Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 Kjúklingabændur: Samkomulag um eina kjötvinnslu FLESTIR af stærstu kjúklinga- framleiðendum landsins hafa Umferðarslys á Skógarströnd: Lenti á brú- arstólpa Bílbeltin talin hafa bjargað fólkinu BÍLL gjöreyðilagðist er honum var ekið á brúarstólpa á Laxá á Skógarströnd í gær, miðvikudag. Með ökumanni var fjögurra ára barn og voru bæði spennt í bílbelti. Lögreglan í Stykkishólmi telur að bílbeltin hafi bjargað lífi fólksins. Umferðaróhappið varð um klukk- an 15.10 á miðvikudag. Bílnum var ekið austur Skógarströnd. Hann rann til á hálku í beygju við brúna á Laxá, lenti á öðrum brúarstólpan- um og slóst þversum þannig að hinn stólpinn gekk inn í bflinn miðjan. Bamið var flutt á sjúkrahúsið í Stykkishólmi en fékk að yfírgefa það að lokinni skoðun. Að sögn lögregl- unnar var mar eftir bflbeltin einu meiðslin á fólkinu og taldi lögreglu- maðurinn, sem fór á staðinn, að beltin hefðu bjargað fólkinu. stofnað hlutafélag um rekstur kjötvinnslu. Tekur hlutafélagið yfir rekstur kjötvinnslu Hreiðurs hf. í Mosfellssveit, sem framleitt hefur vörur undir vörumerkinu ísfugl, og er sala þessa rekstrar- þáttar hluti af endurskipulagn- ingu Hreiðurs hf. Stofnendur hlutafélagsins 'eru Markaðskjúklingur hf. (ísfugl), Reykjagarður hf. (Holtakjúklingar), Móar og Jónas Halldórsson í Svein- bjamargerði (Fjöregg). Á bak við þessi fyrirtæki standa flestir kjúkl- ingabændur landsins. Bjami Ásgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs hf., sagði í gær að þama hefði verið búið að byggja upp góða lqötvinnslu með mikilli afkastagetu. Samkomulag hefði orðið um það í stéttinni að samein- ast um rekstur hennar í staðinn fyrir að byggja upp á mörgum stöð- Bjami Ásgeir sagði að stefnt væri að aukinni framleiðslu á til- búnum réttum, pylsum og áleggs- vömm. Framleiðsla á tilbúnum rétt- um í örbylgjuofna gæti verið vaxt- arbroddur í kjúklingasölu og væri m.a. áhugi á að hefla framleiðslu á réttum, samkvæmt samningum við erlend fyrirtæki, til viðbótar við þær vömr sem þegar væm framleiddar hjá fyrirtækinu. Morgunblaðið/PPJ. Flugmaðurinn ræðir við Lárus J. Atlason hjá Loftferðaeftirlitinu eftir komuna til Reykjavíkurflugvallar í gær. Lítil vél í vanda ERLENDUR flugmaður, sem var að feija litla flugvél frá Bandarikjunum, tilkynnti síðdegis i gær að hann ætti við vélarbilun að stríða. Þá átti hann nokkurn spöl ófarinn til íslands. Vél frá vamarliðinu fór á móti litlu flugvélinni og fylgdi henni inn til lendingar á Reykjavíkurflug- velli. í ljós kom að vélarbilunin var smávægileg og lenti vélin heilu og höldnu. Flugmaðurinn var einn um borð. Fjármálaráðherra: Kröfur HIK samsvara um 65% launahækkun Ekki fært að semja um kjararýrmin, segja talsmenn KI Menntamálaráðherra: Eugin lög vegna kerniam- verkfalls í undirbúningi Menntamálaráðherra segir að engin lög séu í undirbúningi í hans ráðuneyti til að bregðast við hugsanlegu verkfalli kennara. Orðrómur hefur veríð í skólum að ef af verkfalli verði muni verða sett lög um að nemendur flytjist milli bekkja án prófa og nemend- ur níunda bekkjar þyrftu að taka inntökupróf í framhaldsskóla. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra sagði við Morgunblaðið að ekkert væri hæft í þessu. Það eina sem menntamála- ráðuneytið væri að skoða í sambandi við kjaradeilu kennara væri ýmsir liðir kröfugerðar þeirra sem vörðuðu fagleg atriði. KRÖFUR Hins íslenska kennara- félags samsvara um 65% launa- hækkun til handa kennurum að mati fjármálaráðuneytisins. Til- boð ráðuneytisins gerir hins veg- ar ráð fyrir að almennar launa- breytingar milli áranna 1987 og 1988 verði sömu og samið var um milli VMSÍ og VSÍ. Að sögn fjármálaráðherra telur ráðu- neytið ekki gerlegt, eins og nú horfir í þjóðarbúskap hér á landi, að gera kjarasamninga við starfsmenn ríkisins sem gangi lengra hvað launabreytingar snertir en ætla má að verði á hinum almenna vinnumarkaði. í yfirlýsingu frá Kennarasam- bandi íslands er hins vegar litið svo á að tilboð ríkisins þýði í raun kjararýrnun fyrir kennara- stéttina og því sé sambandinu ekki fært að ganga til samninga á grundvelli þess. I úttekt, sem fjármálaráðuneytið hefur gert á launum kennara eru áætluð heildarlaun framhaldsskóla- kennara innan HÍK 98.703 krónur á mánuði og áætluð laun fram- haldsskólakennara innan KÍ 91.815 krónur á mánuði. Heildarlaun grunnskólakennara innan HÍK nema, samkvæmt úttekt ráðuneyt- isins, 77.807 krónum á mánuði og áætluð heildarlaun grunnskóla- kennara innan KÍ 74.820 krónum á mánuði. í ályktun KÍ segir hins vegar að þessar tölur séu afar villandi og gefí ranga mynd af launum kenn- ara. í úttektinni sé ekki einungis um að ræða laun almennra kennara heldur einnig laun skólastjómenda og ýmissa hópa sem raðist' ofar í launaflokka en almennir kennarar. í yfírlýsingu KÍ segir að heildarlaun grunnskólakennara séu um 69.000 krónur á mánuði, miðað við meðal- tal í desember 1987, eða 8% lægri en upplýsingar fjármálaráðuneytis- ins gefí til kynna. í yfirlýsingunni harmar KÍ að fjármálaráðuneytið skuli birta upplýsingar um kennara- laun með þeim hætti sem gert var og að með slíkum vinnubrögðum sé gefíð tilefni til rangtúlkana og misskilnings sem síst verði til þess að bæta samstarf þessara aðila í yfirstandandi samningagerð. Sjá ennfremur fréttir á bls. 37. Þýskalandsmarkaður: Útflutningur gámafisks stöðvaður tímabundið „Eina framkvæmanlega leiðin til að takmarka framboðið,“ segir Kristján Ragnarsson niður fyrir lágmarksverð Evrópu- bandalagsins og viljum við ekki að það gerist aftur,“ sagði Kristj- Lést af slysförum ÍSLENSKUR sjómaður, Gunnar Þorkell Jónsson, lést af slys- förum aðfaranótt sl. mánudags, þegar hann féll af landgangi erlends leiguskips Eimskips. Skipið var þá í slipp í Rotterdam í Hollandi. Gunnar Þorkell var háseti á skip- inu. Hann fannst látinn á mánu- dagsmorgun og er talið víst að hann hafí fallið af landganginum niður í slippinn. Hann var 23 ára gamall, faeddur 25. október 1964, til heimil- is að Sléttahrauni 28 í Hafnarfírði. Hann var ókvæntur og bamlaus. Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að stöðva tímabundið veitingu útflutningsleyfa fyrir gámafisk á Þýskalandsmarkað vegna þess að líkur eru taldar á offramboði á ferskum fiski og að verð falli niður fyrir gild- andi viðmiðunarverð Evrópu- bandalagsins. Mun ráðuneytið ekki veita leyfi frá og með morgundeginum til 11. apríl næstkomandi. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagðist vera samþykkur þessu banni ráðuneytisins. Hann sagði að fímm skip seldu samtals um 1.000 tonn í Þýskalandi í næstu viku og 4 um 800 tonn í þamæstu viku og taldi hann að það myndi fullnægja eftirspum- inni á markaðnum á þessum tíma. „Við eigum mikilla hagsmuna að gæta á þessum markaði, þar sem við höfum samninga um 2% toll á karfa í stað 15%, og viljum því að samningamir verði haldnir. Nýlega gerðist það að vegna of- framboðs af gámafíski fór verðið án. Hann sagði að tímabundið bann við gámaútflutningi væri eina framkvæmanlega leiðin til að tak- marka framboðið. Búið væri að bóka sölur úr skipunum með 5 vikna fyrirvara og takmarka fjölda skipanna. Hann sagði að með þeim færu stærri farmar og væri það því hagkvæmari útflutningur á ísfiski. Félag bóka- gerðarmanna ákveður yfir- vinnubann FÉLAG bókagerðarmanna mun setja á yfirvinnubann frá og með laugardeginum 26. mars næst- komandi ef samningar takast ekki við vinnuveitendur fyrir þann tima. Tillaga þessa efnis var sam- þykkt samhljóða á fjölmennum félagsfundi FBM sem haldinn var i gær, að sögn Magnúsar E. Sig- urðssonar formanns félagsins. Magnús sagði í gær að samninga- viðræður við Félag íslenska prent- iðnaðarins hefðu staðið lengi án þess að samningar tækjust. Félagsfund- urinn hefði verið boðaður til að ræða stöðu samningamáia og þetta orðið niðurstaðan. Alþjóðlega skákmótið á Akureyri: Margeir vann Gurevich Jóhann o g Margeir efstir eftir 7 umferðir JÓHANN Hjartarson og Mar- geir Pétursson eru i 1.—2. sæti á alþjóðlega skákmótinu á Akur- eyri eftir að sjö umferðir hafa verið tefldar. Þeir eru báðir með 4'/2 vinning og eiga báðir eina skák til góða. Jóhann á eftir að tefla frestaðrí skák við Helga Ólafsson og Margeir á biðskák við Helga. í 3.-4. sæti eru so- vésku stórmeistararnir Gurevich og Polugaevsky, einn- ig með 4'/2 vinning. Þrír skák- menn eru með 4 vinninga, þeir Dolmatov, Karl Þorsteins og Tisdal. í 7. umferðinni sem tefld var í* gær urðu úrslit þau að Margeir vann Gurevich, Polugaevsky vann Helga, Tisdal vann Ólaf, Jón L. vann Jón Garðar, Karl og Dolmatov gerðu jafntefli og einnig Adoijan og Jóhann í æsispennandi skák. í dag klukkan 17 fer 8. umferðin fram I Alþýðuhúsinu á Akureyri og má þá búast við harðri baráttu Ijög- urra efstu manna, þar sem þeir tefla innbyrðis. Margeir teflir við Polugaevsky, Gurevich við Jóhann, Jón Garðar við Adotjan, Helgi við Karl, Dolmatov við Tisdal og Olafur við Jón L. Thor á leið í klaustur THOR Vilhjálmsson ríthöf- undur, sem nýlega hlaut bók- menntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir bók sína Grá- mosinn glóir, er nú staddur I París. Þar mun hann hafa nokkurra daga viðdvöl áður en hann heldur i klaustur þar sem hann sest við skriftir. Klaustrið er staðsett í Frakk- landi og þar mun Thor væntan- lega fá gott næði til að vinna að skriftum. Ekkert hefur enn verið ákveðið um lengd dvalar- innar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskur rithöfundur dregur sig út úr skarkala heimsins og dvelst í klaustri. Nóbelskáldið Halldór Laxness dvaldi sem kunnugt er í Clervaux-klaustri fyrr á öldinni og segir frá dvöl- inni í bókinni Dagar hjá múnk- um, sem út kom fyrir jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.