Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 33 Reuter Sexmenningarnir frá Sharpeville í Suður-Afríku, sem eiga yfir höfði sér að verða hengdir í dag ef þeir fá ekki „gálgafrest“. Suður-Afríka: Fá sexmenn- ingarnir „gálgafrest“? Pretoríu. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Suður-Afríku frestaði þar til í dag að taka af- stöðu til beiðni „sexmenninganna frá Sharpville“ um að lífi þeirra verði þyrmt. Mennimir era sakað- ir um aðild að morði þeldökks embættismanns. Lögmenn sakbominganna gera nú úrslitatilraun til þess að koma í veg fyrir að sexmenningamir verði hengdir. Hafa þeir beðið um „gálga- frest" á gmndvelli nýrra gagna, sém þeir telja að sýni sakleysi þeirra, en dómari, sem hefur með mál sex- menninganna að gera, sagði í gær að lögmennimir þyrftu að leggja fram betri og nákvæmari gögn. Denis Kuny, einn lögmannanna, sagði að maður, sem vitnaði á sínum tíma gegn sexmenningunum, hefði nú lagt fram eiðsvama yfirlýsingu þess efnis að hann hefði borið ljúg- vitni. Segir hann að lögreglan hafi neytt sig til þess að undirrita yfirlýs- ingu um selrt tveggja mannanna. Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, hefur hvatt P. W. Botha, for- seta Suður-Afn'ku, til þess að beita sér fyrir því að refsingu sexmenning- anna verði breytt. Helmut Kohl, kanzlari Vestur-Þýzkalands, sendi Botha samskonar áskomn fyrir hönd Evrópubandalagsins í gær. Verulegar breytingar á breska tekjuskattskerfinu: Skattþrepum verður fækkað úr sex í tvö London. Reuter. NIGEL Lawson, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti löndum sínum í fyrradag nýtt skattakerfi og sagði, að það væri eitt það einfaldasta, sem fyrirfyndist. Er í því meðal annars kveðið á um skattalækkanir, ekki síst á hátekjum, en að þvi þótti stjórnarandstöðunni mikil skömm og gerði hróp að Lawson þegar hann flutti fjárlagaræðuna. Lawson tilkynnti tveggja prósenta lækkun á tekjuskatti af venjulegum launatekjum, úr 27% í 25%, og tekju- skattur, sem lagður hefur verið á allar tekjur yfir 20.000 pundum, rúmlega 1.440.000 ísl. kr., lækkar úr 60% í 40%. í núverandi tekjuskattskerfí em sex þrep en í því nýja verða þau aðeins tvö. „Vegna þessara róttæku breytinga verður breska tekjuskatts- kerfíð eitt það einfaldasta í heimi,“ sagði Lawson á þingi en viðbrögð stjómarandstöðunnar eiga sér varla nokkurt fordæmi í breskri þingsögu. Tvisvar sinnum mátti Lawson fjár- lagaræðunni í nokkum tíma, þegar þingmaður Skoska þjóðarflokksins hafði uppi ókvæðisorð um Lawson og fjárlögin og þegar margir þing- manna Verkamannaflokksins hróp- uðu „skammarlegt, skammarlegt" í kór. Neil Kinnock, formaður Verka- mannaflokksins, átaldi flokksbræður sína fyrir framkomuna en fór jafn- framt hörðum orðum um fjárlaga- frumvarpið og sagði, að í því væri ekki gert ráð fyrir neinum nýjum framlögum til heilbrigðiskerfisins, sem væri komið að fótum fram. í viðtali í sjónvarpi varði Lawson þá ákvörðun að lækka skatta af há- tekjum og sagði, að skattprósentan ætti að vera hvetjandi en ekki letj- andi. „Við höfum ótal dæmi um hvað gerist þegar vel menntað fólk og menn í ábyrgðar- og stjómunarstörf- um er skattlagt of mikið — það tek- ur ýmist þann kostinn að fá sér eitt- hvert rólegheitastarf eða flytjast til annarra landa þar sem skattamir eru hóflegri," sagði Lawson. Skattalækkanimar munu kosta breska ríkissjóðinn tæplega fjóra milljarða punda á næsta fjárlagaári en Lawson sagði allt benda til áfram- haldandi hagvaxtar og lítillar verð- bólgu. Sumir hagfræðingar segjast hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið vegna þess, að þar sé ekki tekið af skarið um stefnu stjómarinnar í gengismálum. Eru þau á öndverðum meiði um hana, Margaret Thatcher forsætisráðherra og Lawson. Gjaldeyrissalar kváðust hafa verið að bíða eftir vísbendingum um hvort gengi pundsins fengi að hækka eins og Thatcher vill, eða hvort miðað yrði óopinberlega við, að gengið væri sem næst þremur vestur-þýskum mörkum eins og Law- son vill. Samtök breskra iðnrekenda lofuðu hins vegar fjárlögin og sögðu, að þau myndu örva hagvöxtinn enn frekar. Reuter Míkhaíl Gorbatsjov og eiginkona hans, Raísa, eftir að Gorbatsjov hafði ávarpað júgóslavneska þingmenn i gær. A innfelldu myndinni faðmar Gorbatsjov ungan pilt að sér í Vináttugarðin- um í Belgrað á þriðjudag eftir að hafa þegið að gjöf frá honum merki „Gorani“, ungliðahreyf- ingar júgóslavneska kommúni- staflokksins. árum áður og vék að því að júgóslav- neskar frelsissveitir undir forystu Jósefs Títós og sovéskir hermenn hefðu frelsað Belgrað, höfuðborg Júgóslavíu, á árum síðari heimsstyij- aldarinnar. Minnti hann á að ríkin hefðu gert með sér vináttusamning árið 1945 en „því miður“ hefði þeim sáttmála verið rift er vináttutengslin rofnuðu. „Órökstuddar ásakanir voru birtar á hendur forystumönnum júgóslavneska kommúnistaflokksins. Sú deila skaðaði bæði Júgóslavíu, Sovétríkin og sjálfan sósíalismann," sagði Gorbatsjov. Segja fréttaskýr- endur hann aldrei hafa viðurkennt á svo afdráttarlausan hátt að Jósef Stalín, þáverandi Sovétleiðtoga, hafi orðið á mistök er hann vísaði Júgó- slavíu úr alþjöðasambandi kommún- ista (KOMINTERN) árið 1948 og lýsti yfir því að Tító væri bæði svik- ari og fasisti. Til marks um bætt samskipti ríkjanna undirrituðu Gorbatsjov og fulltrúar júgóslavneskra stjómvalda sameiginlega yfirlýsingu á þriðjudag þar sem kveðið er á um jafnræði í samskiptum Sovétríkjanna og Júgó- slavíu. Gorbatsjov og eiginkonu hans Raísu hefur verið geysilega vel tekið í Belgrað en 12 ár eru liðin frá því aðalritari sovéska kommúnista- flokksins heiðraði landsmenn með nærveru sinni. Þannig hópuðust þús- undir manna að þeim hjónum í gær í miðborg Belgrað er Sovétleiðtoginn gaf sig á tal við innfædda. Leiðtogar Júgóslavíu hafa ekki rætt við al- menning á götum úti frá þvi Tító safnaðist til feðra sinna árið 1980. >eröar 1 vorur TROLL-LÁSAR SKRÚFLÁSAR GALV. PATENT-LÁSAR VÍRAKLEMMUR KÓSSAR SIGURNAGLAR STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA NÆRFÖTÚR KANÍNUULL SOKKAR MEÐ TVÖ- FÖLDUM BOTNI ULLARLEISTAR BAUJUSTANGIR BAUJULUKTIR ENDURSKINSBORÐAR FLATNINGSHNÍFAR BEITUHNÍFAR SVEÐJUR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR íkassa og lausir. ÍSSKÓFLUR SALTSKÓFLUR ÁLSKÓFLUR SNJÓÝTUR STUNGUSKÓFLUR KARFAKVÍSLAR LOÐFOÐRAÐIR SAMFESTINGAR KAPPKLÆÐNAÐUR ULLARPEYSUR SKYRTUR KLOSSAR ÖRYGGISSKÓR GÚMMÍSTÍGVÉL KLUKKUR LOFTVOGIR ÁTTAVITAR SJÓNAUKAR ÁLPOKAR MERKJABYSSUR *Hl«i*á*r*'it**n*íw* Polyfslia exterior Polyfilla Cettutosc spartetpuiver LINUGOGGAR NETARÚLLUGOGGAR ÚRGREIÐSLUGOGGAR KARFAGOGGAR FISKHAKAJÁRN FYLLIEFNI ÚTI-INNI PQLYSrRIPPA KARAT. LANDFESTARTÓG KARAT-TÓG MARLIN-TÓG KRAFT-TÓG LÉTT-TÓG BLÝ-TÓG NÆLON-TÓG LAKK-OG MÁLINGAR- UPPLEYSIR NÚEINNIG FULLKOMIN MÁLNIN- INGARÞJÓNUSTA ALLIR LITIROG ÁFERÐIR Á VEGGI, GÓLF, GLUGGA VINNUVÉLAR OG SKIP FISKILÍNA ÖNGULTAUMAR ÁBÓT 6-7-8 LÍNUÖNGLAR 6-7-8 VASAUÓS OG LUKTIR SKIPASKOÐUNAR- VÖRUR iUMitKl GRANDAGARÐI 2, ANANAUSTUM. SÍMI 28855. OPIÐ LAUGARDAGA 9-12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.