Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 4
SIGLINGAR OG LANDAFUNDIR ÍSLENDINGA Á ÞJÓÐVELDISÖLD I. Fyrsto hafsiglingaþióðin EFTIR GUÐMUND HANSEN Islendingar voru fyrsta þjóðin sem lagði stund ó úthafs- siglingar, fyrsta hafsiglinggþjóðin eins og Jón Dúason orðaði það. Gunnar Karlsson prófessor hefur sett fram skoðanir í Morgunblaðinu, sem hér er andmælt. Vilj- andi eða óviljandi tekur hann undir stórnorska stefnu gegn Islandi, stefnu sem Noregur hefur rekið ó annað hundrað ór og gerir enn. Ljósm. greinarhöf. GARÐAB í Einarsfirði á Grænlandi. Þar var þingstaður og biskupsstóll. Nokkuð er um liðið síðan forsætisráðherra landsins, Davíð Oddsson, skipaði nefnd til að gera tillögur um hvernig standa skuli að hátíðahöldum þegar minnst verður þúsund ára afmælis siglinga íslend- inga til Vesturheims og landafundanna miklu þar. Við þessa nefndarskipan gerði Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands, harðar athugasemdir í Morgunblað- inu með fyrirsögninni ,, Forsæ tisráðh erra bannar þekkingu“. Þar eru settar fram skoð- anir sem hér verður hreyft nokkrum andmæl- um við og eru þá söguleg sjónarmið höfð í huga en ekki umdeilanleg verk forsætisráð- herra enda hlýtur þeim að vera ætlað að sanna gildi sitt á öðrum vettvangi. Grein Gunnars hefst þannig: „Færa má sterk rök að því að norrænir menn hafí fyrst- ir Evrópumanna kannað austurströnd Norð- ur-Ameríku um aldamótin 1000“. Mér brá nokkuð er ég las þessi orð hans vegna þess að ég tel þau að miklu leyti ósönn. Það er rangt að kenna þessi afrek íslendinga á þjóðveldisöld við norræna menn, (Jnorse- men“, þar sem vitað er að það voru Islend- ingar einir sem fundu og byggðu Grænland og ekki er vitað um neina menn af öðru þjóð- erni er þátt hafi tekið í landaleitan þeirri og landkönnun sem hér um ræðir. I tilvitnaðri setningu hefði átt að standa íslendingar í staðinn fyrir „norrænir menn“ en rétt er hins vegar að segja að norrænir menn hafí fundið og numið Island. I þessu sambandi skal á það bent að ætla verður að þeir þrír menn sem fyrstir sáu eða fundu Grænland hafí verið íslenskir en það voru þeir Gunnbjöm Ulfsson, Snæbjöm galti Hólmsteinsson og Eiríkur rauði Þorvaldsson. í Sturlubók Landnámu er hins vegar gert lík- legt að Gunnbjörn hafi verið maður norrænn og þeir feðgar Eiríkur rauði og Þorvaldur Ás- valdsson era þar ranglega sagðir hafa komið til íslands eftir landnámstíð frá Jaðri í Noregi fyrir víga sakir og Sturla holar þeim niður á Homströndum í landnám sem þar var fyrir. Þama er á ferðinni innskot eða viðbót Sturlu Þórðarsonar við Styrmisbók, landnámurit Styrmis fróða Kárasonar sem ekki er lengur tíl. Trúlega er þetta til þess gert að slíta Grænland frá íslandi, úr íslenskum lögum, í þágu Magnúsar konungs lagabætis með því að gera þá annarrabræðra', Gunnbjörn og Ei- rík, að norrænum mönnum. I Grænlendingasögu vantar fyrsta kaflann þar sem vænta mátti að gerð væri ítarleg grein fyrir Eiríki rauða og ættartengslum hans. í stað hans er komin áðurgreind ritsmíð úr Sturlubók. Sömu sögu er að segja um Ei- ríks sögu rauða; þar vantar tvo fyrstu kaflana og er það skarð fyllt með efni sem rekja má til Sturlubókar. Hver trúir því að þessir þrír kaflar hafi dottið framan af bókunum? Hér er Sturla Þórðarson sterklega „granaður um græskur“! Eitthvað svipað gæti hafa gerst í sambandi við Bjama Herjólfsson í Grænlendingasögu. Þvert á fyrri frásagnir: „og inn síðasta vetur, er hann (Bjarni) var í Noregi... „ og „Fór Bjami nú til fóður síns og hættir nú sigling- um ... ,„ er sagt að hann færi til Noregs og gerðist hirðmaður Eiríks jarls. Þetta innskot opnar Noregskonungi, hér Magnúsi lagabæti, leið til að gera landakröfur sem varða Islend- inga, t.d: 011 þau lönd sem Bjami Herjólfsson fann og sá fyrstur manna fyrir vestan og sunnan Grænland eru lögleg eign Noregskon- ungs! Þannig hirtu Noregskonungar