Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 139. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Suður-Afríka: Lýðræðis- viðræðum- ar í hættu Jóhannesarborg. Reuter, The Daily Telegraph. F.W. DE Klerk, forseti Suður- Afríku, ákvað í gær að stytta heimsókn sína til Spánar vegna mikillar ólgu í landinu í kjölfar fjöldamorðs á blökkumönnum, sem hefur stefnt viðræðum stjórnarinnar við Afríska þjóðar- ráðið (ANC) um stjórnarfarsum- bætur í hættu. Rúmlega 120 blökkumenn hafa beðið bana frá því á miðvikudag, þegar 39 manns, þar á meðal konur og börn, voru myrtir í rúmum sínum í Boipatong, blökkumannabæ.sunn- an við Jóhannesarborg. Lögreglan kvaðst í gær hafa handtekið fimm blökkumenn í tengslum við fjölda- morðið. Talið er að þeir séu félagar í Inkatha-frelsisflokknum, sem hef- ur átt í blóðugum átökum við fylgis- menn ANC. Afríska þjóðarráðið sagði að stjórn hvíta minnihlutans bæri ábyrgð á fjöldamorðinu og Nelson Mandela, leiðtogi hreyfingarinnar, tiikynnti í ræðu í Boipatong á sunnudag að tvíhliða viðræðum við stjómina yrði frestað í óákveðinn tíma vegna atburðarins. Fram- kvæmdastjórn hreyfingarinnar kemur saman í dag til að ræða hvort hún eigi að halda áfram þátt- töku í viðræðunum um nýja stjórn- arskrá, Ráðstefnunni um lýðræðis- lega Suður-Afríku (Codesa). Hreyf- ingin óskaði í gær eftir því að nefnd- arfundi Codesa yrði frestað þar til eftir fund framkvæmdastjórnarinn- ar. Háttsettir embættismenn ANC og fréttaskýrendur töldu ólíklegt að framkvæmdastjórnin ákvæði að hætta þátttöku í Codesa. Desmond Tutu, erkibiskup og friðarverðlaunahafí Nóbels, hvatti suður-afrísku ólympíunefndina til að hætta við þátttöku Suður-Afr- íkumanna í ólympíuleikunum í Barcelona í sumar. Ef hún gerði það ekki yrði alþjóðaólympíunefnd- in að meina suður-afrískum íþrótta- mönnum að taka þátt í leikunum. Verðhrun varð á suður-afríska hlutabréfamarkaðinum í gær vegna ólgunnar. Franskir bænd- urandæfa landbúnaðar- stefnu EB Franskir bændur eru nú æfir út í Evrópubandalagið (EB), sem áformar að draga allverulega úr landbúnaðarstyrkjum sínum. Þeir segja að þessi áform og vaxandi samkeppni frá Austur- Evrópu leiði til þess að hundruð þúsunda manna flosni upp frá búum sínum. Bændurnir ætluðu í gærkvöldi að aka 2.500 drátt- arvélum í átt til Parísar í nótt í því skyni að loka vegum til borg- arinnar. Óeirðalögreglan og ör- yggissveitir bjuggu sig undir að stöðva bændurna og ryðja drátt- arvélunum í burtu með jarðýt- um. Á myndinni veltir bóndi stórum hjólbarða að vegartálma í bænum Arras í norðurhluta landsins. Forseti Moldovu segir rík- ið eiga í stríði við Rússland Slavneskir aðskilnaðarsinnar halda borginni Bendery eftir harða bardaga Bendery, Kíshínjov, Búkarest. Reuter. SVEITIR slavneskra aðskilnaðarsinna héldu borginni Bendery í Moldovu í gær eftir geysiharða bardaga við her landsins um helg- ina. Haft var eftir Mircea Snegur, forseta Moldovu, að 14. her Rússa hefði hertekið borgina og að landið ætti nú í stríði við Rússland. Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur sagt að hann sé reiðubúinn að beita hervaldi til að verja líf fólks af rússnesku þjóðerni í Moldovu og öðrum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. Rússar og Moldovar sömdu um vopnahlé í gærkvöldi fyrir milligöngu rúmenskra stjórn- valda og bardögum linnti skömmu áður en það tók gildi. Moldovskar hersveitir tóku sér stöðu fyrir utan Bendery og héldu uppi skothríð á borgina í gær eftir nokkurt hlé á meðan þær biðu liðs- auka. Her Moldovu náði borginni úr höndum aðskilnaðarsinna um