Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 12
SIGTÚN og sölubúð Egils Gr. Thorarensen skömmu fyrir 1930. HINN UPPHASFLEGI Tryggvaskáli, fyrsta húsið við Ölfusárbrú. Myndin var tekin daginn eftir brúarvígsluna. MIÐBÆR Selfoss eins og hann var lengst af á árunum um og fyrir 1950. Á myndinni, sem tekin er 1948 eru flestar lykilbyggingar bæjarins á þeim tíma: Tryggvaskáli, Pósthúsið, verzlunarhús KÁ og Höfn. „KOMA MUNU KÖLD OG LÖNG KVÖLD í TRYGGVASKÁLA" AGRIP AF SOGU VERZLUNARSTAÐAR VIÐ ÖLFUSÁRBRÚ GÍSLI SIGURÐSSON TÓK SAMAN Mjór er mikils vísir og í litlum timburskóla sem Tryggvi Gunnarsson reisti fyrir brúarsmiði, fékk Símon Jónsson ó Selfossi inni fyrir dólitla búðarholu. En umskiptin ó staðnum urðu fyrir tilverknað Egils Gr. Thorarensen. GLÆSIBRAGUR: Uppbyggingin frá árunum eftir stríðið, nýtt og stórt hús yfir starfsemi KÁ, pakkhús til vinstri, og Sigtún, íbúðarhús Egils. Með Ölfusárbrúnni sem vígð var 1891 var mörg- um leiðum úr öllum átt- um stefnt að einum punkti og þar með mynduð skilyrði fyrir margskonar þjónustu, atvinnustarfsemi og verzlun. Fyrir þéttbýlismyndun við Ölfusár- brú skipti þó fyrst og fremst sköpum að þar reis Mjólkurbú Flóamanna og Kaupfélag Ar- nesinga. Við syðri brúarsporðinn var land jarðarinnar Selfoss; bæirnir stóðu skammt vestan við kirkjuna sem seinna reis við ána, en langur tími leið unz farið var að kalla þorp- ið Selfoss. I sveitunum í nánd var lengi vel tal- að um að fara „niður að Ölfusá“, eða „niður að Skála“. Þá var átt við Tryggvaskála, fyrsta og elzta húsið á staðnum. Skálinn sá var kenndur við Tryggva Gunnarsson sem stjómaði smíði Ölfusárbrúar. Hann lét smíða hinn upphaf- lega skála, lítið timburhús, ætlað til efnis- geymslu og til að hýsa smiði, en menn hugs- uðu sér að síðar meir yrði þar gistiaðstaða fyrir ferðafólk. Sýslan og landssjóður eignuðust Tryggvaskála „til fundarhalda" 1899, en vorið 1901 fluttist þangað fyrsti gestgjafinn, Þor- finnur Jónsson ásamt konu sinni, Guðlaugu Einarsdóttur. Þau settu upp gistingu og greiðasölu fyrir ferðamenn, en ekld var þessi upphaflegi Tryggvaskáli nema um 50 fer- metrar. A næstu árum stækkaði Þorfinnur skálann og fékk landssíminn þar inni 1909. Ekki gekk veitinga- og greiðasalan sem bezt þó að stór hluti umferðar af Suður- landsundirlendi, til og frá Reykjavík, lægi þar um hlaðið. Menn voru því óvanir að nota sér þjónustu sem þurfti að borga fyrir og hafa frekar nestað sig til ferðarinnar. Þorfinnur gestgjafi sótti um styrk til sýslunnar 1917, en fékk neitun. Tíð eigendaskipti urðu á Tryggvaskála á næstu árum, en á Ijósmynd frá 1923 má sjá að húsið er orðið tveggja hæða; gistiherbergi á efri hæðinni í álmunni sem enn stendur og snýr að brúnni. Sigtún var næsta hús sem reis við Ölfusár- brú. Kristján Ólafsson smiður hafði kvænst heimasætunni úr Norðurbænum á Selfoss- jörðinni. Skammt austan við brúarsporðinn byggði Kristján timburhús sumarið 1907 og hafði verkstæði í kjallaranum. Auk þess voru þau hjón, Kristjana og Kristján með 3-4 kýr og nokkrar ldndur í Sigtúnum. Brautryðjandi í verzlun við Ölfusárbrú er Símon Jónsson á Selfossi, sem fékk inni í Tryggvaskála fyrir litla búðarholu. Hann færði síðan út kvíamar og í félagi við Kristján í Sigtúnum setti hann upp stærri verzlun þar í kjallaranum 1914. Verzlunin var kennd við Símon, enda hafði hann verzlunarleyfið, sem heimilaði alla verzlun nema með áfenga drykki. Kristján sá um aðdrætti og sótti vör- umar á hestvögnum til Reyly'avíkur. Ferða- menn sem komu með póstvögnunum gistu stundum í Sigtúnum, en verzlunin lagðist nið- ur 1917 þegar Kristján sneri sér alfarið að bú- skap og flutti að Bár, þar sem hann bjó eftir það. Hann þótti í alla staði frábær mann- kostamaður. A ljósmynd frá 1910 má sjá að Sigtún hefur verið reisulegt hús og fallegt á sama hátt og mörg hinna bárujárnsklæddu timburhúsa sem risu á þessum tíma. Því miður varð það að víkja fyrir nýrri uppbyggingu. Daníel Daníelsson, mágur Sigfúsar Ey- mundssonar ljósmyndara og aðstoðarmaður hans við að flytja Islendinga til Vesturheims, varð næstur til að taka við verzlun í Sigtúnum og í árslok 1917 keypti hann húsið og lét ekki þar við sitja, heldur keypti hann einnig Tryggvaskála 1918 og jók við hann svo Landsbankinn gat sett þar upp útibú. Kona Daníels var Níelsína Ólafsdóttir úr Hafnar- firði. Egill kemwr tll sögunnar Nú víkur sögunni að Agli Gr. Thorarensen frá Kirkjubæ á Rangárvöllum, sem gerðist svo umsvifamikill að hann hefur verið nefndur faðir Sellfossbæjar og á þá nafnbót líklega betur skilið en nokkur annar maður. Egill fór ungur til verzlunamáms í Dan- mörku, stundaði síðan verzlunarstörf í Reykjavík í skamman tíma en fór þá til sjós og stefndi að því að verða skipstjóri. Berkla- veikin kom í veg fyrir að sá draumur hans rættist og fullri heilsu náði Egill í rauninni aldrei. Það skipti hinsvegar sköpum, bæði fyr- ir hann og framtíð verzlunarstaðarins við Ölf- usárbrú, þegar hann kvæntist Kristínu dóttur Daníels og Níelsínu í Sigtúnum. Egill keypti Sigtún og Tryggvaskála af tengdaforeldrum sínum í haustið 1918 og hóf 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.