Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 11 BÚR ehf. er innkaupa- og dreifing- arfyrirtæki í eigu Kaupáss, Sam- kaupa, Olíufélagsins, kaupfélaganna og fleiri. Sigurður Á. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búrs, segir að Búr kaupi inn og dreifi vörum til um 90 verslana og þar af um 40 í dreifbýlinu, þannig að ljóst sé að fyrirhugaðar breytingar snerti marga. Hann segir að áætluð velta Búrs á yfirstandandi ári sé um 4,5 milljarðar króna, en undanfarin sjö ár hafi Búr fyrst og fremst starfað á þurrvörumarkaði. Breytingarnar séu gerðar til að vera samkeppnishæfari í sölu á ávöxtum og grænmeti með beinum innkaupum og auknum gæðum og meira vöruvali í verslununum, en samanlögð ársvelta félagsins með þessa vöruflokka sé áætluð rúmlega milljarður króna. Í þessu sambandi bendir hann á að að- ildarfélög Búrs séu með um 45% af ís- lenskum dagvörumarkaði en hlut- fallslega minna í ávöxtum og grænmeti. Sigurður segir að breyt- ingin hafi legið í loftinu en beðið hafi verið eftir breytingum á tollalöggjöf- inni. Innflutningur hafi síðan verið gerður auðveldari með breytingum á tollalöggjöfinni og beingreiðslum til garðyrkjubænda í vor sem leið. Hann segir að þar sem íslenskt grænmeti skipi mikilvægan sess hjá neytendum verði kröfum markaðarins svarað með því að hafa íslenskt grænmeti á boðstólum í eðlilegu samræmi við árs- tíðabundna framleiðslu. Ennfremur verði flutt inn erlent grænmeti. Aukin hagkvæmni Sigurður segir að aðildarfélög Búrs hafi, hvert í sínu lagi, keypt vörurnar af innlendum birgjum, en með sam- eiginlegum innkaupum megi ná fram hagkvæmum innkaupum og aukinni hagkvæmni í dreifingu í krafti stærð- arinnar og sameiginlegs birgðahalds, og vilji sé til að útfæra þetta samstarf yfir á fleiri vöruflokka. Í öðru lagi segir hann að verðlags- kerfið í grænmeti og ávöxtum hafi verið flókið og óaðgengilegt. Með því að ná tökum á innkaupunum megi ná fram auðveldari stýringu á kostnað- arverði, gæðum og vöruvali. Staðan gagnvart samkeppnisfyrir- tækjum hafi verið erfið, meðal annars vegna eignatengsla heildsala í ávaxta- og grænmetisgeiranum og þessara samkeppnisfyrirtækja. Dreifingar- fyrirtæki í ávöxtum og grænmeti eigi hlutdeild í innkaupa- og dreifingar- fyrirtæki samkeppnisaðila sem hafi skekkt samkeppnisstöðuna á mark- aðnum og dregið úr trúverðugleika á sanngjarnri verðlagningu og þjón- ustu. „Birgjar viðskiptafyrirtækja okkar hafa setið í stjórn Ávaxtahúss- ins með helsta samkeppnisfyrirtæk- inu en við höfum talið að það hafi komið í veg fyrir sanngjarna verð- lagningu og þjónustu,“ segir hann. „Dregið hefur úr þeim trúverðugleika sem þarf að vera í svona viðskiptum og við töldum þá stöðu óviðunandi.“ Sigurður leggur áherslu á að Búr ætli að gera íslenskri framleiðslu hátt undir höfði og auðvelt aðgengi verði að innlendu grænmeti í verslununum. Gæði innlendrar framleiðslu séu sam- bærileg við það besta sem gerist í ná- grannalöndunum og ferskleikinn sé til staðar. Íslenskir neytendur vilji líka fá íslenska framleiðslu, þegar hún sé í blóma, en vegna smæðar mark- aðarins sé innlend framleiðsla dýrari en sambærileg vara erlendis. Þess vegna verði grænmeti flutt inn og við- skiptavinirnir geti síðan valið á milli. „Það ræðst síðan af framboði og eft- irspurn hvernig kaupin gerast.