Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1984 15 Hafmeyjan á Hafnarreisu FÓLK HÉLT niAri í sér andanum, þegar rísakraninn Herkúles lét krókinn falla og kippti í „Lithi hafmejjuna", þegar hafizt var handa um að flytja hana í koparsteypuna þar sem græða itti höndina i hana aftur. Kn ihjggjurnar voru að istæðulausu. Herkúles getur nefnilega Ijft 220 tonnum, og sú litla vegur aðeins fjögur tonn með steininum. Það var stórkostlegt að horfa á hana svifa um, hangandi í löngum vírum, alla leið frá Löngulínu um höfnina að Norður-tollbúð. Og það voru svo sannarlega „öðruvísi" myndir af hafmeyjunni litlu sem ferða- fólkið náði þarna. Sjálf tók hún þessari hafnarreisu með stakri ró; rólaði sér þó hægt til beggja hliða, því að það er nú ekki á hverjum degi, sem hún bregður á leik. Síðan steig hún áfallalaust upp i björgunarbil. Á leiðinni i kopar- steypuna fékk hún tækifæri til að sjá bæði Austurbrú, Norðurbrú og Friðriksberg, nýju hringvegina og úthverfin, þar sem aðeins voru græn- ar grundir, þegar hafmeyjan var ung. Eftir u.þ.b. viku verður hún svo komin heim á ný, heil á húfi. Er áætlað, að kostnaðurinn við flutning cg viðgerð nemi um 40.000 d. kr. (u.þ.b. 117 þús. isl. krónum) og það lendir á ungu mönnunum tveimur, sem skemmdarverkið unnu, að borga brúsann. Samtök gegn Sandinistum Piuu, 2S. júli. AP. LEIÐTOGAR tveggja skæniliðahópa sem berjast gegn vinstri stjórninni í Nicaragua, samþykktu í gær að bindast samtökum gegn Sandinistum. Flokkarnir tveir, lýðræðisflokk- ur Nicaragua og byltingarbanda- lag lýðræðissinna, samþykktu að koma á samvinnustjórn i Nicar- agua, þar sem helsta takmarkið yrði að koma á lýðveldi i landinu. Þeir segja að áætlun þeirra muni ná hámarki f lok ársins i frjálsum kosningum, en Sandinistar hafa skipulagt kosningar 4. nóvember nk. Samkomulagið kalla þeir „Pan- ama sáttmálann" og þar stendur að hóparnir muni berjast gegn andstæðingunum og einvaldssinn- um. Nýja stjórnin mun viður- kenna mannréttindi allra Nicar- aguabúa og varðveita lýðræði landsins. Stjórnarandstaðan hefur sam- þykkt að taka ekki þátt í forseta- kosningunum í nóvember þar sem stjórnin hafði ekki gefið jákvætt svar við kröfum um að leyfa upp- reisnarhópunum gegn Sandinist- um að taka þátt í kosningunum. Enn rignir bók- um um Watergate — og allar renna út eins og heitar lummur New York, 25. júlí. AP. Watergate-hneykslið bandaríska varð til þess að margir þeirra sem komu við sögu gerðust rithöfundar og bækur sumra þeirra seldust vel. Meira að segja Nixon sjálfur ritaði bók um reynslu sína og alls komust 12 bækur um Watergate í hóp mest seldu bóka á útgáfutíma. Og enn koma út bækur um Watergate. Kunnust er trúlega bók Wood- wards og Bernsteins, sem afhjúp- uðu hneykslið, „All the President’s Men“. Eftir henni var gerð sam- nefnd kvikmynd og hún seldist í rúml. 4,8 milljónum eintaka. Þá græddi John Dean, ráðgjafi Nixons, yfir milljón dollara á bókinni „Blind Ambition". Dean sendi síðan frá sér aðra bók um málið, „Lost Honor“. Woodward og Bernstein sendu einnig aðra bók frá sér, „The Final Days“. Og enn koma út bækur um Wat- ergate, síðast „Secret Agenda: Wat- ergate, Deep Throat and the CIA“ eftir Jim Hongan, „Washinton Journal" eftir Elizabeth Drew og „Exile: the unquiet oblivion of Rich- ard M. Nixon“, eftir Robert Anson. Síðast nefnda bókin er gefin út af bókaútgáfunni „Simon and Schust- er“, en talsmaður þeirra, Julia Knickerbocker, sagði að bókin rok- seldist. „Það morar allt af fólki sem er með Nixon-dellu, fólk sem les hvern einasta staf sem birtist um þann mann.