þessa al- menninga af Islendingum. Samkvæmt Hauksbók var Gunnbjöm son- arsonur landnámsmanns í Tungusveit í Skagafirði. Faðir Gunnbjarnar hét Úlfur Hreiðarsson. Hann er ranglega nefndur Úlfur kráka í Sturlubók en það auknefni bar hins vegar faðir hans, landnámsmaðurinn Kráku- Hreiðar. Faðir Hreiðars var Ófeigur lafskegg sonur Yxna-Þóris Asvaldssonar. Ari fróði Þorgilsson segir í Isléndingabók að Eiríkur rauði hafi verið maður breiðfirsk- ur og fá þau orð Ara stoð í fleiri heimildum, Historia Norwegiæ og Flóamannasögu. I þeirri fyrmefndu segir að „íslendingar hafi fundið og byggt Grænland", Jón Jóhannes- son íslendingasaga AB, 1956, s. 123, og Flóa- mannasaga segir: „Þá var með Hákoni jarli Eiríkur rauði, íslenskur maður, er síðar fann °g byggði Grænland. Hann var ungur maður og kurteiss og inn mesti vinur Þorgils“. Hugsanlega hefur Hákon blótjarl gefið Ei- ríki setstokkana sem síðar urðu örlagavaldar í lífi hans og að Hlöðum gæti hann hafa lært að blóta Frey og Þorgerði Hölgabrúði en um það vitnar laungetin dóttir sem gefið var nafnið Freydís. Um þessa setstokka segir Björn Þorsteinsson, Ný Islandssaga, 1966, s. 158, „að þeir hafi verið „kjörgripir“ og „væntanlega útskornir" en enginn veit nú hvers kyns þær myndir hafa verið, ef svo var. Sennilegt er nú talið að Þorvaldur Ásvalds- son Úlfssonar Yxna-Þórissonar, samtíma- manns Haralds hárfagra, hafi búið á Dröng- um á Skógarströnd, þar sem barist var um nefnda setstokka, en ekki Hornströndum, sbr. Ól. Halldórsson, Sögufélagið, 1978, s. 319, og að Eiríkur sonur hans hafi verið skyldur Kjallekingum og Þorbrandssonum í Álftafirði en móðir þeirra var Þorbjörg (Sturlubók) eða Þuríður (Eyrbyggja og Hauksbók) Þorfinns- dóttir frá Rauðamel. Ef hér er um tvær konur að ræða gæti önnur systirin hafa verið kona Þorvalds á Dröngum og viðurnefni Eiríks sagt okkur að hann væri af ætt Rauðmelinga en ekki rauðhærður. Kona Þorfinns á Rauða- mel var Jófríður dóttir Tungu-Odds og gæti það skýrt mikla þátttöku Borgfirðinga í land- námi á Grænlandi. Óþarft mun vera að efast um þjóðemi Leifs sonar Eiríks sem og að fjasa um „vegabréf ‘ í því sambandi eins og Gunnar Karlsson gerir í grein sinni, því allir þeir menn sem fæddir voru og búsettir fyrir vestan mitt haf milli ís- lands og Noregs á þjóðveldisöld voru í „ís- lenskum lögum“ nema dæmdir skóggangs- menn. Snæbjöm galti var skyldur Þjóðhildi móður Leifs og Þrándi mjögsiglanda. Hann leitaði Grænlands „útnorður í haf‘ ásamt Hrólfi rauðsenska og Styrbirni sem vísuna kvað og þóttist hafa fundið fésjóð í kumbli í óbyggðum Grænlands. Það var stolið fé að því er Jón Dúason hyggur og ef svo var dæmi um tilraun til peningaþvættis. Islendingar vora fyrsta þjóðin sem lagði stund á úthafssiglingar, fyrsta hafsiglinga- þjóðin, eins og Jón Dúason orðar það réttilega í ritum sínum og fram kemur í ritsmíð Sigurð- ar Líndals í Þjóðhátíðarsögunni 1974, I, s. 201. Síðan lærðu Norðmenn þessa list af ís- lendingum, segir Jón Dúason, og gátu þá farið í kaupferðir til íslands og Grænlands en þeir voru þó hræddir við siglingar í ís á þessum tímum og fóru því ekki í landkönnunarleið- angra norður í höf eins og Snæbjörn galti eða til Vesturheims. Og Gunnar Karlsson heldur áfram: „Tví- mælalaust gegndi Island úrslitahlutverki sem áfangastaður á rúmlega aldarlangri ferð nor- rænna manna vestur yfir Atlantshaf ‘... Þarna er höggvið í sama knérunn og áður og tekið undir sögulegar rangfærslur sem koma fram í áróðri Norðmanna þegar þeir halda því fram að það hafi verið víkingar frá Norður- löndum, sem námu Grænland og fundu eyjar og lönd þar vestur og suður af. Orðaleppurinn „aldarlöng ferð“ er lítt skiljanlegur en til að forðast útúrsnúning reyni ég að meðtaka hann svo að hinir norrænu víkingamir hafi 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 19. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.