Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 1
223. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 24. SEPTEMBER 2002 GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands og leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins (SPD), kvaðst í gær fagna því mjög að fá tækifæri til að stýra landinu áfram en ríkisstjórn SPD og græningja hélt naumlega velli í þingkosningum sem haldnar voru á sunnudag. Ljóst er þó að mörg erfið verkefni bíða Schröders, m.a. að laga samskipti Þýskalands og Bandaríkjanna eftir stormasama kosningabaráttu í Þýskalandi. George W. Bush Bandaríkjafor- seti óskar þjóðarleiðtogum, sem sigra í þing- eða forsetakosningum, jafnan til hamingju með árangurinn, einkum þegar í hlut eiga vinaþjóðir. Það hefur hann hins vegar ekki gert nú, að sögn heimildarmanna í Bandaríkjunum. Skýrast viðbrögð Bandaríkjaforseta án efa af niðrandi ummælum sem höfð voru eftir þýska dómsmálaráðherranum, Hertu Däubler-Gmelin, um Bush í síðustu viku. Þá vakti hörð andstaða Schröders í kosningabaráttunni við hugsanlega hernaðarárás á Írak litla hrifningu vestanhafs. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, dró ekki dul á það í gær að kosningabaráttan í Þýskalandi hefði „eitrað“ samband Bandaríkjanna og Þýskalands. Rumsfeld var þá staddur í Póllandi á fundi varnarmálaráðherra aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) og gaf hann til kynna að hann hefði engan hug á því að eiga sérstakan fund með þýskum starfs- bróður sínum. Schröder bar sig vel í gærmorgun og kvaðst vera þess fullviss að sam- skipti ríkjanna myndu batna. Hann ítrekaði þó að þýsk stjórnvöld myndu sjálf ráða utanríkisstefnu sinni. Á hinn bóginn tilkynnti Schröder að Däubler-Gmelin hyrfi nú úr ríkisstjórn. SPD fékk 38,5% atkvæða í kosn- ingunum, rétt eins og helsti keppi- nauturinn, kosningabandalag kristi- legu flokkanna CSU/CDU. SPD fær þó 251 þingmann kjörinn en CSU/ CDU aðeins 248. Græningjar eru stóri sigurvegarinn í kosningunum en flokkurinn bætti við sig 1,9% í fylgi og hefur nú 55 þingsæti. Sam- anlagt hafa stjórnarflokkarnir níu sæta þingmeirihluta, njóta stuðn- ings 306 fulltrúa á þýska þinginu. Er rætt um að græningjar muni í ljósi úrslitanna gera kröfu um fjóra ráð- herra í ríkisstjórninni, í stað þriggja áður. Edmund Stoiber, kanslaraefni kristilegu flokkanna, spáði því þó í gær að stjórnin yrði ekki langlíf. Ríkisstjórn Gerhards Schröders hélt naumlega velli í þýsku kosningunum Hefur engin heillaóska- skeyti fengið frá Bush AP Gerhard Schröder ræðir við fréttamenn í Berlín í gær. Berlín, Trenton, Varsjá. AFP.  Samsteypustjórn/22  Eftir/28 SPÁNSKUR lögreglumaður stend- ur vörð yfir hópi ólöglegra innflytj- enda frá Norður-Afríku en þeir voru stöðvaðir í hafnarborginni Tarifa á Suður-Spáni snemma í gær. Yfirvöld á Spáni hafa nýverið aukið mjög eftirlit á Gíbraltarsund- inu, sem skilur að Spán og Marokkó, enda hefur það færst mjög í aukana að fólk frá nyrstu svæðum Afríku reyni að laumast inn í landið með það fyrir augum að setjast þar að. Reuters Innflytjend- ur stöðvaðir TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að stöðva þyrfti Saddam Hussein, forseta Íraks, enda léki enginn vafi á því að hann væri nú í óðaönn að koma sér upp gereyð- ingarvopnum. Ummælin voru höfð eftir Blair fyrir fund sem hann átti með ríkisstjórn sinni en þar hugðist hann leggja fram gögn sem eru sögð sýna svart á hvítu hversu mikil ógn stafi af Saddam. Þá sögðu breskir embætt- ismenn að „innan fárra daga“ yrðu lögð fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna drög að ályktun þar sem þess verður m.a. krafist að Saddam fargi vopnum sínum. George W. Bush