Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 19
ÆVINTYRIÐ BROÐIR MINN UONSHJARTA FRUMSYNT A STORA SVIÐI ÞJOÐLEIKHUSSINS I DAG „JAFNVEL ÞEIR SEM ERU MINNSTIR í SÉR GETA VERIÐ HUGRAKKIR" ANNARS væri ég ekki manneskja, heldur bara lít- ið skítseiði," segir Jónatan Ljónshjarta við Karl bróð- ur sinn, sem reyndar er kallaður Snúður, þegar hinn fyrrnefndi heldur af stað upp í fjöllin til að berj- ast gegn ofureflinu, og Snúður spyr hvers vegna hann verði að fara frá honum. Þessi orð meitlast inn í vitund Snúðs og stappa í hann stálinu að takast á við óréttlætið og berjast gegn því. Hann kemst fljótt að því að í landinu Nangijala gerast líka ævintýri sem ættu ekki að eiga sér stað. Bróðir minn Ljónshjarta er saga um kærleika og hugdirfsku tveggja bræðra sem í sameiningu sigrast á ofureflinu, saga um hugarflug dauðvona drengs sem opn- ar ævintýraveröld þar sem allt er mögulegt. „Jafnvel þeir sem eni minnstir í sér geta verið hugrakkir þegar þeh- vilja og þurfa, þeir verða að finna það inni í sér,“ segir Sveinn Orri Bragason, sem leikur Snúð á móti Grími Helga Gíslasyni, aðspurður um boðskap verksins. „Snúður er mjög lítill í sér. Hann er mjög veikur fyrst og getur ekkert farið út að leika sér, hann veit ekkert hvemig það er. Það eina sem hann fær að vita um heiminn þarna úti er í gegnum bróður hans, en það breytist þegar hann kemur til Nangijala," segir Sveinn Orri, sem nú er að stíga sín fyrstu skref á leik- sviði. Hann er 11 ára nemandi í Austurbæjar- skóla og ætlar að leggja leiklistina fyrir sig. Grímur Helgi er 12 ára nemandi í Melaskóla og leikur auk þess í sýningunni Bugsy Malone í Loftkastalanum. Leikgerðin ílarleg og Irú sögunni Viðar Eggertsson er leikstjóri verksins og þó að þetta sé 32. leikstjórnarverkefni hans er hann nú að leikstýra í fyrsta sinn á stóra sviði Þjóðleikhússins. Svipað er upp á teningnum hjá Elínu Eddu Árnadóttur, sem er höfundur leikmyndar og búninga, en þetta er fyrsta verkefni hennar fyrir stóra sviðið og hið stærsta hingað til, að hennar sögn. Höfund Bróður míns Ljónshjarta, hina sænsku Astrid Lindgren, þarf vart að kynna íslenskum les- endum og áhorfendum, svo vinsæl hafa verk hennar orðið hér á landi sem annars staðar, þar sem bækur hennar hafa verið þýddar og leikrit eftir þeim sett upp. Leikgerðin sem hér er sett á svið, og hefur verið færð upp í yfir tuttugu leikhúsum á Norðurlöndunum á undanförnum árum, er eft- ir sænska leikstjórann Evu Sköld. Að sögn Viðars var sú leikgerð valin úr fjölda annarra þar sem hún var ítarlegust, trú sögunni og auðsjáanlega samin af manneskju sem þekkti leikhúsið út og inn. Verkið þýddi Þorleifur Hauksson, sem hefur þýtt nokkrar af bókum Astrid Lindgren, Jóhann G. Jóhannsson samdi tónlistina og Þórarinn Eldjárn söngtexta og lýsingu hannaði Páll Ragnarsson. Fjórir leikarar skipta með sér hlutverkum bræðranna Ljónshjarta. Atli Rafn Sigurðar- son og Hilmir Snær Guðnason leika til skiptis eldri bróðurinn Jónatan og Grímur Helgi Gíslason og Sveinn Orri Bragason leika þann yngi-i, Karl, eða Snúð eins og stóri bróðir hans kallar hann. Með önnur hlutverk fara Anna Kristín Arngrímsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Stefán Jónsson, Valdimar Örn Flygenring, Erlingur Gíslason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Randver Þorláksson, Magnús Ragnarsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Ólafur Darri Ólafs- son, Hafsteinn Pétursson og Bárður Smára- son. Ósmeyk að lakast á við stórar spurningar Viðar segir að þau Elín Edda hafi strax ver- ið sammála um að vera ekkert að draga úr æv- intýraheimi sögunnar í uppfærslunni. „Okkur þótti sjálfsagt að leika okkur svolítið á þessu stóra sviði og nýta þá möguleika sem hringsviðið og tæknin hafa upp á að bjóða til að skapa þennan heim.“ Elín Edda segir afar gjöfult að gera leikmynd við ævintýri. „Maður getur leyft sér að vera fagurkeri," segir hún. í bókinni Bróðir minn Ljónshjarta eru miklar landslagslýsingar. „Maður verður að vera gríðarlega praktískur til að koma þessu öllu heim og saman á sviðinu, sérstaklega þegar búa á til veröld sem samanstendur af híbýlum Eins og öll góð ævintýri fjallar Bróðir minn Ljónshjarta um baráttuna milli góðs og ills, þar sem hið góða sigr- ar að lokum. Það fjallar líka um hvernig hægt er að sigrast á eigin hugleysi og öðlast aukinn þroska og hugrekki við hverja raun. MARGRÉT SVEIN- BJÖRNSDOTTIR fylgdist með rennsli á leikritinu og hitti að máíi nokkra af aðstandendom sýningarinn^T" Morgunblaðið/Kristinn ÞENGILL, konungur í Karmanjaka, blæs í lúður sinn fyrir utan Kötluhelli. og landslagi. Við völdum að búa til hól, sem er svolítið eins og hófur í laginu. Leikmyndin varð að vera mjúk, auðvitað vildi ég helst fá lifandi gras inn í myndina en það er því miður ekki hægt, svo við leystum það með íslenskum værðarvoðum sem við litum. Svo verður að gefa þessu ævintýralegan blæ, svo hægt sé að finna hlýju sögunnar í gegnum leikmyndina,“ segir Elín Edda. En ekki er alls staðar hlýja. í Nangijala eru tveir dalir, Kirsuberjadalur, þar sem allt er gott og allir vinir, og Þyrnirósadal- ur, þar sem illmennið Þengill ríkir og forynjan Katla liggur í helli sínum. I leikmyndinni er mjög skýr munur á dölunum tveimur. Þannig er allt mjög hreint, tært og hlýlegt í Kirsu- Morgunblaðið/Kristinn ^ BRÆÐURNIR Ljónshjarta. Sveinn Orri Bragason í hlutverki Snúðs og Hilmir Snær Guðnason sem Jónatan Ljónshjarta. MATTHÍAS gamli í Þyrnirósadal, Erlingur Gíslason, reynist Snúði, hér Grími Helga Gíslasyni, betri en enginn. ANNA Kristín Arngrímsdóttir í hlutverki Soffíu dúfnadrottningar og Atli Rafn Sigurðarson sem Jónatan Ljónshjarta fyrir utan bústað bræðranna í Kirsuberjadal. berjadal en í Þyrnirósadal eru gráir, rauðir og silfuriitir ráðandi og kuldann og grámóskuna leggur þar af öllu. „Við ákváðum að fyrst við hefðum í höndun- um svona stórt dramatískt verk skyldum við leika það í fullri alvöru alveg eins og um full- orðinsleikrit væri að ræða. Þetta er svc&r dramatískt verk af hálfu Astrid og hún svo ósmeyk að takast á við stórar spumingar að við viljum fylgja henni eftir og ekkert vera að draga úr þeim hlutum sem eru ógnvænlegir eða sorglegir, frekar en við drögum úr því sem er fallegt og skemmtilegt," segir leikstjórinn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.