Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1984 3 t » i r, V;. —J |, ' f' T*!T frUfc. " ■■ ■■ . "np •I..... ...... 1 * Sovésk rannsóknarskip í Reykjavíkurhöfii: Fjögur hafa komið á skömmum tíma TVÖ SOVÉSK rann.sokna.skip lögðust að bryggju í Reykjavíkurhöfn um miðjan dag í gsr. Að sögn hafn- sögumanns, sem Mbl. ræddi við í gærkvöld, eru skip- in nákvæmlega eins, tæplega 3.000 lestir að stærð. Fyrr á þessu ári birti Mbl. frétt þess efnis, að engin slík sovésk skip væru væntanleg til landsins í sumar. Skipin, sem komu til hafnar í gær, koma rakleitt í kjölfar tveggja annarra sovéskra rann- sóknaskipa, sem voru hér fyrir fáeinum dögum. Að sögn hafnsögumannsins vissi hann ekki hvort von væri á fleiri slíkum skipum, en þau tvö, sem nú eru í höfn, munu vera hér til þess að taka vistir. Ekki vissi viðmælandi blaðsins hvenær skip- in myndu leggja úr höfn. Heyskaparhorfur eru verstar fyrir vestan „Ef á heildina er litið, þá er búinn að vera óþurrkur víða um land um hálfsmánaðarskeið. Hann hefur náð um Suðurland, Vesturland, Vest- firði og vestanvert Norðurland. Þetta hefur auðvitað tafið mikið fyrir heyskap, þó hann sé hjá mörgum vel veg á kominn og ýmsir búnir að heyja verulega,“ sagði Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, í samtali við Morgunblaðið um stöðu heyskapar ef landið væri skoðað í heild. Metdagur á Seyðisfirði: 1.400 manns og 330 bílar komu og fóru með Norrönu „Á austanverðu Norðurlandi er ástandið mjög gott. Þar eru ýms- ir búnir með fyrri slátt, bæði í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og svipaða sögu er að segja af Aust- urlandi og Austur-Skaftafells- sýslu. Þar hafa ekki verið óþurrk- ar og margir búnir eða langt komnir með að heyja. Á Strönd- um er líka örugglega nokkuð gott ástand. Hins vegar hefur hey- skapur tafist verulega á vestan- verðu Norðurlandi og á Vestur- landi og Suðurlandi," sagði Jónas ennfremur. Jónas kvað engan veginn neyð- arástand blasa við að svo komnu máli. Hann kvað gras víða úr- sprottið eða um það bil að verða það og vegna hlýindanna skemmdist bæði það sem væri óslegið og slegið, þannig að það mætti ekki dragast lengi að þurrkur kæmi. Jónas sagði að svo væru einnig svæði, þar sem heyskapur væri ekki nema mjög stutt á veg kominn, eins og í Austur-Barðastrandarsýslu og Dölum og Snæfellsnesi og þar væri ástandið orðið einna ískyggilegast. ________ ALDREI í sögu siglinga Norrönu og Smyrils hafa fleiri farþegar farið um Seyðisfjörð en í gær. Þá komu 640 manns og 134 bflar með Norrönu til Seyðisfjarðar og með skipinu til baka fóru tæplega 800 manns og 200 bflar. Alls er ferðamannaaukningin á leiðinni milli Seyðisfjarðar og Þórshafnar í sumar 40 til 50%. Jónas Hallgrímsson, umboðs- maður Norrönu (Smyril-Line) á Seyðisfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið, að það væri með ólikindum hve miklu þeir 40 til 50 manns, sem við afgreiðslu skipsins störfuðu, afköstuðu. Það hefði að- eins tekið þrjár og hálfa klukku- stund að koma öllu þessu fólki, bílum og öðrum flutningi í land og um borð. Hann væri því í sjöunda himni og með sveittan skallann eftir allan asann. Jónas sagði ennfremur, að jafn straumur fólks hefði verið með skipinu í júnímánuði, en stöðui aukning síðan um mánaðamót. júní hefðu að meðaltali verið af- greiddir 600 til 700 farþegar við hverja komu skipsins, en síðan farið ört vaxandi