Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 13. JÚNl 1992. Mjög vel heppnuð verðlaunaferð íslenskra snókerspilara til Loughborough: f slenskur sigur umvaf- inn breskri gestrisni - BrynjarValdimarsson undirbýr sig fyrir 8 atvinnumannamót í Blackpool Það var 25 stíga hití fyrir utan bill- iardsalinn í Echos Club í Lougbor- ugh í Mið-Englandi síðdegis sunnu- daginn 31. maí. Innan dyra var 17 ára Reykvíkingur, Jóhannes R. Jóhann- esson, að kríta billiardkjuðann sinn. Þrátt fyrir ungan aldur var hann að fara að spila úrslitaleik í 32 manna alþjóðlegu snókermótí við breskan atvínnumann, Poul Rolston. Báðir höfðu fram að þessu unnið alla sína andstæðinga. Það ríkti mikil spenna á staðnum. Þátttakendur, sem voru íslendingar, Belgíumenn, Hollend- ingar og Bretar, fylgdust með auk áhorfenda. í úrshtaleiknum þurftí að vinna íimm ramma, lotur, til að verða meistari. Þegar þremur var lokið hafði íslendingurinn ur.nið alla rammana og staðan orðin 3-0. Bret- anum tókst síðan að vinna fjórða rammann en síðan ekki söguna meir. Hann komst varla meira aö í leikn- um. Jóhannes vann síðustu tvo rammana og sigraði, 5-1. Eftir úr- shtaleikinn sagði Jóhannes viö blaöamann DV: „Ég náði upp góðri einbeitingu ah- an leikinn. Poul átti eiginlega aldrei möguleika. Ég er alveg í skýjunum. Þetta var öruggt enda tókst mér al- veg að yfirvinna stressið." Spennan í salnum féll og menn fóru að átta sig á mjög góðum árangri. Þetta var lokapunkturinn á mjög góðri framniistöðu 8 íslenskra snó- kerspilara sem fengu ferð tíl Bret- lands í verðlaun frá Ingólfsbilhard og Bilhardsstofunni Klöpp fyrir frammistöðu sína í Hörpumótínu í vetur. Við sjáum um ykkur Ákveðið var aö verðlaunaferðin yrði farin til Loughborough þar sem Dick Morley og Peter Leatiierland reka bilhardklúbb - Echos club. í viðskiptaferðum Dicks og Peters til íslands á síðustu árum hafa myndast góð vináttutengsl við bilhardspilara og klúbbeigendur hér heima. Þetta varð til þess að Bretamir buðust til að taka á mótí íslensku verðlauna- höfunum í Loughborough í ár. „We vih take care of you,“ sögöu þeir. „Við sjáum um ykkur“. Og orðin voru efnd. í dvöl, sem stóð yfir frá 22. maí til 5. júní, naut 14 manna íslenskur hópur mikihar gestrisni Bretanna. Fyrir utan sjálft mótíð, sem stóð yfir seinni helgina, var boðið upp á æfingaaðstöðu allan tímann og farið var í margar skoðun- arferðir, í brugghús í Sheffield, dags- ferð tíl kastalaborgarinnar York, á hesta- og hundaveðreiöar og sphavítí í Nottingham, í golfferð á hinn fagra golfvöh í Longcliff í nágrenni Lough- borough, í verslunarferðir og margt fleira. íslendingamir vom þó á einu máh um að það sem staðið hefði upp úr í ferðinni hefði verið mikh vinátta og velvhji Dicks og Peters, starfs- manna þeirra og annars heimafólks. íslandsmeistarinn að fara í atyinnumennsku Þegar íslenski hópurinn hélt heim th íslands þann 5. júni varð einn úr hópnum eftir - Brynjar Valdimars- son, 24 ára, sem hefur orðið íslands- meistari í snóker síðustu 5 ár. Hann hélt th Blackpool þar sem hann mun taka þátt í 8 atvinnumannamótum sem em forkeppnir fyrir atvinnu- mannadehdina. Þessi margfaldi ís- landsmeistari ætiar nú fyrir alvöm að reyna sig á meðal hinna bestu í heiminum. Tveir aörir íslendingar, þeir Gunnar Valsson og Fjölnir Þor- geirsson, em einnig famir utan til íslandsmeistari síðustu 5 ára, Brynjar Valdimarsson, á fyrir höndum þátttöku í 8 atvinnumannamótum í Biackpool á næstu þremur mánuðum. Fyrir mótin og í hléum á milli þeirra mun hann æfa sig i 3-8 klukkustundir á dag. DV-myndir Óttar Sveinsson örn Ingólfsson t,v., sem rekur Ingólfsbilliard, og Sigfús Helgason á Billiard- stofunni Klöpp, buðu bresku gestgjöfunum upp á graflax og hangikjöt