Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 6
DV. LAUGARDAGUR 27. OKT0BER1984. , ,Yfirbordid verdur sjálft iimtakið” — rætt við Jón Óskar myndlistarmann Þegar komiö er heim til Jóns Oskars myndlistarmanns blasa verk hans viö þar sem hann hefur hallaö þeim upp aö veggjum. Og þó aö Jón sé stór þá eru verk hans stærri. Þau eru líklega þrír metrar á hæö, þau stærstu, og svona tveir, og allt upp í fimm metrar, á breidd. Jón er á förum til New York á næst- unni en þar hefur hann dvaliö mestan part undanfarin fjögur ár. Verkunum hefur hann stillt upp í stofunni til aö sýna einstaklingum áöur en hann yfir- gefur fóstur jörðina. Stórar andlitsmyndir, sem blasa viö á einum stofuvegg, eru af síðustu sýningu sem hann hélt aö Kjarvals- stöðum. Hann segir þær unnar upp úr fjölskyldualbúmi. „Þessar myndir uröu til sjálfar. Þær eru kópíeraöar og síðan látiö ráö- ast hvaö úr veröur. Eins og þú sérö þá eru sumar næstum ekkert unnar meöan aðrar eru alveg þaktar.” Taliö berst að því sem Jón er aö fást viö þessa stundina. New York / Portr- aits er eitt af því. Þau eru Islendingar og Ameríkanar, vinir og kunningjar. Hann málar módelin fyrst og tekur síöan mynd af þeim. Þetta tengist performönsum og videoböndum sem hann hefur unniö. Hann sýnir mér myndir af performans þar sem hann er íklæddur gullfötum og drekkur út-i þynnta akrýlmálningu. Annars staðar eru myndir af mönnum í gullfötum sem standa undir gullfánum. Viö hlið mannanna eru merki. — Hvaöa tákn eru þetta ? „Þetta eru fornnorræn og keltnesk merki,” segir Jón, „menn sem standa undir merki og h'ta upp til fánans, baðaöir gullnum ljóma. Merkin eru úr ölluin tengslum við þessa menn. Og í staö þess að velja tákn, sem hafa ein- hverja vigt, þá valdi ég skreytingar af húsgögnumog ööruámóta.Þannigaö maöurinn stendur undir flaggi sem er ekki neitt neitt. Meiningarleysi og misskilningur þessara manna er aöalinntakiö í þessu,” segir Jón og hálfhlær. „Yfirlýsingar um myndir geta annars veriö mjög varasamar og geta hreinlega slegið þær af. Þegar ég hélt sýninguna síöastliðinn vetur þá slysaðist út úr mér eitthvaö um þjóð- rembu og fasisma sem síðan var gert að yfirskrift sýningarinnar í blöðum. Þetta er hroðaleg einföldun.” Heildarhugsun — Þegar þú ert með sýningu eins og þá síðustu, er þá heildarhugsun í allri sýningunni? ,,Já, ég lít á þetta sem eitt verk. Eg veit ekki hvort það verður þannig næst, hvort það veröur eitt verk eða almenn sýning. En ég vinn yfirleitt í seríum og seríum sem haldast í hendur, þannig aö þetta endar sem innstallation, eitt verk. Engu aö síður er hver mynd sjálfstæö og stendur sem slík aö sýn- ingulokinni.. — Hver var aöalhugmyndin á bak viðsýninguna? „Þrjár myndir, ”Clarification”, voru þungamiöja sýningarinnar sem allt hitt snerist um, — umbreyttir menn meö englaásjónu. fyrirmyndirn- ar voru helgimyndir og pólitísk plaköt, þ.e. plaköt af stjórnmálaleiðtogum. Þetta tvennt liggur merkilega nærri hvort ööru. Myndimar eru af mönnum sem helga sig ákveðinni hugsjón, þaö skiptir þá ekki máli hver hún er, bara aö þaö sé eitthvað sem þeir fá að standa fyrir. Posi (Halldór B. Runólfsson) fer mjög nærri þessu í krítik sinni um sýninguna í Þjóöviljan- um þar sem hann segir: „Þeir eru ekki menn gjallarhorna heldur hljóödeyfis. Þetta eru málaliðamir, án fööurlands eöa þjóðemis. Þeir fylgja hvaöa hæst- bjóöanda sem vera skal og vinna störf sín í kyrrþey, „hreint” og „snyrtilega” meö Seikonákvæmni eins og segir í auglýsingunni. Ahorfandinn er m.