Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 14
50 DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. Nýjar spennandi uppgötvanir í leyndar dóms- fullum Fornleifafræðingar uppnumdirvegna MachuíPerú: inkabæ SkyndUega hvarf fomleifafraeðing- urinn fyrir augunum á Wilfredo Valdez. Hann var í orðsins fyllstu merkingu gleyptur af jörðinni sem gaf eftir undir fótum hans. Valdez byrjaöi að grafa í moldinni eins og óður væri og skömmu siðar var hann kominn ofan i riimma holu þar sem hinn óheppni f élagi hans sat i ró og nsði á eldgömlum þrepum sem höfðu verið höggvin i klettavegginn. Þeir voru búnir að finna nýtt hof frá inka- timanum. Þetta gerðist í Perú í nóvembermán- uöi 1982, aöeins fimm kílómetra frá inkabsnum Machu Picchu og minna en 100 metra frá gamla inkaveginum sem liggur frá Cuzo til Machu Picchu, vegi sem árlega fara um mörg þúsund feröalangar. Enginn hafði vitað til þess fram að því að nokkra metra frá veginum væri hægt að finna húsaþyrpingu grafna undir hitabeltisþykkni. Fomleifafræöingamir em samt ekki undrandi vegna þessa nýja fundar. Það geríst nefnilega jafnaöarlega að menn finna nýjar rústir í fjöllunum viö Machu Picchu. Þetta svæði Andesfjallanna er eitt hið hrikalegasta og óaðgengilegasta á jörðinni. Klettaveggimir eru þvi sem næst lóðréttir og em alls staðar þaktir viðjum sem einungis er hægt að höggva í sundur meö frumskógarsveðjum. Svæðið heitir Vilcabamba og hefur i meir en fjórar aldir haft næstum yfir- náttúrlegt aðdráttarafl fyrir ævin- týramenn, fjársjóðsleitendur og rann- sóknarmenn. Arið 1533 lagöi Francisco Pizzarro, fyrrverandi svínahirðir frá Spáni, undir sig Perú. Hann var með 150 manna lið og það yfirbugaöi inkana, eitt mesta heimsveldi mann- kynsins. Pizzarro og menn hans rupluðu og rændu kerfisbundið hof inkanna. En þeir komust aldrei inn i Vilcabamba. E vrópumennimir létu undan síga fyrir snarbröttum fjallakeðjunum og þétt- um skógunum. Vilcabamba var þannig síðasta vigi inkanna i Perú. Þama var sett upp eins konar útilegurfld marga áratugi eftir að Pizzarro hafði opinber- legatekiðvöldin. Ef trúa á sögusögnum var einnig leynilegur höfuöstaður i Vilcabamba. Ríkur stórbær sem síöan var yfirgef- inn og indiánar fjallanna gleymdu. Sem aldrei hefur síðan fundist. Arið 1911 fann Bandaríkjamaöurinn Hiram Bingham, næstum fyrir tilvilj- un, inkabæ á fjallstindi i Vilcabamba. Skógur haföi vaxiö yfir hann. Bærinn er i um það bil 2500 metra hæö og oft grúfa regnþung skýin frá Amazona sig yfir gamla veggina. Bingham var himinlifandi yfir upp- götvun sinni. Hann taldi sig fullvissan um aö hann hefði fundið þaraa siöasta höfuðstað inkanna og aö miklir fjár- sjóðir myndu finnast við uppgröftinn. Það varð heldur litið um fjársjóði. 