Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 Er fæðingarheim- ilið á elleftu stundu? eftirHuldu Jensdóttur Margir hafa tekið sér fyrir hend- ur að skrifa um málefni Fæðingar- heimilis Reykjavíkur (FHR) og er það vel, þótt árangurinn af þeim skrifum láti 'enn á sér standa. Það er e.t.v. að bera í bakkafullan læk- inn að bæta við einni grein til við- bótar, en mér rennur blóðið til skyldunnar og stundaglasið að renna út, þar eð Fæðingarheimilinu verður lokað vegna sumarleyfa 27. júní nk. og margir uggandi, að þær dyr sem þá lokast opnist ekki aftur. Á sama tíma og nágrannalönd okkar, - og reyndar allir aðrir sem veita fyrsta flokks fæðingarþjón- ustu - eru að keppast við að koma upp stofnun á borð við FHR, vegna þeirra margsönnuðu staðreynda þegar á heildina er litið, að vera bæði öruggur og ódýrari kostur, þá eru forráðamenn heilbrigðismála á íslandi að keppast við að leggja sitt fæðingarheimili niður. Menn tala um spamað í einu orðinu en í hinu orðinu er talað um allskonar uppákomur svo sem að byggja nýja slysadeild til að rétta hlut Ríkisspítala gagnvart Borgar- spítala. Það er talað um að byggja eða breyta húsnæði kvennadeildar Landspítalans svo hægt sé að flytja rekstur FHR þangað á sama tíma og FHR stendur fullbúið hinumegin götunnar og nýverið búið að leggja þar í 11 milljónir til viðhalds og í húsbúnað. Peningum á glæ kastað, ef fer sem horfir. Það vita allir sem til málanna þekkja að ekkert húsnæði er til á kvennadeild LSP til að taka við starfsemi FHR og því síður „að þjónustusérstaða FHR sé tryggð því búið sé að koma upp nákvæm- lega sömu aðstöðu við kvennadeild LSp,“ eins og ráðherra heilbrigðis- mála fullyrti i útvarpsviðtali 4. apríl sl. Ef svo færi að menn létu breyta eða byggja nýtt húsnæði, þá mundi það að sjálfsögðu kosta mikla pen- inga. Ekki aðeins tugi milljóna, heldur hundruði milljóna og að auki taka mjög langan tíma, sem væri þá í framtíð en ekki lausn nútíðar. Hver er þá tilgangurinn með þessu ofurkappi að leggja FHR niður? Ekki er það sparnaður - ekki betri fæðingarhjálp, hvað er það þá? Ódýrasta og besta lausnin fyrir 92 Verð frá: 1.184.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 [0 1 HONDA þjóðarbúið og fyrir góða fæðingar- hjálp á íslandi er sú að búa vel að FHR, auka aðsókn að því með ráð- um og dáð, og fjölga rúmum hið fyrsta. Það er ekki að undra þótt spurt sé, hvað valdi þessum síendurteknu lokunarhugleiðingum um FHR. Því er fljótsvarað. Konur hafa ekki nýtt sér þjónustu þess nægilega í seinni tíð, rekstrareiningin smá og ekki hagstæð. - Og enn er spurt - hvers vegna? Því er einnig fljótsvarað. Þegar kvennadeild Landspítalans opnaði í nýjum húsakynnum fyrir nokkrum árum, vel búin í hvívetna, hófst slíkur öryggis-hræðsluáróður, sem varla á sér hliðstæðu. Leynt og ljóst var því komið inn hjá kon- um að engin kona væri örugg nema hún fæddi á háskólasjúkrahúsi með skurðstofu í viðbragðsstöðu hinu- megin við vegginn. Það var ekki aðeins hættulegt fyrir konur á landsbyggðinni að fæða heima hjá sér, heldur var það og afar hættu- legt fyrir konur að fæða á Fæðing- arheimilinu, sem þó hafði sannað ágæti sitt í tvo áratugi með glæsi- tölum og glæstri afkomu. Svo sem oft gerist í litlu og fá- mennu samfélagi fór áróðurinn eins og eldur í sinu. Sumar konur urðu hræddar, þorði ekki að taka áhætt- una, enda eðlileg viðbrögð þess, sem ekki veit betur. - Fram að þessum tíma höfðu fæðst um og yfir eitt þúsund börn á ári í FHR við góðan orðstír og öryggi eins og best verð- ur á kosið. Þessu til viðbótar var heimilinu lokað í 6-8 vikur í spam- aðarskyni vegna sumarleyfa sem að sjálfsögðu fækkaði fæðingum á ársgrundvelli enn frekar, allt niður í tæplega 400 