Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 Engin frammistaða hjá þér. Ekki kvikindi daglangt... BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hve lengi tekur sjórinn við? Frá Vilhjálmi Eyþórssyni: MÉR er það enn minnisstætt frá því ég var nokkrar vertíðir á sjó fyrir margt löngu, hvílík ókjör af sjávarfangi fóru í sjóinn. Á þessum árum, á sjöunda og áttunda ára- tugnum, var þó enginn kvóti. Samt fóru menn þannig að, að einungis það besta og dýrasta var hirt. Þannig fór allt fiskslóg, lifur, hrogn, smáfiskur og óæskilegar tegundir, svo sem mestallur flat- fiskur annar en lúða, sólkoli og stærsta rauðspretta, beint aftur í sjóinn. Fiskurinn var nær undan- tekningarlaust þegar orðinn dauð- ur. Þá eins og nú elti fuglagerið skipaflotann stöðugt, þannig að næstum byrgði sýn. Fuglinn lifir að mestu á bísanum í kringum skipin. Vegna gnægtanna, sem skipin sjá honum fyrir, hafa stofn- ar helstu sjófugla margfaldast á síðustu áratugum, og er fýllinn t.d. farinn að verpa langt uppi á há- lendinu. Þessi óeðlilega mikli fjöldi sjófugla étur m.a. seiði nytjafiska, svo sem þorsks og ýsu, þegar það sem varpað er fyrir borð dugar ekki til. Fuglinn torgar oftast ekki öllum þeim ókjörum sem kastað er fyrir borð og sekkur því dauð- ur, rotandi fískur að miklu leyti til botns á miðunum þar sem hann var veiddur. Svona hefur alltaf verið farið að á íslandsmiðum, þótti sjálfsagt þá og þykir enn sjálfsagðara nú. Spumingin er: Hvað lengi er þetta hægt? Arðsemi eða náttúruvernd? Þessi mál ber ekki oft á góma. Þó hefur það komið fyrir stöku sinnum. T.d. var haldin ráðstefna um meltuvinnslu 1986 á vegum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins og kom þar m.a. fram, að menn töldu að þá væri fleygt um það bil 180 þúsund lestum af ýms- um sjávarafurðum útbyrðis á mið- unum árlega, þar af fóru 10—20 þúsund tonn af „óæskilegum" fiski út fyrir borðstokka frystitogara. Á þessari ráðstefnu, eins og ávallt fyrr og síðar, var þó einungis rætt um hugsanlega arðsemi af vinnslu þessa afla, en áhrifín á lífríkið voru þá ekki á blaði frekar en nú. Enginn gat þess til dæmis, að þessu fiskslógi, lifur, hrognum og dauðum fiski, er ekki dreift jafnt umhverfis landið, heldur sígur þetta að langmestu leyti rotnandi til botns þar sem það var veitt, þ.e. á öllum helstu fiskimiðum umhverfis landið. Ég hef hvergi séð, að nokkur náttúrufræðingur hafi gert úttekt á því hvaða áhrif þetta hefur á miðin. Mér sýnist enginn hafa hugsað út í það. Að gera í móðurmjólkina sína Það er nú loksins núna á síðustu vikum, eftir öll þessi ár, sem menn virðast vera að gera sér grein fyr- ir því að fiski sé fleygt í sjóinn við ísland. Það er gott og í áttina. Flestir gleyma þó öllu hinu; hrogn- unum, lifrinni og slóginu. Að fleygja þessu í sjóinn þykir enn jafn sjálfsagt og það þótti á landn- ámsöld. En er það sjálfsagt? Er yfirleitt ástæða til að fleygja nokkru fyrir borð? Allir sem til þekkja eru sam- mála um að nú fer enn miklu meira í sjóinn en áður og var þó ærið fyrir. Meðan haldið verður áfram á þessari braut eru íslend- ingar að gera það, sem Spánveijar kalla „að gera ljótt í móðurmjólk- ina sína“. Raunar eru menn að uppskera launin þessa dagana. Að lokum: Ég hef ekki hugsað mér að hafa fleiri orð um þetta mál. Það er ljóst, að til eru fram- sóknarmenn í öllum flokkum sem munu sjá öll tormerki á þessari hugmynd. Þess vegna vil ég nefna Frá Eddu Bjarnadóttur: FYRIR nokkrum vikum barst hing- að beiðni frá Sea World-skemmti- garði í Bandaríkjunum um að sleppa háhyrningi lausum í sjóinn hér við land. Hvalur þessi var keyptur á íslandi á sínum tíma. Beiðninni var synjað. Ástæðan var sögð mengunar- eða sýkingar- hætta. Svo gerðist það að önnur beiðni barst um að flytja inn þrjú nokkur rök sem mér finnst í fljótu bragði vera augljós fyrir því að skipum verði skylt að koma með allt sjávarfang, hveiju nafni sem það nefnist, í land. Er þó ekki allt tínt til: 1. Sú gífurlega mengun, sem nú er á miðunum vegna þessa, hverfur. 