Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 49
SAMBÍÓIN og Háskólabíó stóðu fyrir skemmtilegri ný- breytni nú um helgina. Hægt var að sjá valdar fjölskyldu- myndir eins og Fríða og Dýrið, Scooby Doo og Jimmy Neutron á litlar 200 kr. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum létu við- brögðin ekki á sér standa og gripu fjölmargir gæsina og skelltu sér í alvöru 3-bíó með krökkunum, eflaust vopnaðir poppi og kóki, svona til að full- komna upplifunina. „Þetta heppnaðist alveg rosa- lega vel,“ segir Þorvaldur Árna- son hjá Sambíóunum. „Fjöl- skyldurnar tóku vel við sér og það var fullt út úr dyrum á allar þessar sýningar. Það var fólk á öllum aldri þarna; afar, ömmur og ungbörn.“ Þorvaldur segir að stefnt verði á áframhald og verður þetta endurtekið strax næstu helgi. „Svo ætlum við að reyna að hafa þetta nokkrum sinnum á ári. Viðbrögðin voru það góð að þetta er komið til að vera.“ Aðspurður hvort von sé á fleiri neytendavænum nýjungum segir hann: „Það er aldrei að vita. Við leitumst auðvitað við að koma með einhverjar svona nýj- ungar; brjóta hlutina upp með einhverjum uppákomum, þannig að þess má efalaust vænta.“ … og fjölmennti í bíó. Morgunblaðið/Þorkell Fólk lét ekki segja sér það tvisvar … Fjölskyldudagar í Sambíóunum Ekta þrjú- bíó-stemning FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 49 Í HÁDEGINU síðasta fimmtudag heyrðust tregafullir hljómar óma um sal Fjölbrautaskólans í Ármúla. Þar voru mættir tveir úr landsliði ís- lenskra blústónlistarmanna, þeir Guðmundur Pétursson gítarleikari og Halldór Bragason, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Vina Dóra. Tilefni komu þeirra var að nemendur í ensku 403 hafa verið að vinna verkefni um Suðurríki Banda- ríkjanna eftir lestur bókarinnar To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee. Af því tilefni kom Halldór Bragason í heimsókn í tíma í síðustu viku og kenndi hópnum allt um tregasöngva Suðurríkjanna, um hljóðfærin og bakgrunn tónlistarinnar. Í kjölfarið fengu nemendur það verkefni að semja blústexta og var ákveðið að efna til samkeppni um besta blús- textann. Ég fer í próf á morgun, verð að lesa bannsetta bókina … Halldór og Guðmundur mættu galvaskir til leiks skömmu fyrir há- degið og settust niður á kennarastof- unni og fóru þar yfir texta nemend- anna. Höfðu þeir á orði að greinilegt væri á textunum að margir nemend- ur nýttu sér yrkisefni úr eigin lífi enda kæmi fram að sumir ættu í basli með að vakna á morgnana eða þeir þyrftu að fara í próf á morgun. Væri sú staðreynd alveg í takt við blúsinn, enda sungu blúsarar Banda- ríkjanna um líf sitt, sem var enginn dans á rósum. Voru Guðmundur og Halldór sammála um að textarnir sýndu mikinn frumleika og ljóst væri að flestir nemendur hefðu virkilega lagt sig fram. Þegar kapparnir voru búnir að velja bestu textana úr, kom í ljós að tvær stúlkur þóttu hafa fangað treg- ann best í textum sínum, þær Bryn- dís Margrét Karlsdóttir og Eva Nína Einarsdóttir. Ákváðu tónlistarmenn- irnir að skeyta saman texta þeirra tveggja og syngja frammi fyrir nem- endum á salnum, og vakti söngur þeirra mikla lukku. Þeir félagarnir tóku síðan gömul þekkt „blúslög“ í lokin og fóru nemendur skólans sönglandi í tímana sem voru eftir mat. Blúsað í hádeginu Nemendum þessa lands er ýmislegt til lista lagt, eins og fram kom á dögunum þegar þeir sömdu blústexta sem fluttir voru af þekktum blústónlistarmönnum sem heimsóttu FÁ á dögunum. Morgunblaðið/Sverrir Nemendur FÁ fylgdust af athygli með blús- kennslu Dóra og Guðmundar Péturs. Morgunblaðið/Sverrir Halldór Bragason og Guðmundur Pétursson blúsuðu af innlifun fyrir nemendur. lifun tímarit um heimili og lífsstíl númer fimm 2002 Brimborg Reykjavík Brimborg Akureyri brimborg.is er dæmi um meiri bíl. Aksturseiginleikar Fiesta Fáðu meira en áður - fyrir minna en áður. MAÐURINN sem var eitt sinn kallaður „Guð“, Eric Clapton, mun gefa út nýja plötu í nóvember. One More Car, One More Rider er tvö- faldur hljóm- leikadiskur, auk þess sem gefinn verður út sam- nefndur DVD- mynddiskur. Þetta er fyrsta tónleikaplata meistarans í tíu ár, eða síðan Unplugged plat- an kom út árið 1992. Nýja platan inniheldur lög sem voru hljóðrituð á tónleikaferða- lagi kappans um heiminn á síðasta ári. Alls er að finna 19 lög, m.a. „Tears In Heaven“, „Badge“, „Layla“ og „Wonderful Tonight“ og „Cocaine“. Einnig er að finna þarna útgáfu Claptons af hinu stórfallega lagi „Somewhere Over the Rainbow“. Stjórn upptöku var í höndum Simons Climies sem einhverjir muna eftir sem öðrum helmingi dúósins Climie Fisher. Á meðal undirleikara Clapton má nefna trymbilinn Steve Gadd og orgelleikarann Billy Preston. Hljómleikaplata frá Clapton Eric Clapton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.