1 staöinn kom í ljós að bærinn var ákaf- lega stór. Þremur ferkílómetrum i allt af fjailstindinum haföi verið breytt i svalagaröa, vegi, opin svæði og íbúða- hverfi. I umhverfi sem fyrirfram virt- ist nær óbyggilegt hafði inkunum tekist að setja upp stórbæ þar sem séö var fyrir öllum þörfum. Þetta er fram- kvæmd sem er einstæð i sögu manns- ins. Þegar uppgröftur á Machu Picchu, hinum falda bæ, silaðist áfram veitti Bingham þvi eftirtekt að yfir 80% af beinagrindum sem þeir fundu vora af konum. Þaö varð til þess aö hann setti fram þá kenningu aö bærinn heföi verið siðasta aðsetur mamaconasink- anna (sólarjómfrúa). Þessar mamaconas vora konur sem valdar vora úr öllu inkaríkinu vegna mikillar fegurðar þeirra. Þeim var kennt að vefa sérlega vönduð klæði fyrir drottnarana. Þær lærðu að bragga sérstakt öl úr mais (chica). Og úr þeim völdu Sapa Inka, drottnarinn, og menn hans, kven- fólk i kvennabúr sín. Síöari rannsóknir á beinagrindunum hafa sýnt aö konur vora ekki i eins miklum meirihluta og Bingham hélt. Svo kannski var Machu Picchu þrátt fyrir allt ekki bær jómfrúnna. önnur kenning gengur út á það aö staöurinn hafi veriö útvörður mót Amazon framskóginum og aö haft hafi veriö grannt eftirlit frá Machu Picchu með landamærum inkaríkisins. Sumir fomleifafræöingar telja að Machu Picchu hafi verið verslunarbær sem flutti inn kókablöö frá frumskóglend- inu í nágrenninu. Enn aörir telja að bærínn hafi bara veríð orlofsstaður fyrir yfirstéttina í Cuzco sem er um þaö bil 150 kílómetra sunnan viö Machu Picchu. Cuzco er i um þaö bil 3500 metra hæö og þar er því nokkuð kaldara loftslag. Nýjar uppgötvanir 1982 hafa orðið til þess að varpa enn frekara ljósi á gátu Machu Picchu. Nálægt byggingunni sem „óheppni” f omleifaf ræðingurinn datt niöur í hafa verið grafnir upp stórir svalaakrar. 1 allt vora upprunalega um 70 slikir akrar sem hver um sig var 10 metrar á breidd og allt upp í 50 metrar á lengd. Allar svalir era afgirtar af vegg sem sums staöar er sez metrar á hæð. Svaliraar era eitt af þvi hæsta sem enn hefur fundist frá tímum inkanna. Rúman kílómetra frá þessu stóra mannvirki hafa fomleifafræðingamir fundiö opið svæði sem er 10 metrar i þvermál. Viö endilangt svæðið hefur á sínum tima verið röð litilla bygginga. Að öllum lfldndum hefur þar verið um helgidóm að ræða sem hefur tengst greftri inkanna þvi i nágrenninu hafa fundist 30 óopnaðar grafir. Alfredo Valencia Zegarra er stjóm- andi menningarstofnunarínnar i Cuzco. Hann hefur skirt svæðiö með svalagörðunum Quillapata. Þaö þýðir á quechua, sem er uppranalegt mál indiánanna: „Yfir mánann”. Hann hefur á sama hátt skirt helgidóminn með gröfunum Chaskapata sem þýöir „Yfir stjömumar”. Fundur Quillapata og Chaskapata sýnir að allur dalurinn undir Machu Picchu getur hafa verið ræktaður og byggöur hluti af riki inkanna. Machu Picchu hefur ekki endilega verið dul- inn og einangraöur bær heldur „kannski” bara stór bær i inkaveldinu. Bær sem lá viö landamærin við Ama- zon. Það að Vilcabamba varö goösögn meöal Evrópumanna á ef til vill rætur sínar að rekja til þess aö svæöið virtist óaðgengilegt og óbyggilegt i augum hvítu innrásarmannanna sem vora ekki vanir þeirri ögun og nægjusemi sem einkenndi inkana. Það er engin íeið ssm þessi Inkamir vora upprunalega tiltölu- lega lítilsmegandi kynþáttur indiána sem bjuggu á svæðinu kringum Cuzco i Andesfjöllunum. Vitað er aö inkamir liföu fríösömu lifi á þessu svæöi i um það bil 200 ár þar til valdamikill drottn- ari sem hét Pachacuti tók völdin á miðri 15. öld. Pachacuti var níundi Sapa (æðsti inkinn) og á einungis 100 árum tókst honum og