Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 12
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. Viðtal: Ólaf ur E. Fridriksson og Sigurður O. Valgeirsson — Hvernig stóö á því aö verkfall var boðað eftir einn samningafund og var það ekki þremur dögum eftir að heimild var fengin til verkfallsboðunar? „I fyrsta lagi er ekki rétt að verkfall hafi verið boðaö eftir einn samningafund. Það var búiö aö halda fleiri fundi þó aö þeir hafi ekki veriö í þessu fasta formi sem fundir eru venjulega. Verkfall var heldur ekki boðað einhverja daga eftir aö heimild fékkst. Þaö var boðaö sama dag. Hins vegar meö tíu daga fyrirvara en heföi getað veriö meö sjö daga fyrirvara. Og þessi fyrirvari var lengdur til þess að gefa atvinnurekendum kost á aö leysa þetta mál á þessum tíu dögum. Og auövitað hefði það verið hægt ef vilji heföi veriö fyrir hendi því aö staðreyndin er nú sú aö þegar samningar takast endanlega þá er þaö gert á 20 til 60 tímum og allir sjá aö þaö rúmast margir slíkir tímar innan tíu daga.” — Ertu samt ekki þeirrar skoðunar að verk- fallið hafi veriö boðaö of fljótt? „Nei, ég er alls ekkert þeirrar skoöunar. Ég er sannfæröur um aö ef við hefðum boöaö þetta verkfall, viö skulum segja sex vikum seinna þá heföi lausnin tekiö jafn langan tíma. Spurningin stóö ekki um þaö að við heföum boðað verkfall of snemma. Spurningin stendur um þaö aö Vinnuveitendasambandiö og raunar ríkiö líka voru búin aö boöa hér ákveöna stefnu í launamálum. Akveðna harða kjarastefnu sem átti aö reka hvaö sem þaö kostaði. Og þaö breytti engu hvort þaö vorum við eöa eitthvert annaö verkalýösfélag sem reiö á vaöiö. Málið var aö þaö átti ekki aö semja út úr þeirri leið sem VSI og ríkisstjórnin höföu ákveöiö. Frammi fyrir þeirri staöreynd stóöum viö og frammi fyrir þeirri staðreynd stóð líka Félag íslenska prentiönaöarins san VSI beitti fyrir þennan vagn í þessar sex vikur og kannski í stórkostlegri andstöðu viö félags- menn í FlP. Miðjunótur Ég vil líka iáta þess getið í þessu sambandi aö ég tók upp, á þeim fundum sem voru áöur en til verkfalls kom, þetta ákveöna mál. Þessa stefnu sem búiö væri aö boöa í þjóðfélaginu og átti aö reka meö þeirri hörku sem þurfti og benti jafnframt fulltrúum FIP og raunar VSI líka á að þessi stefna myndi ekki veröa ofan á í landinu. Fólk væri oröiö þaö aöþrengt að það krefðist ákveðinna kjarabóta og það myndi ganga í gegn. Þar af leiðandi bentum við okkar viðsemjendum á þaö bæöi áður en okkar verkfall hófst og einnig á fyrsta fundi eftir aö verkfall hófst hjá ríkissáttasemjara aö hyggi- legast væri aö leysa þetta á einhverjum miðju- nótum eftir okkar kröfugerð því það yrði eitthvað nálægt því sem endanleg lausn yrði. Staöreyndin er einfaldlega aö sú leiö hefur oröiö ofaná í þjóöfélaginu. Reyndar í hærri kantinum. Hærri kanti heldur en viö heföum veriö tilbúnir til aö leysa þetta mál á fyrir verkfall. Eg held aö veröi aö lýsa ábyrgö þessa verkfalls algerlega á hendur atvinnu-l rekendum. Þaö var búiö að segja þeim þetta áður. Enda hygg ég aö margur prentsmiðju- eigandinn nagi sig í handabökin í dag fyrir aö láta VSI beita sér fyrir þeirri óbilgjörnu stefnu sem VSI ætlaði aö reka.” — Þiö teljið þá að þiö hafið brotið á bak aftur launastefnu VSt og rikisstjórnarinnar