Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 9
PÉTUR (No 1) og greinarhöfundur á öldunga- móti á skíðum í Bláfjöllum 1987. Pétur var þá 76 ára gamali. En svo slysalega vildi til að margar sprengjur lentu á skólabyggingu og tugir ef ekki hundruð skólabarna fórust eða limlestust. Fréttir um atburð þennan komust víst aldrei í BBC. Bret- um þótti þetta að vonum miður og skömmuðust sín fyrir mistökin. Nóg var að bíta og brenna í Danmörku á stríðsárunum. Þó var náttúrulega skortur á sumum matvælategundum, t.d. nýju svínakjöti. Eitt sinn var ég búinn að tryggja mér fínan kjötbita í sunnudagssteikina. Kjötbúðin var spölkorn í burtu og yfír nokkrar götur að fara í iðnaðarhverfi. Ég fer af stað á hjóli með bak- poka til að ná í lífsbjörgina. Þetta var laugar- dagseftirmiðdegi og sáralítil umferð. Á miðri leiðinni heyrði ég skyndilega skothrið vinstra megin við götuna. Eg snarstoppaði að sjálf- sögðu. Skothríðinni var svarað hægra megin. Svona gekk þetta á víxl í nokkrar mínútm-. Ég tók eftir að skotin voru jafn mörg í hverri hrinu með hléi á milli. Mig grunaði að þarna væri um vélbyssur að ræða sem kláruðu hleðsluna eða skammtinn sinn í einu en skotmenn urðu síðan að losa skothylkin úr og setja ný í staðinn. Ég tók tímann á hléunum og sá að ég myndi komast leiðar minnar milli skotmannanna. Þetta tókst og til baka komst ég á sama hátt. Ég vissi aldrei hver var að skjóta á hvern. Það kom mér ekki við. En steikin smakkaðist vel. Bæði andspyrnuhreyfingin og breskar flug- vélar gerðu árásir á Burmeister og Wain skipa- og vélaverksmiðjuna við Kaupmannahöfn en þar höfðu Þjóðverjar miklar vamir. Skipasmíða; stöð þessi vann mikið fyrir Eimskipafélagið. Á stríðsárunum var mikið um flótta fólks á bát- kænum yfir Eyrarsund til Svíþjóðar. Sérstak- lega voru það vissuiega gyðingar, sem voru að flýja tortímingu sína. Ymsir aðrir fóru líka þessa leið eins og Niels Bohr, eðlisfræðingurinn frægi, sem seinna átti stóran þátt í smíði atóm- sprengjunnar í Bandaríkjunum. Jóhann risi Svarfdælingur var um tíma sett- ur af Þjóðverjum í að vera öryggisvörður við Burmeister. Þjóðverjar höfðu á honum mikið dálæti, hann væri týpískur aríi, bæði stór og sterkur. Jóhann var lunkinn við að taka kvik- myndir og ku hafa náð ómetanlegum upptök- um af friðardeginum í Höfn. Oft hitti ég Gunnar sterka Salomonsson (bróður Helga Hjörvar, Péturs Hofmanns og Lárusar). Hann lifði á því að sýna krafta sína. Hann var óhemju sterkur og hafði lag á að láta áhorfendur falla í stafi yfir ofurkröftum sinum. Það einkennilega var að dagsdaglega var hann ekkert ógurlega kröftugur. En þegar á sýning- amar kom hljóp einhver fítonskraftur í karlinn og þá sýndi hann ótrúlegt afl. Hann sagði líka oft við okkur: „Strákar mínir, ég er ekkert sterkari en þið svona venjulega, aflið kemur í mig á sýningunum." Hann notaði engin brögð eða trikk. Á stríðsárunum í Höfn var oft dapurt. Lítið hægt að gera því landið var náttúrulega í hers höndum og skortur á mörgu. Ég átti til dæmis mótorhjól en bensín var ófáanlegt nema hjá Þjóðverjum sem notuðu litað eldsneyti, en dauðasök vara að vera gripinn á ferðinni með slíkan eðalvökva. Ég varð mér úti um svona hernámsbensín, setti