Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 35 var af húnvetnsku bergi brotinn í báðar ættir. Faðir hans var Jóhann Jóhannsson, Einarssonar, frá Ytri- Torfustöðum í Miðfirði, en móðir Kristjana Ólafía Benediktsdóttir, Sigfússonar, frá Bakka í Vatnsdal. Eggert átti þrjú systkini, Ragnheiði Emelíu, Benedikt Sigfús og Harald Ágúst. Þau eru öll látin. í frumbemsku var Eggert tekinn í fóstur af móðursystur sinni, Sig- ríði Oddnýju Benediktsdóttur, og manni hennar, Sveini Gunnlaugs- syni, kennara í Flatey á Breiðafirði 9g síðar skólastjóra á Flateyri við Önundarfjörð. Bæði voru þau, Sveinn og Sigríður, úrvalsfólk og reyndust fóstursyninum ekki síður en eigin börnum. Eggert lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1945 og lokaprófi í læknisfræði frá Há- skóla íslands 1952. Hélt hann síðan utan til framhaldsnáms í lækninga- rannsóknum, fyrst til Danmerkur og síðan til Svíþjóðar. Hann hlaut sérfræðiviðurkenningu árið 1960, fyrstur íslenskra lækna í þessari grein, og doktorsgráðu frá Háskól- anum í Uppsölum árið 1963. Árið 1960 var Eggert ráðinn yfir- læknir við rannsóknadeild Borgar- spítalans, sem þá var til húsa í Heilsuvemdarstöðinni við Barnóns- stíg. í Heilsuverndastöðinni var þá rekin liðlega 50 rúma lyflækninga- deild og fylgdi henni rannsóknaað- staða í einu litlu herbergi. Fyrstu tvö árin var Eggert að mestu erlendis en sinnti undirbún- ings- og ráðgjafarstörfum, tók svo að fullu til starfa við rannsókna- deildina í júní 1962. Kom því í hans hlut að móta og stjórna deildinni frá upphafi vega. Eggert sóttist starfið vel og á skömmum tima tókst honum að koma á fót rannsóknadeild við spít- alann sem var vel búin tækjum og starfsliði og stóð öðmm eldri hér um slóðir vel á sporði. Strax í upp- hafí kom hann á fót ýmsum nýjung- um í rannsóknastarfi. Hann var fmmkvöðull tölvuvæðingar, tengdri klíniskri rannsóknaþjónustu, og hafði alla tíð mikinn áhuga á þeim málum. Þegar rannsóknadeildin var flutt í nýtt húsnæði Borgarspítalans í Fossvogi 1968, þar sem hún hefur síðan verið til húsa, kom það í hans hlut að skipuleggja umhverfi henn- ar og þjónustu að nýju. Á löngum yfirlæknisferli hans hefur mjög mikil gróska verið í klín- ískum rannsóknum á öllum sviðum. Kröfur hafa aukist um fjölbreytni, nákvæmni og afköst. Það er síst ofmælt að Eggert hafi tekist vel til, í samstarfi við ágætt starfslið, að fylgja eftir þeim margháttuðu nýj- ungum í rannsóknum sem orðið hafa á starfstíma hans. Auk yfirlæknisstarfanna sinnti Eggert margháttuðum trúnaðar- störfum fyrir Borgarspítalann, læknasamtökin og heilbrigðisyfir- völd. Meðal annars gegndi hann ýmsum nefndastörfum á vegum læknaráðs spítalans og var formað- ur þess á tímabili. Hann var einn af stofnendum Meinefna-, blóð- meina- og meinalífeðlisfræðafélags íslands 1967 og formaður þess til margra ára. Hann var sá íslenskur læknir í sinni grein er hafði hvað mest og best samband og samstarf við starfsbræður á hinum Norður- löndunum og var í stjórn Nordisk forening for klinisk kemi og Nord- isk samprojekt för klinisk kemi (Nordkem) frá 1979. Hann var og forseti fyrsta norræna þingsins um klíníska meinefnafræði er haldið var hér á landi sumarið 1981. í ágúst næstkomandi verður öðru sinni haldið samskonar þing hér og hafði hann unnið mikla undirbún- ingsvinnu sem forseti þess. Öllum þessum störfum, sem voru tímakrefjandi og mjög annasöm, sinnti hann á sinn hljóðláta og ör- ugga hátt og þó hann væri yfirmað- ur tyllti hann sér aldrei á tá sem slíkur. Eggert hugsaði málin vandlega og leitaði oft álits