Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 5
EFRI MYNDIN: Drangar á Skógaströnd. Þaðan var Eiríkur rauði Þorvaldsson. Neðri myndin: Eiríksstaðir í Haukadal í Dalasýslu. Þar er talið að Leifur heppni sé fæddur. VETRARSÓLHVÖRF í LEIFSBÚÐUM MYNDIN sýnir tilfærslu sólarlags og sólaruppkomu þar sem „sól hefur eyktar stað og dagmála stað um skammdegi". verið siglandi um aldarskeið milli Noregs og Vínlands með ísland að stökkpalli. Þessi hugsun Gunnars gerir ekki ráð fyrir að stofn- að hafi verið þjóðveldi á Islandi rúmum 50 ár- um áður en Eiríksstefna var kili rist úr Breiðafirði í átt til Miðjökuls á Grænlandi og þaðan suður og vestur um Hvarf. Eiríksstefna er um 7-800 sjómflur og var ýmist talin fjög- urra dægra haf eða átta dægursiglingar. Það sem málið snýst um varðandi Gunnar Karlsson er það að viljandi eða óviljandi tekur hann, með tilvitnuðum orðum sínum hér að framan, undir stórnorska stefnu gegn Islandi, stefnu sem Noregur hefur rekið á annað hundrað ár og gerir enn af engu minni elju og ósveigjanleik en áður. Þessi norski „Zion- ismi“ kemur m.a. fram í því að Norðmenn við- urkenna ekki sjálfstæði íslendinga á þjóð- veldisöld nema undir borðið. Þess vegna eru landafundir Islendinga í þeirra augum „The Norse Diseovery of America", tunga okkar er „gammelnorsk", Eddukvæðin gefin út sem „norskar bókmenntir" og Egill er „norskt hirðskáld". Og ekki skulum við gleyma eyjum þeim sem liggja fyrir vestan mitt haf norður í Dumbshafi og íslendingar fundu, þar á meðal Bjamarey; nú era þær komnar undir norsk yfirráð og með norska landhelgi en voru áður undir ísenskum lögum þótt óbyggðar væru; þ.e. íslenskir almenningar eins og hálendið. I norskum lögum, Gulaþingslögum og Frostu- þingslögum, voru ákvæði um að þau hefðu gildi íyrir austan mitt haf milli Noregs og Is- lands. Gunnar Karlsson er óánægður með manna- val forsætisráðherra í 2000-nefndina; hann segir að það sé nefnd án sérþekkingar; þar vanti sagnfræðing, fornleifafræðing og mann með vísindalega sérþekkingu á siglingum fommanna o. fl. Sá maður sem honum kom fyrst í hug í þetta hlutverk var Páll Bergþórs- son veðurfræðingur. Gunnar segir að hann hafi skrifað „gagnmerka bók“ um þetta við- fangsefni. Undir það get ég ekki tekið en það mál kemur ekki við þessa ritsmíð. Hér að ofan hefur verið að því fundið þegar hugtakið „norrænir menn“ er notað þegar átt er við Islendinga eina og bent hefur verið á að þetta er aðferð Norðmanna til að eigna sér af- rek íslendinga í siglingum og landkönnun á þjóðveldisöld. Þá hefur komið fram sú tilgáta að íslenskum fornritum, Landnámabók Styrmis fróða og Vínlandssögunum, hafi verið breytt í því skyni að gera íslenska landa- fundamenn að Norðmönnum í þágu Magnús- ar konungs lagabætis. Beinar augljósar ástæður til þessa urðu ekki raktar hér. II. Hvar voru Leifsbúðir? í bók sinni The Norse Discoveiy of Amer- ica II, s. 272, birtir Helgi Ingastad niðurstöð- ur átta fræðimanna sem fengist hafa við að staðsetja Leifsbúðir samkvæmt sólargangi þeim sem lýst er í Grænlendinga sögu: ,;Meira var þar jafndægri en á Grænlandi eða Islandi. Sól hafði þar eyktar stað og dagmála stað um skammdegi." Margir hafa spreytt sig á að skilja og skýra þessi 1.000 ára gömlu skilaboð en það hefur ekki tekist enn svo við- hlítandi sé eða almennt viðurkennt. Þessar átta niðurstöður liggja á bilinu frá 31°-55° N en Helgi skýrir ekki út hvemig þær eru fengnar. Þeir