Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 17 ðsaunginn Halldór Laxness erintendentar mótmælenda jafnan neitað að vígja presta til únítarasafnaða og telja únítarisma til trúvillu að því mér skilst. Hafa hér verið háðar lángdregnar blaðadeilur og prentaðar bækur til að útflæma þessa menn. Þó skil ég ekki hvað því veldur að únítarar skuli hafa geingið fyrir lúters- menn að biðja þá að vígja sig, einsog oft hefur gerst hér á landi. Af únítörum kyntist ég persónulega slíkum ágætis-' mönnum sem Jakobi Krist- inssyni og seinna varð guð- spekíngur, Ragnari Kvaran, Rögnvaldi Péturssyni og Þorgeiri Jónssyni. Sonu Matthíasar þrjá þekti ég alla og voru miklir vildis- menn. Mér var forvitni á að frétta af þeim um andlegt samband sem faðir þeirra hafði átt við únítara áratug- um saman. Magnús Matthí- asson var mér best heimild um það. Mætti mér segja að af þessum samskiftum Matthíasar við forgángs- menn únítarisma hafi ekki verið dregnar ályktanir sem tilefni gefur; þarámeðal lífsskoðun þjóðskáldsins um lángt skeið. Ýmsir guðvísir „frjálslyndir" íslendíngar hygg ég hafi verið efins um að „sólkerfi himnanna", sem áður var á vikið, þyrftu lofs við í þjóðsaung, og horfið á það ráð að fara aftur að raula Eldgömlu ísafold þrátt fyrir það sem í því kvæði stendur um „Hafnar- gufu“ og heimska menn hlæandi í Kaupmannahöfn. Eftir að Eldgamla ísafold var dæmd úr leik fórum við að reyna „ísland ögrum skorið", eða jafnvel „Oft finst oss vort land einsog helgrindahjarn". En það var ekki heldur nógu gott. Stundum þarf ekki til nema einfalt stef, og það bregður ljósi yfir stórbrotnar sýnir helgra manna, til dæmis: Faðir andanna, frelsi land- anna. Þegar danakonúngur var kvaddur hér skilnaðar- kveðju 1944, sjálfur þó ekki viðstaddur, var enn haldin þjóðhátíð á Þíngvöllum, og hafði ég nokkru áður haft þann heiður að fá birta í blaði veika tilraun til að koma íslendíngum í skilning um hvað þjóðsaungur væri (Sjálfsagðir hlutir, II. útg. 1962, bls. 163: „Nú vantar þjóðsaunginn"). Landar vildu hafa einhvern ofvöxt í hlutunum einsog fyrri dag- inn, og fyrir bragðið sátu þeir uppi með Ó Guð vors lands, sem er ekki íslenskur þjóðsaungur í eðli sínu, heldur einsog fyr segir únít- arískur lofsaungur um sköpunarverkið. í Árnastofnun í gær, þar sem aöstandendur útgáfunnar og ýmsir þeir er unniö hafa aö verkinu, voru samankomnir í tilefni útgáfu Helgastaöabókar. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Leifur Þorsteinsson Ijósmyndari, Guömundur Benediktsson prentsmiðjustjóri, Sigurður Líndal prófessor, dr. Bjarni Einarsson, Jón Samsonarson mag. art., Sigurgeir Steingrímsson cand. mag., dr. Selma Jónsdóttir, Hlöðver Oddsson prentari, Kristján Aðalsteinsson framkvæmdastjóri, dr. Jónas Kristjánsson, Guðni Kolbeinsson BA, Hilmar Einarsson bókbindari, Sverrir Kristinsson útgefandi, Þorkell Árnason framkvæmdastjóri, og dr. Ólafur Halldórsson. Ljósprentun handrita í réttum litum haldið áfram: Helgastaðabók komin út — hefur að geyma sölu Nikulásar erkibiskups, fyrirmyndar jólasveinsins í GÆR, 6. desember, sem Nikulásmessu ber upp á í ár, kom út Helgastaðabók, annað bindi í ritröðinni íslensk miðaldahandrit, ljósprentunum handrita í rétt- um litum, sem gefin er út af Lögbergi, bókaforlagi Sverris Kristinssonar, í samvinnu við Stofnun Áma Magnússonar á íslandi. Helgastaðabók er handrit frá síð- ari hluta 14. aldar, sem hefur að geyma sögu Nikulásar erkibiskups, eins vinsælasta dýrlings kaþólsku kirkjunnar, en hann er talinn hafa verið uppi á fyrri hluta 4. aldar, og er fyrirmynd Sánkti Kláusar-jóla- sveinsins. Þessi Nikulássaga var sett saman af Bergi ábóta Sokkasyni á Munka- þverá, einum fremsta rithöfundi ís- lenskum á fyrri hluta 14. aldar. Um Berg Sokkason er fátt vitað; hann er skipaður príór á Þverá 1322 og kjörinn þar ábóti 1325 og bendir það til þess að hann sé þá ekki yngri en 25 ára og ætti hann því að vera fæddur ekki síðar en aldamótaárið 