Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 43 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 300 Á ALLAR SÝNINGAR SPENNP/GAMANMYNDIN: TÖFRALÆKNIRINN STÓRKOSTLEGT ÆVINTÝRI! FRAMMISTAÐA CONNERYS GLEYMIST SEINT EÐA ALDREI. STÓRKOSTLEG OG HRÍFANDI! „TÓFRALÆKNIRINN" ER FERSK OG HRIFANDI SAGA UM ALVÖRU FÓLK OG RAUNVERULEGA BARÁTTU. HÚN ER ALGJÖRT UNDUR. ÞAÐ EINA SEM HÆGT ER AÐ SEGJA UM CONNERY ER ÞAÐ AÐ HANN ER EINFALDLEGA BESTI LEIKARI OKKAR TÍMA. H>l Htnwn - The Wíihmglon PoM „TÖFRALÆKNIRINN" ER LÍFLEG OG LITRÍK UMGJÖRÐ UTAN UM STÓRKOSTLEGAN LEIK CONNERYS. Aðalhlutverk: Sean Connery og Lorraine Bracco. Leikstjóri: John McTierman knir finnur lyf ð krabbamcini en ýnir formúlunni. VIGHOFÐI ★ ★★7* MBL. ★ ★*- DV Þessi magnaða spennu- mynd með Robert De Niro og Nick Nolte á stóru tjaldi í Dolby Stereo. Sýnd í B-sal kl. 4.50,6.55, 9 og11.10. Bönnuð innan 16 ára. MITT EIGIÐIDAHO ★ ★ ★ ★ L.A. TIMES ★ ★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Mbl. Sýnd í C-sal kl.5,7, 9og11. Bönnuð innan 16 ára. LEIKFERÐ ÞJÓÐLEIKHÚSSINS UM NORÐUR- OG AUSTURLAND JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju EGILSSTAÐIR, VALASKJÁLF: f kvöld kl. 21.00. NESKAUPSTAÐUR, EGILSBÚÐ: Miðvikudag 24. júní kl. 21.00. Miðapantanir í Hótel Egilsbúð, simi 71321. HÚSAVÍK, SAMKOMUHÚSIÐ: Fimmtudaginn 25. júní kl. 21. Föstudaginn 26. júní kl. 21. Miðapantanir í Samkomuhúsinu, sími 41129. REGNBOGINN SÍMI: 19000 Stjörnustríð í breyttum heimi Geislið mig inn; úr sjöttu myndinni um stjörnuferðalangana víð- förlu. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Stjörnustríð VI — Óuppgötv- aða landið („Star Trek VI - The Undiscovered Country“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Nicholas Meyer. Handrit: Mey- er, Leonard Nimoy ofl. Aðal- hlutverk: William Shatner, Leonard Nimoy, DeForest Kel- ley, Kim Cattrall og Christ- opher Plummer. „ Aðeins Nixon komst til Kína,“ segir Dr. Spock við vin sinn Ja- mes T. Kirk kaptein á geimskip- inu Enterprise þegar sá síðar- nefndi er tregur til að halda í enn eina geimförina í þetta sinn til að vingast við erkifjendurnar, Klingonana. Þannig erum við iðu- lega og ekkert síður spaugilega minnt á samtímann í Stjörnu- stríði VI, sjöttu myndinni um geimferðalangana knáu og víð- förlu. Það er góð ástæða fyrir tilvís- uninni í samtímann því handrits- höfundar myndarinnar, sem eru ófáir, hafa tekið hina sögulegu atburði í Austur-Evrópu og gömlu Sovétríkjunum og fært þá út í geiminn þar sem Kirk kap- teinn ræður ríkjum. Nú hefur „hið illa heimsveldi“ Klingonana næstum liðið undir lok og skal samið um aðstoð þeim til handa og fækkun í vopnabúrum. En hjá báðum aðilum leynast óvinir frið- ar og sátta og áður en maður getur sagt svo mikið sem Jeltsín eru Kirk og félagar lentir í verstu málum. Trekkar, aðdáendur „Star Trek“-myndanna, ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með þessa sjöttu mynd ferðalang- anna, sem nú sigla um geiminn undir stjórn Nicholas Meyers, en hann leikstýrði einnig mynd númer tvö. Hún er fínasta skemmtun og prýðilega lukkað framhald. Allir gömlu félagarnir — þeir líta sannarlega út fyrir að vera gamlir — eru mættir um borð, leikmyndir hristast á gam- alkunnan hátt þegar skipið verð- ur fyrir árásum og litlu hnapp- arnir á mælaborðunum blikka vinalega. Helstu gestaleikararnir í þetta sinn eru David Warner og módel- ið Iman, einnig bregður Christian Slater fyrir í örlitlu hlutverki, og loks Christoper Plummer, sem er frábærlega slóttugur Shake- spearedýrkandi í hlutverki versta fólsins í