fræðimenn munu þó vera fleiri, nú orðið, sem halda því fram að setningin sé óskiljanleg eða að höfundur sögunnar fari með fleipur eitt því enginn staður sé til á „norðurhveli“ jarðar sem þetta geti átt við. Grænlendingasaga er hins vegar talin traust heimild og má hafa orð Jóns Jóhannessonar fyrir því, Islendingasaga AB, 1956, s. 125, og Jakobs Benediktssonar, Saga Islands, 1974,1, s. 190. Nú verður reynt á fá úr þessu skorið. Hjálpartækin sem til þarf eru: Snorra-Edda: „Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eyktarstað. Þá er vetur til jafndægris.“ Grágás: „Þá er eykt, er útsuðurátt er deild í þriðjunga, og hefur sól gengna tvo hluti en einn ógenginn." Snorri segir okkur meðal annars að „eyktar staður" og „dagmála staður“ í Grænlendinga- sögu séu staðirnir þar sem sólin sest og þar sem hún kemur upp. Grágás segir okkur að „eykt“ sé síðasti þriðjungur nóneyktar, útsuðuráttarinnar, eða tíminn frá kl. 15.30-16.30; að þetta er tímabil en ekki tímapunktur sést best á því að samkv. Grágás getur það varðað útlegð fjár, sektum, að vinna þennan tíma, eyktina. A jafndægri að hausti kemur sólin upp í austri á miðjum morgni kl. 6 og sest í vestri í miðri aftaneykt kl. 18 eftir að hafa verið 12 stundir á lofti. Síðan fer birtutíminn minnk- andi dag frá degi eftir því sem nær dregur vetrarsólhvörfum. Þegar sól sest með þessum hætti á mörkum aftaneyktar og nóneyktar, kl. 16.30, hefur dagur styst svo að birtutíminn er því sem næst 9 klst. Til þess að sól geti sest í eyktarstað þarf þessi birtutími, tíminn milli sólaruppkomu og sólarlags, að vera í tæpar 9 klst. Auðvelt er að kanna hvort sól sest í eyktar- stað í Reykjavík fyrsta vetrardag, t.d. 24.10.1998. Við notum almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 1998. Þar finnum við á bls. 42 tölur um sólris og sólarlag þennan dag. Eftir þessum tölum getum við þó ekki farið þar sem þær gefa ekki upp rétt hádegi og réttan sól- tíma. Við verðum því að finna birtutíma dags- ins, milli sólriss og sólarlags, og skipta honum í tvennt. Birtutíminn reynist vera 8 kl. og 53 mín. Sól á því að setjast um kl. 16.27 og er það í eyktarstað eins og Snorri segir. Það mun vera rétt að sól getur ekki sest í eyktarstað á vetrarsólhvörfum. Næst því kemst hún á 41° N ef mið er tekið af heilum gráðum. A vetrarsólhvörfum hinn 22.12. á þessu ári (1998) mun birtutíminn á þessum breiddarbaug, 41° N, verða 9 klst. og 15 mín. samkvæmt útreikningi sem Þorsteinn Sæ- mundsson stjarnfræðingur hefur gert fyrir mig. Það þýðir að þann dag sest sól kl. 16.38. Það er í aftaneykt og átta mínútum of snemma fyrir eyktarstaðinn. Næst þegar sólin sest hefur birtutíminn lengst örlítið aftur og sólin fjarlægst eyktarstaðinn að sama skapi því sólhvörfin eru þá um garð gengin. Er þá líklegt að höfundur Grænlendinga- sögu sem er viðurkenndur fyrir traustar heimildir fari hér með blekkingar eða fleipur? Ekki er það nú alveg víst. Eftir því sem best er vitað töldu menn á íslandi á dögum Leifs, í heiðni og í frumkristni, að dagur væri meðan sól er á lofti miðað við neðri brún hennar. A 41° N tekur það sólina rámar 11 mínútur að ganga undir eftir að hún sest á sjónbaug, lá- réttan sjóndeildarhring. Sólin sest því á sjón- bauginn kl. 16.27 og er þá í eyktarstað og þann dag hefur sól komist á loft á dagmálum. Þetta hefur höfundur Grænlendingasögu vit- að eða komið rétt til skila. Slíkt getur aðeins gerst í 1-3 daga (e.t.v. í 5 d.) „um skammdegi" og samkv. þeim útreikningi sem hér er við hafður. Ef hér hefur verið rétt ályktað segir Græn- lendingasaga okkur að Leifur Eiríksson og fé- lagar hans hafi reist búðir sínar og gert hús mikil á 41° N eða því sem næst. Þessi breidd- arbaugur liggur yfir „Long Island“ norðaust- antil og síðan vestur yfir „Long Island Sound“, Lang-eyjar-sund, til New York-borg- ar. Fyrsta reynsla þeirra félaga af Vínlandi sem í frásögur er færð er þessi: „Síðan fóru þeir til skips síns og sigldu í sund það, er lá milli eyjarinnar og ness þess, er norður gekk af landinu, stefndu í vesturátt fyrir nesið. Þar var grunnsævi mikið að fjöru sjávar, og stóð þá uppi skip þeirra, og var þá langt til sjávar að sjá frá skipinu." I fræðibókum er sjávarfóllum í „Long Is- land sound“, lengd þess er um 150 km, lýst svo að mikill sé þar munur flóðs og fjöru og af orsökum sem svipar til þess sem gerist í Fundy-flóa í Nýja-Skotlandi en þar getur munurinn farið yfir 15 m. Hér er m.a. um að ræða flókin eðlisfræðileg fyrirbæri og verða þau ekki útskýrð hér. Ekki verða færð hér frekari rök að framan- greindri legu Leifsbúða þótt þau megi eflaust finna mörg í Vínlandssögunum, t.d. hvað varðar veðurfar, gróður, dýralíf, veiðar dýra og fiska, samskipti við frumbyggja landsins og fleira. Rétt er að geta þess að samkvæmt Grænlendingasögu fór Þorfinnur Karlsefni til Leifsbúða þar sem Leifur léði honum húsa. Víst þykir af erfðarannsóknum á köttum í New York-ríki að þangað hafi borist kettir af íslenskum stofni og þá væntanlega með Þorf- inni, segir mér dr. Stefán Aðalsteinsson, því hann, Þorfinnur, gerði tilraun til landnáms á Vínlandi og hafði með sér búfénað og húsdýr en kettir áttu að varna því að mýs kæmust í korngeymslur. Höfundur Eiríkssögu hefur tráað frásögn Gunnlaugs Leifssonar Þingeyramunks um siglingu Leifs Eiríkssonar frá Noregi til Vín- lands árið 1000 með erindum norsks kóngs. Sigurð Nordal grunaði að sagan væri upp- spuni, ættaður frá Gunnlaugi. Þetta rannsak- aði Jón Jóhannesson og komst á sömu skoð- un. Björa Þorsteinsson segir, Ný Islandssaga, 1966, s. 240, að „trúrækni Gunnlaugs hafi ver- ið sannleiksástinni yfirsterkari" og Ólafur Halldórsson orðar það svo á einum stað að lík- lega hafi Gunnlaugur munkur fengið Leifi skipið sem hann fór á í þessa frægu för og verður það ekki skilið nema á einn veg. Trálega mun Leifur Eiríksson hafa komið kristni á Grænland í raun eins og heimildir greina eftir að kristni var lögtekin fyrir bæði löndin, ísland og Grænland, á Alþingi við Öx- ará árið 1000. Samkvæmt því sem segir í Eyrbyggju dó ástkona Leifs Eiríkssonar, Þórgunna hin ætt- stóra frá Suðureyjum, að Fróðá á Snæfells- nesi sama ár og kristni var í lög tekin á Is- landi. Hún var síðan flutt til Skálholts að eigin ósk og jörðuð þar eftir yfirsöng prests á því herrans ári eitt þúsund. Að sögn Eyrbyggju var Þórgunna talin fimmtug er hún andaðist, hafði sótt hinn sétta tug. Það bendir aftur til þess að Leifur og hin kristna fylgikona hans hafi verið saman í Suð- ureyjum a.m.k. 10-12 árum áður því Þór- gunna var bamshafandi af völdum Leifs þeg- ar hann yfirgaf konu og eyjar og hélt för sinni áfram til Noregs. Ef þetta fær staðist hefur Leifur aldrei hitt eða átt tal við Ólaf konung Tryggvason, svo vitað sé. 1 Fjórmenningar í beinan karilegg. Höfundurinn er fyrrverandi skólastjóri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.