Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 15
HALLDÓRSSTAÐIR í Bárðardal. Mynd eftir Arngrím málara Gíslason, sem var einn hinna listfengu alþýðumanna á 19. öldinni. ar alltaf að líða einkennilega þegar mér var vísað á fólk sem taldist sérlega vel að sér í fornri sögu landsins. Yfirleitt lærði ég minnst af því. Pekking þess takmarkast oftast af ætt- artölum og smáatriðum scni snerta ytra borð hlutanna, jafnvel það að kunna utanbókar heilu kaflana í gömlum sögum. Kæmi ég til slíkra manna töldu þeir sér bera skylda til að þylja alla þessa visku og ég mátti hlusta á kafla eftir kaíla sem ég var löngu búinn að lesa sjálfur og gæti hvenær sem væri lesið aftur í makindum heima hjá mér; mátti láta segja mér frá öllu fólki sem með réttu eða röngu gat rakið ættir til einhvers frægs manns; mátti skoða hvern krummahól þar sem þessi eða hinn höfðinginn hafði hóstað eða hnerrað. “I7 Þótt þýskum lagaprófessor hafi þótt lítið koma til þessara séríslensku fræðaþula um miðja 19. öld er rétt að minnast þess að þeir mynduðu þann jarðveg sem gildari stofnar áttu eftir að spretta úr. Fræðaþulirnir voru á sinn hátt fastir í lokuðum heimi, múlbundnir eða heftir við að safna og miðla fróðleik sem ýmist gekk í munnlegri geymd eða dreifðist afar takmarkað i handritum. Aðrir höfðu þennan fróðleik að bakhjarli en reyndu samt að brjótast út úr hinum lokaða heimi og skyggnast víðar og hærra. Slíkum mönnum nægði ekki fróðleikurinn, þeir reyndu að opna skjái til umheimsins, efla eigin þroska, sanna sjálfa sig og reyna á getumörkin, en ekki síður til að miðla öðrum jafnvel þótt þeir nytu ekki mikillar formlegrar skólagöngu. Slíkir menn voru Jón lærði og Jón Indíafari á 17. öld, Ei- ríkur Laxdal um aldamótin 1800 og Arngrím- ur málari á 19. öld. Þannig var líka Tómas á Hróarsstöðum. Maurer hefði varla kvartað yf- ir honum hefði hann hitt hann rúmlega tvítug- an í Fnjóskadal. Tómas leitaði leiða út úr lok- uðum heimi fræðanna, fann hugsvölun í leik- ritum Shakespeares og Holbergs og komst að því að slíkt gæti hann allt eins sett saman sjálfur. Og hann hefði getað sagt „sá er mér máttkari, sem kemur á eftir mér“ (Matt. 3. 11), því Stephan G. Stephansson spratt úr þessum sama jarðvegi og varð stórbrotnasti fulltrúi íslenskrar bændamenningar. Nú mætti jafnvel tengja þetta þeim þræði sem örstutt var rakinn hér framar. Sú reisn og þrautseigja sem einkennir viðleitni ís- lensks almúgafólks til að lifa menningarlífi er sú sama í harðbýlum íslenskum sveitum og meðal íslenski'a landnema og afkomenda þeirra í Vesturheimi. Hriplek bæjai’húsin á Hlíðarenda í Bárðardal voru menningarsetur. Einnig hús Bardal systkinanna í Minneota, Minnesota, fullt af bókum á mörgum tungu- málum. „Litla húsið var eins og geimskip á förum frá jörðinni, fermt því besta sem við höfum gefið hvert öðru á síðustu 4.000 árum í sögu mannlegrar vitundar." Húsið var „í rauninni táknmynd af þeiiTa innra lífi sem þeir prýddu hinni mestu fegurð og viti sem þeir skilið gátu.“18 Námshvöt býr innra með hverjum manni, ekki síst þeim sem eru baldnir í æsku eins og Stephan G. Þannig var líka Jón hrak, en hann naut ekki þess atlætis sem þurfti til að hlynna að þessari hvöt. Tómas á Hróarsstöðum er annað dæmi um námfúsan alþýðumann. Einnig mætti nefna Arngrím málara Gíslason sem var í Þingeyjarsýslum á þessum árum og hefur eflaust þekkt Tómas. Við báða loðir nokkur bóhemímynd sem bendir til þess að þeir hafí verið baldnir í æsku, rétt eins og Stephan G. Þeir skipta tugum og hundruðum, slíkir menn sem vert væri að gera skil. Þeir sýna sérstæðan styrk þeirrar íslensku bændamenningar sem ól þá, hún var hámenn- ing á sinn hátt. „Hver sá sem ber með sér heila siðmenningu hið innra, gefur öllum af henni í samræðum og daglegri breytni," segir Bill Holm.19 „Svona er það sem mannkyns menning málum blandar", segir Stephan í kvæðinu hér að framan. Sumir urðu eftir heima og ræktuðu jarðveginn eins og Tómas á Hróarsstöðum, aðrir voru „út í heim af vinum sendir" eins og Stephan. Þannig hefur „smá- byggð fjalls