Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. 57 Bflar Bflar Bflar Bflar Bflar r Bfllinn sem þeir Omar og Jón gerðu frægan í rallakstri hér á landi er nú kominn í nýrri útgáfu Hann er splunkunýr þótt hann minni um margt á fyrirrennarann. Renault 5 er nú kominn í nýrri útgáfu og þaö eina sem minnir á skyldleikann viö þann gamla, sem á 12 ára ferli sínum frá því að hann fyrst var kynntur 1972 var ó- breyttur, er svipað heildarútlit. Allt annað er nýtt. Á síðustu 12 árum hafa meira en 4,6 milljónir R—5 komið frá verksmiðjun- um og ekki hafa allir þeir kaupendur veriö að gera skyssu' og á þeim for- sendum var það að forTáðamenn Renault ákváðu aö fara ekki of langt frá þeim gamla í útliti þegar sá nýi var hannaður. ,,Supercinq” eða superfimm kalla þeir Renault þann nýja og hafa gætt hann ýmsum nýjungum og breytingum til batnaðar. Fyrst og fremst meira pláss Það sem fyrst og fremst verður vart viö tU batnaöar er aukiö innanrými. Bíllinn er nú tveimur og hálfum sentímetra lengri og tæpum tveimur sentímetrum breiðari að utanmáli og þetta er nýtt til fulls í endurhönnun innanrýmisins því nú er innanrýmið tæpum þremur sentímetrum breiöara við framsæti og heUum sjö sentí- metrum í aftursætinu. Það sem aukiö hefur mest á plássiö inni í bílnum er að nú er vélin orðin þverstæð að framan og eins hefur hjólabúnaði verið breytt þannig að hann tekur mun minna pláss. Demparar á afturöxli eru nú haUandi fram á við, þannig að þeir ganga ekki upp úr hjólskálunum að aftan eins og var og því er rýmra þar. Framhjóla- fjöörunin er nú einnig breytt og er af McPhersongerð. Mælaborðið er mikið breytt frá þeim „gamla” og dregur greinUega mikinn svip frá Renault 25 sem kynnt- ur var á liönum vetri. Stjórntæki ÖU liggja vel viðog þó, því á TSE bílnum, sem ég reynsluók á dögunum í Frakk- landi, mátti finna tvo alvarlega gaUa. Annar var sá aö bíllinn var með raf- drifnum rúöum og rofar tU að stýra þeim voru niðri við gólf fyrir framan gírstöngina og þarf að beygja sig allt of langt fram til að ná tU þeirra. Betra hefði verið aö hafa rofa þessa innan á hurðum likt og venja er í flestum öðrum bUum. Hinn gallinn var svipaöur. Eina plássið sem er fyrir út- varp er á sama stað og fannst fyrir rúðurofana og ef ökumaður viU breyta um stillingu á tækinu þá þarf hann aö beygja sig það langt fram aö yfirsýn yfir veginn framundan brenglast og skapar þar meö hættu í akstri. Aðspurðir um þessa staðsetningu sögöu tæknimenn Renault að á- stæöunnar væri sennUegast að leita til þess að fyrst væri bíUinn hannaður og þá loks væri fariö að kíkja á þaö hvar ætti að koma aukabúnaði fy rir. Betri sæti I dýrari gerðunum eru nú betri sæti en voru í gamla bílnum. Þessi sæti eru af þeirri gerð sem nú ryöja sér æ meir til rúms í bílum dagsins í dag, form- steyptur svampur sem gefur mun betri stuðning í akstri en jafnframt minnkar lítið eitt plássið undir stýri. Sætin eru nú á einsporabraut og gefa mun fleiri stillimöguleika sem byggjast á því aö afstöðunni tU stýrisins er breytt með haUastillingum og meö breytingum á halla sætisbaksins. I ódýrari gerðun- um eru enn sömu sæti og voru í gamla bUnum og renna á tvísporabraut líkt og áður. Nýr vél og gírkassi TU að mæta betur kröfum tímans hefur vélinni nú verið snúið og er hún nú þverstæö frammí og viö hana er jafnframt kominn nýr gírkassi. Vélar- stærðir eru nú þrjár og eru stærri að rúmtaki en var í gamla bUnum (frá 956 rúmsm til 1397 rúmsm.) Stærri geröirnar eru svipaðar þeim vélum sem í dag eru í Renault 9 og 11. Gírkassar eru 4 og 5 gíra og eru þeir þróaðir sömuleiðis frá 9 til 11 gerðun- Hér eru þeir