Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 (MBOl Irröernational Reiknivélar Mjög góð greiðslukjör. &SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 6879/0-68 1266 Hjólhýsi - tjaldvagnar - kerrur Höfum opnað sölutjaldið og vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar gerðir af ofangreindu á söluskrá. Sölutjaldið, Borgartúni 26 (bak við Bílanaust). GisllJónsson og Co. hf., sími 626644. Glæsileg karlmannaföt margir litir. Klassísk snið og snið fyrir yngri menn. Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,- Terylenebuxur kr. 1.195,-, 1.395,-, 1.595,- og 1.795,- teryl./ull/stretch. Gallabuxur kr. 790,-, 850,- og 875,- sandþvegnar. Flauelsbuxur kr. 795,- Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. Af serstokum astæðum er til sölu svo til ónotað Muskateer hjólhýsi 14 fet. Húsið er með öllum búnaði, t.d. tvöföldu gleri, ískáp, hita o.s.frv. GísliJónsson & Co- hf.9 Sundaborg 11, símar 626644, 686644. Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragötegundir ROYAL SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA AF ERLENDUM VETTVANGI ^ eftir Óla Bjöm Kárason Ar hínna glöt- uðu tækifæra Sagan af því hvernig Robert Dole missti af forsetaembættinu ÞEIR sem keppa ætla að útnefningn Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 1992 ættu að læra af mistökum Roberts Dol- es, leiðtoga flokksins i Öldungadeildinni. Eftir sætan sigur yfir George Bush, varaforseta, í Iowa, benti allt til að Dole yrði forseta- efni repúblikana og að lfkindum næsti forseti Bandaríkjanna. En eftir röð mistaka, óreiðu og ósfjórnar á Dole enga möguleika og „þrumuþriðjudaginn" 8. mars tapaði hann fyrir Bush, jafnvel i Washington-rfki, sem allir töldu öruggt vígi. Þegar Bush fékk síðan yflr helming atkvæða i Illinois, en Dole aðeins 36% virtist leikurinn endanlega tapaður fyrir Dole, enda hafði hann sjálfur hamrað á þvi að í Illinois yrði taflinu snúið við eftir ósigurinn 8. mars. Marg- ir fylgismenn Doles eru hins vegar famir að huga að kosningabar- áttunm 1992. Margir ráðgjafar Doles vildu að hann drægi sig í hlé eftir útreiðina á 8. mars og mun eigin- kona hans Elizabeth, fyrrverandi samgönguráðherra, hafa verið í þeirra hópi. Dole vildi hins vegar bíða eftir að Jack Kemp hætti keppni sem hann og gerði fimmtu- daginn 10 mars. Og þá var það orðið of seint fyrir Dole að kveðja með reisn. Fyrir aðeins mánuði virtist allt vera Dole ( hag, eftir sætan sigur í Iowa. Bush átti erfitt uppdráttar og var lífsnauðsynlegt að vinna í forkosningunum í New Hamphire, viku eftir Iowa. Allt benti hins veg- ar til að varaforsetanum tækist það ekki og aðeins tveimur dögum fyr- ir kosningamar sýndu flestar skoð- anakannanir að Dole hefði foryst- una. En eins og frambjóðendur árið 1992 geta lært af mistökum Doies, þá geta þeir vissulega lært af vel skipulagðri baráttu Bush. Honum tókst að snúa dæminu al- gjörlega við á nokkrum dögum og Dole beið afhroð. (í fyrstu forkosn- ingum skiptir ekki öllu að koma fyrstur í mark heldur ekki síður að ná betri kosningu en búist var við. Forkosningar eru keppni um að gera betur en allir eiga von á.) Rangar ákvarðanir og fjáraustur Donald Devine, fyrrum ráðgjafi Doles, segir í viðtali við banda- rfska stórblaðið The Wall Street Joumal, að framboð öldungar- deildarþingmannsins hafi verið dæmi um framboð sem tapast vegna rangra ákvarðana, og fjárausturs. En það sem skiptir mestu er að Dole vantaði stefnu, vantaði þema í kosningabarátt- una. Það eina sem hann virtist vera tilbúinn að bjóða var reynsla sem leiðtogi repúblikana í Öld- ungadeildinni. Kjósendur voru litlu nær um skoðanir frambjóð- andans. í New Hampshire lagði Bush mikla áherslu á andstöðu við skattahækkanir og í sjónvarps- auglýsingum var gefíð fyllilega í skyn að Dole væri ekki treystandi í skattamálum. Skattar eru eitur í beinum íbúa Hew Hampshire og Dole hélt því fram eftir að niður- stöður kosninganna lágu fyrir að neikvæðar auglýsingar varafor- setans væru helsta skýringin á því að hann beið lægri hlut. Neikvæðar auglýsingar kunna að vera hluti af skýringum fyrir tapi Doles, en eru langt frá því að segja alla söguna. íbúar New Hampshire hreinlega treystu Dole ekki þegar á reyndi og honum reyndist um megn að vinna tiltrú þeirra. Sjónvarpsauglýsing, þar sem stefna Doles í skattamálum var skýrð út, var aldrei birt, vegna þess að frambjóðandanum vafðist tunga um tönn. í vikunni fyrir forkosningamar í New Hampshire hélt Dole ræðu í kvöldverði repúblikana í Nashua og átti að nota hluta hennar í auglýsingu undir yfírskriftinni „Engir skatt- ar“. En