Morgunblaðið - 07.12.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.12.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 23 Níræð í dag: Helga Friðbjarnar dóttir Hofsósi í dag, 7. desember, á amma mín, Helga Friðbjarnardóttir, 90 ára afmæli. Hún fæddist að Brekku- koti í Blönduhlíð í Skagafirði og voru foreldrar hennar Anna Jóns- dóttir og Friðbjörn Pétursson frá Vatnsleysu. Árin í kringum aldamótin reyndust ýmsum erfið en því láni átti amma að fagna að móðir hennar þótti dugmikill vinnu- kraftur og sá til þess að börnin hennar spjöruðu sig í hinni hörðu lífsbaráttu. Með þennan góða móðurarf fór amma ung að takast á við lífið og um fermingu var hún byrjuð að vinna fyrir sér vestan vatna. Alls staðar þótti hún dug- míkill vinnukraftur og reyndist lífsgleði hennar og kátina góður förunautur. 15. september 1915 var mikill hamingjudagur í lífi ömmu þegar hún giftist Birni Þórhalli Ast- valdssyni frá Á í Unudal. Þau amma og afi settu fyrst saman bú að Bakka í Viðvíkursveit en fluttu síðan að Hofsgerði á Höfðaströnd. Lengstan sinn búskap bjuggu þau á Litlu-Brekku í Hofshreppi en þaðan fluttu þau 1953 er þau héldu til Hofsóss og keyptu Staðarbjarg- ir þar sem amma bý enn. Björn Þórhallur lést 30. september 1962. Þessar fátæklegu línur mínar segja ekki nema litla sögu af lífs- hlaupi þessarar gæðakonu. Mig skortir fróðleik um þá miklu bar- áttu sem efnalítil þjóð þurfti að heyja í byrjun þessarar aldar. Lýsingar sem skráðar hafa verið á bækur segja ekki nema lítið brot af þeirri sögu sem aldamótskyn- slóðin tekur með sér yfir landa- mæri lífs og dauða. Þó amma hafi aldrei lagt það í vana sinn að kvarta yfir kjörum sínum og hlutskipti þá veit maður að hún hefur einhvern tímann þurft að beita útsjónarsemi og lagni til að fæða og klæða börnin sín 11 sem hún skilaði til fullorðinsáranna. En það tókst þeim ömmu og afa að gera og þegar þessar línur eru skrifaðar eru afkomendurnir orðnir 155. 90 ár eru langur tími í lífi ein- staklings. Flestir þeir sem ná slík- um aldri verða þó áður en honum er náð að sætta sig við leikreglur elli-kerlingar. En amma hefur átt því láni að fagna að halda undan- tekningarlítið fullri heilsu öll þessi ár. Ég er ekki í nokkrum efa að bjartsýni hennar og lífsgleði hefur ráðið miklu þar um. Á þeim brotakenndu tímum sem við lifum er okkur svo gjarnt að benda á dekkri hliðar mannlífsins og finna að sem flestu í fari mann- anna. Þetta sjónarmið hefur Helga Friðbjarnardóttir ekki gert að sínu og þann aldarfjórðung sem ég hefi lifað man ég aldrei eftir ömmu öðru vísi en með góðlátlegu brosi þar sem hún stóð við kaffi- könnuna á Staðarbjörgum og bætti ögn af kúmeni út í til að bragðbæta kaffið. Við sem áttum þess kost að heimsækja þig amma mín um síð- ustu helgi munum ekki gleyma þeirri heimsókn í bráðina. Það hefur alltaf verið gott að koma í Skagafjörðinn og vefja þig hlýjum örmum. Að koma inn í litla húsið þitt og skoða allar myndirnar og lifa sig inn í þær minningar sem þeim eru tengdar er mikil til- breyting frá hinu daglega amstri. . Ég vil nota tækifærið hér til að I þakka þeim Bjössa og Svönu fyrir I móttökurnar sem við fengum en þau hafa reynst þér góðir drengir í mörg ár. Amma mín, þessar línur mínar eiga að vera einhverskonar þakk- lætisvottur fyrir vettlingana og sokkana sem þú hefur sent mér í gegnum árin. Ég vona að það fari vel um þig á afmælisdaginn, það munu margir hugsa hlýlega heim að Staðarbjörgum í dag. Ég sendi þér mínar bestu óskir í tilefni dagsins og megi góðar vættir vaka yfir gjörðum þínum. Arnar Björnsson VZterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiöill! Vorum að fá þessi gullfallegu húsgögn Ármúla 44 - Símar€5153 og 32035 festing fyrir létta og þunga hluti. hefur grip og hald. ffilIsSílICB fæst í flestum byggingavöruverslunum. Ólafur Kr. Guðmundsson c/o Trévirki hf. „Allir fagmenn hljóta að þekkja Thorsmans boltana og vita um þeirra festigetu, enda er Thorsmans nafnið gæðamerki sem allir geta treyst.“ Ef óskað er eftir sýnishornum af ofanskráðu efni frá Thorsmans þá góðfúslega fyllið út þennan miða. Sýnishornin eru send án endurgjalds. 1 Nafn: Heimilisfang: Staður: JOHAN RÖNNING HF ^’otoöb

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.