ö.o. staddur í nútímalegu musteri teknó- kratafasismans.” — Hver eru viöhorf þín til aö selja úr seríum? „Þaö eina sem skiptir mig máli er að ég geti sett upp sem eitt verk á sýn- ingu, þá er ég búinn að afgreiöa það gagnvart sjálfum mér og áhorfendum. Síöan mega myndimar fara hver í sína áttina. auðvitað væri skemmtilegast aö hafa þær saman í grúppu en þaö er augljóslega vita vonlaust. Það eru aöallega einstaklingar sem kaupa myndir og myndirnar mínar eru þaö stórar aö þaö er vandkvæðum bundiö aö koma einni fyrir í venjulegri íbúö, hvað þá fleirum. Þannig aö þaö dæmi gæti aldrei gengið upp.” Stór — Hvers vegna eru verkin svona stór? „Það hrífur mig aö vinna stórar myndir, fæ meiri útrás andlega sem líkamlega. Hins vegar vinn ég líka heilmikiö af litlum piyndum. ” Taliö berst aö efni og vinnu- aðferöum. — Er það mál hvaöa vinnuaðferðir hann notar? „Nei. Þaö er þaö ekki fyrir mér. Ég aðlaga mig ekki efninu heldur aðlaga ég efniö aö mér. Eg hef unnið meö mál- verk, ljósmyndir, video, performansa og skúlptúr og mér finnst útkoman áþekk, þ.e. það fer ekkert á milli mála aö þaö er sami maður sem hefur unnið þessi verk. Ég kem ekki til meö aö mála á fólk og taka myndir af því næstu tuttugu árin. Þessi aðferö hentaði þessu verkefni og kannski öörum síöar meir. Eg veit ekki enn hvað veröur. En þaö er ekki markmiðið aö verða maö- urinn meö ljósmyndirnar,” bætir Jón viö. „Eg held aö myndimar yröu ekk- ert ólíkar þótt ég málaði þær — þannig aö ég held að minn karakter sem myndlistarmanns breytist ekki við efn- iö. Eða ég vona ekki.” — Eru New York / Porttraits það sem þú ert aö vinna viö núna? „Eg vinn ekki eina og eina mynd í einu heldur í seríum sem samanstanda af sex og upp í tuttugu myndum hver. Síðan er ég yfirleitt með 2—3 seríur í takinu í einu. Ég hef auk „New York/- Portraits” verið að vinna viö kola- teikningar; blanda saman kolum og gullmálningu. Þar er ég aö vinna út frá merkjum alþjóðlegra stórfýrirtækja. Svo er tískuserían „Nighthawks” eöa Næturhaukar. Þaö eru vaxmyndir úr samkvæmislífinu, endurspeglun af New York, fallega fólkinu. New York snýst mjög mikiö um ákveöið yfirborö, smartheit og spegla. Yfirboröiö verður jafnvel sjálft inntakiö. Þaö er viöfangsefni vaxmyndanna.” Heimspeki — Finnst þér myndlistarmaður þurfa að hafa einhverja fastmótaða heimspeki? „Þetta er einstaklingsbundiö. Viö getum ekki tileinkað okkur eitthvað sem er okkur ekki eiginlegt. Sumir rúlla viöhorfum sínum fyrst upp á pappír og fara síöan að vinna. Því er öfugt farið með mig, ég vinn skoðanir mínar og viðhorf upp meö myndunum, meövitað og ómeðvitað. Eg er fyrst og fremst móttakari; kokkteill af áhrifum. Maöur upplifir þetta og