Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 18
54 DV. LAUGARDAGUR 27. OKTÖBER1984. IIIUTTHT x¥JLi¥ UiTM ítMÆjIfMíx 4 ni%TM?rrpTMi\n tiwm im. MIHMj X JL XIX XJITX Eg steig upp í flugvél í Frankfurt óviss um hvaö tæki viö þegar ég lenti. Auðvitaö hafa allir lesið eitthvað um Indland og séö myndir þaöan. Fátækt. .. betlarar... dýrindishallir... skítur. . . mannmergð... .Allt var þetta fram undan og meira til. Flughöfnin í Nýju Delhi sannaði alla mína fordóma. Það var miðnætti og hitinn var sennilega 35 stig. Flugur suðuðu í loftinu. Tvö hundruð farþegar vélarinnar stóðu í tveimur einföldum biðröðum eftir að komast í gegnum vegabréfaskoðunina. Það tók að minnsta kosti tvær mínútur að af- greiða hvern mann. Ég var einna aftastur. Tvisvar sinnum hundrað eru tvö hundruð. Sextíu deilt í tvö hundruð eru rúmiega þrír. Mig langaöi ekki að bíða í þrjá tíma í þessari vörugeymslu sem kallaðist flugstöð. En ég beið. Þegar loks kom að mér tók lengri tíma aö afgreiða mig ai marga aðra. Auðvitað þurfti ég að út- skýra hvers vegna það stæði Þ í Þórir á einu plagginu en Th á öðru. Lögreglu- maöurinn ræddi við starfsbræður sína um málið og ég var aö leka niður. En svo stimplaði hann í vegabréfið, eitt- hvað efins á svipinn og ég var kominn til Nýju Delhi. Leigubílamir frá flugvellinum voru svona hálfríkisreknir. Við afgreiðslu- borð pantaði ég og borgaði far á næsta hótel og fékk í staðinn pappirsmiða og fór að leita mér að bíl. Hópur manna vildi hjálpa mér með farangurinn en hvergi var bíllinn. Loks kom eitthvert farartæki sem minnti á bíl í hópkeyrslu Fornbílaklúbbsins og það var bíllinn minn. Ég borgaði inn og ætlaði aö borga manninum sem hafði rifið af mér töskuna einhverjar rúpíur. En leigubílstjórinn æpti eitthvað á hann, skellti aftur hurðum og brunaði í burtu. Kjaftshögg Indland var fyrst eins og kjaftshögg. Eins og köld skvetta. Eins og draumur. Þama var bændafólk höktandi á uxakerru með grænmeti á markað. Ungir strákar á reiðhjólum á leið í vinnuna, skóla eða bara á ferð. Einka- bílstjórakeyrðú- forstjórar í Ambassa- dorbílunum sem framleiddir eru á Indlandi. Fólk úti að ganga, klætt lit- rikum, slitnum fötum. Konur í sari, sem hlýtur að vera fallegasti búnaður sem til er. Karlar í hvítum nærskyrt- um. Sumir með klút vafinn um höfuð. Sumir með túrbana. Sumir stuttklippt- ir. Sumir svo langhærðir að þeir voru sennilega bara alls óklipptir frá barn- æsku. Það var sunnudagur og markaðirnir í fullum gangi. Vöruúrvalið fannst mér heldur fátæklegt og maturinn frekar óheilnæmur á að líta. Sumir kaupmennirnir hrópuðu vörur sínar til sölu háum rómi. Aðrir bara sátu og biðu viöskiptavinanna. Konur gáfu bömum sínum brjóst. Ungir menn spiluðu á spil. Einstaka maður lá í skærgrænu grasinu í steikjandi sólinni og hélt handleggnum yfir lokuðum augunum. Ég kom mér fyrir á hóteli, Ashok Yatri Niwas, sem er stór múrsteins- kumbaldi í eigu ríkisins. Dvöl á því hóteli kostaði 75 rúpíur, eða rúmar 200 krónur, á dag. Þar var hægt að fá vel útilátna en ekkert sérstaklega góða Ef þig langar að skreppa... Hvaö kostar svona ferð, spyrðu. 300 krónur á dag. Jæja, 400 eða 500. Ég ferðaðist í sjö mánuði. Flugmið- inn kostaði 40.000. Til er stórsniðugur miði hjá Pan Am flugfélaginu sem gildir í kringum hnöttinn. Ég lét gera miðann þannig út að ég fór frá London og hafði viðkomu í Frank- furt, Delhi, Bangkok, Hong Kong, Tokyo, Honolulu, San Fransisco, Los Angeles, New Orleans, New York, Boston og svo endaði ég aftur í London. Allt þetta fyrir 40.000 og það þótti mér ekki dýrt. Síðan gaf ég mér fyrirfram um 3— 400 krónur í kostnað á dag. Hótel, matur og annað. Það var þetta annað sem gerði ferðina dýrari en áætlaö var. Maður eyðir peningum í ferðir og mmjagripi og filmur. Annars tókst mér að halda ferðakostnaðúi- um í algeru lágmarki með því að lifa spart án þess nokkurn tíma að leggjastíörbirgð. Ef ernhver er að íhuga sams konar ferð má hann búast við að eyöa 150.000 krónum. Eg lifði að mestu á Iaunum fyrú- fréttaritarastörf. Ég notaði kreditkortúi óspart og það stóð á endum að peningar kæinu inn áður en þeir þyrftu að fara ut aftur. Bestu kortin eru American Express. Þaö gildir alls staðar og flestar ferðamannaverslanir og flest ferðamannahótel taka við því. Visa er næstbest. Það gildir á dýrari stöð- um. Eurokort má notast við en það hefur takmarkaðra gildi en húi kort- úi utan Evrópu. Annað sem gerir American Express kortið svona þægilegt er að það fyrirtæki hefur þjónustumiöstöðvar á aögengilegum stöðum um allan heim. Ég var ekki meö það kort en sæki um það næst þegar ég fer út. Bólusetningar fyrir hitabeltissjúk- dómum eru alger nauðsyn. Best er að gefa sér tveggja mánaða fyrir- vara áöur en maður fer út því tvær umferðir þarf af sumum sprautun- um með nokkurra vikna millibili. Mér gafst best að drekka vatnið og borða matinn sem á staðnum var. Það borgar sig að venjast umhverf- inu sem fyrst. Þó er betra að láta sía vatnið og borða ekki það allra ódýr- asta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.