Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 20
MÁLVERKASÝNING GUNNARS R. BJARNASONAR í GALLERÍ FOLD .NÁTTÚRAN ER TÖFRANDI UÓÐ Fyrir mér er náttúran töfrandi ljóð með síbreytilegum birtuskilum. Ég reyni að mála ljóðrænar myndir og legg áherslu á óendan- lega víðáttu og hreinleika ís- lenskrar náttúru. Þetta tæra landslag, þar sem fjöllin liggja eins og skúlptúrar í landslaginu. Ég er að reyna að kalla fram þetta ósnortna,“ segir Gunnar R. Bjarnason, list- málari og leikmyndahönnuður, sem opnar í w dag málverkasýningu í baksal Gallerís Fold- ar við Rauðarárstíg. Á sýningunni eru um 40 olíu- og pastel- verk, sem flest eru máluð á síðastliðnum þremur árum. Sýningin er sjöunda einka- sýning Gunnars, en hann hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga myndlistar- manna og leikmyndahönnuða hér heima og erlendis. Frá Þjóðleikhúsinw og aftur til baka Gunnar nam leikmyndahönnun og leik- tjaldamálun við Þjóðleikhúsið á árunum 1953-1956 og sótti jafnframt námskeið hjá Handíða- og myndlistaskóla íslands. Hann stundaði nám við Konstfackskolan í Stokk- hólmi 1957-1958 og hefur síðan farið náms- -rferðir til Englands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Tékkóslóvakíu og Póllands. Gunn- ar starfaði sem leikmynda- og búningahönn- uður við Þjóðleikhúsið frá 1958 til 1974 en þá hóf hann rekstur eigin vinnustofu, þar sem hann vann að myndlist, leikmyndahönnun og margskonar annarri hönnunarvinnu. Meðal þess sem hann hefur hannað eru iðnsýning- ar, landbúnaðarsýningar og ýmsar sérsýn- ingar innanlands jafnt sem utan. Árið 1988 kom Gunnar aftur til starfa hjá Þjóðleikhús- Morgunblaðið/Árni Sæberg HARKA hraunsins, mýkt mosans og víðerni hálendisins eru meðal yrkisefna Gunnars R. Bjarnasonar listmálara, sem opnar í dag sýningu í Gallerí Fold. inu og hefur nú umsjón með leikmyndagerð þess. Gunnar hefur hlotið margskonar viður- kenningar á ferlinum, m.a. styrk úr Menn- ingarsjóði Þjóðleikhússins, styrk frá ITI, al- þjóðasamtökum leikhúsfólks, starfslaun listamanna og viðurkenningu fyrir hönnun sýninga og sýningarbása. Verk eftir Gunnar eru í eigu nokkurra opinberra stofnana, safna og fyrirtækja. Harkan í hrauninu og mýkl mosans Aðspurður um þróun í eigin verkum segist Gunnar ekki binda sig við neinn sérstakan isma. I íyi’stu hafi hann nær eingöngu málað natúralískt landslag og figúratívar myndir, en upp úr 1959 fór hann alveg út í abstrakt. I upphafi áttunda áratugarins fór hann svo að færa sig út úr abstraktinu og hóf aftur að mála fígúratívt. „Síðan hefur þróunin orðið sú að nú mála ég meira hreint landslag en þó oft með stíliseruðu ívafí. I dag mála ég svona Ijóðrænt landslag, finnst mér,“ segir hann og bætir við að hann reyni að koma einhverju af sinni upplifun til skila í myndunum og miðla henni þannig til skoðandans. Hvað efnisnotkun varðar segist Gunnar í upphafi hafa teiknað mikið og notað krít, kol og blýant. „Meðan ég málaði abstrakt vann ég eingöngu með olíu en nú síðari árin nota ég jöfnum höndum olíuliti og olíupastel." Gunnar fer gjarna upp á hálendið í leit að myndefni og á vinnustofu hans í Kópavogin- um má t.d. sjá fjölda mynda úr Landmanna- laugum. Hann bendir á nýja mynd úr Kap- elluhrauni fyrir sunnan Hafnarfjörð, þai’ sem Keilir sést í fjarska. „Þarna spila ég inn á hörkuna í hrauninu og mýkt mosans,“ segir Gunnar. * RÓMANTÍSK MEISTARASTYKKI ETTA eru rómantísk meist- arastykki," segir Finnur Bjamason barítónsöngvari um söngljóð eftir Schumann, sem hann flytur við undirleik Ger- rits Schuil í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju, Garðabæ í dag, laugardag, kl. 17. Á tónleikunum flytja þeir söngljóð eftir Robert Schumann, sem em samin 1840. Fyrst á efnisskránni era Kemer-ljóðin, tólf söngvar við ljóð eftir Justinus Kerner op. 35, .