Bandaríkjafor- seti lét hafa eftir sér í gær að hann vildi að fast yrði að orði kveðið í hverri þeirri ályktun, sem sam- þykkt væri á vettvangi öryggisráðs- ins. Ályktun öryggisráðsins þyrfti að gefa Saddam skýr skilaboð um að sú tíð væri liðin að hann kæmist upp með undanslátt og lygar. Bandaríkin og Bretland hafa und- anfarna daga þrýst mjög á um að öryggisráðið samþykkti nýja álykt- un þar sem tekið væri skýrt fram að Írakar gætu vænst þess að á þá yrði ráðist ef þeir ekki heimiluðu er- indrekum SÞ óheftan aðgang að vopnabúrum sínum. Naji Sabri, utanríkisráðherra Íraks, fullyrti hins vegar í gær að mörg ríki, þ.á m. ríki sem neitunar- vald hefðu í öryggisráðinu, væru mótfallin því að samþykkt yrði ný og sérstök ályktun um Íraksdeil- una. Aðeins Bretland, Bandaríkin, Rússland, Kína og Frakkland hafa neitunarvald í öryggisráði SÞ. Verð á hráolíu hækkar Um helgina lýstu Írakar því yfir að þeir sættu sig ekki við nein frek- ari skilyrði um vopnaeftirlit eða af- vopnun, en áður höfðu þeir sagst ætla að heimila vopnaeftirlitsmönn- um SÞ að snúa aftur til landsins. Varð yfirlýsing þeirra frá því um helgina til þess í gær að verð á hrá- olíu hækkaði talsvert á mörkuðum í London og New York. Kostar fatið nú 29,11 dollara en svo dýrt hefur fatið af hráolíu ekki verið í heilt ár, eða frá því skömmu eftir árásirnar á Bandaríkin í fyrra. Gögnin sem kynnt voru bresku stjórninni í gær verða gerð aðgengi- leg fyrir almenning í dag en þá fer fram sérstök umræða í breska þinginu um hugsanlegar hernaðar- aðgerðir gegn Írak. Íraksdeilan rædd á breska þinginu Drög að ályktun senn lögð fyrir öryggisráð SÞ London, Trenton í New Jersey, Kaíró. AFP. Tony Blair YASSER Arafat, forseti heimastjórn- ar Palestínumanna, hafnaði í gær skilyrðum Ísraela fyrir því að hætta umsátri um höfuðstöðvar Arafats í Ramallah. Höfðu Ísraelar farið fram á að Arafat gæfi upp nöfn þeirra, sem hafast við í höfuðstöðvunum með hon- um. Áður höfðu þeir krafist framsals 20 manna, sem eru í höfuðstöðvunum og sem Ísraelar segja hafa tengsl við öfgahreyfingar Palestínumanna. Ísraelski herinn hóf umsátur um höfuðstöðvar Arafats á fimmtudag eftir tvær sjálfsmorðsárásir palest- ínskra öfgamanna. Standa aðeins einkaskrifstofur Arafats eftir en aðr- ar byggingar höfuðstöðvanna eru nánast í rúst eftir aðgerðir Ísraela. Mjög er þrýst á Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, að halda aftur af hersveitum sínum og lét Ari Fleischer, talsmaður Bandaríkjafor- seta, hafa eftir sér að umsátrið í Ram- allah væri ekki til þess fallið að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Forsætis- ráðherrar Evrópusambandsríkjanna sendu sömu skilaboð í gær en þeir funduðu þá í Kaupmannahöfn. Arafat hafn- ar skilmál- um Ísraela Ramallah. AFP. MIKIÐ verðfall varð á mörkuð- um víða um heim í gær vegna vax- andi áhyggna af efnahagslífinu og ótta við stríðsátök í Írak. Á Wall Street lækkaði Dow Jones-hluta- bréfavísitalan um 113,94 punkta eða 1,43%, og er nú 7872 punktar. Þá lækkaði Nasdaq-vísitala tæknifyrirtækja um 36,12 punkta, eða 2,96%, og er nú 1184,97 punktar en lægri hefur hún ekki verið síðan í september 1996. Verðfallið var jafnvel enn meira í helstu kauphöllum í Evr- ópu en þar hafði áhrif naumur sigur ríkisstjórnar Gerhards Schröders í þýsku þingkosning- unum. Þannig lækkaði Euro Stoxx 50-vísitalan um heil 3,8%, og hefur ekki verið lægri síðan í maí 1997. FTSE-vísitalan breska lækkaði um 3,1%, franska CAC 40-vísitalan um 3,3% og þýska DAX 30-vísitalan lækkaði um 4,9% og hefur hún ekki verið lægri í meira en fimm ár. Verðfall á mörkuðum New York, London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.