Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 13. JÚNf 1992. Sérstæð sakamál Sýknaður en.. Philip Bristow. Caroline Bristow. Það var mánudagur í febrúar og vinnudagurinn enn ekki á enda þegar Philip Bristow kom óvænt heim til sín, en hann bjó í eigin húsi við Rowhedge Road í Colchest- er í Essex á Englandi. Hann lokaði útidyrunum rólega á eftir sér þegar hann var kominn inn í anddyrið en þegar hann opnaði innri dyr anddyrisins og leit í áttina að stig- anum brá honum. Dóttir hans nítj- án ára, Caroline, kom hlaupandi niður stigann allsnakin og á hæla hennar kom einn besti vinur Bristows,-John Foss, og var hann sömuleiðis klæðlaus með öllu. Hann var þijátíu og þremur árum eldi en Caroline. Um stund horfði Bristow þrumu lostinn á dóttur sína og Foss. Er þau sáu hann reyndi þau að hylja nekt sína með höndunum en það tókst auðvitað ekki. Phihp Bristow sagðist ekki hafa áttað sig á því aö hér væri um að ræða leik tveggja elskenda. En þaö var það einmitt og fór fram með fullu samþykki beggja þátttakenda, Caroline og Johns. Bristow sagði síðar að sér hefði aldrei komið til hugar að dóttir hans léti sér koma neitt þessu líkt til hugar. Hún hrópaði... en of seint Bristow sagði í frásögn sinni af atburðinum að sér heíði komið það eitt til hugar að vinur hans og jafn- aldri, John Foss, hefði verið geng- inn af göflunum og hefði ætlað að nauöga Caroline. Hann hefði því talið það skyldu sína að verja heið- ur dótturinnar og það hefði hann gert af bestu getu. Því hefði hann gengið til verks án þess aö leita fyrst skýringa á því sem var að gerast. Það fyrsta sem Bristow gerði var að þrífa í dóttur sína, ýta henni fram í anddyrið og læsa innri hurð þess. Hún skynjaði að eitthvað voðalegt væri í aösigi og hrópaði: „Nei, nei, pabbi! Hættu!“ En hún fék engu um framvind- una ráðið. Nokkrum augnablikum síðar lá John Foss meðvitundar- laus í blóði sínu á gólfmu fyrir neð- an stigann. Philip Bristow, sem virtist nú hafa fengið útrás fyrir mesta hluta ofsans sem hafði gripið hann, gerði sér Ijóst að hann kynni að hafa meitt John Foss alvarlega. Hann sótti því teppi, breiddi yfir hann og hringdi síðan á sjúkrabíl. Hann gerði þá grein fyrir beiðninni í sím- ann að slys hefði oröið heima hjá sér. Efasemdir Shmdarkomi síðar kom sjúkra- bíllinn að húsinu. Sjúkraliöamir komu inn í húsið til að kanna hvað gerst hefði og sáu John Foss við stigaskörina og var ljóst að hann hafði fengið mikla áverka. Þótti sjúkraliöunum Ijóst að enginn hefði fengið slíka áverka í slysi og því var hringt á lögregluna og hún beðin að koma á staöinn. Meðan beðið var eftir lögreglunni tók Philip Bristow dóttur sína til hliðar og tók að segja henni hvað hún skyldi segja að gerst hefði þeg- ar verðir laganna kæmu. Þá var Bristow greinilega farið að gruna hvað raunverulega hafði verið að gerast á heimilinu þegar hann kom óvænt heim. Lögregluþjónamir vom fljótir að skoða aöstaeður og þótti, eins og sjúkraliðunum, ekki koma til greina að John Foss hefði hlotið þá áverka, sem hann var með, í slysi. Þeir báöu því Bristow aö gera grein fyrir því sem gerst hafði. Sharon Bristow. Frásögnin Bristow leit á lögregluþjónana en síðan á Caroline. Svo fór hann aö segja frá: „Maður, sem ég hélt að væri vinur minn, John Foss, þröngvaði sér inn í húsið meðan ég og konan mín vom í burtu og síðan reyndi hann að ráðast á dótt- ur mína, Caroline. Það vildi hins vegar svo til aö ég kom óvænt heim og sá John Foss elta Caroline niður stigann. Ég kom einmitt í tæka tíð til að koma í veg fyrir skelfilegan atburð.“ Lögreglufulltrúinn, sem hafði með höndum skýrslutökuna, Will- iam Carroll, leit nú upp úr minnis- bók sinni og spuröi: „Skeifilegan atburð? Hvað átttu við?“ „Hvorki dóttir mín né Foss vom klædd. Þau vom bæði nakin. Mér var jjóst að hann hafði ráðist á dóttur mína og rifið utan af henni fotin. Ég má vart til þess hugsa hvað hefði getað komiö fyrir dóttur mína hefði ég ekki komið á þessari stundu.