Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.07.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1984 Hvaö segja þeir um Austfjarðastoppið Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra: Margháttaðar tillögur til ráðstafana í undirbúningi „Mér virðist ferð okkar til lítils hafa orðið því þeir Austfiröingar sigla skipum sínum í land. Þeir hafa ákveðið að sigla skipum sínum í land og hætta að gera út. Því ráða þeir. Eg taldi það ekki ráðlegt af þeim, því þó þeir reki með tapi hafa þeir það mikinn fastakostnað, að tapið er enn meira, þegar þeir leggja skipunum. Þeir bera líka mikla ábyrgð gagnvart öðru verkafólki í landi. Það er þeirra að taka þessa ákvörðun,“ sagði iðnaðarráðherra Sverrir Hermannsson. „Þannig er að stjórnvöld og ís- lenzkir pólitíkusar hafa lengi sveigt á bakborða fyrir þrýstihóp- um hvaðanæva að og siglt skútunni skörulega í strand. Ég er að hugsa um að leggja til, að þessi ríkis- stjórn haldi það strik, sem hún hef- ur sett út í kompás sinn. Við sögð- Fuglar Myndlíst Valtýr Pétursson Jón Baldvinsson hefur valið að kalla sýningu sína í Listamiðstöð- inni við Lækjartorg Fugla, enda flest verkin af fuglum eða um fugla og er því réttnefni hér á ferð. Þetta er önnur sýning sem ég sé frá hendi Jóns Baldvinssonar, þar sem fuglar hafa gegnt miklu hlut- verki. Fyrir nokkru sýndi hann á heiðum uppi landslag og fugla, en listelskendur virtust lítt gefnir fyrir heiðarferðalög og fáir munu hafa séð þá sýningu. Listamiðstöð- in er nýtt nafn á Gallerí Lækjar- torgi, en ekki mun um skipti á for- unnar í teikningu, kviknar á kertunum, ef svo mætti að orði kveða. Hann er skáld I aðra röndina, og heimur fugla og grasa er honum bæði nærtækur og kunnugur. Jóni lætur ágæt- lega að gera litlar myndir og það er eins og hann ráði ekki eins vel við stærri fleti. Flest ef ekki öll verk á þessari sýningu eru í smáu formati og sýna því ef til vill bestu hlið Jóns sem málara. Til sönnunar því sem ég hef hér sagt, vil ég benda á nokkrar myndir sem mér fundust bera af á þessari sýningu. Þar á ég við nr. 2, 5, 9, 13, 20, 22 og 51. Af þessari upptalningu má ráða að ýmis þessara verka vöktu þægi- ráðamönnum vera að ræða. Ég minnist á þetta hér svo að menn geti áttað sig á að um sama hús- næði er að ræða og áður var Gall- erí Lækjartorg. Rúmlega fimm tugir mynda eru á þessari sýningu Jóns Bald- vinssonar. Hann er búinn að mála nokkuð jafnt og þétt um árabil og hefur haldið nokkrar sýningar á verkum sínum. Ekki get ég neitað því, að mér finnst hann nokkuð brokkgengur í sumum verka sinna, en honum getur tekist ágætlega upp, þegar best lætur. Jón hefur lært mikið af Meistara Kjarval og á það bæði við um teikningu og lita- meðferð. Þegar hann málar í mjúkum og tempruðum litatón- um og notfærir sér léttleika lín- lega athygli mína. En það verður einnig að koma skýrt fram að þarna eru hlutirnir mjög mis- jafnir að gæðum og læt ég það ótalið, sem mér bókstaflega þótti lélegt. Það má með sánni segja að Jón Baldvinsson hafi haslað sér völl með þessari sýningu. Hann hefur nú náð fótfestu í miðbæn- um og lætur sér nægja að búa og vinna á heiðum uppi, en þar f sveit er ætíð opið gallerí. Fólk er þó tregt til að koma þar, eins og hann sagði mér sjálfur. Það er því ágætt tækifæri til að skoða nú þessi rómantísku verk sem Jón hefur valið til sýningar. Að lokum