á ári. Þeir sem störf- uðu við FHR vissu að sjálfsögðu hvar skórinn kreppti, enda staðfest nær daglega af konum sem lentu í hræðsluáróðrinum. Engu að síður voru allir sannfærðir um að áróðrin- um mundi linna og FHR aftur.sjá sinn fífíl fagran og vinnufrið. Marg- ir héldu að sú stund væri að renna upp. Stjómvöld höfðu gefið fögur fyrirheit, ellefu milljónum varið til endurbóta á húsi og húsbúnaði eins og áður sagði. Engin sumarlokum sl. ár, sem að sjálfsögðu hafði áhrif á fæðingarfjöldann og hræðslukór- inn virtist vera að lognast útaf. Þá kom eitt reiðarslagið enn eins og þruma úr heiðskíru lofti. Kvennalistablaðið Vera, birti ný- verið viðtal við Þorkel Helgason aðstoðarmann heilbrigðisráðherra. Þar segir orðrétt: „Þeir hjá skrif- stofu Ríkisspítala sögðu okkur að þeir gætu sparað ríkinu 30 milljón- ir á ári með því að taka við rekstri Fæðingarheimilis frá Borgarspítala og sameina vaktir og annað, svo við sögðum bara takk.“ (Tilvitnun lýkur.) Aðspurðir segja forráðamenn Borgarspítala að þessu tilboði hefði verið tekið á þeim forsendum einum að starfsemin yrði í óbreyttri mynd, byggð á sömu hugmyndafræði og verið hefur á heimilinu frá upphafi, það hafði borgarráð samþykkt á sínum tíma, annað ekki. 1. apríl sl. skrifar starfsfólk FHR undir starfssaming við Ríkisspítala á þeim forsendum að starfsemi heimilisins haldi áfram óbreytt þótt annar rekstraraðili taki við. Næsta dag, 2. apríl, hringir vakthafandi læknir kvennadeildar LSP og til- kynnir vakthafandi ljósmæðrum FHR, að hann sé á vakt, en komi ekki yfir götuna. Framvegis skuli öllum fæðandi konum beint yfír á kvennadeild LSP! í aprílmánuði eru 9 konur fluttar yfir götuna frá kvennadeild til sængurlegu á FHR. Við sem ekki skiljum þessar að- farir hljótum að spyrja: Eru ekki Hulda Jensdóttir „Eru ekki forsendurnar fyrir yfirtöku ríkisins á Fæðing-arheimilinu brostnar?“ forsendumar fyrir yfirtöku ríkisins á Fæðingarheimilinu brostnar? Ekkert hefur staðist af því sem lofað var og hver er sparnaðurinn? Starfsfólk FHR er að sjálfsögðu á launum sem og einnig þeir, sem gengu út við breytingarnar. Það gefur einnig augaleið að ekki er hægt að bæta tæpum 500 fæðing- um á lækna og annað starfsfólk kvennadeildar á ársgrundvelli nema til þurfi að kalla aukavaktir sem kosta mikla peninga. Að auki kallar þetta á útskrift sængurkvenna fyrr en ella, - margar konur vilja og geta farið heim snemma, aðrar geta og vilja það ekki. Auk þess sem slíkur ráðstafanir kalla á margþætt vandamál sem kosta einstaklinginn oft og tíðum mikinn vanda og sam- félagið peningafúlgur, þegar til lengri tíma er litið. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn með hjálp Alþýðuflokks á sínum tíma hafa ávallt staðið vörð um Fæðingarheimilið og hagsmuni þess. Það er e.t.v ekki að undra þótt þeir nú vegna yfirþyrmandi þrýstings og sparnaðaraðgerða láti undan á þeim forsendum að rekstr- arforminu verði ekki breytt. Hins- vegar er ég sannfærð um að eftir þær margendurteknu yfirlýsingar nú um lokun heimilisins muni konur átta sig á að ekki gengur lengur að láta áróður stjóma afstöðu sinni og missa þar með spón úr aski til sjálfstæðis og sjálfsagðra valrétt- inda. Sú hugmynd að tryggingar borgi konum fæðingarpeninga svo þær geti valið, er spor til fortíðar, ekki til framtíðar. Við sem störfuð- um við heimafæðingar hér áður fyrr, vitum til hvers það leiðir og ráðum því eindregið frá þeirri hug- mynd. Margir hafa skrifað um öryggi í fæðingum. ÖIl rök sem dregin hafa verið fram benda til þess, að stofn- anir sem FHR séu einn öruggasti kostur sem þekkist. Sjálf skrifaði ég grein um þá hlið málsins fyrir 3 árum þegar sami vandi steðjaði að heimilinu og vitnaði í rannsóknir og