það í mótorhjólið en þorði aldrei á því út á götu. Ég fékk útrás á keyrslu- þörf minni með því að rúnta um lóð verksmiðj- urnar þar sem ég vann. Ég veit ekki til að neinn hafi stundað skíðamennsku af einhverju viti í Kaupmannahöfn nema ég. Veðrátta á þessum árum var nokkuð köld og héldust snjóalög lengi. Ég vissi um malarnámu allstóra í nágrenni við vinnustaðinn. í stað í námunni var nokkuð löng brekka. Mér ásamt nokkrum félögum mínum tókst að byggja stökkpall í brekkunni og hófum við nú að iðka skíðastökk af miklum krafti þó að aðstæðumar væru kannski ómerkilegar miðað við Holmenkollen og Obersdorf. Þessi stökkmennska hjálpaði mér seinna þegar ég fór að iðka skíðamennsku af alvöru heima á Fróni, í Austurríki og í Bandaríkjunum. Hér lýkur frásögn Péturs. Hann flýtti sér heim til íslands strax að stríðinu loknu ásamt konu sinni Fríðu Ólafsdóttur. Líklega hafa þau komið í hinni frægu fór Esju sem íslenska ríkið sendi til Hafnar að ná í íslendinga í stríðslok. Höfundurinn er tannlæknir. ÞEIR KOMU MED ELDI OG SVERÐI 3 HIÐ UÓSA MAN VIÐ AMAZONFUÓT EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR egar Spánverjar höfðu yfirunnið inkaríkið voru þeir búnir að leggja undir spænsku krúnuna suðurálfuna að stærstum hluta. Eitt svæði tókst þeim þó ekki fyllilega að hemja, en það var Arákanía í Suður- Chile. Þar bjuggu ættbálkar sem áttu svo harðskeytta hermenn að jafnvel inkarnir höfðu gefist upp á að yfirbuga þá. Sameinuðust þeir um að verja land sitt og höfðu hermennsku og líkamshreysti í miklum hávegum. í stríðinu við Spánverja kusu þeir .sér einn sameiginlegan höfðingja úr hópi ættbálkahöfðingjanna og skyldi hann vera sterkastur þeirra allra. Til að ganga úr skugga um það stakk einn öldungurinn í hópi þeirra upp á því að þeir myndu reyna með sér hver gæti staðið lengst í sömu sporum með trjábol einn mikinn á herðum sér. Sá sem lengst hélt út í þeiiTÍ keppni hét Caupolicán og stóð hann með bolinn þrjá sólarhringa. Diego de Almagro, félagi PizaiTos, hélt suður á bóginn með liði sínu eftir sigurinn í Perú. „Leið Almagros til Chile lá yfir snævi þakin fjöll, skrælnaðar auðnir og brennandi saltvötn," segir í ferðabók Kjartans Ólafssonar, Sól í fullu suðri. „För hans er einhver mesta helganga í sögu veraldar. Á frenim og breðafónnum Andes skrámaði lóðrétt sól hins þunna lofts svo í augu, að margir litu þar Ijós hennar hinzta sinni. Kuldi gnúði á svo fast að neglur frusu af mönnum eða þeir létu heila limi. Svo mjög svarfaðist hiti til á eyktum, að ár þomuðu um nætur, er féllu í straumum um daga. Hungur þröngdi þeim með slíkum ódæmum að þeir átu hræ hesta sinna, jafnvel látinna félaga. Indjánar í liði þeirra hi-undu niður sem flugur. Þoldu þeir verr kulda, enda margir léttara búnir en Spánverjar. Almagro beitti innboma menn mikilli grimmd, hlekkjaði þá saman sem hunda. Þá lét hann eitt sinn grafa nokkra tugi höfðingja þeirra lifandi sökum víga þriggja Spánverja. Almagro fann ekkert gull í Chile. Illa svikinn hvarf hann aftur til Perú að kröfu manna sinna.