og fjarðar" fóstrað „landnám viðrar jarðar". Þessi menning var í senn kjöl- festa í kveðskap Stephans og viðfangsefni sem hann hóf ofar daglegu amstri og léði nýja og víðtæka merkingu sem á erindi um „víða jörð“. Því er það mikils vert að skyggnst sé um „ættfræði" verka hans og hún dregin fram í dagsljósið. í jarðvegi bændamenningar fyrri alda. má finna margvíslega erfðavísa. Fróð- leiksfýsn og dálæti á bókum lágu jafnt í „kyn- legu ættanna blandi“ sem í menningarum- hverfi og nærðu óbilandi sköpunarkraft manna eins og Tómasar og Stephans G. Ef til vill mætti spyrja hvort til sé sambærilegur farvegur fyrii' námshvöt baldinna drengja í samfélagi og menningu okkar í dag. 1 Lbs. 4686 4to ^ Kristmundur Bjarnason: „Sigvaldi Jónsson Skagfirðingur“ Skagfírðingabók 1 (1965):181. 3 Stephan G. Stephansson. Bréf og ritgerðir IV:91-92. 4 Indriði Einarsson: Sjeð og lifað Reykjavík 1936:52. 5 Bréf og ritgerðir IV:107-108. 6 Böggullinn hefur enn ekki fengið númer, en var skráður 13. 7.1989. 7 Finnur Sigmundsson: Saga í sendibréfum Reykjavík 1967:13. Sjá einnig: Jón Kr. Kristjánsson: „Tómas á Hróarsstöðum“ Súlur XII (1982): 57-86. 8 Lbs. 2731 4to 9 Lbs. 2731 4to. *9 Sveinn Einarsson: íslensk leiklist I, Reykjavík 1991:330 o.áfr. ^ Gunnar Karlssoni-Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga og JónáJHautlöndum Reykjavík 1977:357. 12 Lbs. 2731 4to. *3 Finnur Sigmundsson: Saga í sendibréfum. Þættir úr ævi séra Sigtryggs á Núpi. Reykjavík 1967:34 14 Lbs. 4258-4259 8to. Thorstina Jackson: Saga íslendinga í Norður-Dakota Winnipeg 1926:68. 16 Bréf og ritgerðir 1:64. 17 Konrad Maurer: íslandsferð 1858. Pýðandi Baldur Hafstað, Reykjavík 1997:139-140. Bill Holm: „Auðnuleysishljómkviðan“ Skírnir 171 (1997):298. 19 Sama rit: 298. Höfundur er bókmenntafræðingur og vinnur að ævi- sögu Stephans G. Stephanssonar. „Sýning Tómasar var að öllum líkindum hin fyrsta í dreifbýli d Islandi, fyrir utan sýningar Briem brœðrn á Grund og leikrit Stephans er hið fyrsta sem vitað er til að hafi verið samið í Vesturheimi. “ ÓLAFUR STEFÁNSSON GAMALL MAÐUR Við sitjum við kambinn nokkrir strákar, það eru lífsfley í fjörunni. Gamall maður fer höndum um bátinn sinn, andlit hans er slétt og ávalt, slípað eins og grjót sem velkist um hafíð. Þarna stendur hann yfírgefínn í fjörunni þessi gamli maður og heyrir ekki þegar ég kalla nafn hans, því rödd mín er horfín inní mörg lög af tíma líkt og lítil mynd, dofnar hægt og deyr. EIGN Þig dreymir um að eitthvað undursamlegt bíði baki veröldinni, kannski ævintýri og að rödd mánans flytji þér leyndarmál sem enginn annar hefur heyrt. Þig dreymir þráláta hamingjudrauma um gull og eðalsteina og þú verður konungur í ríki þínu í kastala sem þú reisir þér úr hvítum marmara oggulli. En snöggt, svo skyndilega vaknar þú í miðjum draumi ogfínnur að innst, innst inní opinni hönd áttu aðeins einfalda þrá. Höfundurinn er nemi í bókmenntafræði og hefur gefið út Ijóðabók. ERLA SIGRÚN LÚÐVÍKSDÓHIR SORTANS BLIK Sindrar sól Þey hver kemur sáldrast glit þungum skrefum sækir á þurrka tárin sorgin enn þá þau birtast sortans blik þau og sonur sefast ei þrotinn viti sálin myrk þeirra baggi Hér við tveir Hægt þau fara hittumst oft hnípin ganga hugum þá hlið við hlið hulin sýn horfa tvö hugfangnir hlýtt til mín horfðum vítt hann án vits hlógum dátt holum augum Bjartan dag O þú veröld bar þá að óvæg oft bráðaslys óskabarni bárust boð óði lífsins brostið var óskar feigðai• bróðurhjartað órór lifír blikið slökkt óvitinn Höfundur er bókavörður. HELGA Þ. JÓNSDÓTTIR ÞOKA Grá þokan grúfír yfír borginni, grimm og miskunnarlaus, dularfull og lokkandi; hún heldur henni í heljargreip sinni, eins og ískaldir fímgur kreppist utan um hjarta manns. Stundum breytir hún um svip og bregður á leik, létt á brún læðist hún meðfram grundinni; slík sem æsandi, tælandi slæður dansmeyjarinnar, keik svífur hún um, svifíétt í dansinum. Höfundurinn er húsmóðir í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998 15 ”

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.