Morgunblaðið - 27.08.1971, Side 4

Morgunblaðið - 27.08.1971, Side 4
 4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1971 ® 22*0*22* I RAUÐARÁRSTÍG 3lJ wnim BILALEIGA HVERFISGÖTU103 «W Smdiferttófreið-VW 5 manna-VWnefnvtp VW 9 manna - Larwifovðr 7manna IITTfl BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL Tf 21190 21188 BÍLALEIGA Keflavík, simi 92-2210 Reykjavik — Lúkasþjónustan Suðurlandsbraut 10, s. 83330. LEIGUFLUG FLUGKENNSLA FLUGSTÖÐIN HF Simar 11422. 26422. Bilaleigan • „En Guð veit hvar ég stend“ Bjöm Halldórsson, letur- grafari, hefir gefið Velvakanda eftirfarandi upplýsingar vegna fyrirspurnar, sem barst þættin- um fyrir skömmu um það, hvaðan þessar Ijóðlínur myndu vera: „Ég þykist standa á grænni grein, en Guð veit hvar ég stend.“ Björn sagði: „Faðir minn, Halldór Sigurðsson, úrsmiður, sagði mér, að eitt sinn hefði Árni Gíslason, leturgrafari, ver- ið við skál og það svo, að börn bílaleigan AKBIIA VT car rental service r8-23-áT 8endum gerðu hróp að honum og eltu hann út á Austurvöll, þar sem hann nam staðar við stakketið (grindverkið) og hallaði sér upp að þvi. Faðir minn sagði mér, að þá hefði Ámi kveðið þrjár vísur, sem ég því miður lærði ekki allar, en þykist muna eina. Varla má þó treysta henni alveg, því að áratugir eru síðan ég heyrði hana, og ég hef aldrei séð hana skráða. Börnin höfðu hrópað að Árna „þarna er hann“. En visan, sem ég man, hljóðar svo: Nú svífur að mér svími og sveifla tekur mér, og hulinn hættutími á harmaveg mig ber. Ódýrari en aárir! Shodh UICAIt AUÐBREKKU 44-46. SiMI 42600. Fiskiskip TH sölu nýlegur 30 lesta frambyggður stálbátur með 235 hestafla vél, búinn góðum fiskileitartaekjum og radar. Bátnum fylgir rækjutroll, 2 fisktroll, rafmagnsfærarúllur, línuspil og kraftblökk. Höfum einnig til sölu góða 170 lesta og 63 lesta báta. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavík. Sími 1263 — 2376. STÓR- Kjó/aefni Tilbúinn fatnaður fyrir konur, karla og börn Ótrúlegn lúgt veið Austursfrœti 9 En bömin, bljúg í lund, benda á, hvar ég stend. Ég þykist standa á grænni grund, en Guð veit, hvar ég stend. Hinar tvær vísurnar kann ég því miður ekki.“ Þannig sagðist Birni Hall- dórssyni frá. Hann hefur lært „á grænni grund“, en fyrir- spyrjandi „á grænni grein“, og virðist útgáfa Bjöms réttari, a.m.k. rímar hún. Velvakanda rámar í að hafa séð þetta ein- hvers staðar nýlega, en man ekki hvar. ★ — Björn M. Halldórsson, let- urgrafari, lézt i fyrradag. § „Prússakeisari“ Ámi Sigurðsson skrifar ím.a.): „Á sunnudaginn las ég í bréfi, sem prentað var í dálk- um þínum, setningu, sem höfð var eftir „Prússakeisara". Svo á þriðjudagskvöldið, þegar ég var að hlusta og horfa á „Nönu“ í sjónvarpinu, eru Parisarbúar látnir vera að tala um „Prússakeisara". Þetta finnst mér einkenni- legt, því að það hefur aldrei verið til neinn Prússakeisari (hvað sem síðar kann að verða). f Prússlandi ríkti konungur, ekki keisari. Hins vegar var konungur Prússlands jafn- framt gerður að keisara Þýzka- lands i Versölum 18. janúar 1871. Titill hans var því Þýzka- landskeisari (og Prússlands- konungur). Orðið Prússakeisari hefur áreiðanlega aldrei heyrzt eða sézt fyrr en á Islandi í ágúst 1971, og útilokað er, að Zola hafi notað slíkt heiti í sögu sinni af Nönu. 0 „Gjarnan“ er ekki sama og „oft“ En fyrst ég er farinn að skrifa, má minnast á fleira. I blöðunum er komin upp undar- leg árátta; að nota orðið „gjarnan" fyrir orðið „oft“. Tökum til dsémis sethiingu i ný- útkomnu blaði: „Mér finnst, að ungt fólk, sem gjaman hefur ekki lífeyrisréttindi, hyggi of stórt fyrir fjárhaginn." Maður- inn á áreiðanlega ekki við það, að ungt fólk vilji gjarnan véra laust við lífeyrissjóðsréttindi, heldur hitt, að oft skorti það þau. „Gjarnan" eða „gjarna" er skylt sögninni „að gimast“, en merkingarafbökun „geme“ á dönsku virðist eiga greiða leið inn I islenzku blöðin. 0 „Skorðaður af“ „Hlaðið máthelluhúsið upp,“ segir í auglýsingu. Þama er „upp“ algerlega ofaukið. Sama er að segja um setning- una: „Austur-þýzka stjómin fékk leyfi sovézku hemaðaryf- irvaldanna í Berlín til þess að hlaða múrinn upp.“ Þá hættir blaðamönnum við þvi að sleppa orðum úr setn- ingum, svo að þær verða hvorki fugl né fiskur. Dæmi, tekið af handahófi: „Þórarmn mun raunar vaskur vel, enda lagt talsverða stund á íþróttir.“ Þama vantar „hefur hann“ á eftir „enda“. Setniiigin er brot- in eða lömuð, skilin eftir hálf- mynduð, þótt hún skiljist. Þetta eru slakleg vinnubrögð manna, sem hafa atvinnu af skriftum. Þá var fyrirsögn svona i einu dagblaðanna: „Valt og skorðað- ist af niðri i skurði." Þama er „af“ ofaukið. 1 þessari frétt er talað um „afleggjara“, en þetta er auðvitað óþarft orð- skrípi.“ — Aðfinnslubréf Árna er lengra, en hér verður staðar numið að sinni. Tilboð óskast í OLDSMOBIL 185 2ja dyra einkabil, 8 cyl., sjálfskiptan með power-stýri og bremsum. Árgerð 1966. Til sýnis að Háaleitisbraut 24 um helgina. Nánari upplýsingar í sima 26600 og 30587. TIL ALLRA ATTA NEW YORK Aila daga O REYKJAVfK OSLÓ Mánudaga Miðvikudaga Laugandaga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miövikudaga Laugardaga LOFTLEIDIfí SKÚLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937) ytorBurbraut H1 yiafnarfirði SÍMi 52001 EFTIR LOKUN 50046

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.