Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992. 21 í Verstöðinni íslandi er fjallað um sjávarútveg fyrr og nú. Verstöðin Island hefur fengið góðar viðtökur -verður sýnd á sjómannadaginn Þrátt fyrir að hin viðamikla heim- ildamynd Verstöðin ísland sé nálægt fimm tímum í sýningu ef allir hlut- amir eru skoðaðir í einu þá hefur aðsókn verið með eindæmum góð og oft verið húsfyllir. Verstöðin ísland var gerð fyrir Landssamband íslenskra útvegs- manna í tilefhi af 50 ára afmæli þess árið 1989. Handritsgerð, gagnasöfnun og stjóm annaðist Erlendur Sveins- son, en kvikmyndataka var í hönd- um Sigurðar Sverris Pálssonar. Markmiðið með gerð myndarinnar er að efla vitund þjóðarinnar fyrir mikilvægi íslensks sjávarútvegs að fomu og nýju og að auka þekkingu uppvaxandi kynslóðar á undirstöðu- atvinnugreinum þjóðarinnar og safna og varðaveita heimildir um ís- lenskan sjávarútveg í kvikmynda- formi fyrir framtíðina. Verstöðin ísland var frumsýnd 9. maí síðastliðinn og hefur eins og áð- ur segir fengið mjög góðar viðtökur og aðsókn farið fram úr hjörtustu vonum aöstandenda. Hefur myndin verið sýnt í ellefu daga þar af eina helgi á ísafirði. Á þriðja þúsund manns hefur séð myndina. Sýningar á myndinni em í Háskólabíói og era fyrirhugaðar tvær sýningar um helg- ina hæði í tilefni sjómannadagsins og einnig vegna þess að á síðustu sýningu í bænum varð fólk frá að hverfa vegna þess að húsfyllir var. Fyrri sýningin er í dag kl. 14 og sú seinni á sama tíma á morgun. Að- gangur er ókeypis. Stjömubíó - Bugsy: Glæponinn sem elskaði Hollywood Stjömubíó hefur hafið sýningar á Bugsy, mynd sem vakið hefur mikla athygli að undanfórnu og var til- nefnd til 10 óskarsverðlauna í vetur. Það er Warren Beatty sem leikur tit- ilhlutverkið Benjamin „Bugsy“ Sieg- el. Mikið hefur verið sagt og skrifað um þennan glæpaforingja sem þótti myndarlegur og mikill lífsnautna- maður, en einnig miskunnarlaus og grimmur. Hann vann sig fljótt í álit innan mafiunnar í New York og þeg- ar Meyer Lansky og Charlie „Lucky“ Luciano náðu völdum á vestur- ströndinni sendu þeir Siegel til að stjóma þar og byggja upp Las Vegas sem þá var aðeins smáþorp. Siegel hefilaðist af Hollywood og lífinu þar og varð fljótlega vinur margra þekktra leikara. Myndin leggur nokkuð mikið upp úr kynnum hans af Hollywood og þá sérstaklega smá- stiminu Virginiu Hill, en Bugsy átti í stormasömu samhandi við hana meðan hann lifði. Það hefur lengi verið draumur hjá Warren Beatty að kvikmynda ævi Bugsy Siegel og handritið er húið að vera lengi í smíðum. Hann hafði ávallt í huga að leika sjálfur Bugsy og einnig að leikstýra, en hann hvarf frá þeirri ákvörðun og fékk einn eft- irsóttasta leikstjórann í Hollywood, Barry Levinson, til að leikstýra myndinni. Levinson á að baki nokkrar mis- góðar myndir, en allar mjög athyglis- verðar. Hann er fæddur og uppalinn í Baltimore og þar gerast þrjár kvik- mynda hans, Diner sem er fyrsta kvikmynd hans og að nokkru byggð á ævi hans sjálfs, Tin Men með þeim Richard Dreyfuss og Danny de Vito í hlutverkum sölumanna og nú síð- ast Avalon sem hann byggir á sögum um innílytjendur til borgarinnar. Aðrar myndir sem Levinson hefur leikstýrt eru The Natural, Young Sherlock Holmes, Rain Man og Good Morning Vietnam. Eins og svo margir viðurkenndir leikstjórar byijaði Levinson feril sinn sem handritshöfundur, fyrst fyrir sjónvarpsseríur. Þaö var Mel Brooks sem fékk Levinson til að skrifa með sér kvikmyndahandrit að Silent Movie og High Anxiety. Sem handritshöfundur hefur Levinson fengið þijár tilnefningar til óskars- verðlauna, ... And Justice for All, Diner og Avalon. Óskarsverðlaunin fékk hann svo fyrir leikstjóm sína á Rain Man. Auk Warren Beatty leikur mikill fjöldi úrvalsleikara í Bugsy, má þar nefna Anette Benning sem leikur Virginiu Hill, Ben Kingsley sem leik- ur Meyer Lansky. Harvey Keitel sem leikur mafiforingjann Mickey Co- hen, Elliott Gould og Joe Mantegna. -HK ÚTGÁFUTÓNLEIKAR mm mm tliha|o im & Vinir Nra Á eftirtöldum stöðum: 14. og 15. júní - fyrirlestrar um blús og menningu - JAZZ Ármúla 7 16. 17. 18. 19. 20. úní - Héðinshús ú vegum Listahútíðarinnar Loftúrús ú Seyðisfjörð úní - útihljómleikar í Lækjargötu úní - Hótel Akranes y úni - Púlsinn Vitastig 3 úní - Edenborg í Keflovík Blús eins og hann gerist bestur S - K-1 -F -A- N Warren Beatty leikur hinn grimma og sjálfumglaða Benjamin „Bugsy“ Sieg- el. á leið um landið Fulltrúarfrá ísarn og Scania verksmiðjunum munu á næstu dögum kynna nýjasta og fullkomnasta vöru- flutningabíl flotans. Vonumst til að sjá sem flesta koma og skoða Scania 143M Stream- line með loftfjöðrun á öllum hjólum. FERÐAAÆTLUN - SEINNI HLUTI Sunnudagur 14. júní Akureyri kl. 10-15 (Umferðamiðst.) Húsavík kl. 17-20 Mánudagur 15. júní Egilsstaðir kl. 12-15 Seyðisfjörður kl. 16-18 Norðfjörður kl. 20-22 Þriðjudagur 16. júní Eskifjörður kl. 10-12 Reyðarfjörður kl. 13-15 Fáskrúðsfjörður kl. 17-18 Breiðdalsvík kl. 20-21 Miðvikudagur 17. júní Djúpivogur kl. 9-11 Höfn kl. 14-16 Kirkjubæjarkl. kl. 20-22 Fimmtudagur 18. júní Vík kl. 10-12 Hvolsvöllur kl. 14-15 Hella Selfoss kl. 16-17 kl. 18-21 Föstudagur 19. júní Grindavík kl. 10-12 Sandgerði kl. 14-16 Keflavík kl. 17-19 Laugard. og sunnud. 20. og 21. júní Reykjavík kl. 10-18 /S7ff?fl/ HF. Skógarhlíð 10, simi 91-20720.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.