráðherrana nokkra stund, kom hann fram á svalir Alþingishússins, ásamt ríkisstjóra og forsætisráðherra, Hermanni Jónassyni. Ávarpaði Hermann Jónasson mannfjöld- ann, sem þar hafði safnazt saman, kynnti Churchill og skýrði frá því, að hann myndi tala nokkur orð. Churchill tók siðan til máls og talaði blaðlaust. Honum ligg- ur ekki hátt rómur, en röddin er skýr og ákveðin. Efni ræðu hans var á þessa leið: Það er mér gleðiefni, að hafa fengið tækifæri til að heimsækja ísland og þá þjóð, sem lengi hefir unnað frelsi og lýðræði og átt hefir mikinn þátt í því að halda uppi merki lýðræðisins í heiminum. Við Bretar og síðar Banda- ríkjamenn, höfmn tekið að okk- ur að bægja ófriðnum frá ís- landi. Ykkur mun ljóst, að ef við hefðum ekki komið hingað, hefðu aðrir orðið til þess. Við munum gera okkar bezta ti! þess að dvöl okkar hér valdi sem minnstum erfiðleikum fyr- ir ykkur. En landið er, eins og sakir standa, mikilvæg stöð í baráttunni um vemd þjóðrétt- inda. Við munum sjá um, ásamt Bandaríkjamönnum, að ísland fái fullt frelsi, þegar þeirri við- ureign, sem nú er háð, Iýkur. Það er takmark okkar, að menn- ingarfortíð ykkar megi tengj- ast framtíðarmenning ykkar sem frjálsrar þjóðar. Ég óska ykkur öllum góðs gengis á þessum erfiðleikatím- um og vona, að hagsæld og hamingja falli ykkur í skaut um alla framtíð. Þegar Churchill kom fram á svalir þinghússins kváðu við árnaðaróp mannfjöldans. Þegar hann hafði lokið máli sínu, dundi við lófaklapp, sem linnti ekki meðan hann var úti á svöluiimm. Churchill ók síðan með fylgd- arliði sínu til hinnar fyrirhug- uðu hersýningar, sem var hald- in á Elliðaárvegi. Allan morg- unin höfðu hersveitir verið að skipa sér þar niður og náðu her- mannaraðirnar yfir um tvo km. af veginum. Churchill og fylgdarlið hans (Framh. á 4. síðu) Samníxigtirmn um iisk- söluna tíl Bretlands Viðtal víð Jón Arnason iramkv.stj. og Eysteín Jónsson viðskíptamáiaráðherra Alllmiklar umræður hafa orðið í blöðum og manna á meðal um fisksölusamning- inn, er íslenzka ríkisstjórn- in gerði nýlega við brezka matvælaráðuneytið. Hefir Tíminn því talið rétt að fá umsögn tveggja manna, sem hafa tekið þátt í samninga- gerðinni, þeirra Jóns Árna- sonar, framkvæmdastjóra, sem á sæti í brezk-íslenzku viðskiptanefndinni, og Ey- steins Jónssonar, viðskipta- málaráðherra. Eins og áður hefir verið skýrt frá, önn- uðust íslenzku fulltrúarnir í brezk-íslenzku viðskipta- nefndinni um samning- inn við fulltrúa brezka mat- vælaráðuneytisins. Jóni Árnasyni sagðist þannig frá: — Höfuðástæðan til þess að samið var um sölu fiskfram- leiðslunnar, eins og gert var, var siglingastöðvunin, sem or- sakaðist af árásum þýzkra kaf- báta á íslenzk skip í vetur. Þá komu fram háværar kröfur hjá almenningi um það, að Bretum bæri að sækja hingað fiskinn. Mun ríkisstjórnin því hafa gert þá fyrirspurn til brezku stjórn- arinnar, hvort að hún myndi sjálf vilja annast flutninga á fiski héðan, en eins og kunn- ugt er hefir meginhluti fisk- framleiðslunar verið seldur til Bretlands síðan styrjöldin hófst. Afleiðing þessarar