Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 10
46 DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. Hannes Jónsson sendiherra, sveinn i prentiðn, MA i hagfrmOi og fóiagsfrœOi og doktor'i fólagsfrœði. Jóhann G. Jóhannsson tóniistarmaóur, BA i tónmenntum og BS i eðlisfræði. Séra BJami Sigurðsson prestur, lög- og guð- frmðlngur. Kjartan BJargmundsson leikarí og smiður. Pétur Thorsteinsson sendiherra — lög- og viðskipta- fræðingur. Hannes Jónsson sendiherra — sveinspróf í prentiðn ogdr.ífélagsfræði. Guðmundur Eiriksson þjóðréttarfræöingur — verk- fræðingur og lögfræðingur. Ágúst Guðmundsson BA í heimspeki — leikari, kvik- myndaleikstjóri. Séra Bjarni Sigurðsson prer tur á Mosfelli — lögfræð- ingur og guðfræðingur. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri — hagfræðingur og doktor í félagsfraíði. Sigurður Lindal prófessor — lögfræðingur og sagn- fræðingur. Jón Haraldsson arkitekt — arkitekt og tannlæknir. Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður — eðlisfræð- ingur ogBA í tónmenntum. Davíð Á. Gunnarsson aðstoðarmaður ráðherra — verkfræðingur og hagfræðingur. Baldvin Halldórsson leikari — leikari og sveinspróf í setningu. Guðmundur Skaftason lögfræðingur — lög- og viðskiptafræðingur, löggiltur endurskoðandi. Kjartan Bjargmundsson leikari — leikari og tré- smiður. Jón Þór Þórhallsson framkvæmdastjóri Skýrsluvéla ríkisins — doktor í eðlisfræði og með sveinspróf í tré- smíði. Guðmundur S. Jónsson — eðlisfræðingur og læknir. Kristinn Sigmundsson söngvari — söngnám og líffræði. Jónatan Sveinsson saksóknari — lögfræði og stýri- mannspróf. örlygur Þórðarson lögfræðingur Landsvirkjunar — lögfræðingur og rafvirki. Jóhannes Helgason lögfræðingur — lögfræðingur og loftskeytamaöur. Sigurður Hafstað, starfsmaður utanríkisráðuneytis — lög- og viðskiptafræðingur. önundur Ásgeirsson, fyrrv. forstjóri — lög- og viðskiptafræðingur. Sigurður Helgason sýslumaður — lög- og viðskipta- fræðingur Tómas Gunnarsson lögmaður — lög- og viðskipta- fræðingur. Guðjón Ingi Hauksson — sagnfræðingur og auglýsingateiknari. Ölafur Stefánsson lögfræðingur — lög- og viðskipta- fræðingur. Valdimar Kristinsson — lögfræðingur og landfræð- ingur. liögfrædlimi og sagnfræðinní semnr vel — segir Slgurður Líndal, lögfræðingur og cand. mag. í sögu „Ástæða þess að ég sótti á fleiri mið en ein, var aö mér leiddist lögfræðin framan af eins og svo mörgum,” sagði Siguröur Líndal, prófessor í lögum, einn hinna f jölmenntuöu manna. Hann er lögfræðingur, cand. mag. i sagn- fræði og meö einkaflugmannspróf að auki. „Ég byrjaði á að lesa grísku í guö- fræðideild með laganámi. Ég frétti svo að byrjað væri að kenna latinu sérstak- lega og tók fyrsta stigið í henni áður en ég tók fyrrihlutapróf í lögfræði. Þetta hélt áfram þannig að ég tók 2 stig til viðbótar í latinu og þrjú í ^agnfræði. Þetta var meira og minna jafnhliöa lögfræðinámi. Ég útskrifaðist með BA í sögu og latínu 1957 og tók svo embættispróf í lögfræði 1959. Eftir þetta fór ég að vinna og utan til framhaldsnáms. Árið 1968 átti að fara að breyta reglugerð og varð það til að hvetja mig til að taka cand. mag. í sögu. Ég vildi ekki láta fyrra nám fara til ónýtis og ákvað því að láta verða af þessu. En einnig kom til að mér fannst söguþekking mín örlítið gloppótt. Ég kunni það vel sem ég hafði áhuga á en kunni lítil skil á öðru. Reglugerð- arbreytingin varð mér hvati til að fylla upp í eyðurnar. En ég tel nauðsynlegt fyrir sagnfræöinga að hafa góða yfir- borðsþekkingu á öllum sviðum og tímabilum sögunnar, jafnvel þótt þeir sérhæfi sig á ákveðnu sviði. Sagan er eitt net, það er nánast ómögulegt að Ejalla um stjórnspeki 18. og 19. aldar án þess að kunna skil á henni á miðöldum, og til að kunna skil á miðaldastjóm- speki verður að athuga hvemig hún . var hjá Grikkjum og svo framvegis.” — Hafa þessar greinar stutt hvor aðra? „Þeim hefur komið ágætlega saman, þaö er helst að þaö hafi orðið árekstrar í tíma. Þær styðja hvor aðra ágæt- lega, heimildarýni sagnfræöinnar kemur dómara að góðum notum í mati og sönnun svo dæmi sé tekið. 1 mínu til- felli semur þessum greinum ágæt- lega,” sagði Sigurður Líndal. ás Sigurður Lindai prófessor. Það þ>kja ekki lengur stórtíðimii að menn leiti sér haskólamfiintuiiar. Háskóli Islands útskrifar árlega hundruð inamia og tugir koma utan ur heimi með skinandi fin diplom upp a vasann. Hitt er öllu óalgengara að menn geti státað af tveimur slikum. Oalgengara en ekki með iillu óalgengt. Við lauslega athugun helgarblaðsins kom í ljós að býsna margir þekktir borgarar eru í þessum hópi. Það vekur athygli, er litið er á iiöfnin hér að neðan. að nokkur brögð eru að því að lögfræðingar leiti sér viðskiptafræðimenntunar. Eins er vitað að margir leikarar hafa einhverja aðra menntun. Hitt kemur meira á óvart að finna háskólaborgara með iðnmenntun að auki. arkitekt sem einnig hefur numið tannlækniiigar. lögfræðing sem iært hefur verkfræði. eðlisfræðiiig með BA í tónmeiuitun og maiin sem fyrst varð sveimi i prentiðn síðar dr. í félagsfræði og stariar sem sendiherra. Helgarblað I)\ rabbar við memi sem haía tvii eða fleiri próf og birtir lista > fir þjóðkunna menn sem státa af slíku. Þess skal getið að a listanum eru nöfn tekin af handahófi og ekki hirt um að fimia hvern einasta mann i landiuu. Þeir eru svo margir að ekki er laust viö að spurt se hvort það sé ekki bahilja að sérfræðiiigar hafi nað yfirhönd- iimi. Mjög algengt er til að mynda að listamenn. svo sem leikarar. hafi haskolaprof auk menntuuar i sinni listgrein. en einungis eru iirfá nöfn nefnd. ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.