Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 IUtrgi Útgefandi mMafrife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, > Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið. Vaka heldur velli Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta, vann góðan sigur í kosningum til Stúdenta- ráðs og Háskólaráðs Háskóla íslands á þriðgudag. Fékk listi félagsins um 51% atkvæða. Að þessu sinni tókust á Vaka og Röskva, breiðfylking félags- hyggjufólks, nýstofnað félag þeirra stúdenta, sem undanfar- in ár hafa verið í Félagi vinstri- manna og Félagi umbótasinn- aðra stúdenta. I stúdentakosn- ingum í fyrra hlutu félögin tvö sem mynduðu Röskvu samtals 1.144 atkvæði en nú 933. í fyrra fékk Vaka 868 atkvæði og 43,14% en nú 965 atkvæði og 51% eins og áður sagði. Hefur Vaka þannig verulega treyst stöðu sína eftir samein- ingu andstæðinga sinna. Á nú hvor fylking um sig 15 fulltrúa í Stúdentaráði og reynir mjög á leikni forystumanna við myndun nýs meirihluta í ráð- inu. Vaka hefur verið burðarás í félags- og stjómmálastarfi stúdenta í 53 ár. Félagið var stofnað til að vinna að eflingu og útbreiðslu lýðræðis og lýð- ræðishugsjóna; að vinna gegn hverskonar áhrifum af bylt- ingasinnuðum ofbeldis- og öfgastefnum á sviði félags- mála; og að beita sér fyrir kosn- ingu lýðræðissinnaðra fulltrúa í Stúdentaráð Háskóla íslands. Á þeim tíma, þegar Vaka hóf göngu sína voru það nasistar og kommúnistar, sem skiptu háskólastúdentum í öfga- kenndar fylkingar. Þetta voru hin byltingarsinnuðu öfl, sem félagið snerist gegn. Allar göt- ur síðan hefur Vaka staðið dyggan vörð um lýðræðislega starfshætti. Innan vébanda fé- lagsins hafa orðið til flestar þær hugmyndir, sem nýst hafa stúdentum best í félagslegri baráttu þeirra og á vegum Vöku hafa þeir starfað, sem hafa hrundið þessum hug- myndum i framkvæmd. Saga félagsins er glæsilegur vitnis- burður um samheldni og sam- stöðu lýðræðissinnaðra stúd- enta á umbrotatímum í íslensku þjóðfélagi og á vaxtarskeiði í sögu Háskólans. Að jafnaði takast fleiri en tvær fylkingar á í Háskólanum. Þó hefiir það komið fyrir nokkr- um sinnum á rúmlega hálfrar aldar ferli Vöku, að félagið hefur átt í höggi við sameinað- an lista vinstrimanna. Þannig sameinuðust vinstrisinnar til að mynda í félaginu Verðandi á árinu 1969, en 1968 vann Vaka kosningar í stjórn Stúd- entafélags Háskólans með 10' atkvæða mun. 1971 náðu vinstrfsinnar á hinn bóginn meirihluta í Stúdentaráði og er síðan talað um vinstri ára- tuginn í háskólapólitíkinni frá 1971 til 1981. Vaka lagði þó síður en svo upp laupana eins og síðustu kosningar sýna. Sameiningarviðleitni vinstri- manna byggist á ólíkum for- sendum. Hinn 12. febrúar sl. var félagið Röskva stofnað en í upphafí stefnuskrár þess seg- ir: „Samtökin byggja á félags- hyggju- Félagshyggja er ákveðin lífsskoðun, sem gerir ráð fyrir jöfnum rétti fólks til frelsis, lífsafkomu og menntun- ar.“ í blaði Röskvu nú fyrir kosningamar mátti sjá kveðju til félagsins frá Alþýðuflokkn- um, Framsóknarflokknum, Al- þýðubandalaginu, þingflokki Framsóknarflokksins og þing- flokki Alþýðubandalagsins. Verður ekki annað ráðið af þessum kveðjum og birtingu þeirra opinberlega en að flokk- amir og forvígismenn Röskvu líti þannig á, að milli félagsins og flokkanna séu að minnsta kosti hugsjónalegtengsl. Sé lit- ið á árangur Vöku í þessu hefð- bundna flokkspólitíska ljósi, verður sigur félagsins í kosn- ingunum síst minni. í kosningabaráttunni lögðu frambjóðendur Vöku áherslu á að störf áð hagsmunamálum stúdenta ættu að mótast af því, hvemig þessara hagsmuna yrði best gætt en ekki pólitísk- um æfingum. Eða eins og seg- ir í inngangi að stefnuyfírlýs- ingu Vöku um störf Stúdenta- ráðs: „Markmið Stúdentaráðs er að standa vörð um hags- muni stúdenta og vera deildar- félögum til aðstoðar við að annast félagslíf. Vaka leggur áherslu á að Stúdentaráð sinni einungis því er tengist beint málefnum stúdenta, sé tæki í hagsmunabaráttunni, en um- ræður um landsmála- og ut- anríkispólitík eigi ekki heima í stúdentaráði.