“ Næst lýsti Bristow svo hvemig Foss hefði komið hlaupandi að sér eftir að sér hefði tekist að koma Caroline fram í anddyri og læsa innri hurð þess svo Foss kæmist ekki að henni. Þá hefði hann ráðist á sig og hafist hefðu átök sem lykt- að hefði með því að Foss hefði látið í minni pokann." „Er þetta það sem gerðist?" spurði Carroll. Eftir stutta þögn og með tár í augunum leit Caroline niður og kinkaði kolii. Síöan skrifuðu þau feögin bæði tmdir skýrsluna. Órói í hverfinu Tveimur dögum síðar lést John Foss af áverkunum sem hann hafði fengið þegar Bristow réðst á hann. Ákæravaldið fékk málið því til meðferðar og bað um lögreglu- skýrslumar svo ganga mætti úr skugga um hvort ákæra ætti Philip Bristow fyrir morð eða líkamsárás sem leitt hefði Foss til dauða. Nið- urstaðan varð sú að hann var ákæröur fyrir það síðara. Þegar það spurðist í hverfinu sem Bristow-fjölskyldan bjó í að svo gæti farið að Phihp Bristow kynni að verða ákærður fyrir morð kom upp mikil reiði meðal marga ibúa þar. Fregnin um það sem gerst hafði á heimilinu hafði að sjálf- sögðu vakið athygli og hafði fjöl- skyldan fengið mikla samúð. Því þótti ýmsum nú sem mælirinn væri fullur ef draga ætti Bristow fyrir dóm fyrir morð, því í raun hefði hann aðeins veriö að verja dóttur sína fyrir manni sem hefði ætlað að misnota hana. Máhð komst næstum á það stig að hópur hverfisbúa krefðist þess í mótmælagöngu að Bristow yrði látinn laus. Lögreglan óttaðist að til uppþots kæmi ef Bristow yrði hafður í gæsluvarðhaldi þar til máhð kæmi fyrir rétt. Varð því úr að hann fékk að ganga laus fram til þess tíma. Sýknun Saksóknarinn ákvað að leggja mesta áherslu á hve grimmilega Bristow hafði leikið John Foss, en verjandinn hafði góð sph á hendi. Hann lagði mikla áherslu á það ástand sem Bristow hefði komist í er hann kom heim og sá dóttur sína koma hlaupandi niður stigann nakta og á hælum hennar Foss, sömuleiðis nakinn. Ljóst væri að Bristow hefði vhjað veija dóttur sína svo henni yrði ekki misboðið. Var aö sjá sem kviðdómendur teldu verjandann hafa mikið th síns máls. Og það reyndust þeir gera. Phihp Bristow og kona hans, Sharon, brostu þegar dómarinn fékk svar formanns kviðdómsins. Það var jákvætt og reyndist kvið- dómurinn hafa sýknað Bristow af öllu saknæmu athæfi í tengslum við verknaöinn. En það vakti athygli að Caroline brosti ekki. Samviskubitið í fjóra daga mælti Caroline varla og það var ekki annað að sjá en henni liði afar hla. Loks fór hún ein síns liðs á fund lögreglunnar og geröi fuha játningu. Hún sagði að þaö sem faðir henn- ar hefði séð þegar hann kom heim hefði ekki verið nauðgunarthraun heldur hluti leiks sem oft hefði far- ið fram áður þegar hún hefði verið ein heima og John Foss hefði heim- sótt hana. Lögreglunni varð þegar ljóst aö Bristow hafði sagt rangt frá þegar hann sagði að Foss hefði ráðist á hann við stigaskörina. í raun hefði Foss orðið fómardýr Bristows sem hefði verið gripinn mikihi reiði yfir því að sjá að nítján ára dóttir hans, Carohne, og Foss, sem var þrjátíu og þremur ámm eldri en hún, skyldu hafa þekkst svo náið. Carohne viðurkenndi að hún hefði áöur gefið þá skýringu sem hún gaf th þess að koma í veg fyrir aö faðir hennar yrði ákærður og dæmdur fyrir morð. En hún sagðist ekki geta afborið að fólk skyldi ætíð eiga eftir að minnast Foss sem manns sem hefði haft í huga að nauðga henni. Dómurinn Lögreglan tók nákvæma skýrslu af Carohne og sendi hana síðan th saksóknaraembættisins. En í ljós kom að þessi framburður Carohne gæti ekki orðið th þess að frelsið yrði dæmt af fóður hennar. Ensk lög kveða svo á um að ekki sé hægt aö ákæra neinn tvivegis fyrir sama glæpinn. Phhip Bristow hafði veriö sýknaður og hann yrði því ekki leiddur fyrir rétt á ný og því yrði engin breyting á hans högum. Phhip Bristow er því enn frjáis maður. En það urðu breytingar á högum Carohne. Hún hafði aldrei komið fyrir rétt og engan dóm feng- ið svo hún var ákærð fyrir að koma með rangan vitnisburð, en það er alvarlegt afbrot. Carohne var dæmd th fjögurra ára fangelsisvistar. Hún sat þó ekki inni svo lengi og fékk reynslulausn. En hún var ekki hamingjusöm þeg- ar hún fékk frelsið og sumir töldu aö hún yrði lengi að jafna sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.