meö þessum samningum? Herkostnaður „Viö höfðum alténd gert það hvaö okkur snertir. Og viö höfum náttúrlega ekki samn- ingsumboö fyrir önnur verkalýðsfélög og vilj- um ekki hafa þaö. En viö viljum og munum hafa okkar samningsumboð hvaö sem þaö kostar.” — En er herkostnaðurinn af þessu verkfalli ekki of mikill þegar miöaö er viö þá kjarabót sem fékkst, þegar gengiö er út frá því aö það áttu aö koma 3% 1. september og 3% 1. janúar og væntanlega heföi verið samið um einhverja hækkun eftir aö samningar voru lausir 15. apríl? „Þegar til verkfalls kemur þá skapast það af þeirri einföldu ástæöu aö atvinnurekendur neita aö ganga til raunhæfra samninga þannig aö herkostnaöur veröur aldrei metinn eingöngu út frá þeim kjarasamningum sem gerðir eru við þaö tilfelli. Þaö kom í ljós mjög fljótt í þessari deilu aö þaö var verið aö reyna aö koma á ákveönu fyrirkomulagi í samninga- málum og í því felst meöal annars launa- stefna VSI. Þaö er verið aö reyna aö koma á þeirri stefnu aö samningsrétturinn sé raun- verulega ekki hjá verkalýðsfélögunum heldur skuli farið þannig meö samningamálin að þaö séu stóru félögin eingöngu sem semji fyrir heildina. Þessu getum við aö sjálfsögðu ekki unað. Þess vegna snerust okkar átök ekki síður um það aö halda og staðfesta okkar samningsrétt. Þaö verður aö skoöa þennan herkostnað í ljósi þess að okkur tókst í eitt skipti fyrir öll, vona ég, í þessari deilu aö sýna aö bókageröarmenn ætla aö hafa sinn samn- ingsrétt á hendi. Hann verður ekki afhentur hvorki vestur í Garðastræti né upp á Grensás- veg. Viö teljum þetta vera frumskilyrði fyrir okkur og önnur stéttarfélög ekki síst meö hlið- sjón af því að bæöi á undanförnum árum og árunum sem í hönd fara þá munu atvinnu- hættir okkar, sem og annarra starfshópa í þjóðfélaginu, gjörbreytast. Þá er mikilvægt aö verkalýösfélögin hafi samningsréttinn til aö tryggja atvinnuöryggi sinna umbjóöenda. Þannig að herkostnaðurinn í þessu verkfalli er tiltölulega lítill þegar horft er til samningsins sem út úr verkfallinu kom og þegar litiö er til framtíöarinnar.” Pófítísku fíokkarnir með yfírtökin — Er þaö rétt að Félag bókagerðarmanna hafi lagt út í verkfall í þeirri trú aö Dagsbrún eöa jafnvel önnur félög ætluðu í verkfall á sama tíma. Að þarna hafi komið upp ákveöin samstaða sem siðar hafi brostið? „Nei, þaö er alrangt. Félag bókageröar- manna valdi þann kostinn þegar þaö var stofhaö 1980, í allsheijaratkvæöagreiðslu, að standa fyrir utan heildarsamtök verkafólks. Þaö byggðist fyrst og fremst á því að félags- mönnum hefur fundist Alþýöusambandiö og heildarsamtök verkalýðshreyfingarinnar vera of veik. Bókageröarmenn hafa gagnrýnt aö samtökin beittu ekki eins haröri stefnu og þeim ber aö gera til þess að verja hagsmuni verkafólksins. Þaö hefur veriö mat okkar að þetta væri vegna þess aö þaö liggja ekki fyrir neinar klárar línur meöal forystumanna verkalýðssamtakanna. Menn eru þar af mis- jöfnu sauðahúsi eins og gengúr og ekkert viö því aö gera. En hins vegar er það okkar mat að pólitísku flokkamir hafl verið með yfirtökin í samtökum verkafólks aö nokkru leyti, þver- öfugt viö þaö sem viö viljum meina aö eigi að ríkja í þessum hlutum. Þaö er að verkalýðs-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.