tveimur eftir- mönnum hans að breyta landi inkanna í stórveldi sem teygði sig eftir mestum hluta Kyrrahafsstrandar Suður- Ameríku. Heimsveldiö var 4000 kilómetrar frá noröri til suðurs og þvi var stjómað með járnhörku af miðstjóra sem þekkti ekki til rítlistar, notaði ekki pen- inga. og sem hafði ekki fundið upp jámiö og raunar ekki hjóliö heldur. Það að inkamir gátu stjómaö vold- ugu riki sinu án þess að þekkja til svona frumatriöa eins og ritmáls var að veldi þeirra var einveldi án hlið- stæðu í sögunni. Við hlið einveldis þeirra verður hvaða riki nútímans sem er eins og stjómlaust. Þar að auki vissu inkamir að rikiö gat einungis virkað ef maður hafði góðar samgöngur. Þess vegna settu þeir upp veganet sem var flóknara og glæsilegra en áður haföi þekkst. Vega- net Rómverjanna um Evrópu var ekki einu sinni sambærilegt við yfir 16.000 kílómetra langt veganet inkanna sem vora meö brúm og sumir upp i átta metrar á breidd. Bugðóttir vegir gegnum fjöii og yfir fljót Mikilvægasta samgönguæöin var konungsvegurinn frá Cuzco til Quito. Um hann segir Pedro Sarmiento de Gamboa, höfundur frá 15. öld: „Vegurinn lá i gegnum dalverpi yfir háar hæðir og snævi þakin fjöllin meö öskrandi fljótum.” Það vora tröppur og öllum veginum var haldið hreinum. Með reglulegu millibili vora stöðvar, birgðageymslur og sólarhof. I sögu mannsins hefur aldrei verið annar eins vegur. Alls staöar leituöust inkamir viö að láta veginn liggja eins greiðan og hægt var. Það var auðvitað ákaflega erfitt i Andesfjöllunum þar sem oft varö að byggja hengibrýr yfir svimandi há hengiflug, bora göng gegnum klöpp og gera stiga hátt uppi á fjallveggjunum. Vegarspotti sem var bara nokkrir kílómetrar gat náð 4500 metra hæö, þar sem var nístingskuldi, niður í sól- bakaða eyðimörk i tveggja kílómetra hæð og lá síðan að nýjum, lóðréttum hamravegg með þúsundum þrepa upp á nýja tinda. I Andesfjöllunum var næstum þvi ómögulegt að leggja veginn meö sömu breidd alls staðar. Þannig gat breiddin verið frá 5 og upp i 8 metra. Á ákveðn- um herfræöilega mikilvægum stöðum var breiddin þó talsvert meiri. Hæsti inkavegurinn lá yfir Salcantay fjallið í suðurhluta Perú. Þar náði vegurinn upp í næstum 6000 metra hæð og teygði sig langa leið viö rætur skriöjökuls. Til þess aö vemda veginn gegn grjót- og snjóskriðum hlóöu inkamir háan múrvegg á móti fs- massanum. Eitt af athyglisverðustu mannvirkj- um þeirra era 200 metra löng göng sem liggja aö hengibrúnni yfir Apurimac- fljótinu. Vegurinn ris og hlykkjast um leið i gegnum göngin sem (aö því talið er) era höggvin af inkum með frum- stæðum steinöxum og bronsáhöldum. 10 kOómetra strfia úr torfi 1 raunveruleikanum hefur aldre. heppnast að finna góöa skýringu á þvi hvemig inkamir fóra að því að höggva og skera i stein meö tækni og ná- kvæmni sem á sér enga hliðstæðu í gamla heiminum. Þaö viröist svo sem engin náttúrleg hindran heifi getað stöðvað vegaverk- fræðinga inkanna. Ef leiðin lá með fljótum eöa vötnum vora byggðir stoð- veggir sem gátu vamað flóðum. Og ef þess þurfti voru grafin framræslukerfi til þess að halda undirlaginu sæmilega þurra. Mýrar og flóar vora líka á þeim svæðum sem inkamir byggðu vegi sina