Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1984 23 Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegsráðherra: Þetta er gífurlegt áfall fyrir landshlutann „Ég sagði þeim hvernig þessi mál stsðu. Þeir taka sínar ákvarðanir í framhaldi af þvf. Þetta er að sjálf- sögðu gífurlegt áfall fyrir landshlut- ann. Vissulega eru sérstæð vanda- mál þarna, sem þarf að taka á, en hins vegar er ekki hægt að tala um að ástandið sé einkennandi fyrir landshlutann. Það eru hins vegar ýmis fyrirtæki innan landshlutans, sem þarf að taka á sem byggða- vandamáli. En ég tel nú að ástandið annars staðar á landinu sé mjög svipað," sagði Halldór Ásgrtmsson, sjávarútvegsráðherra. „Ég tel það afar mikilvægt, að menn ræði þessi mál í fullri hreinskilni og geri sér grein fyrir því hve miklir erfiðleikar sjávarút- vegsins eru. Að því leytinu til var fundurinn gagnlegur. Ég tel það nú ekki skynsamlegt að stöðva á þess- um tíma. Það hefur verið tiltölulega góður afli hjá togurunum og það er verið að koma þessum skuldaskila- málum áfram. Einnig verður tekið sérstaklega á málum þeirra fyrir- tækja, sem ekki hafa nægilega góða eiginfjárstöðu til að setja veð fyrir skuldbreytingu. Það eru mörg fyrir- tæki, sem eru þannig stödd, að þeir, sem hafa lánað þeim, eru f raun búnir að tapa sínu fé. Það er algjör misskilningur hjá mönnum að halda að breyting á gengi krónunnar muni leysa vanda þessara fyrirtækja. Halldór Ásgrímsson Slíkar lausnir eru engar lausnir og koma því ekki til greina að mínu mati. Éf menn geta ekki beðið eftir þeim aðgerðum, þá er f sjálfu sér ekkert í þvi að gera. Það eru áreið- anlega sum fyrirtækjanna, sem eru komin í algjört þrot, en ekki þó öll. Það getur enginn þvingað fram að- gerðir í þessum efnum. Það var fjallað um þessi mál á rfkisstjórn- arfundi sfðastliðinn þriðjudag og verður gert aftur á föstudag þannig að menn eru að leita allra leiða til að beina meira fjármagni til sjávar- útvegsins. Ég tel að bankarnir hafi brugðist mjög verulega að undan- förnu. Þeir hafa lánað miklu meira fé en góðu hófu gegnir f ýmsa starf- semi og aukið mjög á peningalega þenslu í þjóðfélaginu. Við þurfum að finna leiðir til að ná þeirri stjórn á peningamálum, sem kemur í veg fyrir slíkt. Einnig er ríkissjóðsdæm- ið orðið það alvarlegt, að þar krepp- ir líka verulega að. Menn mega því ekki mæna allt of mikið á lausnina i sjávarútveginum sjálfum. Það er ekki sfður mikilvægt að ná tökum á ýmsu öðru, sem byggir allt sitt á sjávarútvegi. Stjórnvöld geta aldrei gefið aðil- um algjöra tryggingu fyrir afkomu sinni. Við lifum í stórum heimi og erum mjög háðir viðskiptum við önnur lönd. Það er því alveg sama hversu góð eða siæm stjórnvöld eru. Þau hafa takmarkaða möguleika til að gefa slíkar tryggingar. Því miður hefur málflutningur snúizt f það, að mestu máli skipti að þrýsta nægi- lega mikið á stjórnvöld, þá sé allur vandinn leystur, en þetta er afar hættulegur hugsunarháttur," sagði Halldór Ásgrímsson. Hverjar eru þínar helztu hug- myndir um framtfðarlausnir? „Eg get ekkert frekar sagt um þetta á þessu stigi.“ Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjórí Sfldarvinnsliinnar: Taprekstur fyrri ára hefur tekið völdin „Við vonuðumst auðvitað eftir því, að þeir af þingmönnunum, sem að- stöðu hafa til, gætu sagt okkur eitt- hvað, sem létti róður okkar í barátt- unni. Það kom fram hjá þeim, að þeir eru tölvert að vinna að þessum málum, en við gátum ekki séð að neitt af því væri komið það langt, að það breytti ákvörðun okkar um stöðvun," sagði Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sfldarvinnslunn- ar í Neskaupstað. „Okkur skilst að það eigi að fjalla um þetta af tölverðri alvöru í þessari viku og við erum að von- ast til að út úr því komi eitthvað, sem gæti komið okkur af stað aft- ur, en ekkert liggur fyrir í þeim efnum enn. Það komu fram ýmsar hugmyndir um aðgerðir í þessum efnum, en það átti sýnilega eftir að fá