hitt. Síðan setur maöur jjaö frá sér aftur og þá er þaö litað þessum upplifunum. Eg er ekki fræðimaður, er allt of holdlegur og mikil tilfinningavera til þess. Til þess aö fjalla um ákvéöið viöfangsefni þá finnst mér ég þurfi aö vera hluti af því, aö ég þurfi að upplifa það. Myndimar leiöa mig jafnmikiö og ég þær. Oft uppgötva ég á miöri leið hvaö ég er aö gera og reyni síöan aö beina því inn á ákveðnar brautir. Þannig aö þetta er allt mjög tilviljunarkennt fyrir mér. En ég hef ekki í hyggju, og kem ekki til meö, að leggja fram einhverja fílósófíu sem ég kem síðan til meö aö fullnægja í verkum.” Sala — Er ekki mikið stökk að koma frá New York hingað heim? „Já og nei. Þaö er ekkert sem kemur mér á óvart hér heima, ég er jú hluti af þessu samfélagi, fremur en hinu. Eg veit að hverju ég geng. Það er miklu meiri gusa aö koma til New York eftir rólegheitin hér og ég var lengi aö kyngja því. en þetta eru óhemjugóðir kontrastar aö búa við — gjörólíkir heimar og mjög stimulerandi aö geta verið á báöum stööum.” — Þaö er kannski draumurinn? „ Já, en ég eygi þann möguleika ekki í augnablikinu. Eg hef ekki atvinnu- leyfi í Bandaríkjunum þannig aö manni eru allar bjargir bannaöar. Nema þaö aö selja myndir. Við Hulda höfum bæði selt sæmilega þarna úti en þó ekki svo vel að viö lifum af því. ” — Hverjir kaupa? „Einstaklingar og sjóðir. Til þess aö iifa af þessu þyrfti maður aö komast inn á sjóða- og einkasafnamarkaðinn, einstaklingar eru lítill hluti af þessum markaði. Bell- símafyrirtækið hefur lýst yfir áhuga á verkum Huldu og hefur haft samband viö hana en við vitum ekki enn hvað kemur út úr því. ” Vinna — Hvernig vinnurðu? „Eg er aö allan daginn en raunveru- leg vinna er í skorpum. Eg lít á þaö sem vinnu að liggja afturábak og velta hlutunum fyrir mér. Þegar að raun- verulegri vinnu kemur þá vinn ég frá því á kvöldin og fram á morgun þannig aö minn svefntími er frá fimm á morgnana og fram undir hádegi. Þaö er sá tími sem mér finnst þægilegast aö vinna. Þá verö ég ekki fyrir neinni utanaökomandi truflun. Eg fer alveg úr sambandi ef síminn hringir eöa ein- hver bankar og kemst ekki í gang fyrr en ég er óhultur í þessum skilningi.” — En vinna og myndlist. Sumir segja aö þaö sé ekki hægt að ná neinum árangri nema aö stunda listina og ekk- ertannaö? „Eg er ekki alveg sammála því. Hins vegar mundi ég vera fyrsti maður til aö grípa tækifærið aö geta unnið ein- göngu við myndlist. En ég held aö þaö sé myndlistarmönnum mjög hollt aö taka í aöra vinnu með og vera í tengsl- um viö annaö fólk en s jálfan sig til þess aö verða ekki hrein fagidjót. Mér finnst þægilegt aö hlaupa í aöra vinnu þar sem myndlist er ekki einu sinni til umræðu. Slíkt umhverfi gefur mér meira því ég er jú alltaf í hinu. Hins vegar eru myndlistarmenn mitt upp- áhaldsfólk, frústreraö, faliegt og skemmtilegt, en að hitta fólk með allt aöra lífsskoðun en ég, aðrar hugmyndir um tilveruna, gefur mér meira. Eg er jú afæta númer eitt, tvö ogþrjú.” — Og áfram? „Það viröist tilfellið aö myndlistar- menn vinna sin bestu verk í baslinu, kannski er það