á kveðjukvöldinu áður en haldið var aftur heim til íslands. Jóhannes B. Jóhannesson, 17 ára Reykvikingur, sigraði á alþjóðlega mótinu I Echos club I Loughborough. að taka þátt í mótum með Brynjari. Áður en Brynjar hélt th Blackpool frá Loughborough sagði hann viö blaðamann DV að ætiun sín væri að æfa vel fyrir mótin, fyrst í 3 tíma á dag en vera kominn upp í 8 tíma æfingatamir eftir 20 daga. Fyrsta mótiö af átta hefst í kringum 20. júní. Hvert mót stendur yfir í 2-3 vikur og verða þau haldin með hléum fram th 20. september. Ahan þennan tíma verður Brynjar við æfingar og keppni. Þetta verður í fyrsta skipti sem Brynjar mun kynnast af eigin raun hvernig alvara lífsins er í snóker, í mörgum stórum atvinnumanna- keppnum. Öll mótín verða með út- sláttafyrirkomulagi og verða um 500 þátttakendum í hverju mótí. Þeir allra bestu, m.a. Steve Davis og Ste- ven Hendry, taka þátt í keppnunum. Þeir þurfa þó ekki að byrja þátttöku fyrir en að loknum 2-3 umferðum í hveiju mótí. Síðasta mótið heitir Embassy World Championship. Hvert mót gefur ákveðinn hámarks- stigafjölda því lengra sem menn komast því fleiri stig fá menn. Há peningaverðlaun eru í boði í hveiju móti. Brynjar segir að 64 bestu á hverju mótir fái verðlaun. Stanslaus keppni og æfingar fram á haust Brynjar verður að borga allan ferðakostnað sjálfur. Enn sem komið er hefur hann enga styrktaraðha. Reiknað er með að kostnaðurinn hjá íslensku þremenningunum muni nema 700-800 þúsund krónum. „Vonin hjá mér er að fara langt í einu af þessum mótum, tíl dæmis að komast í 128 manna hóp. Ef það ger- ist mun ég færast upp um styrkleika- flokk á næsta ári og þarf ekki að byrja fyrr en á seinni stigum mót- anna. Auk þess gefur þetta mögu- leika á að ná í styrktaraðha.“ Brynjar segir að ef hann ætli sér að ná langt megi reikna með 2-3 ára undirbúningsferli. „Menn verða að reyna að ná sér í „sponsor" með því að standa sig vel á fyrsta árinu og halda svo áfram. Annars er þetta allt of dýrt dæmi. Sponsorarnir hérna úti greiöa laun og þeir sjá um allt fyrir þig, meðal annars ferðir. Síðan fá þeir ákveðnar prósentur af verð- launafé á næstu árum. Þessi mót eru mesta keppikeflið í snóker og maður lærir mest af þessu. Heima nær maður ákveðnum tak- mörkum en þar er ekki hægt að ná eins háum standard og hjá þeim bestu hér erlendis. Heima staðnar maður frekar og hefur ekki eins marga góða leikmenn th að spha við. Menn verða alltaf að spila viö þá bestu tíl að læra meira,“ sagi Brynj- ar. Brynjar hefur sphaö við þrjá af þeim bestu í heiminum, þá Steven Hendry, Alex Higgins og Neh Foulds - og gekk bara bærilega. Brynjar seg- ir að á næstu mánuðum taki við hjá sér stanslausar æfingar samhhða keppni á mótunum átta. „Eg held aö þetta komi allt saman þegar maður keppir við góða spilara. Líka það að maður fer virkhega að æfa sig af viti þegar maður er hér úti - að dvelja lengi einn við æfinga- borðið. Hér hefur maður þá hvatn- ingu að maður er að fara að spha á stórum mótum - eitthvað th að stefna að. Ég fæ mest út úr því að æfa mig einn í langan tíma, kannski átta tíma. Stíhi þá upp kúlum á vissum stöðum. Ef ég er óviss með einhveijar stöður tek ég þær alveg fyrir í ákveðinn tíma. Þegar maður æfir einsamah á borði uppsker maður bestan stíl og árangur. Þá þarf maður ekki sífeht að einbeita sér að því að vinna and- stæðinginn og hugsa um að gera hveija kúlu. Ég ætia að byrja á því að æfa ein- samah í þrjá tíma á dag og vera bú- inn að ná upp átta tíma prógrammi eftir 20 daga. Það er líka ágætt að ná upp þreki að spha lengi því í tveimur mótanna, UK Open og Embassy verða langar keppnir," sagði Brynjar Valdimarsson. -ÓTT i i ( ( 4 ( í I (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.