þær samþykktar mjög víða. Við treystum okkur ekki til að breyta þessari ákvörðun þó við hefðum gjarnan viljað, það er bara ekki lengur í okkar valdi, taprekstur undarfarinna ára er búinn að taka af okkur völdin. Ég hef þó ekki leyfi til annars en að trúa því, að þessum fyrir- tækjum verði gert það kleift að starfa. Það eru um 700 manns, sem vinna beint við þau fyrirtæki, sem nú stöðvast, en liklegt er að það séu um 2.000 í öllum byggðar- lögunum, sem tengjast sjávarút- veginum á einn eða annan hátt, en gert er ráð fyrir því, að fiskur end- ist í mörgum vinnslustöðvum fram um miðja næstu viku. Við teljum tap á togurunum 10—12% á frystingunni, 4—7% og á saltfiski 8—10%, þannig að það er tap á öllum greinum sjávarút- vegsins og engin von til þess, að við vinnum okkur út úr neinum vanda meðan staðan er þessi og þar að auki með 30% vanskila- vexti á tapinu. Hinir fimm eiga Ólafur Gunnarsson eftir að taka ákvarðanir hver á sínum stað. Þeir lýstu sig á fund- inum alveg sammála þvi, að þetta gengi ekki svona og einhverjir þeirra halda þetta ekki lengi út. NÝJA BÍÓ á Siglufirði er 60 ára um þessar mundir. Kvikmyndasýningar bófust þar 17. júlf 1924 og hefur kvikmyndahúsið starfað óslitið síð- an. Það er því þriðja elsta starfandi kvikmyndahús landsins. í tilefni sextugsafmælisins voru prentaðir aðgöngumiðar með Það kom ekkert fram á þessum fundi, sem gaf tilefni til að hætta við stöðvun nema góður vilji manna til að takast á við þessi vandamál. Það hefur nú komið fram áður án þess að gera mikið gagn. Það má nú benda þessum mönnum á það, að erlendar skuld- ir þjóðarinnar fara víst síhækk- andi og ekki minnka þeir við það, að framleiðsla sjávarafurða sé að stöðvast eða stöðvist. Meginmálið hlýtur að vera að auka framleiðsl- una f stað þess að hindra hana, öðru vísi komumst við ekki út úr skuldasúpunni. Það ætti að vera meginviðfangsefni stjórnvalda á hverjum tfma að efla starfsemina, en ekki leggjast á hana eins og nú hefur verið gert. Gengisbreytingar hafa kannski numið um 9% á einu ári meðan framfærsluvísitalan hefur hækkað um hátt í 40%. það gengur auðvitað ekki. Sem dæmi um tapið á meðaltogara má' nefna að það er um 20 milljónir ásamt fjármagnskostnaöi vegna tapsins síðustu þrjú ár. Það hlýtur að vera athugavert, að meðan meðaltogari hér fiskar um helmingi meira en meðaltogari í Noregi, er tap okkai miklu meira,“ sagði ólafur Gunn- arsson. verðgildin 50 aurar og ein króna. Miðar þessir voru seldir á því verði á eina fullorðins- og eina barnasýningu á afmælinu. Verð þetta gilti á sýningar fyrir 60 ár- um, en miðarnir nú höfðu það framyfir þá gömlu, að þeir giltu einnig sem happdrættisvinningar. Úr fréUatilkjnningu. Nýja Bíó 60 ára kallaður inn. Við erum búnir að vera úti í 6 daga og þetta verður ekki einu sinnu fullur túr. Það er náttúrlega ekki hægt að neita því, að það er blóðugt að þurfa að sigla í land af þessum orsökum. Þetta er voðalegt á bezta og blíðasta tímanum, það er verst fyrir sjómennina og ekki verður það betra þegar fer að hausta, þegar oliueyðslan eykst kannski um 20%. Hún er alveg f lágmarki nú enda logn hvern einasta dag. Sjómenn geta því miður ekkert gert við þessu, en í félagi okkar verður haldinn fundur annað kvöld til að ræða þessi mál. Ég held, að það sé nú ekki við útgerð- ina að sakast í þessum efnum, en það er bölvað að allir skuli ekki vera saman í þessu. Þá á ég nú Sveinn Benediktsson, skipstjóri á Bjarti: Erum svekktir yfir þessu „ÞAÐ ER ágætt veður hér fyrir aust- an, en ég hefði nú heldur kosið að taka sumarfríið með öðrum hætti. Við erum hérna á sömu slóð fjórir, sem erum að sigla í land klukkan sjö, og við erum allir mjög svekktir yfir þessu,“ sagði Sveinn Bene- diktsson, skipstjóri á Bjarti NK, er Morgunblaðið náði talstöðvarsam- bandi við hann á miðunum síðdegis á miðvikudag. „Við erum með síðasta togið og hífum klukkan 7. Þetta er búið að vera heldur dauft enda höfum við hangið