Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 274. tbl. 69. árg. I»RIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ustinov harð- orður í garð Bandaríkjanna Hambelton játar stórfelldar njósnir í þágu Sovétmanna: * ^ Stödugir bardagar Irana og Iraka Ekkert lát er á bardögum á milli írana og íraka. íranir hafa þverneitað að semja um frið í deilu ríkjanna. A myndinni hér að ofan má sjá óeinkennisklædda íranska hermenn með nýlega riffla og vélbyssur, sem sýndar voru á hersýningu sem efnt var til til að minnast þriggja ára valdaafmælis Ayatollah Kuhollah Khomeinis. óþekktar áætlanir Bandaríkja- manna í hermálum. Þá sakaði Ustinov Bandaríkjaforseta um að reyna að skapa vantraust í garð Sovétmanna. Ustinov endurtók þau ummæli Yuri F. Andropov, hins nýja leið- toga Sovétmanna, að Sovétmenn væru reiðubúnir til viðræðna um samkomulag i vígbúnaðarkapp- hlaupinu á grundvelli, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Enginn skyldi búast við einhliða afvopnun af hálfu Sovétmanna. Reagan Bandaríkjaforseti, sem kom heim úr vel heppnaðri för sinni til Suður-Ameríku á laug- ardag, boðaði mjög á óvart í dag 76 þingmenn Bandaríkjaþings, á sinn fund í Hvíta húsinu til að kanna hug þeirra til varnarmála- áætlunar sinnar, sem tekin verður til fyrstu umræðu í þinginu á morgun. Ræddi forsetinn við þing- mennina á þremur aðskildum fundum. Moskvu og Washington, 6. desember. AP. DIMITRI F. USTINOV, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, hafnaði í dag alfarið „valkosti núll“, sem Reagan Bandaríkjaforseti hefur lagt fram og hótaði uppsetningu Kússa á langdrægum kjarnorkuflaugum, sem svar við MX-flaugum Bandaríkjamanna. „Ætli Bandaríkjastjórn sér að hunsa alla skynsemi og vilja þjóð- arinnar um frið með því að koma fyrir MX-flaugum munum við hefja uppsetningu sambærilegra flauga, ICMB,“ sagði Ustinov m.a. í ræðu sinni. í langri ræðu sinni í dag sakaði Ustinov Reagan um að slá ryki í augu almennings í ræðu, sem hann flutti 22. nóvember sl., til þess að afla sér fylgis við áður Argentína: Þjóðlífið lam- að í sólarhring Uuenos Aires, 6. desember. AP. Sólarhringsverkfall með þátttöku um 90% meðlima þriggja stærstu verkalýðsfélaganna í Argentínu lam- aði allt þjóðlíf þar í landi í dag. Iðn- fyrirtæki, verslanir og opinberar skrifstofur stöðvuðust og allir flutn- ingar á landi. Flugfélög stöðvuðust þó ekki, né heldur bankar, en bankamenn komust fæstir til vinnu og varð því lítið úr þjónustu. Verkfallinu var beint gegn stjórnvöldum og þá sér í lagi efna- hagstillögum hennar, sem fallið hafa í grýttan jarðveg hjá al- menningi. Þá hefur andstaða al- mennings við herforingjastjórn- ina farið mjög vaxandi eftir ósig- urinn fyrir Bretum í deilunni um yfirráð yfir Falklandseyjum. Leiðtogar verkalýðsfélaganna segja kaupmátt í landinu hafa rýrnað um 50% frá árinu 1976. Þá er atvinnuleysi það mesta í land- inu í 50 ár. Leyniskjölin skiptu hundr- uðum eða jafnvel þúsundum Lundúnum, 6. desetober. AP. KANADÍSKI PRÓFESSORINN Hugh Hambelton játaði í dag fyrir rétti að hafa njósnað fyrir Sovét- menn og afhent þeim mikilvæg lcyniskjöl frá NATO undir þrýst- ingi frá KGB eins og hann segir sjálfur. Hambelton hafði áður neit- að öllum sakargiftum, en sagðist hafa leikið tveimur skjöldum. Hambelton hafði áður skýrt frá því fyrir réttinum, að hann hefði einungis „matað“ KGB á leyniskjölum, sem höfðu verið yfirfarin og þeim breytt til að rugla sovésku leyniþjónustuna í ríminu. Hambeltoir viðurkenndi í réttinum í dag, að hann hefði sjálfur komist í þessi skjöl og valið þau sjálfur eftir mikilvægi. Fram kom í réttarhöidunum í Kanadíski prófessorinn Hugh Hambelton. dag, að skjölin sem hann afhenti KGB voru ekki einungis 80 eins og talið hafði verið í fyrstunni, heldur skiptu þau hundruðum ef ekki þúsundum. Sagðist Hamb- elton hafa afhent KGB „tvo þriðju hluta þúsunda leyniskjala sem hann hefði ljósmyndað", á leynifundum, sem hann átti með útsendurum sovésku leyniþjón- ustunnar. Saksóknari breska ríkisins, Sir Michael Havers, spurði Hambelton í þaula í Old Bailey- réttarsalnum í allan dag, stað- ráðinn í að knýja fram játningu. Með kænskulegum spurningum sínum tókst honum að gera Hambelton tvísaga og þar með var múrinn brostinn. Játningin fylgdi skömmu á eftir. Rannsóknarnefnd fjöldamorðanna: Haddad saklaus, en ráða- menn Israela varaðir við ráðherra ísraela, og aðra hátt- setta ráðamenn í landinu við því, að mannorð þeirra kunni að bíða hnekki við niðurstöðu nefndarinn- ar. Hefur nefndin sagst munu kalla ráðamennina fyrir á ný ef þörf krefji. Um er að ræða níu háttsetta embættismenn Ísraelsríkis. Hefur þeim verið gefinn frestur til mið- vikudags til þess að tilkynna hvernig þeir hyggist verja sig fyrir þeim ásökunum, sem þeim kunna að verða á brýn bornar. Hefur rannsóknarnefndin gefið í skyn, að sumir ráðamannanna kunni að verða sekir fundnir um vanrækslu í starfi, sem leiddi til fjöldamorðanna í flóttamanna- búðunum. Enn hefur ekki komið endanlega í ljós hversu margir voru myrtir. Palestínumenn segja tölu látinna vera um 3.000, en Israelar og ýms- ar aðrar heimildir segja 7-800 manns hafi verið líflátnir. Amin Gemayel, forseti Líbanon, fór í dag fram á það á fundi, sem hann átti með Morris Draper, full- trúa Bandaríkjaforseta í Mið- Austurlöndum, að Bandaríkja- menn fjölguðu í friðargæsluliði sínu og legðu Líbönum um leið lið við að koma öllu erlendu herliði úr landinu sem fyrst. Draper flaug síðla í dag áleiðis til Washington þar sem hann mun gefa Reagan skýrslu um stöðuna í Mið-Austurlöndum og leggja beiðni Gemayels fyrir forsetann. Jerúsalem og Beirút, 6. nóvember. AP. Kannsóknarncfndin, sem skipuð var til að rannsaka fjöldamorðin á Palestínumönnunum í flótta- mannabúðunum fyrir utan Beirút, hefur sagt Haddad majór, yfirmanni herliðs kristinna hægrimanna í Líb- anon, að hann þurfi ekki að bera vitni á nýjan leik. Með þessu hefur I nefndin óbeint lýst Haddad saklaus- an. ; Á hinn bóginn hefur nefndin | varað Menachem Begin, forsætis-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.