“ Bjarni Finnsson er forstöðumaður nýju deildarinnar. Hann bendir á að íslensku framleiðslueiningarnar séu litlar en þegar þær stækki aukist sölumöguleikar þeirra og jafnvel út- flutningsmöguleikar í sambandi við ylræktina. Enn séu verulegar hömlur á innflutningi en innlendir, stórhuga framleiðendur hafi alla burði til að keppa við erlenda framleiðendur. Hagkvæmt húsnæði Búr hefur gert samninga við öflug dreifingarfyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum um innkaup á þess- um vörum. Samið hefur verið við Eimskip og Icelandair Cargo um flutninga til landsins á öllum innflutn- ingi félagsins auk þess sem gerður hefur verið samningur við Landflutn- inga, dótturfélag Samskipa, um alla dreifingu á ávöxtum og grænmeti inn- anlands frá birgðahúsi til verslana. Að sögn Sigurðar varð að kaupa nýtt húsnæði vegna breytinganna og var skrifstofan flutt úr Skútuvegi á Bæj- arflöt 2 fyrr í sumar en þar er verið að innrétta rúmlega 1.000 fermetra sal með kælibúnaði og þroskunaraðstöðu fyrir banana, en þurrvörubirgðir fé- lagsins, um 4.000 vörutegundir, verða áfram hjá Samskipum í Holtagörðum. Við nýja húsnæðið er góð aðstaða til að taka á móti og geyma gáma. Gert er ráð fyrir að flytja um 500 bretti vikulega til fyrrnefndra um 90 verslana. Í móttöku- og geymslusaln- um er verið að innrétta fimm kæli- herbergi, þar sem varan verður geymd þar til gengið verður frá pönt- unum og þær afgreiddar, en stærri verslanirnar fá pantanir sendar dag- lega og þær minni tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Búr ehf. flytur inn grænmeti og ávexti Fyrr á árinu ákvað stjórn Búrs ehf. að félagið tæki að sér innkaup og dreifingu á ávöxtum og grænmeti. Húsnæði á Bæjarflöt 2 í Grafarvogi var keypt og er verið að innrétta það með tilheyrandi tækjabúnaði með það fyrir augum að starfsemin fari í gang í byrjun október. Morgunblaðið/Þorkell Hluti starfsmanna Búrs ehf. í nýju húsakynnunum. Horfur eru á að aukin samkeppni verði á næstunni í innflutningi og dreifingu á grænmeti og ávöxtum ALLS voru 4.500 einstaklingar og fjölskyldur með rúmlega 21 milljarð króna í fjármagnstekjur að meðtöld- um söluhagnaði af hlutabréfum, skv. skattframtölum ársins 2002. Rúm 2% af þessum fjölda, eða 96 manns, voru með 53% af þessara tekna eða rúma 11,2 milljarða króna. Þessar upplýsingar koma fram í pistli Jó- hönnu Sigurðardóttur alþingis- manns á heimasíðu hennar en þær eru byggðar á gögnum sem Ríkis- skattstjóri vann fyrir Samfylkinguna að beiðni Jóhönnu. ,,Að meðaltali hafði hver þessara einstaklinga 116 milljónir króna í fjármagnstekjur á árinu 2001, en tekjuskatts- og útsvarsstofn þeirra var að meðaltali 3,7 milljónir króna. Fjármagnstekjur þeirra fjölskyldna sem mest höfðu, en það var 21 sam- skattaður einstaklingur, var að með- altali um 300 milljónir króna. Tekju- og útsvarsstofn þeirra var einungis 3,4 milljónir króna,“ segir í pistli Jó- hönnu. Þar kemur einnig fram að verulega fækkaði í hópi þeirra milli ára sem höfðu minnstan söluhagnað af hlutabréfum og öðrum fjármagns- tekjum. Sá hópur taldi á árinu 2001 um 8.200 einstaklinga en á árinu 2002 var sá hópur kominn í tæplega 3.000 og hafði fækkað um 5.000 ein- staklinga og fjölskyldur. Fáir auðmenn að eignast Ísland ,,Það sem þessir 3.000 einstakling- ar og fjölskyldur tóku til