á. Þeir byggöu með torfi 1 til 2 metra háar stiflur sem vora 5 til 6 metrar á breidd. Einna þekktust af þessum stífl- um er sú sem liggur yfir Pampa de Anta fenið norður af Cuzco. Hún er um þaö bil 10 kilómetra löng, 7 metra breiö og vel 2 metra há. A sjöunda ára- tugnum var þessi stífla nógu sterk til aö vera hluti af Central Highway í Perú. Ekkert þessara verkfræðiafreka er hægt aö bera saman i frægð við hengi- brýmar. Astæðan fyrir því að hengi- brýmar stóra hafa fengið svo mikið rúm í ferðalýsingum frá Suður- Ameríku á lfldega rætur sínar að rekja til örvæntlngarinnar sem grípur sér- hvem flatlendis Evrópubúa bara við tilhugsunina um að ganga út á langa, riöandi hengibrú hátt yfir niöandi elfi. Hengibrýmar voru byggöar þannig að fimm langir kaplar úr samanflétt- uðum pílviðargreinum vora strengdir milli bergveggjanna. Kaplamir vora DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. 51 annaðhvort festir viö undirstöður sem voru höggnar út úr berginu eða i sterkt múrverk. Hver kapall var 40 til 50 sentímetra sver. Þrir þeirra mynduðu síðan undirlag fyrir sterkt fjalagólf en tveir þeirra mynduðu handrið. Þessar brýr sveigðust auðvitaö niður í miðj- unni og þær sveifluðust ógnvekjandi þegar vindurinn kom æöandi eftir þröngum giljunum. Stærsta brúin lá yfir Apurimac- fljótið og var lýst svona af ameríska fomleifaf ræðingnum E .G. Squier 1865: „Milli tveggja risastórra bergveggja sem era svimandi háir báöum megin við fljótið sér feröalangurinn á löngu færi brúna sem líkist mjóum band- spotta. Eg gleymi aldrei hvernig þaö var aö fara yfir stóra, riðandi brúna yfirApurimac-fljótið.” Hengibrúin yfir Apurimac var byggð 1350 og var í notkun fram til 1890. Squier mældi hana og segir í ferðalýs- ingum sínum að hún hafi verið tæpir 50 metrar á lengd og 30 metra yfir vatns- fletinum þar sem hún var lægst. Athyglisverð bygging var á sama hátt Pontobrúin yfir hið 30 metra breiða Desaguadero — fljót sem renn- ur úr Titicacavatninu. Brúin var borin uppi af sefbátum og balsaflotholtum og hún var í notkun fram til 1875. Á öðrum stöðum vora á inkaveginum ferjur yfir fljót og vora þær dregnar yfir meö hampreipum. Annars staöar vora byggðar steinbrýr. Þeir lifðu fyrir ríkið Fyrir óbreyttan íbúa í inkaríkinu var lífið ákveðið frá upphafi til enda. Rflrið stjórnaði lífi borgaranna í einu og öllu og virk stjórn sá um að allt laut vilja keisarans. Sérhverjum var skylt að vinna fyrir rflrið og keisarann og hluti uppsker- unnar var borgaður i skatt. Veganetið mikla var byggt upp og haldið við í skylduvinnu. Viö vegina vora með 20 kílómetra millibili hvildarstaðir, svo- nefndir tamboar, þar sem vegfarendur gátu hvílt sig, borðað og fengið sér vistir. Þaö var hlutverk staðarbúa að reka þessa hvfldarstaði og sjá um aö þar væra alltaf nægar birgðir. Embættismennimir og fylkis- stjóramir héldu nákvæmt bókhald yfir hvað hver borgari innti af hendi og borgaði i skatt. Meö hnútabandakerfi (quipus) gat bókhaldarinn fylgst með því. Quipussnúrumar mátti að öllum lflrindum einnig nota til að flytja ein- föld boð og tilkynningar og til þess var keisarinn með ótrúlega virkt póstkerfi. Eftir öllu veganetinu vora, með rúm- lega