hér á sama svæðinu f tvo, þrjá daga. Það hefur ekki verið hægt að kippa neitt út af þessu, það þýðir ekkert að vera að eyða olfu f það, þegar maður getur átt það á hættu þessa daga að vera ekki bara við þá Austfirðinga, sem skera sig úr, heldur allt landið. Það getur verið bölvað að vera bú- inn að liggja hér fyrir austan f nokkrar vikur þegar aðrir fara að stoppa. Maður þorir annars ekkert að spá í það hvort stoppið verður langt, en ég hef trú á þvf, að úr því þetta er stoppað verði enn þá erf- iðara komast af stað aftur. Það er sjálfsagt ekkert annað að gera en að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Okkur finnst þetta al- veg blóðug staða að þurfa að fara í land núna. Þetta er eiginlega bjartasti tíminn hjá okkur og sá tími, sem við höfum til að ná ýsu- kvótanum okkar, er einmitt nú og fram í ágúst,“ sagði Sveinn Bene- diktsson. Náttúru- og söguferð um Miðneshrepp í FERÐARÖÐINNl „Umhverfið okkar", 5. ferð, fer Náttúruverndar- félag Suðvesturlands náttúruskoð- unar og söguferð um Miðneshrepp (Stafnes, Hvalsnes, Sandgerði og Kirkjubólshverfi) laugardaginn 28. júlí. Farið verður úr Reyjavfk frá Norræna húsinu kl. 13.00 og úr Sandgerði frá Sundlauginni kl. 14.30. Áætlað er að ferðinni Ijúki við sundlaugina kl. 18—19.00 og við Norræna húsið milli kl. 19.00 og 20.00. Fargjald er 200 kr., frftt fyrir börn f fylgd með fullorðnum. Allir velkomnir. Sérstaklega viljum við benda Miðnesingum á að notfæra sér þessa alhliða fræðsluferð um hreppinn. Leiðsögumenn verða Sigmund- ur Einarsson, jarðfræðingur sem fjalla mun um jarðfræði svæðis- ins. Eva Þorvaldsdóttir, líffræð- ingur kynnir lffríkið og þá sér- staklega gróðurfarið. Sigrún Huld Jónasdóttir vatnalífræðingur tek- ur lífríkið í tjörnunum aðallega fyrir. Ferdinand Jónsson fugla- áhugamaður skoðar með okkur fuglana á svæðinu. Áhugafólk um sögu og örnefni munu miðla okkur af fróðleik sfnum i ferðinni. Gott er að hafa kfki, fuglabók og flóru með. Fyrst verður ekið suður í Bæj- arskershverfi (Býjaskershverfi) og Fuglavíkurhverfi, þar verður skoðað lifrfki tveggja tjarna. Far- ið verður niður f fjöru við Lind- arsand, en fjörurnar í Miðnes- hreppi eru með mjög fjölbreyttan strandgróður. Áfram verður hald- ið framhjá Melabergi, Másbúðum og Nesjum. Hvalsneskirkja skoð- uð, farið upp i Stafnesvita. Þaðan farin stutt gönguferð suður á Bás- enda að rústum gömlu einokun- arverslunarinnar eftir Básenda- flóðið 1799, gengið framhjá rúst- um hjáleigunnar Loddu þá verður haldið til baka inn i Sandgerði, rætt verður um lffrfki og jarð- fræði svæðisins á leiðinni. Ekið verður um kauptúnið að Gamla Sandgerði og Kettlingatjörn. Síð- an haldið yfir Sandgerðistjörnina inn í Klapparhverfi framhjá Flankastöðum, Kólgu, Harðhaus, Hrfmhúsum og Arnarbæli og áfram inn f Kirkjubólshverfið. Litið á fuglalíf á tjörninni í Fitja- dal. Farið verður niður að Kirkju- bóli, einum sögufrægasta stað Miðneshrepps. Frá Kirkjubóli verður farið framhjá Hafurbjarn- arstöðum, Kolbeinsstöðum. Getið verður um staðsetningu Kolbeins- staðavörðu, Skiphóls, Dönsku vörðu. Þrfvarða, Álaborgar og Árnaborgar svo eitthvað sé nefnt. Ekið verður um svæði sem geymt hefur minjar um mannvist skömmu eftir landnám, hið mikla mannvirki Skagagarðinn, víðáttu- mikil akurlönd og frá seinni tím- um, merki eftir kartöfluræktar- lönd Landssjóðs og herflugvöll. Hjá Hólabrekku verður snúið við og leiðsögninni lýkur við sund- laugina f Sandgerði. í Miðneshreppi eru mjög fjöl- breyttar tjarnir við sjóinn og fjöl- skrúðugt fjörulíf. Allt þetta er lítt skemmt ennþá, en sjávarrof er mikið f suðvestan veðrum með stórstreymi eins og átti sér stað nú f byrjun ársins. Gamlar mannvistarminjar hafa lítt verið kannaðar nú seinni árin. Elsta hús hreppsins, Gamla Sandgerði, bfður þess að verða byggðasafn. Sérstök áhugamannasamtök um náttúru- og umhverfisvernd eru ekki starfandi á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.