báðir, sá gamli frá 1972 og súperfimman „supercinq” sem kynnt var i síðasta mánuði. Heildarbreyting í útliti er ekki mikU en þó munur, tU dæmis er hurðaropnunin felld inn í opið á hliðinni en hnappurinn utan á hurðinni, sem var á þeim gamla, horfinn. Gerviefni eru nú notuð meira í hlif ðarskyni á hliðum og eins í fram- og af turenda. NÝR RENAULT 5 „Supercinq” — Alveg nýr bíll þótt í útliti minni hann á gamla R-5 sem verið hefur óbreyttur í 12 ár Að aftan má sjá einna mesta breytingu í útliti. Afturljós eru nú stærri en áður og falla þau alveg inn í afturhornin. um. Þriggja gíra sjálfskipting er einn- ig fáanleg og er hún sú sama og er not- uðíRenault9ogll. Mun meiri sparneytni Súperfimman er mun hagkvæmari í akstri en sá gamh var. Þetta er meðal annars að þakka því að bíllinn er nú mun léttari en áður, eða um 50 kílóum, minni loftmótstöðu, nú Cd 0,35 í staö 0,38 áður og nú eru bílarnir búnir hjól- börðum sem gefa mun betri nýtingu eldsneytisins. Reynsluakstur Á dögunum gafst mér tækifæri til reynsluaksturs á þessum nýja Rcnault þegar hann var fyrst kynntur fyrir blaðamönnum. Var það TSE gerðin sem þar var reynd en þetta er dýrasta og best útbúna geröin. Þessi bíll var með 72 hestafla vél, 5 gira, og ætti því að sýna þaö besta sem úr bíln- um næst. Utkoma stutts reynsluaksturs dag- stund í nágrenni Parísar segir ekki allt um aksturshæfni bílsins en leiddi þó í ljós að þessi bíll er síst eftirbátur gamla R—5 og að mörgu fremri. Fjöðrunin er oröin mun betri, gefur lengri slaglengd, en er þó um leiö stífari. Stýriseiginleikar eru á margan hátt betri en var áður en þó fannst mér Að framan er munurinn minni en þó er framhlutinn orðinn að meiri heild og stuðarinn og svuntan feUd saman. Mælaborðið er miklu aðgengdegra en áður var og ber það mikinn svip af nýja Renault 25 bílnum. bíllinn eiga til að yfirstýra í beygjum og voru margir blaðamannanna sem þama voru við reynsluakstur á sömu skoöun. En ástæðuna má eflaust rekja til þess að bílamir voru búnir sér- stökum hjólbörðum sem ætlaðir eru til hraðaksturs en gefa jafnframt eins lítið viðnám og öryggi bUsins leyfir, einnig er hjólbörðunum ætlað að spara verulegt eldsneyti. Því er afar spenn- andi aö bíða þess að bíllinn komi hingað til lands og reynsluaka honum hér á hjólböröum sem hæfa okkar vegakerfi. Sætin í TSE bdnum eru mikil fram- för frá eldri sætunum. Þau veita góðan stuðning hvernig sem bílnum var beitt en í þessum þrjú hundruð kílómetra reynsluakstri var ekið jafnt um hraðbrautir og ótroðna malarvegi. Utsýni hefur og veriö bætt mjög í súperfimmunni. Gluggar eru nú um 20% stærri en áöur var og lítið um ,,dauð”hom. Fimm gíra kassinn nýttist vel við akstursaðstæðurnar í Frakklandi og mun án efa gera það hér líka þótt fimmti gírinn nýtist ekki öllum hér á landi. Gírskiptingar eru mjög liöugar þótt fullstutt sé á milli fyrsta og þriðja gírsaðmínumati. Súperfimman er að mínu mati veröugur arftaki eldri gerðarinnar og eins og einn blaöamannanna sagöi „4,6 milljónir geta ekki hafa vaðið í villu”. Eldri gerðin náði því þvívegis að verða söluhæsti bíll ársins í Evrópu og nú er að bíða og sjá hvernig þeim nýja gengur. Jóhannes Reykdal. Renault5TSE: Lengd: 3581 mm. Breidd: 1584 mm. Hæð: 1397 mm. Þyngd: 755 kg. Vél: 4 strokka, þverstæð, 1397 rúmsm. 72 hestöfl (52 kW) við 5750 sn. á mín. Gírkassi: Fimm gíra. Fjöðrun: McPherson að framan/þverstæð snúningsfjöðrun að aftan. Bremsur: Diskar að framan/skálar aftan með hjálparafli og átaksjöfnun. Hjól: 155/70R13S eða 165/65R13S. Eyðsla: frá 5,0 til 7,9 lítrar pr. 100 km.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.