“ Turner lofar að leiða þjóðina á nýja braut Toronto, Kanadm, 26. júli. AP. JOHN Turner, forsætisráðherra Kanada, sagði í rökræðum við helstu keppinauta sína í kosningabarátt- unni, að hann myndi leiða Kanada á njja braut, koma efnahaginum á réttan kjöl og þjóðinni til starfa. Aðalkeppinautur Turners, íhaldsmaðurinn Brian Mulroney, sagði að ef þjóðin vildi raunhæfar breytingar, yrði að byrja á þvi að koma frjálslyndum frá völdum í Kanada, en Frjálslyndi flokkurinn hefur verið við völd sl. 21 ár, að undanskildum hluta ársins 1979- 80. Turner hefur ekki gegnt emb- ætti forsætisráðherra nema í tæp- an mánuð, en hann tók við af Pi- erre Trudeau 30. júní sl. Munurinn á helstu stefnumál- um Turners og Mulroneys er ekki mikill, en báðir segjast hafa einu lausnirnar á efnahagsvanda þjóð- arinnar, sem berst við 11,2% at- vinnuleysi og háa vexti. Kosningar eru í Kanada 4. september nk. Fékk 20 milljón dollara vinning New York, 26. júli. AP. „ÉG TRÚÐI þessu ekki," sagði 63 ára gamall trésmiður, sem hættur er störfum, þegar forráðamenn New York-happdrættisins tjáðu honum í dag, að hann hefði fengið stærsta happdrættisvinning, sem nokkurn tfma hefði fallið á einn miða í heiminum. Vinningshafinn heitir Venero Pagano og ólst upp á Ítalíu. Hann sagðist hafa fylgst með því i sjónvarpinu, þegar dregið var á miðvikudagskvöld og siðan grannskoðað þetta aftur og aft- ur, hvort þetta gæti verið rétt, „og þó trúði hann þessu ekki,“ sagði talsmaður happdrættisins. Pagano var á blaðamanna- fundi ásamt konu sinni, tveimur sonum og fjögurra ára gömlum sonarsyni. Hann fær um 952 þúsund dollara á ári í 21 ár, en þá á eftir að draga skatta frá upphæðinni. Sækir um sinn 26. lögskilnað! Blyth. Kaliforníu. 26. júlt. AP. GLYNN „Scotty" Wolfe, sem við- urkenndur er í heimsmetabók Guinnes sem sá maður sem oftast hefur gengið í hjónaband, hefur nú sótt um lögskilnað við 26. eigin- konu sína. Scotty karlinn er 76 ára, en frúin, Christina, er 38 ára. „Þessar ungu konur nenna ekki að vaska upp, sjá um þvott- inn eða elda mat, þær vilja bara skemmta sér. Christina er aldrei heima, ég held helst að kynslóða- bilið hafi eyðilagt hjónaband okkar," sagði Scotty, sem er 40 barna faðir með 25 konum. Hann á ekkert barn með núverandi konu sinni. Scotty sagðist þegar vera far- inn að leita að nýrri eiginkonu, sem verður frú Wolfe númer 27. „Hingað til hefur sönn ást dregið mig að altarinu með eiginkonum mínum, ég er veikur fyrir kven- fólki. Eg sé nú að það gengur ekki að miða eingöngu við slíkt. Næst ætla ég að vanda valið bet- ur. Það sem ég þarfnast nú, er alvöru eiginkona, sem vill og get- ur hugsað um mig,“ bætti Scotty við að lokum. Viðskiptavinir athugið Breytt símanúmer okkar er 611991 og 611933 Wrigley’s umboöiö ÓLAFUR GUÐNASON HF. HEILDVERSLUN, AUSTURSTRÖND 3. íwaící! AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 7. ágúst City of Hartlepool 27. ágúst Bakkafoss 25. sept. City of Hartlepool 24. sept. NEW YORK Bakkafoss 8. ágúst City of Hartlepool 28. ágúst Bakkafoss 4. sept. City of Hartlepool 25. sept. HALIFAX Bakkafoss 11. ágúst Ðakkafoss 8. sept. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 29. júli Álafoss 5. ágúst Eyrarfoss 12. ágúst Alafoss 19. ágúst FELIXSTOWE Eyrartoss 30. júlí Álafoss 6. ágúst Eyrarfoss 13. ágúst Alafoss 20. ágúst ANTWERPEN Eyrarfoss 31. júlf Alafoss 7. ágúst Eyrarfoss 14. ágúst Álafoss 21. ágúst ROTTERDAM Eyrarfoss 1. ágúst Álafoss 8. ágúst Eyrarfoss 15. ágúst Álafoss 22. ágúst HAMBORG Eyrarfoss 2. ágúst Álafoss 9. ágúst Eyrarfoss 16. ágúst Alafoss 23. ágúst GARSTON Qrundarfoss 6. ágúst NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 27. júlí Dettifoss 3. ágúst Mánafoss 10. ágúst Dettifoss 17. ágúst KRISTIANSAND Mánafoss 30. júli Dettifoss 6. ágúst Mánafoss 13. ágúst Dettifoss 20. ágúst MOSS Mánafoss 31. júli Dettifoss 3. ágúst Mánafoss 14. ágúst Dettifoss 17. ágúst HORSENS Dettifoss 8. ágúst Dettifoss 22. ágúst GAUTABORG Mánafoss 1. ágúst Dettlfoss 8. ágúst Mánafoss 15. ágúst Dettifoss 22. ágúst K AUPMANNAHÖFN Mánafoss Dettifoss Mánafoss Dettifoss HELSINGJABORG Mánafoss Dettifoss Mánafoss Dettifoss HELSINKI Etbström GDYNIA Elbström ÞÓRSHÖFN Mánafoss LEIXOES Vessel BILBAO Vessel LISSABON Íl Vessel H N. KÖPING Elbström •ft—: 2. ágúst 9. ágúst 16. ágúst 23. ágúst 3. ágúst 10. ágúst 17. ágúst 24. ágúst 6. ágúst 13. ágúst 11. ágúst 8. ágúst 9. ágúst 27. ágúst 8. ágúst VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla manudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.