hópi Klingonanna. Að gömlum sið „hins illa heimsveldis“ lendir Kirk í sýndar- réttarhöldum í höndum Klingon- anna þegar hann er ákærður fyr- ir árás og morð á sendiherra þeirra og hann er sendur í Gú- lag, sem svipar mjög til Síberíu- vistar. Myndin er ágætlega gerð tæknilega, sérstaklega er gaman ,að kameljóninu í Gúlaginu sem er svona þróaður Zelig, og hún hefur þetta vinalega yfírbragð þar sem allir vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera og hafa gert það þúsund sinnum áður og allir vita á hverju þeir eiga von. Fastaliðið á meðal leikaranna með William Shatner og Leonard Nimoy í fararbroddi fær líka kærkomið tækifæri til að svara spurningu margra um hvort þau eru virkilega ekki orðin of gömul til að láta svona. Þeirra svar er: Fari þeir norður og niður. Gerlar og grænir skógar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Töfralæknirinn - „The Medic- ine Man“. Leikstjóri John McTiernan. Handrit Tim Schulman. Tónlist Jerry Gold- smith. Aðalleikendur Sean Connery, Lorraine Bracco. Bandarísk. Cinergi/Hollywood Pictures 1992. Inni í myrkviðum Brasilíu hefur vísindamaðurinn Connery farið einförum og stofnunin sem fjármagnar rannsóknirnar veit liarla lítið um gjörðir hans. Segir fátt af einum. í myndarbyijun mætir nýr aðstoðarmaður hans (Bracco) á staðinn og eru fáleik- ar nokkrir með þeim um sinn. Konan kemst þó fljótlega á snoð- ir um að það sem Connery hefur verið að bauka við í skóginum ér meðal við krabbameini. Hefur hann reynt það á innfæddum með'góðum árangri. En til allrar ógæfu fyrir gjörvallt mannkynið hefur hann tapað töfraformúl- unni. Það vantar ekki að handbragð- ið er snoturt og kvikmynda- gerðarmennirnir hafa lagt í hann með metnaðarfullu hugarfari. Enda hið frumsamda handrit Schulmans (hlaut Óskarsverð- launin fyrir „Dead Poets Soci- ety“) eitt hið dýrasta í kvik- myndasögunni. En flestum sem sjá Töfralækninn þykir það vafa- laust undur og stórmerki. Hug- myndin er vissulega frumleg en úrvinnslan upp og ofan. Mest áberandi vankanturinn er kven- persónan sem Bracco leikur af- leitlega í ofanálag. Samband þeirra Connerys er heldur hvim- leitt framan af, byggist þá á gamalkunnu argaþvargi sem eitt sinn þótti sniðugt. Connery er hins vegar firnasterkur og ber myndina uppi. Umhverfið, regnskógar Amaz- on-svæðisins, er vel nýtt af flink- um kvikmyndatökustjóra og McTiernan sýnir góða takta í fáum en góðum átakaatriðum og senurnar í tijátoppunum eru eftirminnilegar. Þá er kvikmynd- atónskáldið snjalla, Jerry Goldsmith, svo sannarlega í ess- inu sínu og gælir við sambatakt- inn í einkar aðalaðandi og vel viðeigandi tónsmíðum. Þar hillir í Óskarsverðlaun. En það dylst engum að McTi- ernan, sem sló svo sannarlega í gegn með nokkrum ágætum átaka- og spennumyndum („Die Hard“, „The Hunt for Red Octo- ber“) á undanförnum árum, lætur mikið betur að fást við hasar og byggja upp spennu en fjalla um dramatísk umhverfismál með rómantísku ívafi. Því þó að Töfra- læknirinn sé yfir höfuð ágætt stundargaman þá er það fyrst og fremst að þakka styrk Conn- erys, umhverfinu og tónlistinni. Megingallinn liggur í þriggja- milljóndala handritinu. Persóna Bracco er á skjön og ekki bætir leikkonan uppá sakirnar. Þá er hlutur frumbyggjanna slælegur, oftast sýndir sem enskubablandi fáráðar. Dapurlegt. Þá er sam- band þeirra og hvíta mannsins og flest umhverfismálaheilabrot heldur óljós og lítt afgerandi. En gráskeggjaði skotinn gerir mynd- ina tvímælalaust þess virði að bregða sér í Laugarásinn þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.