skýrslur þar um, gerðar á vegum WHO. Vitnaði einnig í hið virta enska læknablað The Lancet um rannsóknir sem gerðar höfðu verið á þúsundum kvenna og benti að auki á fræðirit 15 virtra sérfræð- inga um málið. Til að lengja ekki mál mitt nú ætla ég ekki að endur- taka neitt af því en leyfi mér að vitna í tvo íslenska lækna sem hafa fundið þörf hjá sér til að benda á þessa hlið málsins nú á þessum síð- ustu og verstu tímum fyrir eðlilega fæðingarhjálp á íslandi. Landlæknir hr. Ólafur Ólafsson skrifar í Morgunblaðið nýverið, - og segir orðrétt um sparnað og öryggi: „Af faglegum ástæðum virðist ekki þörf á að leggja Fæðing- arheimili Reykjavíkur niður,“ og áfram: „Læknar Fæðingarheimilis- ins eru vart í verri aðstöðu til að bregðast rétt við en læknar úti á landi, en á Fæðingarheimilinu starfa eingöngu sérfræðingar í fæð- ingarhjálp. Af dæmum frá erlend- um þjóðum má ætla að kostnaður við fæðingarhjálp aukist eftir því sem fleiri konur fæða á sérdeildum" ... „faglega og kostnaðarlega ætti því að vera hagstætt að halda Fæð- ingarheimilinu opnu sem lengst.“ (Tilvitnun lýkur.) 30. maí sl. skrifar Ingólfur Sveinsson læknir: „Nútíma mæðra- eftirlit greinir áhættuþætti fyrir- fram, sem gefur áreiðanlegar vís- bendingar um hvort vænta megi eðlilegrar fæðingar. Öryggi á Fæð- ingarheimili Reykjavíkur er þess- vegna með því besta sem fáanlegt er. Markmið heimilisins er að sinna eðlilegum fæðingum með áherslu á að fæðing er ekki sjúkdómur. Lang- flestar fæðingar eru heilbrigðar og eðlilegar." (Tilvitnun lýkur.) Hverskonar stofnun er svo þetta sem stöðugt er verið að loka og ekki loka? Fyrir þá sem nenna að fylgja mér eftir örlítið lengur vil ég upplýsa. Þessi stofnun er hús í húsasamstæðu á homi Eiríksgötu og Þorfinnsgötu í Reykjavík. Hús sem lætur lítið yfír sér. Hús sem stórhuga konur sáu í gimsteina - orð að sönnu - því þar höfðu börn fæðst og dvalið og áttu eftir að fæðast í tugþúsunda tali. Dýrmæt stofnun, eitt af mörgum minnis- merkjum um stórhug íslenskra kvenna. Það voru konur, sem komu því til vegar að Fæðingarheimili Reykjavíkur varð til, eftir að heil- brigðisyfirvöld neituðu Landspítal- anum um viðbyggingu við sína fæð- ingardeild á þeim forsendum, að þar ættu ekki að fara fram blátt áfram fæðingar heldur aðeins vand- amálafæðingar, samkvæmt mati sérfræðinga þess tíma. Fæðingarheimilið opnaði síðan dyr sínar fyrir fæðandi konur 18. ágúst 1960. 4. október sama ár var heimilið vígt með pomp og pragt og fyrirfólki boðið til veislu. Allir mættu í krásirnar nema yfirlæknir og yfirljósmóðir fæðingardeildar Landspítalans. Þessar annars ágætu og elskulegu manneskjur stigu aldrei fæti sínum inn fyrir dyr þess. Áður en allt þetta gerðist hafði mikil starfsemi átt sér stað í þessu merkilega húsi. Upphaflega var það byggt sem fæðingarheimili af stórhuga konu fyrir eigin dugnað og framsýni. Konu sem var á undan sinni samtíð, samtíð sem þá eins og nú kunni ekki alltaf að meta stórmenni sín. Helga Níelsdóttir ljósmóðir á sinn bautastein í þessu húsi og í tóminu sem við ekki vitum hvar endar, lifir sú minning sterk. Fæðingarheimili Reykjavíkur hefur nú starfað í tæp 32 ár, síð- ustu 10 árin hefur gengið á ýmsu. í tuttugu ár starfaði það með mik- illi reisn og að mestu í friði. Á þeim tíma tókst heimilinu að innleiða nýja siði í fæðingarhjálp og umönn- un sængurkvenna á Islandi og sam- eina fjölskylduna um þennan stóra lífsviðburð sem fæðingin er. Konur fengu að ala börn sín eins og þær sjálfar óskuðu eftir, ef um það voru mótaðar skoðanir og hægt var að koma því við. Þær fengu að hafa maka sinn eða einhvern ástvin hjá sér í fæðingunni og fengu barn sitt strax í fangið eftir fæðinguna ef allt var með felldu. Feður