Skóli og heimili - 15.01.1932, Blaðsíða 1

Skóli og heimili - 15.01.1932, Blaðsíða 1
I l.ár Janúar u 1932 ; l.tölubl. InnKangsorð. Uppfræðsla og uppeldi barna á vera sameiginlegt áhugamál heimilí og kennara.Til pess að hægt sé að vinna að því með góðum árangri ,£>arf samvinnu milli heimila og skóla. ( Þessi samvinna hefur verið minni en skyldi hér eins og ví'ða annarstaðar, og liggja til pess ýmsar opsakir. Þar,sem þeSsum málum er komið í gott horf,er ýmsum ráðum beitt,og eru pessi hin helztu: 1. Kennarai’ heimáeek.ja heimilin. 2. Foreldrar heimsækja skólana og ' •' sitja í kennslustundum. 3. Haldnir eru foreldrafundir og mál- in rædd þar af foreldrum og kennur -um. Misjafnlega vill þetta gefast og Þykir sitt að hverju.Heimsóknir kenn -ara á heimilin eru mjög tímafrekar og oft stendur illa á fyrir foreldr- um að taka á móti kennara,Þögar harni hefur tíma til að koma. Heimsóknir foreldra í skólana Þyk,ja trufla kennslu og ekki gefa árangur, er samsvari fyrirhöfn. Foreldrafundir geta verið mjög góðir,en til Þ©ss að halda ~þá,þarf fyrst og fremst hentugt húsrúm,og víða hefur reynslan orðið sú,að þ&lv einir sækja Þá,sem bezt fylgjast með og helzt skilja starfið,en til Þeirra næst sízt,sem helzt fyrftu að fá betri skilning á málunum. Nú hefur okkur hugkvæmst Það ráð að gefa út f jölritað blað,er- náð gæti tíl allr . '—•'-rsem saman eiga að vinna að bes-sum málum hér á Tsafirði. Það verðu.: méð bprnun- um á heimiljj_trþegar pað kemur út. Utgáfan k aðallega vinnu,og hana leggja kennararnir til. Þetta er Því ekki í mikið ráðist og ætti ekki að Þnrfa áð valda neinu brauki eða bramli,en verði Því vel tekið af heimilunum,sem við vonum fastlega,Þá ætti Það að geta gert *gagn og orðið mjór mikils vísir að góðu samstarfi milli heimila og skóla hér. Blaðinu 'er ekki ætlað að koma út nema einu sinni í mánuði fyrst um sinn.úskum við heldur,að Það geti færst í aukana,Þegar frá líður,en áð Það Þurfi aó draga saman seglin. Fyrst um sinn munu kennarar nota rúm blaösins til Þess að gera nokkra grein fyrir sínum skilningi á Því,hvað beri að leggja áherzlu á og hvað beri áð varast,Þegar fyrst er farið að kenna börnum.Því næst verður gerð grein fyr- ir starfi skólans og tilgangi,og Þeg- ar fram í sækir,ætti að vera hægt að taka bæði: fyrirspurnir og greinar frá foreldr'um.

x

Skóli og heimili

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skóli og heimili
https://timarit.is/publication/1464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.