má fullyrða að Jón Bald- vinsson er hress I verkum sínum og hann á erindi í miðbæinn. um þeim frá því og ég veit um það, að sjávarútvegsráðherra hefur ver- ið að undirbúa margháttaðar til- lögur til ráðstafana. Eg taldi það ráðlegra, að þeir beittu ekki þess- um aðferðum meðan við, nú til bráðabirgða, ræddum við við- skiptabanka um að bankarnir greiddu fyrir því, að þeir gætu haldið skipum sínum úti meðan þessar erfiðu ráðgerðir eru f að- drögum. Þeir mátu ekki mín orð neins til þess og það er þeim sjálf- rátt. Það er nú ekki rétt að rekja í smáatriðum þær ráðstafanir, sem til greina koma, en það eru ýmis ráð til. Við eigum að vísu mjög þrönga stöðu, sem helgast af skuld- amálum okkar út á við. Eg held nú, að það mætti athuga að skuld- breyta lánum við útlönd og reyna að fá þau lengd. Þau eru til afar skamms tima, ef heildin er tekin. Þá gætum við kannski gefið útveg- inum stundar hlé til þess að rétta reksturinn við. Við þurfum auðvit- að að athuga um orsakir þess og hvort við erum færir um að lina þetta gffurlega háa olfuverð, sem menn benda á, að sé mjög miklum mun lægra f nágrannalöndunum. Menn nefna tölu, sem ég veit ekki hvort er rétt. Hún var nefnd á fundinum; að olíuverð til fiskiskipa væri 48% lægra til fiskiskipa í Bretlandi en hér. Ég hef ekki sönn- ur á þessu. Það er verið að fram- kvæma skuldbreytingu, sem ákveð- in var um áramót, en það er of lítið fé. Ég held að ríkisstjórnin muni útvega meira fé í þessu skyni. Þetta eru ekki, miðað við allar aðstæður okkar, ekki mjög auðveld mál við- fangs, en það hefur aldrei verið minni ástæða fyrir ríkisstjórn að sveigja eitthvað á bakborða fyrir þrýstihópum eða kröfugerðar- mönnum, en fyrir okkur, sem höf- um ráðið aðalgátuna, verðbólgu- gátuna, sem allir vissu að myndi ella riða útgerðinni fullkomlega á slig og væri löngu búin að því nú án þess að útgerðin réði við neitt. En ég veit að mennirnir eiga mjög erf- itt. Þeir hafa ekki getað staðið í skilum og það er spauglaust að lenda í slfkum þrengingum og það er ekkert við því að segja þó þeir taki þessar ákvarðanir. Eg er bara þeirra skoðunar, að það bæti stöðu þeirra ekki neitt, heldur verði hún að verri. Beinn stuðningur stjórnvalda við útgerðina, niðurgreiðsla á olíu eða gengisfelling kemur ekki til greina. Þau ráð hafa áður verið reynd með afleiðingum, sem alþjóð er kunnugt um. Hvað veldur því eftir áratuga reynslu, að útvegsmenn biðja um gengisfellingu? Engum kemur það verr. Halda þeir að olíuverð lækki með því móti? Hún kemur í höfuðið á þeim aftur vegna þess, að öll að- föng útgerðarinnar eru af erlend- um toga. Hún er búin að skila sér f höfuðið á þeim aftur innan hálfs árs með margföldum þunga. Halda þeir, að það verði ekki að bæta lág- launafólki það upp, ef við förum að hækka nauðsynjavörur í krónutölu með gengisfellingu? Hafa menn ekki orðið reynsluna sára af geng- isfellingum umfram allt annað? Það er nú það sem er og þess vegna er þetta, vegna þess að menn hugsa aldrei fram fyrir sig. Hugsa bara að þeir geti borgað út næst. En það eru ekki meiri djúphyggjumenn en svo, sem biðja um gengisfall. Hvað yrði um erlendar skuldir flotans, ef gengið er fellt? Þetta eru gömlu Sverrir Hermannsson ráðin, sem hafa reynzt verri en engin ráð og þeim verður ekki beitt. Við eigum önnur og fleiri ráð. Auð- vitað er þröngt um hendur. Allir vita