2. Stofnar sjófugla munu minnka vegna minna ætis, og verða sem næst því sem þeir voru á fyrri öldum. 3. Illa staddar skipasmíðastöðv- ar fá mikil verkefni í nokkur ár (gera verður ráð fyrir aðlögunar- tíma) við að breyta skipunum, smíða slortan’ka o.fl., svo þau geti geymt þann afla, sem nú er kastað í sjóinn. 4. Gífurleg verðmæti eru fólgin í því sem nú fer í sjóinn. Hve mik- il veit enginn, fyrr en menn verða skyldaðir til að koma með allt í land, en til dæmis þykir sá smáfisk- ur, sem nú er umsvifalaust hent dauðum í sjóinn, hið mesta lostæti á meginlandi Evrópu og víðar. Miklir möguleikar felast einnig í framleiðslu lýsis, dýrafóðurs, meltuvinnslu o.m.fl. Þegar þessar afurðir eru einu sinni komnar á land munu finnast ráð til að gera úr þeim verðmæti. 5. Verði þetta gert verður í fyrsta sinn hægt að hafa stjórn á og fylgjast nákvæmlega með fisk- veiðum við landið svo mark sé á takandi. VILHJÁLMUR EYÞÓRSSON Miklubraut 66, Reykjavík sæljón, farandleikara í fjölleika- húsi. í þetta skipti var leyfið veitt athugasemdalaust. Hver er mun- urinn? Og hvernig er það, er ekki lögboðið að senda öll dýr í sóttkví í Hrísey áður en þeim er hleypt inn í landið? Spyr sá sem ekki veit. Það væri fróðlegt að fá svar frá þeim sem þessum málum ráða. EDDA BJARNADÓTTIR Aflagranda 40, Reykjavík Hver er munurinn? HOGNI IIKKKKV'ÍSI Víkveiji skrifar Sýning íslenzku óperunnar á Ri- gólettó var tvímælalaust einn af hápunktum Listahátíðar. Það var viðburður að sjá Kristinn Sigmundsson á sviði óperunnar á ný eftir nokkra útivist. Hann var sterkur söngvari fyrir en styrkleiki hans hefur augljóslega vaxið mjög. Um hann má segja á þessari sýn- ingu, að hann kom, sá og sigraði. Raunar má hið sama segja um Diddú, sem heillar áhorfendur alltaf jafn mikið með glæsilegum söng og einstakri sviðsframkomu. Einn af viðmælendum Víkveija hafði orð á_því, að hinn ungi tenór- söngvari, Olafur Árni Bjarnason, sem einnig söng í þessari sýningu óperunnar hafi fallegustu tenór- rödd, sem hér hafi heyrzt frá því að Stefán Islandi var upp á sitt bezta. Það er áreiðanlega nokkuð til í þessu og verður skemmtilegt að fylgjast með ferli þessa söngvara á næstu árum. ótt nokkrir miklir listamenn hafi komið á Listahátíð að þessu sinni jafnast það þó ekki á við fyrstu árin, þegar Askenasí beitti samböndum sínum í tónlistar- heiminum til þess að fá marga frá- bæra listamenn hingað til lands. Sumir segja, að ástæðan fyrir þessu sé sú, að helztu listamenn heims séu bókaðir mörg ár fram í tímann en hér hugsi menn í mesta lagi til tveggja ára. Á þeim árum þegar áhrifa Askenasís naut í þessum efn- um bar á kvörtunum íslenzkra lista- manna yfir því, að hlutur þeirra væri ekki nægilega mikill. Staðreyndin er engu að síður sú, að það eru heimsóknir hinna er- lendu listamanna, sem vekja eftir- væntingu í sambandi við listahátíð og þess vegna er ástæða til að leggja nokkuð meiri áherzlu á þann þátt hátíðarinnar heldur en gert hefur verið um skeið. að er sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með því hve margt ungt fólk sækir þá menningarvið- burði, sem Listahátíð hefur haft upp á að bjóða að þessu sinni. Því er stundum haldið fram, að áhugi al- mennings beinist fyrst og fremst að íþróttum og áhugi ungs fólks að popptónlist. Þetta er mikill misskiln- ingur. Yfirleitt eru menningarvið- burðir, hvort sem um er að ræða leikhús, tónleika eða myndlistarsýn- ingar, vel sóttir hér og sennilega meira sóttir en kappleikir íþrótta- manna. En það er ekki sízt augljós áhugi ungu kynslóðarinnar á menn- ingarlífínu, sem vekur ánægju og er vísbending um nauðsyn þess að leggja ríka rækt við menningarstarf- semi á öllum sviðum. Þetta hefur ekki farið fram hjá ýmsum stórfyrirtækjum lands- manna, sem leggja vaxandi áherzlu á að veita menningarstarfsemi fjár- hagslegan stuðning, sem áreiðanlega skilar sér með margvíslegum hætti til þeirra aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.