“ Ekki komst Almagro alla leið til Arákaníu. Það var Pedro Valdivia sem barðist við Aráka. Valdivia varð í fyrstu lítið ágengt í viðureign sinni við þá, en um síðir hafði hann betur með því að beita svikum til að ná á sitt vald Caupolicán. Drápu Spánverjar þetta hreystimenni eftir að hafa stungið hann með hundrað örvum í viðkvæmustu staði líkamans. Síðarmeir náðu indjánar Valdivia á sitt vald og veittu honum ekki vægari dauðdaga. En þótt Spánverjar hefðu haft þarna betur ui-ðu Arákar ekki friðaðir til fulls fyrr en á nítjándu öld. FURÐUSÖGUR OG BÝSN MIKIL Margvíslegar furðusögur spunnust af ferðum Spánverja í Ameríku, og þegar þeir lýstu þjóðflokkum þar í álfu sögðu þeir frá ýmsum býsnum er þeir höfðu séð og reynt. Víst er að margt einkennilegt bar fyrir augu bæði landvinningamanna og frumbyggja er þeir mættust og þeir hafa undrast margt í fari hins. Áður en herförin á hendur inkum var farin hafði Pizarro skoðað landshætti í könnunarferðum. Hann gætti þess þá að vera varkár og sýndi íbúum álfunnar vinsemd til að vinna traust þeirra. Skiptist hann á gjöfum við landsmenn og varð margs áskynja. Landsmenn voru gagnteknir af vinsemd Spánverja og veittu þeim hvarvetna góðar viðtökur. Sagan segir frá því er einn hermanna Pizarros var sendur í land ásamt blökkumanni er hafði komið með skipinu frá Panama. Þegar þeir komu í land þyrptist fjöldi fólks að og lét í Ijós undrun sína yfir hvítum hörundslit Spánverjans, kæðnaði og síðu skeggi. Ekki minna undruðust þeir að sjá hinn svarta félaga hans. Landsmenn álitu að hann væri málaður, tóku þefr sig því til og nudduðu hendur hans upp úr vatni. Sögur greina einnig frá því hversu indjánar voru uppnumdir yfir vopnum Spánverja og herklæðum, að ekki sé talað um hesta þá er voru með í för, en slíkar skepnur höfðu indjánar aldrei séð og héldu sumir að maður og hestur væru ein og sama veran; var þar komin fram ljóslifandi goðsögnin um hinn magnaða kentár. En furðusögur af því sem landvinningamenn sáu og reyndu hafa ekki verið færri. Ein slík var frásögnin af amazónunum sem voru bardagakonur miklar og réðu löndum við fljótið Amazon, en þangað fór leiðangur Spánverja mikla svaðilför sem tók hálft þriðja ár og stendur ef til vill framar öllum slíkum ferðum sem skráðar eru í árbókum álfunnar. Um sannleiksgildi þeirrar sögu hafa margir efast, en hún sýnir þó hversu margt af því sem Spánverjar sáu og reyndu hefur staðið á mörkum hins trúanlega og hversu sá heimur sem þeir gengu inn í og öll þeirra för í þessari fjarlægu heimsálfú hefur verið ævintýri líkust. I ferð þeirri lentu þeir einu sinni sem oftar í bardaga við indjána og sluppu afar naumlega frá þeirri viðureign sem var bæði hörð og ströng. Greindi einn þeirra svo frá: „Tíu eða tólf þessara kvenna komu indjánum til liðs og virtust stjórna atganginum. Þær börðust svo frældlega að indjánarnir voguðu sér ekki að hörfa undan, því þá drápu þær hvern þann mann með kylfum sínum, og vörðust þeir því hatrammlega. Konurnar voru ljósar á hörund og hávaxnai-, með mikið hár sem þær bundu um höfuð sér. Þær voru nyög sterkar og gengu naktar, en huldu viðkvæmari líkamshluta sína. Með bogum sínum og örvum börðust þær eins og tíu manns og sendu Spánverjum skæðadrífu af örvum sem gengu sumar spannardjúpt í bátana svo þeir líktust helst broddgöltum." I þessu þorpi handsama Spánverjar indjána sem