að það er vegna þess hvernig síðasta stjórn kom okkur á vonar- völ úti í löndum með eyðslu- og sóunarstefnu sinni í mesta góðæri, sem yfir okkur kom í sögu sjávar- útvegsins. Nú er Alþýðubandalagið að birta tillögur sínar um lausnir. Það hefði betur komið fram með tillögurnar um það, hvernig átti að fylla kornhlöðurnar á metaflaárinu 1981 og 1982 þannig að eitthvað yrði til til mögru áranna, en ekki taka þá meira af þessum atvinnu- vegi en nokkru sinni fyrr og leika hann grár en dæmi eru til um. Það þarf ekkert að ræða um það, menn verða að geyma þetta sem lærdóm af vitlausustu stjórn í lyðræðisríki, sem upp hefur komið. Þess vegna geri ég ósköp lítið úr tillögum Al- þýðubandalagsins í þessum efnum. Það er ekki hægt að stjórna landi með Alþýðubandalaginu. Það hef ég sannfærzt um enda verður það áreiðanlega ekki prufað á þessari öld. Menn bera örin enn og lengi eftir það. Það skipa gjörsamlega ábyrgðarlausir menn,“ sagði Sverr- ir Hermannsson. Gunnlaugur Ingvarsson, framkvæmdastjórí Búlandstinds: Óttinn við afleiðingarn- ar kom í veg fyrir stöðvun hjá okkur „VIÐ höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með það, hve lausnir þessa vanda hafa dregizt. Það virðist ekkert hafa verið gert sem skyldi. Afurðalánin hafa haldið áfram að lækka, olían hefur hækkað og aðrar kostnaðarhækkanir dynja yfir okkur án þess, að nokkuð hafi komið á móti. Við sjáum því fram á það að við stöðvumst. Það er jafnvel bara spurningin um daga. Staða okkar er því síður en svo betri en annarra. Það er fyrst og fremst óttinn um afleiðingar stöðvunar, sem hefur orðið til þess, að við tökum ekki þátt í þessu nú, þó rekstrarstöðvun vofi yfir,“ sagði Gunnlaugur Ingvarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds á Djúpavogi. „Þannig er að fyrst þegar við fórum að ræða þessi mál í upphafi júnímánaðar boðuðum við stöð- vun, sem við héldum að myndi ör- ugglega hafa þau áhrif, að fleiri útvegsmannafélög tækju þátt í stöðvun. Það var til allsherjar um- ræðu í félögunum, en hvergi náð- ist viðlíka samstaða og hér hafði náðst. LÍÚ var ekki ekki tilbúið til stuðnings til að ná bættum kjör- um fyrir sjávarútveginn. Þetta hafði óneitanlega áhrif á það, þeg- ar við fórum að þinga aftur og frestuðum stöðvun. Þá voru marg- ir okkar orðnir tvístígandi við að fara einir og sér í þessa báráttu. Nú er komið fram á mitt sumar og ég tel ákaflega hætt við, segjum við sjómönnunum upp nú og málið leysist síðan eftir viku eða 10 daga, að erfitt verði að fá þessa sjómenn til að koma í skyndingu. Þeir sjómenn, sem nú hefur verið sagt upp, fara sjálfsagt að ráð- stafa tíma sínum og gera jafnvel ráð fyrir mánaðarfríi. Það gæti því orðið til þess, að við fáum ekki sjómenn okkar ef málið leysist skyndilega. Við vitum ennfremur, að stöðvun hefur ákaflega víðtæk áhrif í viðkomandi bæjarfélögum og þess vegna eru menn einfald- lega hræddir við stöðvun," sagði Gunnlaugur Ingvarsson. SUNRISE ymmmMÉSBamr MATSUSHITA ELECTRIC GROUP JAPAN Útsölustaðir um land allt. VERÐ STÆRÐ GERIÐ SAMAN HEAVY DUTY BURÐ ALKALINE AA 12.- 32.50 C 18- 54,- D 24,- 69.50 9 V 37,- 129.50 MEIRA EN 60 ÁRA REYNSLA Þetta er rafhlaðan sem kemur út meö eina aibestu endingu í viöurkenndustu prófunum í heiminum í dag. HEILDSÖLUDREIFING. HF. SUNDABORG 9 REYKJAVIK Simi 687270

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.