þar til nú að toppnum væri náð, eða 1.400 manns samtals. Fyrirsjáanlegt væri að svipaður fjöldi færi um Seyðisfjörð í næstu ferð, en síðan færi aftur að draga úr straumn- um. Það væri mjög gaman að fá alla þessa aukningu, sérstaklega vegna þess, að farþegarnir stopp- uðu nú meira á Seyðisfirði og tjaldbúðirnar við bæinn væru eins og þorp yfir að líta. Þá hefði með þessu færzt mikið fjör í viðskipta- lífið á staðnum. Auk þessa gat Jónas þess, að með skipinu nú hefðu farið fjórir gámar, 35 til 40 lestir af ísuðum kola og þorski áleiðis til Bret- lands. Væri þetta fiskur frá Seyð- isfirði og Reyðarfirði og bindu menn talsverðar vonir við þennan flutningsmáta. 0 INNLENT „Fæðing sál- ar“ afhjúp- uð í Eyjum FÆÐING sálar, ein stærsta höggmynd Einars Jónssonar og sú stærsta sem steypt hefur verið f kopar, verður afhjúpuð í miðbæ Vestmannaeyja á morgun, laugar- dag, klukkan 6. Jafnframt verður afhjúpuð höggmynd við elliheimil- ið, Bjargfugl, eftir Ragnhildi Stef- insdóttur, myndhöggvara. Liðlega 80 fyrirtæki á fasta landinu, ýmist f eigu Vestmanneyinga eða f við- skiptum við Eyjamenn, slógu am- an og gáfu Vestmanneyingum höggmyndina Fæðingu sálar á 10 ára goslokaafmæli sfðastliöið ár í tilefni djörfungar við uppbyggingu f Eyjum eftir gosið. Höggmyndin var valin að frumkvæði Arna Johnsen, alþingismanns, og stjórnaði hann framkvæmd málsins. Höggmyndin, sem er lágmynd og er 2Vz metri á kant, er á stalli sem er 2Vfe metri á hæð, staðsett í hjarta bæjarins. Nöfn fyrir- tækjanna sem gefa höggmyndina verða rituð á koparskjöld á stall- inum. Flutt verða ávörp við af- hjúpunina og lúðrasveit Vest- mannaeyja og kirkjukór Landa- kirkju munu leika og syngja. Að lokinni afhjúpun f Lautinni í miðbænum verður haldið að elli- heimilinu og Bjargfuglinn af- hjúpaður. Því ekki aðákveða í eitt skipti fyrir öll hver á að vaska upp í kvöld! Þokan á Kefla- víkurflugvelli: „Mjög óvenju- legt ástand“ „HÉR hefur skapast mjög óvenjulegt ástand,“ sagði Ólafur Ragnars, fulltrúi á Keflavíkur- flugvelli, er hann var spurður að því hvort Keflavíkurflugvöllur hafi lokast vegna þoku. „Ekki er þó hægt að segja að völlurinn hafi alveg lokast, því vélar gátu lent alltaf öðru hvoru. Allar íslensku vélarnar hafa reynt að lenda, en mikið hefur verið um að erlendar vélar hafi flogið yfir.“ Ólafur sagði að þokan bafi stundum verið svo þétt að ekki hafi sést út f næsta flugskýli, en þá hafi oft verið bjart við brautarendann. Hann sagðist ekki muna eftir svona ástandi fyrr. Á meðalheimili fara rúmar 180 klukkustundir í uppþvott á ári, - rífleg mánaðarvinna! Já, upp- þvottavél ersjálfsögð heimilishjálp, -vinnukona nútímans. Philips býður þrjár gerðir uppþvottavéla: Philips ADG 820, verð kr. 18.750,- staðgreitt. Mjög fullkomin uppþvottavél. Rúmar 12 manna matar- og kaffistell, 4 þvottakerfi auk forþvottar, stillanlegt vatns-hitastig og þrýstingur, tekur inn heitt eða kalt vatn. Philips ADG 822, verð kr. 19.900.- staðgreitt. Eins og ADG 820 að viðbættum sparnaðarrofa og frábærri hljóðeinangrun. Philips ADG 824, verð kr. 21.850.- staðgreitt. Ein fullkomnasta uppþvottavél, sem fáanleg er. 6 þvottakerfi, stillanlegt hitastig, sparnaðartakki og frábær hljóðeinangrun. PHILIPS UPPÞVOTTAVÉLARNAR NEITA ALDREI AÐ VASKA UPP! 1 \ \ \ •« t -**• v* 1■ 2 : —;: 5'“' ‘ ^ Vt «L ■•**• ».* ihf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.