málaleitunar var sú, að brezka matvælaráðu- neytið sendi hingað samninga- nefnd í síðastliðnum aprílmán- uði með tilboð um kaup á allri fiskframleiðslunni til jafn- lengdar næsta ár. Bauðst brezka stjórnin til að kaupa fiskinn hér á landi og annast sjálf flutninginn til Bretlands, enda höfðu íslenzku fiski- skipin þá lagt niður siglingar i bili og alger óvissa var um hve- nær skipin byrjuðu aftur að sigla með fisk til Bretlands. Samningarnir um fisksöluna hafa staðið yfir frá því í lok aprílmánaðar og þangað til samningurinn var undirritaður 5. þ. m. Eitt af grundvallaratriðum samningsins var það, að Bretar önnuðust sjálfir flutninginn. Var þetta að vissu leyti í sam- ræmi við óskir manna hér á landi, en þó sætti þetta mjög harðri mótspyrnu af hálfu ís- lenzku samningamannanna. Brezka samninganefndin féllst þó á það, að íslenzk fiskiskip mættu sigla til Bretlands með eigin afla og selja hann með sama hætti og áður, en neituðu algerlega að heimila íslenzkum fisktökuskipum að kaupa hér fisk og sigla með hann til Bret- lands. Brezku samningamenn- irnir færðu fram mörg rök fyrir því, að brezka stjórnin vildi sjálf annast flutninginn, m. a. vekti það fyrir henni, að ná betri tökum á dreifingu og verð- lagi á innfluttum fiski og hygð- ist hún að geta fengið betri að- stöðu til þess, ef hún annað- ist allan innflutninginn sjálf. Þá var og önnur meginástæða. íslenzku fiskflutninga- og fiski- skipin höfðu lagt niður sigling- ar og enginn gat fullyrt um, hvenær þau byrjuðu að sigla til Bretlands á ný og þótt þau byrjuðu á því, hvort ekki kæmi þá aftur ný siglingastöðvun til sögunnar. Umboðsmenn ensku stjórnarinnar töldu sig því ekki geta treyst á íslenzku skipin til fiskflutninga og Bretar yrðu þess vegna að gera ráðstafanir til að annast flutningana sjálfir. Þótt ekki verði á móti því borið, að það er að verulegu leyti fyrir óskir okkar sjálfra, að Bretar annast fiskflutning- ana, þá lá það þó strax í aug- um uppi, að erfitt myndi að fá skuldbindingar af hálfu Breta um að taka nýjan fisk í veiði- stöðvum víðsvegar um landið, þar sem fyrir lágu upplýsingar um að þeir myndu aðallega nota venjuleg flutningaskip til fiskflutninganna. Þessi stóru skip geta ekki fengið fullfermi, nema á tiltölulega fáum stöð- um, Vestmannaeyjum, Faxa- flóa, ísafirði og Eyjafirði. Að vísu buðust þeir til að leigja smáskip af íslendingum, ef þeir óskuðu þess, en ekki virtist unnt að ná samningi um leigu, er gæti talizt viðunandi fyrir eigendur skipanna. Af framan- greindu var augljóst, að stórir landshlutar myndu algerlega verða útundan um sölu á nýjum fiski til útflutnings. Það getur vel verið, að það geti tálizt harðir kostir, að ís- lenzkir útgerðarmenn skuli ekki hafa leyfi til þess að kaupa fisk hvar sem er á landinu og láta skip sín sigla til Bretlands, (Framh. á 4. síðu) Frá hersýningunni: Fyrstu amerisku liersveitirnar með lúðrasveit i fylk- ingarbroddi, ganga framhjá Churchill. Á víðavangi SAMNINGARNIR VIÐ BRETA. Tíminn varaði mjög við sigl- ingastöðvuninni í vetur. Af frásögn Jóns Árnasonar á