“ Nú reynir á hvort þetta sjónarmið verður ofan á við myndun meirihluta í nýju Stúdentaráði Háskóla íslands. Einvígfi um Ameríku- bikarinu á rísaskútum við Long Beach í haust eftirAgúst Asgeirsson FLEST bendir nú til þess að tvær skútur keppi um Ameríkubikar- inn, hin eftirsóttu siglingaverð- laun, i San Pedro bugtinni við Long Beach i Kaliforníu i sept- ember. Samkvæmt dómsúrskurði ætti fyrsta kappsiglingin af þremur að fara fram 19. sept- ember, en nú reynir áskorandinn að fá veijendur bikarins til að færa keppnina fram til að henni verði lokið fyrir Ólympíuleikana í Seoul, sem settir verða 17. sept- ember. Harðar deilur hafa orðið vegna keppninnar og málarekst- ur, sem ekki sér fyrir endann á. Bandaríkjamaðurinn Dennis Conner endurheimti Ameríkubikar- inn á skútu sinni Stars & Stripes við Fremantle í Ástralíu í febrúar í fyrra. Hann hafði sigrað nokkrum sinnum og Bandaríkjamenn höfðu haldið bikamum á aðra öld. Árið 1983 tapaði Conner hins vegar fyrir Ástralíu II, skútu ástralska auðkýf- ingsins Alans Bonds í úrslitakeppn- inni við Rhode Island, þar sem keppnin hafði jafnan verið haldin. Sigur skútu Bonds vakti mikla at- hygli en Conner er óumdeilanlega mesti afreksmaður í sögu keppninn- ar eftir að hann endurheimti verð- launin eftirsóttu fyrir rösku ári þeg- ar keppnin var háð undan borginni Fremantle á vesturströnd Ástralíu. í júlí í fyrra skoraði Michael Fay, nýsjálenzkur auðkýfingur, á Conner til nýrrar kappsiglingar um bikarinn. Að venju hefði ekki átt að keppa um Ameríkubikarinn fyrr en árið 1991, en Fay fann grein í reglum keppninnar, sem samdar voru fyrir einni öld, um að hægt væri að skora á handhafa bikarsins til nýrrar keppni innan 10 mánaða frá lokum síðustu keppni. Conner og Siglingafélag San Diego (SDYC), sem átti sigurskút- una, neituðu að taka áskoruninni. Skaut Fay þá málinu til Hæstarétts New York-ríkis, sem er einskonar vemdari keppninnar. Gerði Fay kröfu til þess að siglt yrði á skútum með 90 feta, eða 30 metra, sjólínu. Vann hann málið í nóvember síðast- liðnum og úrskurðaði rétturinn að keppnin skyldi fara fram í síðasta lagi í september næstkomandi. Conner og félagar sögðu að áskor- un Fays og dómsúrskurðurinn væri tilræði við keppnina, sem telzt nú orðið til helztu íþróttaviðburða heims, miðað við þá athygli sem fjöl- miðlar hafa sýnt henni í tvö síðustu skiptin, sem hún hefur farið fram. Siglingafélög og skútustjórar víðs vegar um heim vildu fá að taka þátt í kappsiglingunni en forráðamenn SDYC sögðust af illri nauðsyn ætla að halda sig við reglumar og sigla aðeins vegna einvígisins við Fay. Þyrfti að ljúka einvígi við hann á sem skemmstum tíma svo hægt yrði að halda keppnina samkvæmt fyrra fyrirkomulagi árið 1991. Þessu undu ýmsir skútukarlar illa og höfðaði brezki milljónamæringurinn og sigl- ingagarpurinn Peter de Savary ann- að prófmál fyrir Hæstarétti New York. Tilgangurinn var að neyða SDYC til að leyfa fleiri skútum að vera með. Conner og félagar snem blaðinu við í febrúarlok. Sendu þeir dóm- stólnum orðsendingu og sögðust fall- ast á þátttöku fleiri aði’.a. Skútumar yrðu þó að vera af sömu stærð og skúta Fays og keppnin yrði að fara fram í september, eins og fyrr hafði verið ákveðið. Þar sem aðeins sex mánuðir em til stefnu em litlar líkur á því að önnur siglingafélög treysti sér til keppninnar, þar sem þau þurfa að láta smíða fyrir sig báta og undir- búningur og æfingar em tímafrekar. Eftir þessi sinnaskipti SDYC beindust spjótin að Fay. Það gat oltið á afstöðu hans hvort skútum í keppninni fjölgaði. Hann vissi ekki í hvom fótinn hann átti að stíga. Hann sagðist í fyrstu reiðubúinn að fresta keppninni til maí 1989, en hefur undanfamar