Morgunblaðið - 27.08.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1971, Blaðsíða 1
32 SlÐUR Dollari lækkar pund hækkar London og París, 26. ágúst. — AP-NTB —_ VERÐ á bandarískuni dollurnm lækkaði enn í dag á peninga- mörkuðiini í Evrópu, en mikil eftirspurn var eftir brezkum steriingspundum. Hækkaði verð pundsins lítiliega vegna eftir- spurnarinnar. Ein ástæðan fyrir hækkun pundsins er sú að Englandsbanki heldur áfram að taka 6% vexti af útlánum, og háir vextir bank- ans þykja benda til þess að þang að streymi dollarar, sem skipta þarf í pund. 1 dag fengust 40,45 brezk pence fyrir hvern dollara á peningamörkuðunum í London. I gær var verðið 40,67 og 13. ágúst var verðið 41,33 pence. Er hér því um 2,1% verðlækkun dollarans að ræða miðað við 13. ágúst. Viðskiptahalli 4 mánuði 1 röð Nýstjórn í Grikklandi: — í fyrsta skipti í sögu USA Papadopoulos ef lir valdaaðstöðu sína Aþenu, 26. ágúst. NTB-AP. • f dag kom til vaida ný ríkis- stjórn í Grikklandi undir áfram- haldandi forystu George Papa- dopoulos, forsætisráðherra. • Eru breytingar frá fyrri stjórn þær helztar, að í nýju stjórninni Ræddu ekki Berlín Berlín, 26. ágúst. — AP-NTB RÁÐUNEYTISST.IÓRAR utan- ríkisráðuneyta Vestur-Þýzka- lands og Austur-Þýzkalands, Egon Bahr og Miehael Kohl, héldu í dag fyrsta fund slnn eft- ir að fulltrúar fjórveldanna náðu samkomulagi um Berlinarmálið. Fundurinn, sem fram fór í Aust- ur-Berlín, stóð í 514 klst. en Berlínarmálið ræddu þeir alls ekkl. Bahr sagði við fréttamenn eft- ir fundinn, að þeir mundu ekki hefja neinar samningaviðræður um Berlín fyrr en stjórnir fjór- veldanna hefðu opinberlega sam- þykkt samkomulagsuppkastið Framhald á bls. 19. taka sæti sjö nýir ráðherrar og tíu nýir aðstoðarráðherrar og margir þeirra eru úr röðum menntamanna og tæknifræðinga. • Tveir nánustu samstarfsmenn Papadopoulos frá valdatökunni 1967 hafa verið sviptir ráðuneyt- um sínum og skipaðir vara- forsætisráðherrar báðir tveir. • Þykir Papadopoulos hafa styrkt mjög valdastöðu sína með þessari stjórnarbreytingu og telja sumir, að hann muni nota aukin völd sín til að gera stefnu stjórnarinnar frjálslyndari — en aðrir eru þeirrar skoðunar að ný- skipan stjórnarinnar boði engar eða litlar breytingar. Papadopoulos, sem er 52 ára að aldri, hefur sjálfur með hönd- um utanríkis- og varnarmál, auk embættis forsætisráðherra og ennfremur tók hann í eigin hend ur nýtt ráðuneyti, sem fjallar um stefnumörkun stjórnarinnar. Stylianos Pattakos, sem hefur haft lykilaðstöðu i stjónninni, inn anríkisráðherraembættið, og ver- ið mjög va'ldamikill sem S'líkur, lætur nú af því embætti og verð- ur fyrsti vara-forsætisráðherra. Er sagt, að hann fái það hlut- verk sérstaklega, að skipuleggja heildarstefnu stjómarinnar. Nikolas Makaiezos, sem hefur haft með höndum ráðuneyti, er annast samræmingu í efnahags málum, lætur af því starfi og verður annar varaforsætisráð- Fi amhald á bls. 19. Spassky um Fischer: Spassky Fischer „Sigurinn yfir Larsen kom mér mjög á óvart“ VANCOUVER 26. ágúst, AP. Heimsineistarinn í skák, Bor- is Spassky, sein tekur nm þessar mundir þátt í ráð- stefnu Alþjóðaskáksanibaiids- ins og meistaramóti Kanada í skák, hefnr látið svo nm mælt í viðtali við AP, að hinn mikli signr Bandarikjamanns- ins Bobby Fischers yfir Bent Larsen á dögunnm — er hann sigraði með sex vinningnm gegn engum — liefði komið sér mjög á óvart. Hins vegar liefði liann eklá nndrazt svo mjög, að liann skyldi bera signrorð af Taimanov, sem liann vann einnig 6:0. Aðspurður uim það, hvort hann teldi, að þeir Fiseher mundu heyja einvígi um he imsm eis t a r ati t i linn, sagði hann, að svo mundi vafalaust verða, ef Fisdher stæðist keppnina við Tigran Petrosj- an, sem væntanlega yrðd haldin í næsfa mámuði. Sú keppni yrði sikapgerð Fischer mesta þrekraun — Petrosjan væri erfiður viðureignar, hann héldi andstæðingum sinum í skefjum, þar til hann væri reiðuibúinn tii sóknar og mundi Fischer fá mörg vandamáil við að gliima í bar- áttunni við hann. Spassky kvaðst miundu byrja þjáMun fyrir heims- meistarakeppnina í næsta mámuði, en vildi ekkert segja um það, hvernig þeirri þjáM- Framhald á bls. 19. Washington, 26, ágúst. AP-NTB. VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR Banda- ríkjanna við útlönd var óhag- stæður í júlí um 304.1 milljón dollara. Hefur viðskiptajöfnuður inn þá verið óhagstæður fjóra mánuði í röð, og er það eins- dæmi í sögu Bandaríkjanna. Sam tais nemur viðskiptahallinn þessa fjóra mánuði 676.4 milljónum dollara. Harold C. Passer aðstoðarvið- skiptamálaráðherra sagði í dag að þessi viðskiptahalli sýndi ljós- lega nauðsyn þeirra efnahagsað- gerða, sem ákveðnar voru 1 Bandaríkjunum 15. þessa mánað- ar. Benti hann á að miklar breyt- ingar hefðu orðið frá því á sama tirna í fyrra, en í júlí 1970 var viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um tvo milljarða doilara. Mauriee Stans viðskiptamálaráð herra sagði að ekki væri á þessu stigi unnt að segja fyrir um hver yrðu áhrif efnahagsaðgerða Nix* ons forseta, en svo gæti farið að heildarviðskiptajöfnuður yfir standandi árs yrði óhagstæður. Hefur það ekki gerzt síðan árið 1893. Sumarmynd úr Hallargarðinum við Tjörnina, áður en hann gerði norðanliálið. (Ljósm. Kr. Ben.). \ ' V < C <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.