sín í heild- arsöluhagnaði af hlutabréfum, þ.m.t. aðrar fjármagnstekjur, var rúmlega 3% á sama tíma og 96 einstaklingar og fjölskyldur tóku til sín 53% af heildinni. Gífurleg skattaleg mis- munun er milli þessara auðmanna og almennings. Þessir 96 auðmenn þurfa aðeins að greiða 10% skatt af rúmlega 116 milljón króna fjár- magnstekjum á yfirstandandi ári og síðan 38% af 3,7 milljóna króna launatekjum. Skattgreiðslur auð- mannanna til samfélagsins eru fjarri því að vera í samræmi við auðinn sem þeir raka í eigin vasa,“ segir Jó- hanna. Hún heldur því fram að þessar töl- ur endurspegli að í skjóli einokunar, fákeppni, skattaívilnana og gjafa- kvóta sé auður þjóðarinnar að færast á hendur nokkurra tuga einstaklinga og fjölskyldna, sem virðast hafa öll tögl og hagldir í þjóðfélaginu. ,,Fáir auðmenn eru smám saman að eign- ast Ísland hvort sem er á landi eða sjó,“ segir Jóhanna í pistli sínum. Jóhanna Sigurðardóttir birtir útreikninga í pistli á heimasíðu 96 manns með 11 millj- arða í fjármagnstekjur ÞRJÁTÍU og einn nemandi út- skrifaðist á laugardag frá Háskól- anum í Reykjavík með alþjóðlega MBA-gráðu frá viðskiptadeild skólans og var þetta í fyrsta skipti sem skólinn útskrifar MBA-nema. Námið er hluti af GeM-samstarfi 10 háskóla beggja vegna Atlants- hafs og hafa nemendurnir m.a. sótt þrjár vikulangar námstefnur á Spáni, í Bandaríkjunum og nú síðast í Mexíkó. Jafnframt hafa þeir unnið viðamikil hópverkefni með nemendum samstarfsskól- anna. Í liðinni viku fór fram sameig- inleg GeM-útskriftarathöfn í EGADE-viðskiptaháskólanum í Monterrey í Mexíkó og markaði hún lokin á námstefnu þar sem nemendur kynntu meðal annars niðurstöður lokaverkefnavinnu sinnar. GeM-samstarfsskólarnir eru: Athens University, Copenhagen Business School, ERASMUS í Rotterdam, EGADE í Monterrey, ESADE í Barcelona, Georgia State University í Atlanta, Háskól- inn í Reykjavík, Kölnarháskóli í Þýskalandi, University of Denver og Viðskiptaháskólinn í Bergen. Háskólinn í Reykjavík útskrifar fyrstu MBA-nemendurna Morgunblaðið/Þorkell Nemendur klæddust skikkjum og settu upp húfur á útskriftardaginn. 31 lauk prófi frá við- skiptadeild skólans UNDANFARIÐ hefur borið tals- vert á bílainnbrotum, sérstaklega innbrotum í bíla á bílastæðum kvikmyndahúsa. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryf- irlögregluþjóns, eru tilkynningar eftir kvöldsýningar algengastar og virðast innbrotin framin skömmu eftir að sýningar hefjast. Segir hann mikilvægt að fólk skilji ekki eftir sýnileg verðmæti í bílunum, svo sem töskur, farsíma, geisla- diskaveski, fartölvur og fleira. Hann bendir fólki á að skilja ekki eftir varning í bílnum því hann geti sýnst verðmætur í augum þjófa. Sé erfitt fyrir þá sjá hvort skjalataska sé tóm eða ekki. „Að öllum líkindum sjá þeir fyrir sér að í töskunni geti verið peningar, ávís- anir eða önnur verðmæti,“ segir Ómar Smári. „Það er ekki nóg að breiða yfir varninginn. Ef þjófarnir sjá að eitt- hvað er falið undir ábreiðu eða öðru gerir það bílinn ennþá meira spennandi til innbrots.“ Hann bendir fólki einnig á að leggja bílum á vel upplýstum stað og gæta að öryggi í bílageymslum fjöleignarhúsa, þar sem einnig er brotist inn í bíla. Brotist inn í bíla á með- an eigendur eru í bíói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.