kflómetra bili, lítil hús þar sem ungur hlaupari bjó ásamt fjölskyldu sinni. Þessir hlauparar mynduðu boð- röð þar sem boðum var komið áfram með ötrúlegum hraöa. Þegar Pizzarro lagði undir sig Perú gátu boðhlaupar- arair komiö boðum frá Lima til Cuzco á þremur dögum, 600 kflómetra langa leið yfir fjöll. Spænskur póstur á hest- baki var síöar 12 til 13 daga að fara sömu leið. Boðhlauparamir þjónuöu fólki á stöðunum. Ungu mennimir skiptust á að vera í húsunum. Brotið á bak aftur af 150 Evrópubúum Fyrir utan hirð og prestastétt hefur líf inkanna áreiöanlega verið ákaflega spartanskt. Ef menn langaði til að flytja frá heimabyggð sinni urðu þeir að fá sérstaka heimild. Og þaö var bara undantekning ef hinn óbreytti inki fékk leyfi til aö tylla fótum sinum á hina miklu konungsvegi sem vora fráteknir fyrir ferðir til keisarans og embættismenn hans. Stundum gerðist það aö íbúar heilla þorpa vora fluttir nauðugir á nýunnin svæði þar sem hlutverk þeirra var síðan að halda heimamönnum i skefjum. Þegar ríkið var í vexti fram til hrunsins 1530 vora inkamir nefni- lega stöðugt i striði við ættbálka sem urðu fyrir landvinningastefnu veldis- . _ ins. Þaö er einkennilegt að þetta stríðs- reynda stórveldi skuli hafa veriö brotið niður af 150 Evrópubúum á fáum mánuöum. En veikleiki inkaveldisins lá í valdabyggingunni. öll völd söfnuð- ust saman i persónu keisarans. Fyrir inka var það óhugsandi að nokkrum dytti i hug aö abbast upp á keisarann sem var álitinn líkamning guödóms- ins. Slflrt var fjarri Francisco Pizzarro. Hann tók Atahuallpa keisara til fanga og lamaði um leið inkana. Sumt bendir til að inkamir hafi upphaflega haldið að hvítu Evrópubúamir væru nokkurs konar guðir sem væra komnir til þeirra. Þeir komust fljótlega að öðra. Hrafnhildur kraKkamir unna að meta EUB05 Þelr sem fylgst hafa með framgangl sundíþróttarlnnar á íslandl þehkja ðrugglega hrafnhildi Guðmundsdóttur frá Þorláhshöfn og afreh hennar á llðnum árum. flú er lirafnhlldur sundlaugarvörður í Þorláhshöfn, en sundlaugln hefur Jafnframt verlð annað helmlll barna hennar í uppvextlnum. Öll hafa þau synt í hjölfar móður slnnar, - tll slgurs. Pesslr fríshu hrahhar helta Magnús Már, Bryndls, Hugrún og Arnar Freyr. hrafnhildur og hrahharnir gera sér greln fyrlr mlhllvægl góðrar sápu fyrlr húð og hár. En venjuleg sápa og sjampó valda oft ofþornun hjá þelm sem eru oft í sundl. Þegar hrafnhlldur fréttl að á boðstólum væri „sápa" sem værl ehhl sépa, þé varð hún forvitln. Eftlr að hafa prófað blelhu vörurnar frá EUB05 hefur hún sannfærst um ágætl þelrra, elns og sundfólh um allan helm hefur gert EUBOS-lögurinn hentar elnhar vel sundfólhl, því hann er notaður Jafnt á húð og hár. Eftlr góðan sundsprett er rétt að bera EUBOS- ppwip* Vellíðan tryggir góðan árangur. notið EUB05. balsam á húðlna. Balsamlð trygglr að hæfllegur rahl og flta séu í húðlnnl. í því eru nauðsynleg nærlngarefnl sem halda teyg|anleiha húðarlnnar og homa í veg fyrlr bahteríu- og sveppasýhlngar. EUBOS-hremið verndar húðlna, sér tll þess að hún sé mjúh og svelgjanleg. Það er engin tilviljun að EUBOS fylgi sundfólhi um allan heim:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.