annarra um úr- lausn vandamála og verkefna. Að engu fór hann sér óðslega, var hæglátur, traustvekjandi og við- ræðugóður en gat verið fastur fyrir og ákveðinn, ef því var að skipta, var þó undir niðri viðkvæmur og dulur. Hann var gjörvilegur maður að vallarsýn og bar sterkt og sér- stætt svipmót ættmenna sinna sumra og var eftir honum tekið hvar sem hann fór. Árið 1949 kvæntist Eggert eftir- lifandi eiginkonu sinni, Helgu Ara- dóttur lyfjafræðingi. Þeim varð fimm barna auðið, en tvö þeirra misstu þau nýfædd, stúlku og dreng. Hin eru: Anna Vigdís, dýra- læknir og kennari við Dýralækna- háskólann í Ósló, Sveinn, myndlist- armaður og mannfræðingur, og Ari, búfræðingur og garðyrkjumað- ur. Barnabömin eru sex að tölu. Eins og áður getur sleit Eggert barnsskónum á Flateyri við Önund- arfjörð. Honum var heimabyggðin kær og hann talaði af mikilli hlýju um æskuárin, fósturfjölskyldu sína og vini. Síðustu för sína á heima- slóðir fór hann snemma á þessu ári. I fylgd með honum voru tvö ungmenni, ástkær sonarsonur og unnusta hans. Fyrir tilstilli hans og umhyggju tóku þau sér búsetu í gamla húsinu, æskuskjóli hans, í t EGGERT Ó. JÓHANNSSON yfirlæknir, verður jarðsunginn þriðjudaginn 23. júní 1992 kl. 15.00 frá Foss- vogskirkju. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Félag velunnara Borgar- spítalans. Helga Aradóttir, " börn, tengdabörn og barnabörn. t Bróðir minn, GfSLI JÓNATANSSON, Naustavík við Steingrímsfjörð, er látinn. Grímey Jónatansdóttir. t Hjartkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR FINNBOGASON, Engjaseli 70, Reykjavik, lést laugardaginn 20. júní í St. Jósefs- spítala, Hafnarfirði. Hulda Pálsdóttir, Ragnar Kristján Gunnlaugsson, Birgir Þór Sverrisson, Kolbrún Eva Valtýsdóttir, Hulda Birgisdóttir, Sædís Eva Birgisdóttir. öruggri fjarlægð frá skarkala og freistingum borgarlífsins. Hann kom glaður úr þeirri ferð. Nú að leiðarlokum, er ég kveð þennan einstaka samferða- og sam- starfsmann um áratuga skeið, þakka ég honum órofa tryggð og vináttu í áranna rás. Eiginkonu hans, börnum og barnabörnum, svo og öðrum vandamönnum, bið ég blessunar og farsældar um ókomin ár. Stefán Jónsson. Eggert Ó. Jóhannsson, dr.med., yfirlæknir á rannsóknadeild Borg- arspítalans, lést laugardaginn 13. júní síðastliðinn. Þegar vinur hverfur, vinur sem maður sér ekki daglega, tekur það nokkurn tíma að átta sig á því að hann er endanlega farinn. Nú, á þessari stundu, hef ég á tilfinning- unni að ég þurfr ekki annað en að hringja í síma Eggerts þá muni hann svara og segja „sæll vinur“ eins og svo ótal sinnum áður. En það mun aldrei gerast framar. Fyr- ir mig er þetta mikill missir og það er einnig missir fyrir „klíníska efna- fræði“ á íslandi. Eggert mun hafa verið annar Islendingurinn sem varð sérfræð- ingur í lækningarannsóknum eins og sérgreinin hét þá, og var þar af leiðandi frumkvöðull á því sviði læknisfræðinnar hér á landi. Hann átt mikinn þátt í framvindu þeirrar sérgreinar í víðustu merkingu, t.d. var hann ráðgjafi um undirbúning rannsóknadeildar á Landspítalan- um og átti þátt í stofnun meina- tæknabrautar Tækniskóla íslands og sat í stjóm hennar frá upphafi til æviloka. Starfsvettvangur Egg- erts var þó fyrst og fremst á Borg- arspítalanum. Hann skipulagði og byggði upp rannsóknadeild spítal- ans og veitti henni forstöðu allt til dauðadags. Eggert hlaut framhaldsmenntun sína í lækningarannsóknum í Dan- mörku og Svíþjóð þar sem hann lauk doktorsprófi. Á þessum náms- og starfsárum kynntist hann mörg- um starfsbræðrum, sem starfa enn við „klíníska