voru upp- örvaðir til að vera viðstaddir fæð- ingu barna sinna og börn sem fyrir voru að koma í heimsókn til mæðra sinna. Mæður fengu að hafa börn sína hjá sér eins oft og lengi og þær vildu og uppörvaðar til þess að kynnast þannig barni sínu í vöku og svefni að nóttu sem degi, að því tilskildu að þær fengju nægja hvíld, m.a.s væfu vel síðustu nótt sængur- legunnar og ekki ónáðaðar að óþörfu síðasta morguninn. Feður fengu að baða böm sín ef þeir vildu og að sjálfsögðu böðuðu mæðurnar bömin sín eftir að þær höfðu hvílst nægilega og hægt var að koma því við. í augum margra var þetta allt hið mesta glapræði. Það var beinlín- is hættulegt, ekki vísindalegt, smit- hætta, ekki faglegt, heimskulegt m.m. En við sem störfuðum við FHR höfðum þá bjargföstu trú að allt þetta skipti afar miklu máli fyrir líðandi stund og komandi tíma fyrir alla þá, sem hlut áttu að máli og létum því ekki hugfallast þó kaldir vindar blésu frá þeim sem töldu sig vita betur. Ávallt var mik- il áhersla lögð á brjóstagjöfina og að því kom að við brutum enn blað, boð og bönn og lögðum bamið á bijóst strax eftir fæðinguna, þegar allt var með felldu. Og svo fór að einnig þetta olli miklu fjaðrafoki um langan tíma. Fræðslustarfsemi var viðhöfð í ríkum mæli fyrir sængurkonur, sem ekki var til siðs á þeim tíma. Fræðslan fór fram í fyrirlestum, myndasýningum og sýnikennslu, auk þess var kennd leikfími og slökun daglega. Þess má og geta að fjölmenn foreldra- námskeið voru haldin allt frá byij- un. Oft vom mæðurnar um og yfir 70-80 talsins samtímis, skipt í smærri hópa. Á þessum námskeiðum var kennd leikfimi, öndun, slökun og að sjálf- sögðu fræðsla um fæðinguna, sem fór fram í fyrirlestrum ásamt með kvikmyndum og litskyggnum. Um pabbana var vel hugsað. Þótt ekki væri vítt til veggja né hátt til lofts, fór vel um alla, ekk- ert vantaði. Pabbarnir fengu sína bið- og setustofu til einkaafnota og svefnherbergi við hliðina. Síðar bættist við aðstaða, sem gjarnan var kölluð „svíta“, þar sem foreldr- arnir gátu dvalið, verið saman, hlut- að á hljómlist, skoðað fræðslumynd- ir eða bara verið til og notið þess. Á fæðingarstofum var hægt að hlusta á fræðslubönd, leiðbeiningar, slökun og tónlist að eigin vali. Legu- stofurnar voru ekki stórar en heim- ilislegar og þess gætt að húsbúnað- ur væri í samræmi við það. Sjúkra- rúm áttu að sjálfsögðu ekki heima þar. FHR tók strax þá afstöðu að ljósmæður festust ekki í einhæfum störfum. Þær sinntu fæðingum og sængurlegu jöfnum höndum, svo samband ljósu og móður rofnaði sem allra minnst. Að auki var reynt um tíma að koma mæðraeftirlitinu inn í starfsferlið. Hér er aðeins brot af sögu, sem hefur skipt sköpum fyrir fæðingarhjálp á Islandi og fyrir íslenskt samfélag. Saga sem hefur markað spor. Margir í ná- grannalöndum okkar gerðu sér grein fyrir sérstöðu heimilisins og sóttu hingað fyrirmyndir og uppörv- un. Það sögubrot sem hér hefur ver- ið fest á blað ættu flestir fullorðnir frá árinu 1960 til dagsins í dag að þekkja, en ekki úr vegi að rifja upp vegna þeirra erfíðu tíma sem þessi sjálfsögðu grundvallaratriði í eðli- legri fæðingarhjálp eiga nú við að etja á íslandi vegna flathyggjunnar, sem krefst þess að allir séu eins og hugsi eins. Allt sé staðlað í troðn- um slóðum sem hefur þó ekkert með sparnað að gera né hagræð- ingu heldur glundroða skammsýn- innar. Fyrr og síðar hafa þeir sem starfað hafa við Fæðingarheimili Reykjavíkur borið gæfu til að sjá mikilvægi þeirra sjálfsögðu mann- réttinda að konur og karlar fái að vera þau sjálf á mikilvægustu og um leið fyrir flesta stærstu og dýr- mætustu stund lífs síns. Um langan tíma fram til dagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.