segir þeim nánar frá herkonum þessum. „Foringinn spurði indjánann hver ríkti yffr landi þessu, og sagði hann það vera Couynco nokkurn. Hann spyr þá hverjar þessar konur séu sem hafi barist með þeim, og indjáninn svarar því til að þær lifi inni í landi, og að höfðingi hans sé þegn þeirra. Hann vissi um sjötigi þorpa sem þær byggju, og hefði sjálfur oftlega farið þangað til að færa þeim skatt frá höfðingja sínum. Foringinn spurði hvort þessar konur væru giftar, og indjáninn neitaði því. Þá spurði foringinn hvort þær ættu böm, og kvað indjáninn svo vera. Foringinn spurði hvernig það mætti vera úr því þær væru ekki giftar. Sagði hann þá að þær færu stundum í stríð til nágrannalanda, og tækju heim með sér karlmenn, og héldu þeim hjá sér eins lengi og þær lysti, en sendu þá síðan heim til sín án þess að gera þeim til miska. Ef þær ættu svo í fyllingu tímans sveinbörn dræpu þær þau, og sendu til fóðurlands þeirra, en ættu þær meybörn væru þau alin upp af mikilli alúð, og kennt allt er varðaði hernaðarlist. Konur þessar klæddust fótum úr fínustu ull, og höfðu hár sitt slegið allt til jarðar, og báru kórónu úr gulli. Hann sagði það ennfremur bannað að karlmenn væru í borgum þeirra eftur sólsetur, og að mörg nágrannaríki væru undir þær sett, og yrðu að þjóna þeim og greiða þeim skatt. Hann sagði svo frá mörgu öðru sem hann lét okkur heyra dag hvern, því hann var bæði greindur og spakvitur eins og allir þeir sem í þessu landi búa, og við höfum orðið áskynja um.“ Höfundur er rithöfundur og bókavörður. FRESKA eftir Diego Rivera á hallarvegg I Mexíkó City. Þar er m.a. lýst grimmdinni í samskiptum Spánverja við frumbyggja landsins. PABLO NERUDA HJARTAÐ ÚR PEDRO DE VALDIVIA DAGUR SIGURÐARSON ÞÝDDI Við leiddum Valdim undir tréð. Regnblár var morgunninn, með köldum trefium sundurtættrarsólar. Hátignin öil, þrumudýrðin, lágu fallnar, á tjá og tundri, í haug af særðu stáli. KaneJtréð hóf upp mál sitt og tendraði urmul {jósorma ískarb'eldi sínu. Við bárum að voðir ogletker, veG trausta sem tryggðabönd, gersimar skærar sem möndlur mánans, og trumburnar sem fylltu Arákamu leðurbliki. Við barmafylltum kerin sætum veigum og dönsuðum stappdans á skikunum sem mótaðir voru af myrku kyni okkar. Svo slógum við andlit (jandmannsins. Svo sniðum við hugumstórt höfuðið af. Fagurt var blóð böðulsins sem við utbýttum eins og granatepli, meðan það gneistaði enn af fyóri. Svo rákum við spjót í brjóstið og færðum hjartað sem var vængjað eins og Gigl að fórn hinu arákanska tré. Blóðniður þaut uppí limið. Þá steig á vit hátignar gíganna afjörðinni, eijaðri sJírokkum oidar, kvæðið um stríðið, sólina, töðugjöldin. Svo hlutuðum við blæðandi hjartað. Eglæsti tönnum í blómkrónu þá ogblótaðijörðu: „Gef mér kulda þinn, ósvífni útlendíngur. Gef mér tígriskjark þinn. Gef mér í blóði þínu heift þína. Gef mér dauða þinn að hann fylgi mér og veki mönnum þínum ugg. Gefmér stríðið sem þú Jiáðir. Gef mér Jiest þinn og augu. Gefmér friðlaust rökkríð. Gefmér móðurhlýju maískornsins. Gefmér túngutak hestsins. Gef mér ættjörð án þyrna. Gefmér sigurreifan frið. Gefmér loftið sem keneltéð andar, voldugi Jierra." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.