Morgunblaðið - 07.12.1982, Side 5

Morgunblaðið - 07.12.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 5 HLJOMBÆR Z2X-S7Z «mahp .<• ■ ---SMilimi Ii; i; 11•■' HLJOM'HEIMIIIS'SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SIMI 25999 -17244 Jón Óskar Ný ljóðabók eftir Jón Óskar BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út nýja kvæðabók eftir Jón Óskar. Heitir hún Næturferð og er sjötta ljóðabók skáldsins, en hin- ar fyrri eru: Skrifað í vindinn (1953), Nóttin á herðum okkar (1958), Ljóða- þýðingar úr frönsku (1963), Söngur i næsta húsi (1966) og Þú sem hlustar (1973). Á kápu bókarinnar segir svo um efni hennar: „Jón Óskar nefnir þessa nýju kvæðabók sína Næturferð, en undirfyrirsögn hennar er Ljóð um frelsi. Fyrsti kafli heitir Náttfara- bálkur og fjallar um þræl og ambátt Garðars Svavarssonar er verða fyrstu landnemarnir en ekki þykir hlýða að skipi öndvigi í þjóðarsög- unni þegar til kemur. Annar kafli heitir Frelsi og haf og hefur að geyma Ijóðmyndir skáldsins frá uppvaxtar- árum þess á Akranesi. Þriðji kafli heitir Horft í skuggsjá og gerist í höf- uðstaðnum fyrr og nú. Fjórði kafli heitir Eins og tíminn í dag og greintr frá hinni raunverulegu næturferð sem fellir bókina í ramma, bílferð á næturþeli norður í land þar sem minningar og nútími fléttast. Undir- alda allra Ijóðanna er svo frelsisþrá- in, eðlislæg og ásækin leit að óbrotnu og óháðu lífi.“ Næturferð er 120 blaðsíður að stærð. Bókin er sett, prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarð- ar. fflNKHSfó IV<---- "FUÓTLEGRST VÆRl NflTíuR- LEGR RD TtUR tW 6RRR UPP 5EM HÆKKRR EKKI" Tölvuvæðing or- sök mistakanna - segir Björn Hermannsson, tollstjóri um orsakir þess að krafa frá embættinu í þrotabú barst of seint EMBÆTTI tollstjóra sendi kröfu fyrir vangoldinn söluskatt að upphæð liðlega 1 milljón krónur í þrotabú fyrirtækisins T.H. Garðarsson of seint, þannig að hún var ekki tekin til greina, svo sem fram hefur komið í Mbl. Frestur til þess að lýsa kröfum í þrotabúið rann út 11. október síðastliðinn, en krafa tollstjóra barst 14. október. „Orsök þessara mistaka er sú, að unnið var að tölvuvæðingu hjá embættinu. Verið var að breyta úr handunninni færslu í vélunna. Sú ákvörðun var tekin að tvífæra ekki, heldur bíða þar til breytingin væri afstaðin — þar til búið væri að taka upp tölvuskráningu. Við gerðum okkur grein fyrir því, að vandamál gætu skapast á meðan breytingin ætti sér stað," sagði Björn Hermannsson, tollstjóri, í samtali við Mbl. „Mér vitanlega hafa svona mis- tök ekki hent áður. Hins vegar hefur það gerst oft áður, að kröfur hafa ekki borist tímanlega í þrota- bú vegna þess að álagning barst of seint.“ — Hvernig má það vera, að vangoldinn söluskattur fyrir lið- lega milljón safnast upp án þess að nokkuð sé að gert? „Algengt er að álagning berist eftir á — jafnvel fyrir liðin ár og er þá um að ræða mistök framtelj- enda, ef nota má það orð. Hvað T.H. Garðarsson snertir, þá virð- ist sem fyrirtækið hafi ekki gefið upp alla veltu og því er skuldin jafn há og raun ber vitni, en einn- ig er hluti gömul skuld. Við reiknum ekki út álagningu — það gera skattayfirvöld. Við innheimtum eftir að álagning hef- ur verið reiknuð út. Ríkissjóður hefur engar tryggingar fyrir sölu- skattsskuldum og því alveg ófyr- irséð hvort nokkurn tíma hefði tekist að innheimta þessa skuld,“ sagði Björn Hermannsson. Þór Magnússon, þjóðminjavörður: Ekki raunhæft að byggja yfir rúst- ir í Herjólfsdal • Plötuspilarinn er meö fullkomnum „Linear track“-tónarmi, sem spilar plöt- una beggja megin. Þannig er komiö í veg fyrir aö hljómplatan og nálin veröi fyrir hnjaski og ending þeirra veröur mun lengri. • Plötuspilarinn stendur upp á rönd, þannig aö óhreinindi setjast síöur á hljómplötuna, og tækiö tekur minna pláss en ella. • Kassettutækiö er gert fyrir metalspól- ur, og aö sjálfsögöu hefur þaö Dolby- kerfi og sjálfvirkan lagaleitara. UMRÆÐUR hafa verið um það í Vestmannaeyjum, að í stað þess Islandsráðherra í tugthúsi — eftir Jón Sigurösson BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út ritið fslandsráðherrann í tugthúsið eftir Jón Sigurðsson skólastjóra í Bifröst, en þar er rakin sagan af Peter Adler Alberti (1851—1932) en einkum sá hluti hennar er snýr að íslandi og íslend- ingum. I frétt frá útgefanda segir m.a.: „Haustið 1908, tveim dögum áður en íslendingar gengu til kosninga um „uppkastið" fræga, urðu tíðindin um örlög Albertis fyrrum íslandsráð- herra að stórkostlegri kosninga- sprengju hér á landi. Þá barst hingað sú frétt að Albert hefði gefið sig fram við lögregluna í Kaup- mannahöfn fyrir fjársvik og skjala- fals, en í hans hlut hafði fallið að veita íslendingum heimastjórn 1904 og hann haft úrslitaáhrif á með hvaða hætti það gerðist og hver valdist til forustu úr hópi islenskra sjórnmálamanna þegar Hannes Haf- stein varð ráðherra." íslandsráðherrann í tugthúsið er 119 blaðsiður að stærð og bókin er unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. að hylja uppgröftinn í Herjólfsdal beri að varðveita þessar minjar. Það er Guðlaugur Gíslason, fyrrverandi alþingismaður, sem vill að svo verði gert, en bæjarráð hafði samþykkt að hylja staðinn nú er rannsókn er lokið. Morgunblaðið ræddi þetta mál við Þór Magnússon, þjóð- minjavörð, og sagði hann að stundum væri tyrft í gólf og veggir hlaðnir upp þannig að- markaði fyrir þeim. Slík vinnu- brögð væru ekki óalgeng er- lendis og hér væri dæmi um slíkt frá Hrafnseyri. Hins veg- ar sagði hann að ekki væri raunhæft að ætla sér að byggja yfir rústirnar og gera hús manngeng. Erlendis yrðu menn yfirleitt að sætta sig við að slíkar fornminjar yrðu að víkja fyrir nýjum byggingum, vegum eða öðrum slíkum framkvæmd- um. Útvarpiö er meö FM, AM og LW mót- takara. Síöast en ekki síst er magnarinn kröft- ugur (2x25 rms wött) og ásamt tveim- ur 50 watta nýtískulegum hátölurum tryggir hann öruggan og góöan hljóm- flutning. Fram aö jólum getur þú tryggt þér þessa einstöku samstæöu meö aöeins 3.000 kr. í útborgun og rest til 6 mán- aöa. Verö kr. 17.220 Stgr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.