Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 18
18 Veiðivon „Laxinn kemur vel haldinn úr sjónum" Mikið vatn í veiðiánum þessa dag- ana hefur spillt fyrir laxaveiðinni. Fiskifræðingar spá feiknaveiði og veiðimennimir eru míög bjartsýnir á sumarið þótt byijunin hefði mátt vera betri. Samt höfðu margir vaðið Friðrik Þ. Stefánsson á heiöurinn af einum af fyrstu löxum þessa sumars sem tók flugu hjá honum. - segir Friðrik Þ. Stefánsson fyrir neðan sig og keyptu ekki mikið af veiðileyfum. Veiðileyfi fyrir ein- hveijar milljónir eru enn til sölu og ef ekki fer að veiðast betur blæs ekki byrlega fyrir sölu á þeim. Friðrik Þ. Stefánsson, varaformað- ur Stangaveiðifélags Reykjavíkur, á heiðurinn af einum af fyrstu löxum sumarsins. En eins og menn rekur minni til veiddi Friðrik laxinn í Norðurá í Borgarfirði á flugu sem hann hafði sjálfur hnýtt. En hvað segir Friðrik um stöðuna á þessari stundu. - Var þetta eins góð byijun í laxveið- inni og menn áttu von á? „Já, það finnst okkur, laxinn kom vel haldinn úr sjónum og að fá 17 laxa við þessi skilyrði, sem voru við opnun Norðurár, er allgott. Vatnið er mikið og kalt og fiskurinn felur sig vel í því. Auðvitað hefðum við viljað veiða fleiri laxa en það verður ekki á allt kosið. Við erum að fá stærri fiska en undanfarin tíu ár núna í opnun og boðar það gott fyrir sumarið. Holdafarið á fiskinum er fallegt. Laxinn er mættur í hafbeitar- stöðvamar snemma þetta sumarið og hann á eftir að koma í ríkari mæli í veiðiárnar. Ég held að fiskur- inn eigi eftir að gefa sig þegar vatnið hlýnar og minnkar, það þarf engu að kvíða þá,“ sagði Friðrik ennfrem- ur. Viö skulum sjá hvað setur næstu daga, veiöimenn hafa í gegnum árin verið með þeim bjartsýnni í þessu þjóðfélagi. Sú bjartsýni er ennþá fyr- ir hendi. -G.Bender DV-myndir G.Bender og FRS LAUGARDAGUR 13. JIJNÍ 1992. Migið upp Maður nokkur þurfti eitt sinn að gangast undir aðgerð á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri vegna blöðruhálskirtils. Sá sem framkvæmdi aðgerðina var Guð- mundur Karl Pétursson og vildi hann útskrifa manninn þaöan eftir óvenjulega skamman legu- tíraa. Maðurinn haföi orð á því viö Guðmund Karl hvort ekki mundi vera allt of snemmt að sleppa sér lausum. En .læknirinn mótmælti því og sagöi: ; „Nei. blessaður vertu. Þú ert orðinn svo góður núna að þú get- ur leikandi migið upp um alla veggi.“ Og að þessum orðum mæltum var maðurinn útskrifaður. Var það nokkuð fleira? Halldór Laxness ók einhveiju sinni bíl sínum um fjölfannn veg. Kom þá á móti honum bíll, sem var svo frekur á veginum að nó- belsskáldfö varð að beygja bíl sin- um út af veginum til að komast ; þjá árekstri. Er Halldór hafði: numið staðar steig hann út ur bílnum, gekk upp á veginn, þar sem hinn ökumaðurinn haíði numið staðar, hneigði sig hæ- verskiega fyrir honum og mælti: „Er það nokkuð fleira sem ég get gert fyrir yöur?“ Aumingja læknirinn Óprúttnir náungar í þorpi einu norðanlands laumuðust ein- hverju sinni inn á biðstofu hér- aðslæknisins og hengdu upp eft- irfarandi auglýsingu: „Konur þær sem hingaö koma eru vinsamlega beðnar aö láta ekki sjúkdómseinkenni sín uppi hver við aðra. Það gæti ruglað lækninn svo mikið að hann ætti erfitt með sjúkdómsgreiningar sínar þegar konur eru annars vegar.“ Finnur þú fimm breytingai? 158 Það er ekkert að augunum í barninu. Hárslaufan er bara bundin of fast. Nafn:..... Heimilisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: TENSAI ferðaút- varpstæki með kassettu að verðmæti 5.220 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð- umúla 2, Reykjavík. 2. verðlatm: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Falin markmið, 58 mínútur, Október 1994, Rauði drekinn og Víg- höfði. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 158 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað fimmtugustu og sjöttu getraun revndust vera: 1. Ingibjörg Elísdóttir Lyngholti 8, 603 Akureyri. 2. Jensína Halldórsdóttir Safamýri 52,108 Reykjavík. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.