Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 170. tbl. 71. árg. FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hruni stór- banka afstýrt Wukngton, 26. júlf. AP. » BANDARÍKJASTJÓRN hyggst leggja fram 4,5 milljarða dollara í því skyni að bjarga stórbankanum Continental Illinois National Bank frá hruni. Verður þetta gert með því að keyptar verða ótryggar kröfur bankans á hendur öðrum aðihim að upphæð 4,5 milljarðar dollara með afföllum eða á 3,5 milljarða dollara, en sfðan verður lagður fram 1 milljarður dollara sem aukning við hlutafé bankans. Hluthafar í bankanum verða að samþykkja það samkomulag, sem gert hefur verið og er fyrirhugað að halda hluthafafund þennan í sept- ember nk. Verði samkomulaginu hafnað á þessum fundi, verða þau framlög afturkölluð, sem bankan- um hefur verið heitið til viðreisnar honum og yrði hann þá lýstur gjaldþrota. Continental-bankinn hefur lán- að geyismikið fé til landa Suður- Ameríku þar á meðal 476 millj. dollara til Brasilíu, 699 millj. doll- ara til Mexíkó og 436 millj. dollara til Venesúela. Offramboð á olfu hefur dregið mjög úr getu þessara landa til þess að endurgreiða er- lend lán sín og hefur það bitnað mjög á Continental-bankanum. 7 Pólverjar flýðu til Svíþjóðar Stokkbólmi, 26. júlí. Frá fréttoriUra Morgimblatoins, Olle Ekström. EINN þeirra sjö Pólverja, sem flúöu til Svíþjóðar í gærkvöldi, hyggst fá landvistarleyfi annars staðar á Vest- urlöndum, en allir hinir hafa beðið um pólitískt hæli í Svfþjóð. Flótta- mennirnir komu frá Póllandi með flugvél af sovézkri gerð og lentu þeir á Everöds-flugvelli fyrir utan Krist- ianstad á Skáni. Sænskar eftirlitsvél- ar flugu á móti flugvél flótta- mannanna og fylgdu henni þar til hún var ient { hópi flóttamannanna, sem komu frá Norður-Póllandi, voru þrír karlmenn, tvær konur og tvær tíu ára gamlar telpur. Flugvélin, sem þeir notuðu til flóttans, var gömul rússnesk vél af gerðinni Ant- onóv-2. Vélar af þessari gerð eru enn í notkun í Póllandi og eru þar einkum notaðar við áburðardreif- ingu. Sams konar vélar hafa áður verið notaðar af flóttafólki frá Pól- landi til þess að flýja til Svíþjóðar. Olympíuleikar ( „sjónmáli Símamynd AH. Pólsku flóttamennirnir við komuna til Svfþjóðar. Flugvélin, sem þeir notuðu til flóttans, er í baksýn, en það var gömul vél af gerðinni Antonov-2, smíðuð í Sovétríkjunum. íslenski sundkappinn Ingi Þór Jónsson bregður á leik við upphaf æfíngar sinnar í Los Angeles í gær. Óhætt er að segja að sólgleraugu hans minni meira en lítið á að Ólympíuleikar eru í nánd, en þeir verða settir á morgun. Líbanon: Karami ræðir við sýrlenzka leiðtoga 21 maður fellur í bardögum í Tripoli Beirút, 26. júlí. AP. RASHID Karami, forsætisráðherra Líbanon, kom til Damaskus, höfuð- borgar Sýrlands, í dag til viðræðna við sýrlenzka leiðtoga um leiðir til þess að binda enda á stríðið f Líban- on. Eftir þriggja klukkustunda fund í Damaskus hélt Karami heim að nýju, en lýsti því yfir við brottför sína þaðan, að líbanski herinn myndi taka við öryggiseftirliti í norð- urhluta Líbanon, sein verið hefur á valdi Sýrlendinga. Lyubimov sviptur sovézku ríkisfangi Franska menningarmálaráðuneytið felur honum yfirstjórn nýrrar listamiðstöðvar Moskvu, 26. júlf. AP. SOVÉZK stjórnvöld hafa svipt leikstjórann Yuri Lyubimov ríkisborgara- rétti f Sovétrfkjunum. Áður hafði hann verið rekinn úr kommúnista- flokknum og sviptur stöðu sinni sem leikhússtjóri hjá Taganka-leikhús- inu í Moskvu. Þessi frægi en umdeildi leik- stjóri fór til Vesturlanda fyrir ári. Hann fékk að taka með sér konu sína og son, sem er mjög óvenjulegt og sem kom strax af stað bollaleggingum um, að sov- ézk stjórnvöld væru að hvetja hann til þess að snúa ekki aftur heim. Lyubimov fór fyrst til London, þar sem hann stjórnaði verki Dostojevskys „Glæpur og refs- ing“ í leikgerð, sem hann hafði samið sjálfur. Samtímis leikhússtarfsemi sinni bæði á Bretlandi og á Ítalíu hélt hann uppi miklu orðastrfði við yfir- stjórn menningarmála í Sovét- ríkjunum, sem hann sakaði um að hafa vald langt umfram list- ræna þekkingu. í marz var hann rekinn úr kommúnistaflokknum og sú skýring gefin, að hann hefði ekki greitt félagsgjöld til flokksins. Síðan var hann sviptur stöðu sinni sem leikhússtjóri Tag- anka-leikhússins, sem hann hafði komið á fót fyrir 20 árum og gert að vinsælasta nútíma- leikhúsi Moskvuborgar. Franska menningarmálaráðu- neytið tilkynnti í dag, að það hefði boðið Lyubimov að taka að sér yfirstjórn listamiðstöðvar fyrir utan París og hefði hann tekið þessu boði. „Hæfileikar þeir, sem Lyubimov hefur sýnt í leikhússtarfi sínu, eru í fullu samræmi við þann metnað og þau markmið, sem þessi nýja menningarstofnun hyggst til- einka sér,“ segir f tilkynningu franska menningarmálaráðu- neytisins. Karami sagði ennfremur, að stjórnir Líbanon, og Sýrlands hefðu orðið sammála um að sam- ræma stefnu sína á öllum sviðum. Þá hefði Sýrlandsstjórn ennfrem- ur lýst yfir fullum stuðningi við það markmið Líbanonstjórnar að fá ísraela til þess að kalla her sinn skilyrðislaust burt frá Suður- Líbanon. Lauk Karami orðum sfn- um með því að segja, að „sú stund færðist stöðugt nær, er friður kæmist á í Líbanon". Þrátt fyrir þessi ummæli Kar- amis voru bardagar sízt minni í Líbanon í dag en verið hefur und- anfarið. Var barizt af hörku í hafnarborginni Tripoli, heima- borg Karamis sjálfs, og beið 21 maður þar bana og 82 særðust, sumir mjög alvarlega. Ovænt hækk- un dollarans New York, 26. júlí. AP. ORÐRÓMUR var á kreiki um upp- lausn OPEC í dag og þótt hann væri borinn til baka snarhækkaði verð á dollar. Verð á gulli lækkaði og hefur ekki verið eins lágt í tvö ár. Áður en sá orðrómur komst á kreik að eitt eða fleiri OPEC-riki hefðu ákveðið að segja sig úr sam- tökunum hafði gengi dollars lækk- að annan daginn i röð. Ástæðan var talin sú yfirlýsing Paul Volck- ers, bankastjóra bandarfska seðla- bankans, að draga skyldi úr útlán- um og stefna að lækkun vaxta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.