efnafræði" og alla tíð síðan hefur hann haft mikið sam- band við Norðurlöndin. Hann lagði því grunninn að hinu nána sam- starfí sem við i okkar tiltölulega fámennu sérgrein höfum við nor- ræna starfsbræður. Norræn þing í meinefna- og blóð- meinafræði („klínískri efnafræði" eins og við báðir gjarnan vildum kalla þessa grein læknisfræðinnar) hafa verið haldin til skiptis á Norð- urlöndunum allt frá árinu 1946. Lengi framan af var ísland ekki með, en áhugi á að það kæmi inn í samstarfið fór vaxandi. Árið 1977 var þingið haldið í Uleáborg í Finn- landi og þar var þátttaka Islands í þinghaldinu mikið rædd. Eggert sótti það þing eins og flest hin Norðurlandaþingin. Þegar Eggert kom heim tjáði hann mér að mikill áhugi væri á að halda þingið 1981 á íslandi. Okkur kom saman um að vinna að því, og töldum eðlilegt að fyrsta skrefið væri að stofna félag þeirra sem starfa að_ „klín- ískri efnafræði" hér á landi. í fram- haldi af því gengumst við fyrir stofnun Meinefna- og blóðmeina- fræðifélags íslands, stofnfundur þess var haldinn 4. júlí 1978 og Eggert var kosinn formaður. Félag- ið gekk í Norðurlandasambandið, Nordisk Forening for Klinisk Kemi, og tilkynnti þar að Ísland væri reiðubúið að halda norrænt þing í meinefna- og blóðmeinafræði. Árið eftir var Eggert kosinn formaður Norðurlandasambandsins og einnig var hann forseti þingsins sem hald- ið var hér 1981 eins og til stóð. Þingið tókst vel og varð íslenska félaginu til sóma. Við höfum oft rifjað upp, okkur til ánægju, að ýmsir norrænir starfsbræður höfðu orð á því með undrun, að þingið hér var jafnstórt í sniðum og gaf fræðilega séð í engu eftir þingunum á hinum Norðurlöndunum. Nú er aftur komið að því að Norðurlandaþing í meinefna- og blóðmeinafræði verði haldið á ís- landi og aftur var Eggert kosinn forseti þingsins. Undirbúnings- nefndin hefur starfað í tæp tvö ár og þingið verður haldið í Borgar- leikhúsinu dagana 11. til 14. ágúst næstkomandi. Það var ljóst fyrir nokkru að Eggert myndi ekki auðn- ast að ljúka undirbúningi og stýra þinginu, aðrir yrðu að axla þá ábyrgð. En áhugi hans á öllu varð- andi þingið hélst fram á síðustu stundu og aðalumræðuefnið í heim- sóknartímum var ætíð undirbúning- ur og skipulag þess. Nú eru tímamót. Þegar litið er til baka er svo margs að minnast, gleðistundir, ferðalög, erfíðar ákvarðanir. Þessi orð eru skrifuð til að minna á og þakka brautryðj- endastörf Eggerts i meinefna- og blóðmeinafræði og þó sérstaklega hans stóra þátt í norrænni sam- vinnu. Persónulegar minningar verða því ekki raktar hér, enda eru þær tregablandnar á þessari stundu, en þær eru sjóður, sem mun verða gleðigjafi þegar frá líður. Þorvaldur Veigar Guðmundsson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁGÚST FJELDSTED hæstaréttarlögmaður, lést í Borgarsjúkrahúsinu þann 21. júní. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. + Fósturfaðir minn og tengdafaðir, EMIL HELGASON, lést á Hrafnistu í Reykjavík 20 júní. Ingibjörg Sigurðardóttir, Hallgrímur Þór Hallgrimsson. Hjartkær stjúpa mín, DAGBJÖRT ÓLAFSDÓTTIR, vistheimilinu Seljahli'ð, andaðist laugardaginn 20. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Jónína Björnsdóttir. Piwm flisár - 4- -W- Wi|^< t Stórhöfða 17, við Guilinbrú, sími 67 48 44 EKV 1480 Fullt verö fyrir ofn, helluog viftu kr. 74. 163 Staðgreiðsluverð fyrir sama kr. 59.330 Fullt verð fyrir ofn, keramikhellu og viftu kr. 101.830 Staðgreiðsluverð fyrir sama kr. 81.466 MfiM &SAMBANDSINS MIKLAGARÐI S.692090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.