^þá Liederkreis op. 24 við níu ljóð eftir Hein- rich Heine, loks fimm frægir söngvar frá ár- inu 1840 við ljóð Heines, þar á meðal Du bist wie eine Blume, Was will die einsame Tráne, Die Lotusblume og Die beiden Grenadiere. „Við Gerrit hefjum röð kammertónleika í Garðabæ með þessum tónleikum, síðar stendur til að hljóðrita þá og mun Mál og menning gefa þá út. Við höfum ætlað að vinna saman allar göt- ur síðan við hittumst í fyrra á námskeiði hjá Elly Ameling, sem Gerrit skipulagði og var jafnframt píanóleikari nemendanna. Síðan höfum við beðið eftir þessu tækifæri til að vinna meira saman. Þetta eru líka lög, sem okkur hefur báða langað til að flytja, því þessir lagaflokkar eru fallegir og hafa lítið heyrzt hér.“ „Já,“ segir Finnur við spumingu um það, hvort ljóðasöngur eigi hug hans allan. „Ég hef ekki síður áhuga á ljóðasöng en óperu- söng, en vonast til að geta unnið við hvort tveggja.“ Finnur lauk söngnámi við Guildhall School of Music and Drama síðastliðið vor og söng þá Fígaro í Rakaranum í Sevilla. Finnur hefur komið víða fram sem ein- söngvari á tónieikum, bæði hér á landi og í Bretlandi, og hlotið góða dóma fyrir söng sinn. Þar má nefna tónleika sem hann hélt í Wigmore Hall í London haustið 1997 með Joan Rodgers og Graham Johnson , svo og ^tónleika með Emmu Kirkby í Bretlandi vorið 1998. Síðastliðið sumar tók Finnur þátt í keppni, sem kennd er við söngvarann Ric- hard Tauber, og vann þar til íyrstu verð- launa fyrir Ijóðasöng. „Þetta voru þrjár umferðir og við vorum átta, sem komumst í úrslit. Þar flutti ég stutta undirbúna dagskrá, sem ég fékk að velja sjálfur og þá varð Schubert fyrir valinu. Eg fer svo aftur til London og vinna við eitt og annað, meðal annars held ég tónleika í framhaldi af sigri mínum í Tauberkeppn- inni í október og svo held ég áfram í söng- tímum hjá kennaranum mínum.“ Gerrit Schuil hefur búið og starfað hér á landi síðastliðin fimm ár sem píanóleikari og hljómsveitarstjóri. Hann er listrænn stjórn- andi og skipuleggjandi þeirra sex kammer- tónleika sem haldnir eru í Garðabæ á þess- um vetri. Miðasala er opin í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ milli 16 og 17 á tónleikadaginn. Zumthor fékk Carlsberg verðlaunin SVISSNESKI arkitektinn Peter Zumthor hefur hlotið Carslberg arki- tektaverðlaunin 1998 og fengið þau afhent úr hendi Margrétar Dana- drottningar. Verðlaunin nema jafnvirði um 15 milljóna króna. Zumthor var valinn til verðlauna úr hópi 25 arkitekta af 19 þjóðern- um og af frægum verk- um hans eru nefnd kap- ella í Sumvitg í Sviss, PeterZumthor Bregenz listamiðstöðin í Austurríki og baðhús í Vals í Sviss, einnig safn- og sýningarhús, um „hrylling helfararinnar“, sem verið er að smíða í Berlín og til framtíðarinnar litið - skáli Sviss á heimssýningunni Expo 2000. Áður hafa japanski arkitektinn Tadao Ando og Finninn Juha Leiviska hlotið Carlsberg-arkitektaverðlaunin.. Kapellan í Sumvitg er eitt frægasta verk Zumthors. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.