helgina, en var hrakinn aftur af rússneskum sveitum, sem notuðu hergögn frá 14. her Rússlands og ef til vill einhverrar aðstoðar hans. Bendery er á vesturbakka árinnar Dnéstr, en Rússar og Ukraínu- menn, sem hafa sagt sig úr lögum við rúmenska meirihlutann í Moldovu og lýst yfir stofnun sjálf- stæðs lýðveldis, búa einkum austán árinnar. Fréttamaður Reutere-fréttastof- unnar sagði að skothvellir hefðu heyrst í nágrenni borgarinnar í gær, en það hefði ekki verið neitt í líkingu við hina hörðu bardaga um helgina, þegar tugir og ef til vill hundruð manna létu lífið. Þrír skriðdrekar úr vopnabúri 14. hers- ins voru á verði í kringum ráðhúsið í Bendery og sumir veifuðu fána Sovétríkjanna. í nágrannabænum Parkany, sem einnig er í höndum sveita Slava, var sprengju varpað á birgðastöð rússneska hersins og sagði rússneska varnarmálaráðu- neytið að 20 hermenn hefðu særst, en óstaðfestar fréttir sögðu að mik- ið mannfall hefði orðið. Varaforsætisráðherrar Rúss- lands, Moldovu, Úkraínu og Rúm- eníu hittust í gær í Kíshínjov, höfuð- borg Moldovu, og sömdu um vopna- hlé í gærkvöldi. Rúmensk yfirvöld neituðu í gær fréttum um að þau hygðust senda flugmenn til að betj- ast við hlið Moldovu-hers og sögð- ust vilja friðsamlega lausn á deilun- um í landinu. Stærstur hluti Moldovu tilheyrði Rúmeníu fyrir heimstyijöldina síðari og margir íbúar landsins vilja að ríkin tvö sameinist á ný. Sjá „Rússar hóta hernaðarí- hlutun ...“ á bls. 22. Þingkosningar í ísrael í dag: Líkur á samstjórn stóru flokkanna Reuter Danirfagna sigri Þúsundir Dana söfnuðust saman á Ráðhústorginu í Kaupmanna- höfn í gærkvöldi til að fagna óvæntum sigri danska landsliðsins í knattspymu á Evrópumeisturun- um, Hollendingum, í undanúrslit- um Evrópukeppninnar í Svíþjóð. Danirnir þeyttu bílflautur í gríð og erg, veifuðu danska fánanum, sungu og skutu flugeldum á loft. Þetta er í fyrsta sinn sem Danir komast í úrslit Evrópukeppninnar. Á myndinni fagnar danski fram- heijinn Flemming Poulsen þegar sigurinn var í höfn eftir æsispenn- andi vítaspyrnukeppni. Við hlið hans faðmast Peter Schmeichel markvörður og varnarmaðurinn Kim Christofte. Sjá nánar á bls. B3-4. Jerúsalem. Reuter. NIÐURSTOÐUR skoðanakannana sem birtar voru í ísrael í gær benda til þess að Iítill munur sé á fylgi tveggja stærstu flokkanna, Likud-flokksins og Verkamannaflokksins, og endanleg afstaða óá- kveðinna kjósenda kunni að ráða úrslitum í þingkosningunum sem frain fara í dag. Stjómmálaleiðtogar einbeittu sér að því í gær að reyna að ná eyrum óákveðnu kjósendanna, sem voru um 20%. Innflytjendur geta allt eins ráðið úrslitum en á fjórða hundrað þúsund manns á kosningaaldri hafa flust til ísraels frá síðustu kosning- um, aðallega frá Rússlandi. Að undanförnu hefur Verka- mannaflokkurinn haft forystu á stjórnarflokkana og samkvæmt könnunum átt að fá tvö tii 10 þing- sæti umfram þá. Niðurstöður kann- ana á fylgi flokkanna, sem birtust í gær, benda hins vegar til að Likud- flokkurinn og samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn hafi unnið forskot Verkamannaflokksins upp. Hvorugur stóru flokkanna fær nægilegt fylgi til að.geta myndað meirihluta, ef marka má kannanirn- ar. Hvor um sig fékk 38 þingmenn af 120 í síðustu kosningum og Likud myndaði stjóm með flokkum bókstafstrúarmanna. Stjórnmála- skýrendur sögðu að búast mætti við stjórn af því tagi sem stóru flokkarnir tveir mynduðu eftir kosn- ingar 1984 og var við völd til 1988. Leiðtogar flokkanna skiptust á um að veita henni forystu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.