1300. Helgastaðabók er einn mesti kjörgripur meðal íslenskra hand- rita heilagra manna sagna — og tvímælalaust sá mesti að því er lýs- ingar (myndskreytingar) varðar. í upphafi bókarinnar eru þrjár heilar síður myndskreyttar, en auk þess eru í upphafsstöfum kafla 15 mynd- ir er sýna atburði sem frá er sagt í textanum. Allar þessar myndir eru í fögrum litum, vel varðveittum. Áður fyrri hafa lýsingar bókarinn- ar verið skreyttar blaðgulli, einkum bakgrunnur myndanna, en einnig klæði og hár persónanna, sem á myndunum eru. Þetta handrit Nikulássögu var frá upphafi og öld fram af öld eign Helgastaðakirkju í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, en árið 1682 keypti Jón Eggertsson frá Ökrum í Skagafirði handritið fyrir Svía og gaf fyrir þrjá ríkisdali. Komst handritið þá í eigu Sænsku forn- fræðistofnunarinnar og á nú heima í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi. Nokkur undanfarin ár hefur hand- ritið verið að iáni hjá Stofnun Árna Magnússonar á Islandi vegna fyrir- hugaðrar textaútgáfu Nikulássagna á vegum stofnunarinnar, sem Sverrir Tómasson sér um, en áður hafa Nikulássögur verið prentaðar í Heilagra manna sögum, sem norski fræðimaðurinn C.R. Unger gaf út 1877. Ljósprenti handritsins fylgja þrjár ritgerðir, sem birtar eru bæði á íslensku og ensku; ennfremur nokkrir valdir kaflar úr Nikulás- sögu Bergs Sokkasonar færðir til nútímastafsetningar. Fyrstu rit- gerðina skrifar Sverrir Tómasson cand. mag. og gerir hann þar í upp- hafi almenna grein fyrir helgi- sagnaritun og aðferðum þeirra manna sem við hana fengust. Þá rekur hann þá vitneskju sem tiltæk er um ævi Nikulásar og dýrkun hans í Evrópu og á íslandi á mið- öldum, en hér á landi við lok mið- alda hefur, svo vitað sé, 41 kirkja, 4 bænahús og hálfkirkjur verið vígð Nikulási, í 12 kirkjum var hann verndardýrlingur og þar að auki voru tvö ölturu helguð honum. Alls eru þetta 59 staðir og af dýrlingum kaþólsku kirkjunnar hérlendis hafa aðeins María guðsmóðir, Pétur postuli og Ólafur helgi verið vin- sælli en Nikulás. Stefán Karlsson mag. art. rekur í sinni ritgerð þær heimildir sem til- tækar eru um uppruna og feril Helgastaðabókar. Selma Jónsdóttir dr. phil. skrifar um lýsingar Helgastaðabókar og ber þær saman við skylda myndlist í öðrum handritalýsingum íslensk- um og myndefni þriggja refilsaum- aðra altarisklæða, sem öll hafa ver- ið eign þingeyskra kirkna eins og Nikulássaga. Getur Selma þess, að hugsanlegt sé að séra Steinmóður ríki Þorsteinsson, sem uppi var á 14. öld og var m.a. prestur að Grenjaðarstað í Aðaldal, hafi kost- að lýsingu Helgastaðabókar og jafnvel ráðið einhverju um hve ríkulega hún var lýst. Aðalritstjóri ritraðarinnar ís- lensk miðaldahandrit er dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofn- unar Árna Magnússonar, en út- gáfustjórn þessa bindis skipuðu: Bjarni Einarsson dr. phil., Jón Samsonarson mag. art., Kristján Eldjárn dr. phil., Ólafur Halldórs- son dr. phil. og Sigurður Líndal prófessor. Umsjón með verkinu og hönnun umbrots önnuðust Guðni Kolbeinsson B.A. og Sigurgeir Steingrímsson cand. mag. Ólafur Pálmason mag. art. var einnig til ráðuneytis við útgáfuna. Leifur Þorsteinsson, Myndiðn, annaðist ljósmyndun handritsins, litgreining var unnin hjá Prent- myndastofunni hf., en litprentun sem og önnur prentvinna ásamt umbroti var unnin af starfs- mönnum Kassagerðar Reykjavíkur. Formálar voru settir hjá Prent- stofu G. Benediktssonar. Ráðunaut- ur um bókband og ytra útlit var Hilmar Einarsson. Einn af ritstjórum bókarinnar, Kristján Eldjárn dr. phil., lést áður en verkinu var að fullu lokið. Hann var fæddur 6. desember árið 1916 og hefði því orðið 66 ára í gær. Útgáfa Helgastaðabókar er helguð minn- ingu hans. andi verðbólgu samfara erfiðleik- um hjá atvinnulífinu eins og gerzt hafði, þegar fyrri vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar sat að völd- um 1971-74. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen Það fellur ekki að þeirri mál- venju, sem skapast hefur, að kalla þá ríkisstjórn, sem í eiga sæti þrír ráðherrar úr hópi sjálfstæð- ismanna og varaformaður Sjálf- stæðisflokksins myndar með Al- þýðubandalagi og Framsóknar- flokki vinstri stjórn. Þær ríkis- stjórnir, sem hingað til hafa verið nefndar vinstri stjórnir hafa held- ur ekki haft á að skipa ráðherrum úr hópi sjálfstæðismanna. Með myndun núverandi ríkis- stjórnar hefur í þessu, eins og svo mörgu öðru, verið farið að með allt öðrum hætti en menn höfðu átt að venjast. Burtséð frá því, að grundvall- arreglur lýðræðisskipulagsins eru þverbrotnar í samtökum sjálf- stæðismanna, stendur varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, ásamt nokkrum þingmönnum flokksins, að því að mynda með Alþýðubandalaginu og Framsókn- arflokknum ríkisstjórn, sem hefur ómengaða vinstri stefnu. Meira að segja var kommúnistum fengið neitunarvald í öryggis- og utan- ríkismálefnum, sem þeim hafði aldrei áður tekist að tryggja sér í ríkisstjórnum með vinstri flokk- unum. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki aðeins haldið þeirri vinstri stefnu í efnahags- og fjármálum, sem boðuð var í september 1978 af ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, held- ur gengið sýnu lengra í: — aukinni skattheimtu, — auknum ríkisumsvifum, — auknum erlendum lántökum. Aldrei hefur verið um jafn mik- inn fjármagnsflutning á milli að- ila í þjóðfélaginu að ræða eins og núverandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir. Það hefur leitt til rangrar verðmyndunar og óraunhæfs rekstrargrundvallar atvinnuveg- anna. Vísitöluútreikningar hafa fjarri lagi sýnt hinar raunveru- legu kostnaðarhækkanir, sem átt hafa sér stað. Vísitölufeluleikur hefur verið uppáhaldsiðja ríkis- stjórnarinnar og nánast það eina sem hún hefur aðhafst. Þetta hefur leitt til þess, að verðbólgan lamar nú allt atvinnu- lífið meira en nokkru sinni fyrr. Grundvöllur atvinnuveganna er brostinn og afkomu þeirra stefnt í hættu. Það hefur í för með sér versnandi lífskjör fólksins, ef ekki atvinnuleysi. Loforð og efndir Það voru vissulega fögur fyrir- heit, sem sett voru á blað og gefin af ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sen í upphafi stjórnartímabilsins. Halli þjóðarskútunnar skyldi rétt- ur. Verðbólguvandinn tekinn föst- um tökum. Þjóðinni tilkynnt, að í lok ársins 1982 yrði verðbólgan orðin svipuð og í nágrannalöndum okkar. „Rikisstjórnin mun berjast gegn verðbólgunni með aðhaldsað- gerðum er varða verðlag, gengi, pen- ingamál, fjárfestingu og ríkisfjár- mál.“ — Þannig var það orðað í stjórnarsáttmálanum. Árið 1982 er senn á enda og al- þingiskosningar í sjónmáli. Er óeðlilegt að menn spyrji um störf og árangur ríkisstjórnarinnar? Sá mælikvarði, sem er talinn gefa réttasta mynd af þróun efna- hagsmála á hverjum tíma, er framfærsluvísitalan. Hinn 1. des- ember hækkar framfærsluvísital- an um 17% en það þýðir að verð- bólguhraðinn nálgast nú óðum 90—100%. Þreföldun framfærsluvísitölu Ef nánar er skoðað, hver þróun framfærsluvísitölunnar hefur ver- ið í tíð núverandi ríkisstjórnar kemur í ljós, að framfærsluvísitalan hefur rúmlega þrefaldast frá því í febrúar 1980 þar til nú í desember 1982. Þegar þessar staðreyndir eru bornar saman við fyrirheit ríkis- stjórnarinnar kemur í ljós, svo ekki verður um villst, að ríkis- stjórninni hefur gjörsamlega mis- tekist að ná fram þeim markmið- um í efnahags- og peningamálum, sem hún setti á blað við upphaf starfsferils síns. Þetta er ofur skýranlegt. Öll ráð stjórnarinnar hafa verið ráð stjórnar, sem hefur vinstri stefnu í efnahags- og atvinnumálum og því hefur farið svo sem alþjóð er nú ljóst og hér hefur verið á bent. Við öðru var ekki að búast. Vinstri stefna hefur verið leiðar- Ijós núverandi ríkisstjórnar og hún því hlotið réttnefnið vinstri stjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.