Dole var þreyttur og í stað þess að segja að hann myndi beita neitunarvaldi sem forseti gegn skattahækkunum þá sagðist hann ætla að nota neitunarvaldið til að koma í veg fyrir skattalækk- anir. Ráðgjafar Doles reyndu að klippa myndbandið, en það gekk ekki og aftur var reynt að mynda ræðu í Háskóla Hew Hampshire en þá var frestur sjónvarpsstöðv- anna til að skila inn auglýsingum útrunninn. Richard Wirthlin, sem vann skoðanakannanir fyrir Dole, taldi auglýsinguna ekki mikil- væga, þar sem skattamál væru ekki stórmál fyrrir kjósendur. Raunin varð önnur. Tækifæri glatað En kannski gerði Dole stærstu mistökin síðastliðið haust. Þá virt- ist Dole eiga möguleika á að fá Lamar Alexander, fyrrverandi ríkisstjóra Tennessee, til liðs við sig sem varaforsetaefni. Alexand- er er mikilsvirtur og áhrifamikill í stjómmálum í Suðurríkjunum. Bandalag við hann hefði styrkt stöðu Doles verulega í keppninni við Bush. The Wall Street Journal greindi frá því síðastliðinn mánudag, að Alexander hefði átt fund með Dole og Rath, ráðgjafa frambjóð- andans, í New Hampshire þegar sá fyrstnefndi heimsótti ríkið til að fylgja dóttur sinni í skóla, snemma í september. Á fundinum var rætt um möguleika þess að Alexander tæki þátt í kosninga- baráttunni, sem varaforsetaefni Doles. Alexander virtist hafa áhuga og byrjað var á uppkasti að ræðu þar sem bandalagið var tilkynnt. En hugmyndin varð að engu í herbúðum Doles. Með Alexander sér við hlið, sem varaforsetaefni, hefði Dole styrkt stöðu sína í Suðurríkjunum, eins og áður er sagt. Og þrýstingur á Bush að tilkynna varaforsetaefni hefði aukist vemlega. (Það er kaldhæðnislegt að Alexánder er meðal þeirra sem Bush telur hæ- fasta í embætti varaforseta.) Óstjórn Samkomulagið í herbúðum Do- les var ekki gott og deilur loguðu milli Bill Brocks kosningastjóra annars vegar og annarra ráðgjafa Doles hins vegar. Að auki vantaði skipulagslegan aga og þegar ákvarðanir um stjóm og her- kænsku vom teknar vom afleið- ingar þeirra oft hroðalegar. Það virðist einnig sem haldið hafi verið illa á peningum. í sept- Reuter Dole er kampakátur á þessari mynd, sem tekin var eftir sigur hans í Iowa á dögunum. Hætt er þó við þvi að kappinn sé nið- urdregnari núna. ember á liðnu ári hafði Dole varið 1,4 milljónum dollara minna í framboðið en Bush. Sérfræðingar þess fyrmefnda reiknuðu með að vegna þessa gæti Dole varið svip- uðum fjármunum fyrir þriðjudag- inn 8. mars og Bush. En í októb- er snerist dæmið við. Dole hefur eytt 3 milljónum dollumm meira en Bush. Afleiðingin er sú að á meðan varaforsetinn á um 5,5 milljónir dollara í banka er Dole nær búinn með sjóðinn. Frambjóðendur sem ekki höfðu yfir nægilegum fjármunum að ráða á 8. mars vom í raun dæmd- ir til að bíða lægri hlut (Jesse Jackson, er undantekning). Ólfkt kosningunum í Iowa og New Hampshire em frambjóðendur nær algjörlega háðir fjölmiðlum og þá fyrst og fremst ljósvakafjöl- miðlum. Ekki hættur Dole segist ekki vera hættur og kveðst vera sigurstranglegri en Bush í forsetakosningunum í nóvember. Skoðanakannanir hér í Bandaríkjunum benda hins vegar til annars. Á mánudag birti ABC- sjónvarpsstöðin niðurstöður könn- unar þar sem borið var saman fylgi einstakra frambjóðenda. Bush nýtur jrfir 60% fylgis meðal repúblikana og Mikael Dukakis nýtur mest stuðnings meðal demókrata. Bush myndi og vinna alla frambjóðendur demókrata með yfirburðum ef forsetakosn- ingamar fæm fram nú. Dole biði hins vegar lægri hlut gegn Duk- akis, en hefði sigur á Albert Gore og Jesse Jackson. Röksemdir Doles em að vopna- söluhneykslið muni hafa neikvæð áhrif á forsetaframboð Bush og jaftivel gera honum ókleift að vinna kosningamar. Með þessar röksemd að vopni bindur Dole vonir við að koma ( veg fyrir að Bush nái meirihluta fulltrúa á landsfund repúblikana. Þá yrði að velja forsetaframbjóðandann með öðmm hætti og vonast Dole til þess að hann reynist hlutskarp- ari í slíku uppgjöri, hvaða fótur sem annars er fyrir því haldi hans. Til þess að vama Bush meiri- hluta landsfundarfulltrúa þarf hann að vinna að meðaltali 65% fulltrúa í þeim ríkjum sem eftir era. Og til að vinna meirihluta verður Dole að vinna tæplega 90%. Að öllum Kkindum er það útilokað, en með stuðningi óháðra fulltrúa og fulltrúa annarra fram- bjóðenda vonar Dole hið besta. Bush nýtur greinilega vinsælda Ronalds Reagans og hollustu sinnar við forsetann í Illinois, eins og annars staðar. Eða eins og Robert Dole sagði í viðtali við ABC-siónvarpsstöðina á mánu- dag: „Eg get haft sigur á George Bush en ekki Ronald Reagan."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.