aldurinn, — þaö er ekki gott að segja. Þeir fara af staö í ákveö- inni uppreisn en „establiserast” meö tímanum. Þeir ná ekki almenningi heldur almenningur þeim. Þá verða þeir rjóöir í kinnum og hamingjusamir og fara að verja sína stofnun. Þetta er eins og saga íslenskra flokka; þeir fara af staö sem umbótasinnar en þegar þeir eru búnir aö festa sig í sessi þá fara þeir í mark. Svo er spurning hvort ég verð ekki eins og allir hinir,” bætir Jón viö eftir dálitla umhugsun. , ,En þegar þú ert í baslinu þá heldur þaö þér hungruðum. Og ég held aö menn veröi að vera dálítið blóöþyrstir tilaöveraíþessu.” Barátta — Veröur myndlistarmaöur ekki að hafa mikla trú á sér? , ,Það fer eftir því hver maður er, viö hvaöa samfélag maður er að fást. Hér heima mála allir og hvaða gúbbi sem er heldur sýningu. Þaö þarf engan kjark til þess. Erlendis, víðast hvar, er þetta meiri barátta. Maður veröur að vera mjög óforskammaður og frekur að ota sínum tota — hringja í menn, senda myndir, fá viðtöl við hina og þessa. Til þessa þarf þónokkurt sjálfs- traust og maður gerir þetta ekki nema aö haf a trú á s jálf um sér. Þetta hefur sína vankanta, margir góöir menn veröa undir, en ég held að þetta sé þó skárra en jarðýtustarfsem- in hérheima.” — En þú hefur hugsað þér aö taka þátt í þessum slag úti? „Já, svona í einhvem tíma, meðan maður nennir. Það er jú engu aö tapa.” — Nú eru mismunandi skólar í Evrópu og Bandarík junum? „Eg þekki ekki skóla í Evrópu, ekki nema þegar ég hef fariö út sem túristi, sem segir ekkert, þannig að ég er ekki dómbær á þaö. Það sem vakti fyrir mér þegar ég valdi New York var aö þegar maöur fer í myndlist, tónlist eöa leiklist þá hlýtur umhverfið að vera helmingur af náminu. Það voru tvær borgir sem ég hafði áhuga á: Berlín og New York. Eg hef aldrei lært þýsku svo ég fór til New York. Enda held ég aö þaö skipti ekki máli á hvorum staðnum maður er. Listalíf er þar sem fjármagn er til staðar, og þaö er tilfellið með borg eins og New York aö ef eitthvaö gott er aö gerast einhvers staðar í heiminum þá er þaö keypt og sett upp, þannig að ég held að maöur fái nokkuö góða yf irsýn yf ir þaö sem er að gerast.” — Jónbætir við: „Viö tölum um ítalska málverkiö. ttölsku málaramir hafa verið búsettir í New York frá ’70. Þeir yrðu jarðaðir færu þeir suður fyrir Mílanó.” Stefnur — I framhaldi af þessu: „Það eru gagnrýnendur og tímarit sem ákveöa hvað veröur ofan á í myndlist, hvort sem okkur líkar betur eða verr; myndlistarmenn eru ekki mótandi lengur heldur fylgjendur geð- þóttaákvörðunum utanaökomandi aöila. Þegar myndiistarstefna hefur veriö dóminerandi i 10 ár fer gagn- rýnendum og galleríum aö leiöast; ekkert til aö skrifa um og salan minnk- ar. Hlutirnir eru stopp og þaö er komið botnfall í hugsjónina. I fyrra var stór ráöstefna gagnrýnenda í New York. Þar voru umræður á mörgum panelum og eitt viðfangsefnið var: „Hvað á að leggja áherslu á fyrir næstu fimm ár?” Gagnrýnendur eru mótandi. Þeir segja okkur hvaö er „inn” og við dönsum með því okkar viömiðun er það sem er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.