vikur verið á kafi í samningaviðræðum við SDYC um að færa keppnina fram, svo að henni ljúki fyrir setningu Ólympíu- leikanna í Seoul í haust. I síðustu viku kom hann hins veg- ar öllum á óvart með því að leggja til að keppnin yrði opnuð og að und- ankeppni hæfist í febrúar 1989 við San Diego, en úrslitaeinvígið í maí. Setti hann þann fyrirvara að allar keppa. Conner og félagar vilja að þeir sigli á einbytnu en forvígismenn RBYC segja að sömu reglur verði að gilda um alla keppendur. Ætli SDYC sér að veija bikarinn á tvíbytnu vilji þeir einnig keppa á bát af því tagi. Ákvörðun Conners og félaga að keppa á tvíbytnu varð til að æra Nýsjálendinginn Michael Fay. Hann segist ennþá þeirrar skoðunar að hér sé um blekkingu að ræða af hálfu SDYC til þess að draga athyglina frá undirbúningi Conners fyrir kapp- siglinguna. Fay heldur því fram að Conner muni eftir allt mæta til leiks á einbytnu. Þessi nýja kenning hans er til marks um að sálfræðistríð sigl- ingaklúbbanna sé í algleymingi. Fay segist hafa miðað áætlanir sínar við að siglt yrði við San Diego og varð því einnig æfur er Conner og hans menn ákváðu að bikarvömin færi fram í San Pedro bugtinni við Long Frá smíði stórskútu Michaels Fays í Auckland á Nýja-Sjálandi. milljónir Bandarikjadollara eða jafnvirði 600 milljóna íslenzkra kri skútumar yrðu einsmastra embytn- ur, einnig skúta sú, sem Conner hygðist verja bikarinn á. Nú um helgina hafnaði siglinga- klúbburinn í San Diego þessari til- lögu. „Við inntum hugsanlega þátt- takendur víðs vegar að úr heiminum álits. Sögðu þeir útilokað að þeir yrðu tilbúnir til keppni á 90 feta bátum í febrúar á næsta ári og hvöttu okkur til að hafna tilboði Fay,“ sagði talsmaður klúbbsins. Verða þeir, sem hugsanlega vilja vera með, því að reiða sig á Peter de Savary og brezka siglingafélagið hans, Royal Bumham Yacht Club (RBYC), vinni mál sitt fyrir Hæsta- rétti New York-ríkis. Krefst félagið að keppnin um Ameríkubikarinn verði opnuð fleiri aðilum og færð aftur til þess að væntanlegir kepp- endur fái 10 mánaða undirbúnings- tíma. Hinar aldargömlu keppnisregl- ur munu kveða svo á um, að þegar skorað er á handhafa bikarsins til einvígis með sama hætti og Fay hefur gert, skuli aðeins tvær skútur keppa, bátur verjanda og bátur áskoranda. Þar sem Conner og fé- lagar hafa sagst reiðubúnir að keppa við fleiri skútur veltur það á túlkun dómarans á reglunum hver niður- staðan verður. Þó svo að dómur gengi Bretunum í hag þyrfti sennilega að reka nýtt mál fyrir dómstólum til að fá úr því skorið á hvemig bát þeir yrðu að Beach, 200 kílómetrum norðan við San Diego. Hótaði hann málarekstri til þess að fá þessu breytt en fulltrú- ar SDYC sögðu alltof mikla lygnu við heimaborg sína til kappsiglinga á haustin. Vindasamara er við Long Beach og er talið að tvíbytna muni hafa ótvíræða yfirburði yfir einbytnu við aðstæður, sem þar em ríkjandi. Conner virðist vera alvara í því að keppa á fjölbytnu. Samkvæmt franska blaðinu Liberation hefur hann gert samning við franska aðmírálinn Rene Marqueze, sem er einn færasti sérfræðingur heims á sviði fjölbotna báta. Mun Marqueze leggja Conner og áhöfn hans til æfingabát að verðmæti 60 milljónir íslenzkra króna. Ymsir fæmstu fjöl- bytnustjórar Frakka munu þjálfa Conner og áhöfn hans í meðferð bátsins. Einnig hefur SDYC leigt tvær tvíbytnur til þátttöku í svoköll- uðum Formula-40 keppnum til þess að Conner öðlist keppnisreynslu á bátum af þessu tagi. Þá hefur S.D.Y.C. fyrir alllöngu fengið fæmstu skútusmiði Banda- ríkjanna til þess að hanna og smíða tví- eða þríbotna skútu fyrir bikar- vömina. Fyrir sveit þeirri fer skútu- hönnuður að nafni John Marshall og nýjustu fregnir úr herbúðum hans herma að alvarlega sé til athugunar að setja stóran og hreyfanlegan væng á skútuna í stað hefðbundinna segla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.