Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 Öfgamennirnir pyntadir? Kairó, 6. desember. Al*. DÓMSTÓLL hefur ákveöiö að rann- saka ákærur 300 fanga um að þeir hafi verið pyntaðir af fangavöröum meðan á gæsluvarðhaldi þeirra hef- ur staöið. Málið er eitt hið stærsta og at- hyglisverðastá sem upp hefur komið í Egyptalandi, en fangarnir eru allir félagar í öfgasamtökum sem hafa það á stefnuskrá sinni að kollvarpa lýðræðinu í Egyptalandi og koma á ógnarstjórn með íran og Khomeini að Ieiðarljósi. Allir fanganna að þremur undanskild- Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! um eiga dauðadóma yfirvofandi og réttarhöld standa einnig yfir 20 öðrum sem yfirvöld hafa enn ekki náð að góma. Samtök þessi heita A1 Jihad, en það útleggst „Heilög barátta". Réttarhöldin standa yfir og eru þau hin umfangsmestu í sögu Egyptalands, en föngunum hefur verið komið fyrir í 12 stórum búr- um í miðjum réttarsalnum sem er öllum opinn. Margir sakborn- inganna verða auk þess sakaðir um morð, morðtilræði, vopnað rán svo eitthvað sé nefnt. Ekki hafa réttarhöldin gengið snurðulaust þar sem fangarnir hafa til þessa verið ófáanlegir til að þegja og söngla stanslaust slag- orð á borð við: „Guð einn getur sakfellt, hann mun refsa ykkur öllum." Árekstrar öfgamanna og egypsku stjórnarinnar eru ekki ný bóla í Egyptalandi, til dæmis magnaðist allt slíkt síðustu mán- uðina fyrir morðið á Anwar Sadat. Fremur lítið hefur farið fyrir öfgahópunum eftir að Mubarak settist í forsetastólinn. Þess má geta, að auk hinna 300 sakborn- inga sem hér um ræðir, sitja aðrir 1.500 á bak við lás og slá. Marty Feldman látinn ENSKI leikarinn góðkunni, Marty Feldman, lést af eðlilegum orsökum fyrir fáum dögum, hann var 49 ára gamall. Andlátið bar að þar sem Feld- man var að vinna að kvikmynd- inni Yellow Bird sem leikstýrð er af Dino De Laurentiis. Feldman var kunnastur fyrir þátt sinn í gamanmyndum þeim sem hann Íék í og í all mörg ár hefur hann verið einhver vinsælasti gaman- leikari Breta. Frægastur var hann fyrir sérkennileg augu sín sem hann ranghvolfdi með fádæma fimi og tilþrifum. Augun útveguðu Feldman mörg hlutverkin, til dæmis hinn smávaxna og óheyri- lega ljóta aðstoðarmann Frank- ensteins í mynd Mel Brooks, „Frankenstein Yngri“. Fleira mætti telja og margar af myndum Feldmans hafa verið sýndar hér- lendis við góðar undirtektir. Sprengdu jólakort sendiherrans! Osló, 6. desember. Frá Jan Krik Lauré, fréttaritara Mbl. í Noregi. Sprengjusérfræðingar norska hersins sprengdu um helgina í loft upp jólakortabirgðir ísra- elska sendiráðsins í Osló. Þann- ig var mál með vexti, að sendi- ráðið pantaði jólakort og dag nokkurn nokkru síðar barst dul- arfullur pakki til sendiráðsins og kannaðist enginn við hvað verið gæti á ferðinni. Þá var komið að þætti norsku lögreglunnar og rann- sakaði hún pakkann með málmleitartækjum og fleiri tólum. Málmleitin bar árang- ur, kvarðarnir tifuðu ótt og títt og var öllum starfsmönnum sendiráðsins ásamt öllum íbúum nærliggjandi hverfa smalað burt meðan beðið var eftir sprengjusérfræðingum hersins. Þeir voru fljótir að koma sprengiefni fyrir utan á pakkanum og eftir að hafa komið honum fyrir á afviknum stað var þrýst á hnappinn. Sprenging kvað þá við, en held- ur urðu menn kindarlegir er fleiri hundruð jólakort svifu um allt og þekktu menn þá strax innihald pakkans. Ástæðan fyrir því að málmleitartækin létu ófriðlega var sú að á kortunum voru englamyndir, en á vængi þeirra var stráð áldufti. Veður víöa um heim Akureyri +1 skýjaó Amsterdam 8 skýjað Aþena 12 heíðskírt Berlín 3 rígning Brussel 9 rigning Buenos Aires 25 skýjað Caracas 28 skýjað Chícago 17 skýjað Oyflinni 4 heiðskírt Feneyjar 2 þoka Frankfurt 3 þoka Færeyjar 1 léttskýjað Genf 5 skýjaö Hong Kong 15 skýjað Jerúsalem 7 skýjað Jóhannesarborg 26 heiöskírt Kairó 15 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 skýjað Lissabon 16 heiðskírt London 5 léttskýjað Los Angeles 22 skýjað Madrid 11 skýjaö Maiaga 15 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Mexikóborg 27 heiðskírt Miami 26 heiðskrrt Montreal 4 skýjað Moskva 0 skýjað Nýja Delhí 24 heiðskírt New York 17 skýjað Zimbabwe: Smith ofsóttur llarare, Zimbabwe, 6. desember. Al\ IAN Smith, fyrrum forsætisráðherra Rhodesiu, sem nú gengur undir nafninu Zimbabwe, varð fyrir að- kasti yfirvalda á búgarði sínum í miðhluta landsins um helgina. Lög- regiulið birtist þá og hafði í fórum sínum húsleitarheimild. Rótaði flokkurinn alllengi í húsakynnum fyrrum ráðherrans og hafði á brott með sér meðal annars einkabréf Smiths til konu sinnar og einkabréf hennar til hans. Smith var sviptur vegabréfi sínu fyrir skömmu og aðgerðir þessar eru hinar hörðustu sem ríkisstjórn Mugabes hefur beitt sér fyrir síðan að svartir náðu völdunum árið 1980. „Þetta eru náttúrulega ekkert annað en ofsóknir og gróf skerðing á persónufrelsi," sagði Smith í samtali við fréttamenn og bætti við „en stjórnin getur gert hvað sem hún vill, ég fer hvergi og ætla ekki að láta undan þessari andlegu pyntingu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.