öðr- um stað í blaðinu má vel marka, að hún hefir haft ó- heppileg áhrif á fisksamning- inn. Annars virðist það flestra dómur, sem líta á málin með nokkurri sanngirni, að fisk- sölusamningurinn er mjög sæmilegur, ef litið er á hann einan út af fyrir sig. Ef út- gerðinni á ekki að geta vegnað vel með því verði, sem nú er á fiskinum, þarf vissulega ekki að búast við góðri afkomu eftir styrjöldina. Það getur verið háskasamlegt fyrir okkur, að láta okkur dreyma of mikið um, að það ástand, sem gerði Kveld- úlfi kleift að greiða skuldir sín- ar á einu ári og vel það, verði langvarandi. — En fisksölu- samningurinn er ekki nema einn þátturinn í viðskiptunum við Breta og heildardómurinn um þau fer vitanlega eftir því, hvaða niðurstaða fæst í öörum ágreiningsmálum. Að þessu er vikið í frásögn viðskiptamála- ráðherra á öðrum stað í blað- inu og hefir líka verið gert nokkrum sinnum áður i blað- inu. Enn sem komið er, höfum við ekki ástæðu til að óttast, að Bretar verði okkur þar and- stæðir, heldur verðum við að gera ráð fyrir, að hér sé venju- legu brezku seinlæti til að dreifa, en það getur líka verið nógu hvimleitt, er svo ber und- ir. En fari svo, að kröfur okkar verði ekki teknar til greina, hlýtur það að breyta verulega viðhorfi okkar til samskipta við Breta. Fýluför. Ritstjórar Mbl. hafa undan- farið verið að basla við það að stimpla ritstjóra Tímans ó- sannindamann. Hér í blaðinu var nýlega sagt, að það væri haft eftir íhaldsþingmanni, að síldarútvegsnefnd hefði haldið matjessíldareinkasölunni á- fram, ef Thor Thors hefði ver- ið skipaður umboðsmaður hennar vestra. Ritstjórar Mbl. birtu þessa frásögn og sögðu, að ritstjóri Tímans væri ósann- indamaður, ef hann gæti ekki tilgreint ihaldsþingmanninn. Þeim var þá bent á, að heim- ildina væxú að finna í grein eft- ir Finn Jónsson í Alþbl. 25. júlí síðastl. Ritstjórar Mbl. segja nú að enga slíka heimild sé að finna í þessari grein. En þar segir: Þessi tillaga (þ. e. um einkasölu á Ameríkusíld) fékk atkvæffi fulltrúa Sjálfstæffis- flokksins í nefndinni, Jóh. Jós- efssonar, þó meff því skilyrffi, aff affalræffismanni íslands, Thor Thors, yrffi falin umsjá meff umboðinu. Taldi Jóhann, aff á þann hátt myndi nefndin fá einkasölu á síldinni“. Með því að neita því að þessa heimild væri að finna í grein Finns, hafa ritstjórar Mbl. gert sig sjálfa að ósannindamönnum. Má því telja þetta frumhlaup þeirra meiriháttar fýluför, þar sem þeir hafa haft upp úr því þá nafngift, sem þeir höfðu ætl- að öðrum. STRANDGÓSS. Jónas Þorbergsson heldur að ekki geti neitt rekið frá skipum, nema þau farist. Honum til fróðleiksauka skal skýrt frá því, að í sjógangi tekur stundum út ýmiskonar rusl og skran, sem er ofanþilja og þarf það þó engan veginn að vera, að skipið sé í hættu statt. Þvert á móti er það oft til þrifa, þegar slíku rusli skolar út. Sérstök athygli skal vakinn á auglýsingu frá síldarverk- smiffjum ríkisins um verff á síldarmjöli til fóffurbætis. Aug- lýsingin birtist á 4. síffu í blað- inu í dag.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.